Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 10
Svart á hvítu er skemmtilegt blogg um hönnun, heimili og hugmyndir. En það er ungur vöruhönnuður í Reykja- vík sem heldur úti síðunni. Á blogginu má skoða alls konar skemmtilegar útfærslur að hug- myndum til að fegra heimilið. Þar er meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig búa megi til geómetríska skál eða box úr pappír. Einfalt og ódýrt og oft vantar mann svona lítil box undir lykla og ýmiskonar smádót sem þvælist um án þess að eiga fast- an samastað. Ef þú ætlar að breyta til í herberginu þínu eða á heimilinu er hægt að fá margar sniðugar hug- myndir á Svörtu og hvítu og er sjón sögu ríkari. Breytingar þurfa nefni- lega stundum hvorki að vera miklar né dýrar til að manni takist að breyta og fegra umhverfi sitt þannig að það sýnist sem allt annað. Svona geta ýmsir lausnir virkað sem töfrabrögð. Vefsíðan www.svartahvitu.blogspot.com Smáhlutir Ýmis konar litríkir hlutir lífga upp á heimilið og lífið um leið. Samastaður smáhlutanna Nú er árið 2011 liðið í aldanna skaut en nýir ogspennandi tímar taka við. Forseti vor, herraÓlafur Ragnar Grímsson, hefur þegar af-sannað spár helstu völva og véfrétta landsins um næstu forsetakosningar og sýnt fram á að löngu liðinn kollegi hans, Abraham Lincoln, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að framtíðin vitjaði okkar bara einn dag í einu. En það á kjósa víðar og verða forsetakosningarnar vestanhafs án efa meðal helstu frétta ársins. Gaman er að velta því fyrir sér hvaða fleygu ummæli Lincoln léti falla, fylgdist hann með tilburðum nútíma-frambjóðenda en sitt sýnist hverjum um hver muni fara með sigur af hólmi; sitjandi forseti eða frambjóðandi repúblikana? Eitt er þó víst að ósigur Obama hefði miklar breytingar í för með sér fyrir Bandaríkjamenn og hafa menn m.a. áhyggjur af því að sjálfur Roe gegn Wade-dómurinn sé í hættu. Svo ekki sé talað um fyrirhugaðar breytingar Obama á heil- brigðiskerfinu. Rick Santorum, eitt forsetaefna Repú- blikanaflokksins, lét einmitt þau ummæli falla í vikunni að sjúkratryggingum, matarmiðum og öðrum velferðar- úrræðum á vegum hins opinbera mætti helst líkja við fasisma. Santorum, sem varð annar í forkosningum í Iowa, vill banna fóstureyðingar í öllum tilfellum og Mitt Romney, sem bar sigur úr býtum í Iowa, sagðist mundu styðja það sem forseti að Roe gegn Wade yrði snú- ið. Og hann er „sá frjáls- lyndi“ í frambjóð- endahópnum. Nei, þótt Obama hafi ekki staðist væntingar og mörgum þyki hann hafa fest sig í neti voldugra þrýstihópa og fyr- irtækja ekki síður en fyrirrennarar hans, hlýtur hann að teljast skömminni skárri en hinn kosturinn. Síðasti forseti repú- blikana setti lög sem gengu mjög á mannréttindi banda- rískra ríkisborgara en sá næsti gæti bætt um betur. Eru einhverjar líkur til þess að Bandaríkjamenn muni verðlauna frambjóðanda flokksins sem vildi afnema skattaívilnanir fyrir almenning en standa vörð um skatta- fríðindi þeirra ofurríku? Ja, repúblikanar vilja meina að þeir hafi Guð í liði með sér og það finnst varla öflugri fylg- ismaður. Þrátt fyrir að vegir hans séu órannsakanlegir virðast þeir í Bandaríkjunum liggja ansi langt til hægri. Og hann ku vera afar hrifinn af teboðum. Þá er nú öllu skemmtilegra að velta fyrir sér forseta- kosningum á Íslandinu góða. Hversu mikinn skaða getur íslenskur forseti gert? Ókei, það er kannski orðið um- deilanlegt. En hvern viljum við í embættið? Ég gæti nefnt hinn og þennan sem mér finnst að myndu smellpassa á Bessastaði en vandamálið er að ég er nokkuð viss um að þeir, og aðrir sem hafa verið nefndir í þessu samhengi, hafa eitthvað annað betra að gera. Menn hafa til dæmis talað um Pál Óskar sem næsta forseta, hann sem er uppteknasti maðurinn á landinu! Ekki þar fyrir að ég myndi reyndar styðja hann 175%. En það þyrfti að bóka hann fjögur ár fram í tímann. Pál Óskar á Bessastaði 2016? »Þá er nú öllu skemmtilegra aðvelta fyrir sér forsetakosningum á Íslandinu góða. Hversu mikinn skaða getur íslenskur forseti gert? HeimurHófíar Hólmfríður Gísladóttir hofi@mbl.is 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ísland hefur ekki farið var-huga af Bieber fever en sá„sjúkdómur“ er kenndur viðkanadíska söngvarann Just- in Bieber. Aðdáendahópur Biebers á Íslandi kallar sig IceBeliebers og heldur úti virkri Facebook-síðu. Helsta markmið hópsins er að fá Bieber til Íslands og er nú í bígerð að safna undirskriftum til að hvetja goðið til að koma. Bieber-kröfuganga „Við sendum póst á fram- kvæmdastjóra Senu og þá kom í ljós að hann er búinn að fara til Bandaríkjanna á fund með um- boðsmönnum Justins, en þeim finnst þetta víst of lítið land til að það taki því að hann komi hingað. En Justin Bieber er fyrimyndin okkar og hefur kennt okkur að gef- ast aldrei upp, svo nú ætlum við að safna undirskriftum og senda til Senu. Kannski getur líka einhver sem les þessa grein hjálpað okk- ur,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, Justin Bieber-aðdáandi og einn meðlima íslenska aðdá- endahópsins. Síðastliðið sumar stóð hópurinn einnig fyrir svokall- aðri Bieber Parade-kröfugöngu niður Laugaveginn. Endaði gangan á Ingólfstorgi þar sem hópurinn söng lög með Justin. Segir Olga Katrín það hafa verið mikið stuð og nú séu þær að reyna að koma myndbandi úr göngunni til Biebers í gegnum Twitter. „Justin Bieber bjó til síðu á Twitter og við vitum að þetta er ekta hann. Við erum alltaf að reyna að senda myndbandið á hann en það er mikil samkeppni og erfitt að ná athygli hans,“ segir Olga Katrín. Varð allt brjálað Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún hitti stjörnuna sjálfa segir Olga Katrín að hún myndi líklegast ekki koma upp orði. Það sem heillar þær vinkonurnar við Justin segja þær í raun vera allt, röddin, hárið, hláturinn og útlitið. Íslensk- ir aðdáendur Biebers eru nokkuð margir og stelpur þar í meirihluta. Fylgjast þær vel með því sem Bie- ber tekur sér fyrir hendur og ræða sín á milli í gegnum Facebook. „Við erum alltaf að forvitnast um hann og lesa fréttir á netinu. Svo notum við hópinn til að spjalla Justin Bieber- hitasótt á Íslandi Aðdáendur Justins Biebers á Íslandi eru margir þó að landið sé smátt. Reyna ís- lenskir aðdáendur nú hvað þeir geta til að fá söngvarann knáa til landsins. Aðdá- endahópurinn IceBeliebers á Facebook hefur þegar staðið fyrir Bieber Parade- kröfugöngu og ætlar næst að standa fyrir undirskriftasöfnun. Þá reyna aðdáendur að nýta sér samskiptavefinn Twitter til að ná til söngvarans. Aðdáendur Vinkonurnar Ísabella, Olga Katrín og Halldóra Vera. Bieber hlutir Safn Olgu Katrínar. Nú er lag að sjá alla meðlimi hljóm- sveitarinnar Reykjavík! spila saman, en þeir ætla að vera með tónleika á Bakkusi í kvöld. Þetta verður svokall- að frígigg, kostar semsagt ekkert inn. Einn af hljómsveitarmeðlimum, Haukur Magnússon, ætlar að skipta um starfsvettvang og hann verður ekki á landinu næstu mánuði, og fyrir vikið verða þetta síðustu tónleikar með öllum meðlimum úr Reykja- vík! … í bili. Það er því full ástæða til að skunda niður á Bakkus og sjá og heyra Reykjavík! sem byrjar að spila um klukkan ellefu. PLASTIC GODS koma einnig fram á Bakkusi í kvöld. Endilega... ...farið á frí- gigg í kvöld Ljósmynd/Hörður Sveinsson Sprell Hljómsveitin Reykjavík! Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Stjórn Listaháskólans hefur ákveðið að undirbúa stofnun meistaranáms í myndlist og hönnun næsta haust. Ákvörðunin byggist á samþykkt Al- þingis á 20 milljóna króna framlagi til námsins á fjárlögum 2012. Nú þegar eru starfræktar tvær námsbrautir á meistarastigi í tónlist og nám í list- kennsludeild er allt á meistarastigi. Með stofnun námsbrautanna í mynd- list og hönnun og fyrirhuguðum breytingum á skipulagi náms á leik- arabraut getur Listaháskólinn boðið upp á heildstætt meistaranám í þeim helstu greinum sem skólinn starf- rækir. Nám á nýju námsbrautunum er skipulagt sem tveggja ára samfellt nám til MA-gráðu á 2. þrepi, stigi 4, samkvæmt viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður. Gert er ráð fyrir átta nemendum í árgangi á myndlistarbraut og tólf nemendum í árgangi á hönnunarbraut. Námið verður auglýst til umsóknar síðar í vetur eða snemma í vor. Tillögur liggja fyrir um rekstur alls átta námsbrauta á þremur sviðum, þ.e. meistaranám í listum og hönnun, meistaranám í listkennslu og miðlun og samevrópskt meistaranám í sköp- un, miðlun og frumkvöðlastarfi auk þverfaglegs meistaranáms fyrir fólk með blandaðan bakgrunn úr listum, fræðum, vísindum og atvinnulífi. Nýtt meistaranám í LHÍ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Myndlist Frá sýningu nemenda við Listaháskóla Íslands í vor. Myndlist og hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.