Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 5
Fjármagnstekjuskattur
Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann.
Frítekjumark vegna leigutekna manna af
íbúðarhúsnæði er 30% af leigutekjum.
Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigu-
tekjur af öðru en íbúðarhúsnæði.
Skattlagning lögaðila
Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu-
félaga verður 20% við álagningu 2012.
Tekjuskattur annarra lögaðila verður 36% og
gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög,
þrotabú og dánarbú.
Allir vinna
Í framtali 2012 er veitt lækkun á tekjuskattsstofni manna
vegna vinnu við endurbætur og viðhald á íbúðar- og
frístundahúsnæði til eigin nota. Frádrátturinn er 50% af
vinnu, án vsk., þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi
og einstæðu foreldri og 300.000 kr. hjá hjónum og
sambúðarfólki.
Skilyrði er að sótt hafi verið um frádráttinn, með umsókn
um endurgreiðslu á virðisaukaskatti, fyrir 1. febrúar 2012
(sjá eyðublaðið RSK 10.18).
Nýir skattar og gjöld
Gistináttaskattur
Frá 1. janúar 2012 ber þeim sem selja gistingu og eru
á virðisaukaskattsskrá að innheimta og skila í ríkissjóð
gistináttaskatti að fjárhæð 100 kr. á hverja selda
gistináttaeiningu. Skattskyldum aðilum ber að tilkynna
sig inn á stofnskrá gistináttaskatts á þjónustusíðu
ríkisskattstjóra www.skattur.is.
Fjársýsluskattur
Fjársýsluskattur er 5,45% og er lagður á allar tegundir
launa og þóknana hjá fjármálafyrirtækjum, verðbréfa-
fyrirtækjum og tryggingafélögum auk Íbúðalánasjóðs.
Skatturinn er greiddur mánaðarlega í staðgreiðslu,
í fyrsta skipti 1. apríl 2012 (vegna jan., febr. og mars).
Sérstakur fjársýsluskattur
Við álagningu 2013 verður lagður á sérstakur 6%
fjársýsluskattur á tekjuskattsstofn umfram 1.000.000.000
kr. hjá aðilum sem greiða fjársýsluskatt. Greiða skal
fyrirfram upp í skattinn mánaðarlega á árinu 2012, í fyrsta
skipti 1. apríl 2012 (vegna jan., febr. og mars).
Viðbót við sérstakan skatt
á fjármálafyrirtæki
Við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013 leggst til
viðbótar við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki 0,0875%
skattur. Gjaldstofninn er heildarskuldir samkvæmt
skattframtali. Gjalddagi er 1. nóvember á gjaldári
og fyrirframgreiðsla 1. nóvember á tekjuári.
Sérstakt gjald á lífeyrissjóði
Við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013 skal
0,0814% gjald lagt á lífeyrissjóði. Skattstofninn er hrein
eign til greiðslu lífeyris. Gjalddagi er 1. nóvember.
(Lífeyrissjóðir bera ekki fjársýsluskatta.)
Fyrirframgreiðsla vegna 2012 var 31. desember 2011
og fyrirframgreiðsla vegna 2013 er 1. nóvember 2012.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
bætur