Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Hönnunarsamkeppni
Kárastaðastígur - Almannagjá
Þingvallanefnd í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um
tillögur að gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg á Þingvöllum
þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn niður í Almannagjá vorið 2011.
Vonast er til að samkeppnin leiði fram einfalda og snjalla laust á gerð gönguleiðar-
innar, sem unnt verður að hrinda í framkvæmd fyrir upphaf aðalferðamannatímans
vorið 2012.
Tillögum skal skila í seinasta lagi 1. febrúar nk. kl. 16:00 á skrifstofu Arkitektafélags
Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.
Veitt verða þrenn verðlaun að upphæð 400.000- , 250.000- og 150.000- kr. auk
vsk.
Um er að ræða opna samkeppni þar sem keppendur gera tillögu að heildarlausn
viðfangsefnisins og tillögur að helstu atriðum tæknilegra lausna.
Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem leyfi hafa til að leggja aðaluppdrætti fyrir
byggingarnefnd.
Keppnislýsing er aðgengileg öllum á PDF-formi á vef þjóðgarðsins
http://www.thingvellir.is og vef Arkitektafélags Íslands http://ai.is/
Þeir sem ákveða að taka þátt í samkeppninni skulu senda trúnaðarmanni
samkeppninnar tölvupóst til staðfestingar þátttöku sinni. Trúnaðarmaður sendir
tilbaka lykilorð sem veitir þátttakanda aðgang að öllum samkeppnisgögnum á
heimasíðu þjóðgarðsins.
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Hluti stjórnar Heilbrigðisstofnunar
Austurlands (HSA) hefur tilkynnt
velferðarráðuneytinu að til að ná
fram markmiðum um hagræðingu
þurfi að loka Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað (FSN) í átta vik-
ur í sumar á meðan starfsmenn
sjúkrasviðs fara í sumarleyfi.
Heilsugæslan verður þar undanskil-
in en á þeim tíma fara engar skurð-
aðgerðir fram eða fæðingarþjónusta
og senda þarf sjúklinga þá annað
um langan veg, líklegast til Akur-
eyrar eða Reykjavíkur.
Mikil reiði ríkir meðal starfs-
manna sjúkrahússins og íbúa Nes-
kaupstaðar og annarra byggðarlaga
í Fjarðabyggð með þessa ákvörðun.
Óttast þeir um öryggi sjúklinga og
hafa hollvinasamtök sjúkrahússins
einnig mótmælt þessu harðlega, en
samtökin hafa stutt sjúkrahúsið
dyggilega gegnum tíðina með
tækjakaupum og fleiru.
Snýst um öryggi íbúanna
Björn Magnússon, yfirlæknir á
FSN, segir starfsmenn ekki hafa
verið hafða með í ráðum og ákvörð-
unin sé andstæð þeirra óskum. „Við
teljum þetta fullkomlega óraun-
hæft,“ segir Björn og bendir á að
síðasta sumar, júní-ágúst, hafi um
270 sjúklingar verið lagðir inn á
sjúkrahúsið, þar af ríflega 100 í júl-
ímánuði, allt saman bráðveikt fólk
sem hefði orðið að vísa annað ef
sjúkrahúsið hefði verið lokað. Engin
pláss séu á Austurlandi vegna nið-
urskurðar. Vísar Björn einnig til
fyrri ummæla velferðarráðherra um
að styðja ætti við umdæmissjúkra-
húsin, sérstaklega í Neskaupstað og
á Ísafirði.
Tveir stjórnarmenn af þremur
tóku þessu ákvörðun og tilkynntu
ráðuneytinu skömmu fyrir jól. Þriðji
stjórnarmaðurinn, Lilja Aðalsteins-
dóttir, mun vera andvíg ákvörðun-
inni, samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins, og einnig var fjármálastjóri
HSA ekki hafður með í ráðum.
Björn yfirlæknir segist ekki vita á
þessari stundu hvert flytja eigi
sjúklinga sem þurfa á bráðameðferð
að halda í sumar. Þannig sé spurn-
ing með fæðandi konur, hvort senda
þurfi þær til Akureyrar eða Reykja-
víkur. Árið 2010 voru tæplega 90
fæðingar á FSN, 65 á nýliðnu ári en
Björn segir útlit fyrir fleiri fæð-
ingar á þessu ári eins og staðan er í
dag.
Þá segir Björn stórfyrirtæki á
svæðinu treysta á þjónustu sjúkra-
hússins, eins og Fjarðaál og Síld-
arvinnslan, þar sem slysahætta sé
töluverð og einnig sé umferð ferða-
manna mikil á svæðinu á sumrin.
Oft sé meira að gera hjá skurðlækn-
um FSN á sumrin en veturna, svo
dæmi sé tekið.
„Við höfum óskað eftir að fá að
halda opinni þessari bráðaþjónustu
sjúkrahússins en erum alveg tilbúin,
eins og allir aðrir, að herða að okk-
ur sultarólina. Fyrst og fremst
snýst þetta um öryggi íbúanna,“
segir Björn Magnússon yfirlæknir.
Eins og reiðarslag
„Hér er almenn reiði yfir þessu,
ekki aðeins í Neskaupstað heldur
einnig í nærliggjandi fjörðum. Þetta
kom eins og reiðarslag yfir okkur
og er eins einræðisleg og gerræð-
isleg ákvörðun og mest má vera, þar
sem ekki var kallaður til einn ein-
asti aðili til samráðs,“ segir Stefán
Þorleifsson, einn stjórnarmanna
hollvinasamtaka FSN, um ákvörð-
unina en hann var sjúkrahússráðs-
maður í Neskaupstað til fjölda ára.
Hann segir mörg dæmi þess að
sjúkrahúsið hafi bjargað mannslíf-
um og nú sé verið að stefna öryggi
íbúa og ferðamanna í stórhættu.
„Þetta eru vinnubrögð sem eiga
ekki að líðast og verða ekki liðin,
enda mótmæla þessu allir, bæði fyr-
irtæki og einstaklingar, ekki
síst fyrirtæki þar sem
slysahætta er mikil,“ segir
Stefán og rifjar upp að áð-
ur hafi komið fram hug-
myndir um stórfelldan nið-
urskurð á FSN og jafnvel
lokun yfir sumarið. Við
nánari skoðun hafi slík
áform reynst með öllu
óraunhæf og ekki
framkvæmanleg.
„Fullkomlega óraunhæft“
Mikil óánægja í Neskaupstað og víðar í Fjarðabyggð vegna lokunar Fjórðungssjúkrahússins í átta
vikur í sumar Óttast um öryggi sjúklinga Fæðingarþjónusta flutt til Akureyrar eða Reykjavíkur?
Senda þarf sjúklinga annað vegna lokunar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í 8 vikur í sumar
Grunnkort: LMÍ
Umdæmi Heilbrigðisstofnunar Austurlands
Akureyri Loftlína: 211 kmAkstursleið: 332 km
Loftlín
a: 407
km
Akstu
rsleið
: 715 k
m
Neskaupstaður
Reykjavík
Sjúkrahús, heilsugæslustöðvar
og hjúkrunarheimili
Umdæmi HSA
„Auðvitað yrði þetta skerðing á
nauðsynlegri þjónustu. Svona
hugmyndir eru ekki vinsælar og
ekki settar fram af neinni gleði.
Ég yrði guðs lifandi feginn ef
ekki kæmi til þessarar lokunar,
við erum að tala um sjúkrahús
alls fjórðungsins,“ segir Einar
Rafn Haraldsson, forstjóri HSA,
en um er að ræða tillögu sem
send var velferðarráðuneytinu
fyrir jól sem hluti af fjárhags-
áætlun fyrir þetta ár. HSA er
gert að spara um 150 milljónir
króna á árinu en með lokun
sjúkrahússins gætu náðst fram
um 50 milljónir í sparnað.
Spurður hvernig sinna eigi
bráðaþjónustu í þessar átta vik-
ur segir Einar Rafn að það verði
með sjúkraflutningum á aðrar
heilbrigðisstofnarnir. Akstur frá
Reyðarfirði til Akureyrar taki
um þrjá tíma, sjúkraflug til Ak-
ureyrar um hálftíma og um
klukkutíma til Reykjavíkur.
„Við höfum undanfarin ár
þurft að spara á öllum sviðum
og teljum að þetta sé minnsti
skaðinn sem hægt er að valda.
Annars þyrfti að segja upp
nokkrum tugum starfsmanna
en hvar stæði þjónustan þá?
Okkar starf er að taka við fyr-
irmælum löggjafans og ef
stjórnvöld telja að þetta sé óá-
sættanlegt þá verða þau að
segja til um það,“ segir Einar
Rafn, sem vonast eftir að ná
fundi í velferðarráðuneyt-
inu á næstu dögum.
Enn sé eingöngu um
tillögu um lokun að
ræða.
Ekki gert
með gleði
FORSTJÓRI HSA
Einar Rafn
Haraldsson
Loðnuvinnsla hófst í verksmiðju
HB Granda á Vopnafirði eftir há-
degi í gær. Þá kom Lundey NS til
hafnar með rúm 900 tonn af loðnu.
„Þetta er falleg loðna, alveg
ljómandi fín,“ sagði Magnús Ró-
bertsson vinnslustjóri. Hann sagði
að vinnslan hefði hafist klukkan 14
í gær og yrði unnið á 12 tíma vökt-
um allan sólarhringinn þar til búið
væri að vinna aflann. Magnús sagði
að Faxi RE hefði einnig verið búinn
að fá loðnu. Útlit var fyrir að ekk-
ert lát yrði á vinnslunni.
Aflanum var landað beint úr
Lundey NS í vinnsluna. Magnús
sagði að hráefnið væri mjög ferskt
og gott. Stærsta loðnan var flokkuð
frá og fór í frystingu en hitt í mjöl.
Magnús sagði að um 60 manns ynnu
hjá HB Granda á Vopnafirði.
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Loðnuvinnsla Guðfinna Kristjánsdóttir (t.v.) og Steinunn Zoëga tóku prufur úr loðnufarmi Lundeyjar NS í gær.
„Falleg loðna, alveg ljómandi fín“