Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. janúar Morgunblaðið gefur út sérblað um Þorrann föstudaginn 20. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum bæði í mat og öðru spennandi efni. Þorrinn SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Allt um Þorramatinn. Viðtal við sanna þorramatmenn. Þorrablót í heimahúsum. Þorrabjórinn. Þorramatur sem allir geta borðað. Saga Þorrablótshefðarinnar. Þorrablót um land allt. Heimaverkun á þorramat. Vinsæl sönglög á þorrablótum. Þorraminningar þekktra Íslendinga. Ásamt fullt af spennandi efni um Þorrann. Þrettándahátíð Vesturbæjar verð- ur haldin í dag, föstudaginn 6. jan- úar. Venju samkvæmt verður safn- ast saman við Frostaskjól kl. 18. Þaðan verður haldið í skrúð- göngu að brennustæðinu á Ægi- síðu. Ýmislegt verður gert til skemmtunar í göngunni. Brennan verður tendruð um kl. 18:30. Þar verður fjöldasöngur og Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna. Um klukkan 18:50 hefst flugeldasýning á vegum KR-flugelda. Þrettándahátíð Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, hafa undirritað samning um út- færslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólms- heiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok ársins og að nýtt fangelsi verði tek- ið í gagnið 2014. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar hefur nú lokið við gerð samkeppnislýsingar. Dóm- nefnd skipa fyrir hönd ráðherra Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður, Páll E. Winkel fangels- ismálastjóri og Pétur Örn Björns- son arkitekt og tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands arkitekt- arnir Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir. Hönnunarsamkeppnin er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Sam- keppnisgögn verða afhent kepp- endum þann 9. janúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir um mán- aðamótin maí/júní 2012. Undirritun Ögmundur Jónasson og Logi Már Einarsson skrifuðu undir samninginn í inn- anríkisráðuneytinu. Með þeim er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður dómnefndar. Hönnunarsamkeppni nýs fangelsis verður auglýst á evrópska efnahagssvæðinu Gámaþjónustan hf verður sem fyrr með samstarf við Skógrækt- arfélag Reykjavíkur við söfnun jólatrjáa á höfuðborgarsvæðinu nú í lok jóla. Verð á þjónustunni er óbreytt kr. 800 og er gróð- ursetning á einu tré í Jólaskóg- inum innifalin. Best er að panta þjónustuna á netinu á slóðinni www.gamar.is fyrir 10. janúar, segir í tilkynningu. Fyrir hvert jólatré sem Gáma- þjónustan safnar gróðursetur Skógræktarfélagið tré í Jólaskóg- inum í Heiðmörkinni. Starfs- mönnum og viðskiptavinum Gámaþjónustunnar hf hefur boð- ist að aðstoða starfsmenn Skóg- ræktarfélagsins við gróðursetn- inguna. Meðfylgjandi mynd er tekin í Jólaskóginum í Hjalladal við gróðursetningu á jólatrjám. Sami háttur verður á næsta sum- ar. „Ekki þarf að fjölyrða um uppeldisgildi þessa starfs, börnin læra um mikilvægi þess að stuðla að sjálfbærni í Jólaskóginum,“ segir í tilkynningunni. Tré gróðursett fyrir hvert jólatré Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heið- ursgestur við setningu Íslandsmóts barna í Rimaskóla sem hefst á laugardaginn klukkan 11. Forsetinn mun hitta keppendur, foreldra, áhugamenn og forystumenn í íslensku skáklífi og leika fyrsta leikinn á mótinu. Mikill áhugi er fyrir mótinu og er búist við spennandi og skemmtilegri keppni. Þátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fædd 2001 og síðar) og sigurvegarinn fær sæmd- arheitið Íslandsmeistari barna 2012 og ferð á Norð- urlandamótið í skólaskák í Finnlandi í febrúar. Að auki verða fjölmörg verðlaun í boði, m.a. 50 þúsund króna inneignarkort í Bónus. Skráning er á www.skak.is. Alls verða tefldar 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir fimm umferðir munu 15 efstu keppendur halda áfram í lokakeppni um Ís- landsmeistaratitilinn en öðrum börnum býðst að tefla í fjöltefli við Helga Ólafsson stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands. Forsetinn mun leika fyrsta leikinn Ólafur Ragnar Grímsson Föstudaginn 6. janúar verða jólin kvödd með þrettándabrennum í Grafarholti og Grafarvogi. Þrett- ándabrenna í Grafarholti verður í Leirdal, við grasæfingasvæði Fram við enda Þorláksgeisla. Klukkan 19:30 hefst blysför frá Guðríð- arkirkju með fánabera frá Árbúum, álfa og ynjur úr æskulýðsstarfi Guðríðarkirkju, unga álfaprinsa og prinsessur. Þrettándagleði Graf- arvogsbúa verður haldin við Gufu- nesbæinn og hefst kl. 17:00 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna þar sem skólahljómsveit Graf- arvogs leikur létt lög. Blysför verð- ur að brennunni og kveikt í kl. 17:45. Við tekur skemmtun og söngur á sviði. Gleðin endar á flug- eldasýningu. Jólin kvödd í kvöld STUTT Egill Ólafsson egol@mbl.is Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis í Grindavík, segir að það séu miklir möguleikar á að nota ís- lenskt hráefni í meira mæli við fram- leiðslu á beitu. Nýtt fyrirtæki á þessu sviði, Voot beita, ætlar að leggja áherslu á þróunarstarf sam- hliða innflutningi á beitu. Pétur segir mikilvægt að vanda sig við fram- leiðslu á beitu því beita sé viðkvæm- asti þátturinn í línuveiðum. Síðustu ár hefur fyrirtækið Bernskan framleitt pokabeitu í Súðavík, en Vísir keypti meirihluta í félaginu og hefur framleiðslan nú verið flutt til Grindavíkur. Pétur segir að nýja félagið verði í innflutn- ingi, sölu, dreifingu og framleiðslu á beitu. Lögð verði áhersla á að flytja inn eins ódýra og góða beitu og hægt er. „Stóra málið er að ná utan um okkar innkaup og samræma dreif- ingu á pokabeitunni sem verksmiðja okkar í Grindavík framleiðir.“ Ætla að auka fjölbreytni í pokabeitu Pétur segir að vinna þurfi meiri þróunarstarf við framleiðslu á fjöl- breyttari pokabeitu. Verksmiðjan sé að framleiða góða ýsubeitu sem að- greini ýsuna frá öðrum fiski. Fyrir- tækið ætli sér að halda áfram þróun- arstarfi til að finna góða beitu fyrir fleiri tegundir. Hann segist telja lík- legra að það takist með því að vinna það starf samhliða innflutningi á beitu. „Markmiðið hjá okkur er að nota það prótein sem fellur til innanlands svo við þurfum ekki að vera að flytja eins mikið inn. Það þarf hins vegar að vanda mjög til verka. Við gerum okkur grein fyrir að beita er við- kvæmasti þátturinn í línuveiðum og því þarf að stíga varlega til jarðar. En það er enginn vafi á því að það eru miklir möguleikar í beitugerð úr því próteini sem við notum ekki í dag hér innanlands.“ Pétur segist gera sér vonir um að sala beitu hjá Voot beitu verði um 4.000 tonn á þessu ári. Hann segir að starfsmenn verði 4-5 við framleiðslu, þrír verði í sölu og einn starfsmaður verði alfarið í þróunarstarfi. Pétur segist vera bjartsýnn á rekstur félagsins. Það sé með góðar tengingar við innkaup erlendis. „Þó að það sé lengra í árangur í pokabeit- unni höfum við mikla trú á þeirri framleiðslu til lengri tíma.“ Hægt að efla innlenda beituframleiðslu Morgunblaðið/Golli Beita Góð beita er lykilatriði við línuveiðar. Stór hluti þeirrar beitu sem ís- lenski flotinn notar er innfluttur, en Voot beita framleiðir einnig beitu.  Nýtt félag í sölu og innflutningi á beitu tekur til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.