Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Engar eignir fundust í búi eignar-
haldsfélagsins FS38 ehf., dóttur-
félags Fons, en lýstar kröfur í búið
námu samtals 9,24 milljörðum
króna, að því er fram kemur í Lög-
birtingablaðinu.
Glitnir lánaði FS38 sex milljarða
króna til kaupa á 30% hlut Fons,
fjárfestingafélags Pálma Haralds-
sonar, í bresku skartgripakeðjunni
Aurum Holding Limited þann 16.
júlí 2008. Lánið var greitt út í einu
lagi fimm dögum síðar. Slitastjórn
Glitnis höfðaði skaðabótamál fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur
fyrrverandi eigendum og stjórnend-
um Glitnis vegna þess láns.
Eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu námu skuldir Fons
við Glitni á þeim tíma sem lánið var
veitt til FS38 um 29 milljörðum
króna. Að sama skapi nam bókfært
eigið fé Glitnis sumarið 2008 um 283
milljörðum króna, og voru skuldir
Fons við bankann því um 10,25% af
eigin fé hans. Af þeim sökum áttu
stjórnendur Glitnis að meðhöndla
lánabeiðni Fons og FS38 af sérstakri
varúð, í ljósi þess að um var að ræða
stóra áhættuskuldbindingu.
Fram kom í stefnu skilanefndar
Glitnis gegn eigendum og fyrrver-
andi starfsmönnum Glitnis, og greint
var frá í Morgunblaðinu, að þegar
haft væri í huga að eina eign FS38 á
þeim tíma var krafa á hendur eign-
arhaldsfélaginu Stím, sem hafði þeg-
ar verið afskrifuð af hálfu Glitnis, var
félagið ekki hæft til að fá sex millj-
arða króna lán. Síðar var lánabeiðni
FS38 samþykkt, utan áhættunefnd-
ar bankans.
Pálmi sagði í einum þeirra pósta
sem opinberaðir voru í stefnu skila-
nefndar að hann teldi „nokkuð
ósanngjarnt“ að Fons tæki eitt á sig
„FS38-ævintýrið“. hordur@mbl.is
Þrotabú FS38 eignalaust
Kröfur í bú FS38, dótturfélags Fons, námu 9,2 milljörðum
FS38 fékk sex milljarða að láni frá Glitni sumarið 2008
Morgunblaðið/Golli
FS38 Dótturfélag Fons, fjárfest-
ingafélags Pálma Haraldssonar.
Stuttar fréttir ...
● Aurora Fashions, sem á tískuversl-
anakeðjurnar Oasis, Warehouse og
Coast – og er í eigu þrotabús Kaup-
þings, jók desembersölu sína um 13%
milli áranna 2010 og 2011. Þetta þykir
ágætur árangur í ljósi þess að tísku-
verslanir í Bretlandi hafa átt undir högg
að sækja. Í frétt Financial Times segir
að hagnaður hafi aukist um 9% milli
desember 2010 og 2011.
Verslanir þrotabús
græða
● Gengi ungversku
forintunnar féll mik-
ið gagnvart evrunni
í viðskiptum í gær
þegar í ljós kom lítill
áhugi fjárfesta á
skuldabréfaútboði
ungverska ríkisins.
Greinendur hafa
bent á að seðla-
bankinn gæti þurft að ráðast í miklar
stýrivaxtahækkanir í því augnamiði að
koma í veg fyrir brunaútsölu fjárfesta á
ungverskum eignum sínum.
Skuldatryggingaálagið á Ungverjaland
hefur rokið upp á síðustu vikum vegna
ótta fjárfesta um getu Ungverjalands til
að greiða skuldir sínar.
Ávöxtunarkrafan á eins árs ríkis-
skuldabréfum nam 9,96% í skuldabréfa-
útboðinu í gær, borið saman við 7,91% í
útboði sem var haldið tveimur vikum
áður.
Ungverjar í vanda
● Saksóknarar í Sviss hófu í gær saka-
málarannsókn á máli fyrrverandi
bankastarfsmanns í Bank Sarasin & Cie
sem er sagður hafa lekið upplýsingum
um gjaldeyrisviðskipti eiginkonu seðla-
bankastjóra Sviss, Philipps Hilde-
brands.
Gjaldeyrisviðskiptin hafa vakið miklar
umræður um hugsanleg innherjavið-
skipti. Hildebrand hyggst ekki segja af
sér embætti vegna málsins. Kaupin
fóru fram í ágúst, aðeins nokkrum vik-
um áður en yfirvöld seðlabankans gripu
inn í til að hemja gengishækkun sviss-
neska frankans.
Upplýsingum lekið um
viðskipti bankastjórans
Betra að opna verslunina
heldur en að opna hana ekki
Forstjóri Bauhaus, Mads Jörgensen, segir fyrirtækið vilja hlut af markaðnum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bauhaus Verslunin hefur þegar ráðið 13 manns til starfa, þar á meðal framkvæmdastjóra hér á Íslandi, Halldór
Óskar Sigurðsson. Um áramótin auglýsti fyrirtækið eftir fleiri starfsmönnum og mun ráða í 60-80 störf á næstunni.
VIÐTAL
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Þýska lágverðskeðjan Bauhaus hef-
ur allt frá árinu 2003 verið að reyna
að komast inn á íslenska bygginga-
vörumarkaðinn og loksins í ár, níu
árum seinna, mun fyrirtækið opna
verslun sína á mörkum Reykjavíkur
og Mosfellsbæjar. Það tók þrjú ár
að fá svo mikið sem lóð úthlutaða
undir verslunina. Síðan var ráðist í
byggingu verslunarinnar og henni
lauk í september árið 2008 og var
áætlað að opna í desember sama ár.
En það var varla búið að negla síð-
asta naglann í bygginguna þegar
hrunið dundi yfir og var opnuninni
því frestað þangað til núna að áætl-
að er að opna verslunina í vor.
Jafnvægi í efnahagsmálum
Morgunblaðið talaði við forstjóra
Bauhaus, Mads Jörgensen. Að-
spurður hvaða væntingar fyrirtækið
hafi við komuna á íslenska mark-
aðinn sem er orðinn mun minni en
hann var árið 2003 og samkeppnin
harðari svarar hann því til að þeir
telji að jafnvægi hafi náðst í efna-
hagsmálum á Íslandi. „Og það sem
meira er að jákvæð þróun er í sjón-
máli,“ segir Jörgensen. „Þrátt fyrir
að markaðurinn sé ekki eins stór og
hann var fyrir nokkrum árum þá er
hann þó af þeirri stærðargráðu að
við viljum eiga hlut af honum.
Markmið okkar er að ná því með
góðri vöru, lágu verði og góðri þjón-
ustu.“
Aðspurður hverju hann búist við
af samkeppnisaðilunum svarar
Jörgensen: „Samkeppni er bara
eðlileg og við búumst við því að
samkeppnisaðilar reyni að bregðast
við okkur, en með verðlagningu á
vörum sínum. Annars hef ég á þess-
um tímapunkti ekkert að segja við
samkeppnisaðilana.“
Kostar að opna ekki verslun
Aðspurður hvort hann telji að það
breyti einhverju að nú séu komnir
nýir eigendur að Húsasmiðjunni
sem eru danska fyrirtækið Bygma
segir hann að það breyti engu. „Nei,
við þekkjum þá frá Danmörku og
lítum frekar á það sem kost að þeir
séu komnir á markaðinn hér á Ís-
landi. Það breytir svo sannarlega
ekki okkar áætlunum.“
Í samtali við Morgunblaðið sagði
forstjóri Bygma að þeir byggjust
við því að það yrði tap á rekstrinum
fyrstu 1-3 árin en að svo myndi
þetta batna. Aðspurður hvort þeir
hjá Bauhaus búist líka við tapi
fyrstu árin segir hann: „Ég held að
það sé erfitt verkefni að ná að skila
hagnaði svona strax í byrjun. En
málið er samt það að fyrir nokkrum
árum fjárfestum við í lóð og bygg-
ingu á Íslandi og það eitt að hafa
þetta þarna ónotað kostar peninga.
Það að við setjum verslunina í gang
teljum við að komi betur út fyrir
okkur fjárhagslega.“
Hvað er það sem er áhugavert við
íslenska markaðinn, eins lítill og
hann er og á honum er einnig þó-
nokkuð hörð samkeppni?
„Okkar mat er að samkeppn-
isaðstæður á Íslandi séu ekki frá-
brugðnar svo mörgum öðrum að-
stæðum sem við höfum komið inn í.
Við erum sannfærðir um að með
okkar konsept og okkar heimspeki
munum við vera færir um að gefa
viðskiptavinum okkar öðruvísi upp-
lifun, sem muni leiða til blómlegra
viðskipta.“
Geta íslenskir viðskiptavinir búist
við ódýrari vörum frá Bauhaus en
frá samkeppnisaðilunum?
„Viðskiptavinir okkar geta verið
vissir um að Bauhaus muni bjóða
upp á sanngjarnt verð og oft það
lægsta. Megnið af vörunum er
keypt af sama evrópska birgjanum
sem, vegna þess mikla magns sem
við kaupum frá honum, gefur okkur
mjög gott verð. Þess munu við-
skiptavinir okkar njóta.“
Byko virðist vera að breyta um
taktík. Áður var fyrirtækið með til-
tölulega hátt verð en gaf svo mikla
afslætti til ákveðinna viðskiptavina.
Núna virðast þeir vera að lækka
verðið til allra. Aðspurður hvort
hann haldi að þessi breytta taktík
hjá Byko muni ógna Bauhaus segir
hann svo ekki vera. „Ég er ekkert
undrandi á því að þeir séu núna að
breyta aðferð sinni við verðlagningu
en ég sé það ekki sem neina ógn.“
Staða Bauhaus mun styrkjast
á Norðurlöndunum
Aðspurður hvort lágt gengi ís-
lensku krónunnar hafi einhver áhrif
á þeirra plön eða hvort það hjálpi
eða hamli þeim á einhvern hátt
svarar Jörgensen: „Kreppan og fall
íslensku krónunnar varð til þess að
við frestuðum opnun verslunarinnar
á Íslandi á sínum tíma. En gengi
krónunnar eins og það er í dag hef-
ur ekki áhrif á okkar plön.“
Aðspurður hvort koma þeirra á
íslenskan markað sé á einhvern hátt
hluti af stærra plani um að auka
hlut sinn á Norðurlöndum svarar
Jörgensen: „Við erum víðast hvar á
mörkuðunum á Norðurlöndum. Með
opnun á Íslandi styrkjum við þá
stöðu.“
BAUHAUS
» Bauhaus rekur 215 verslanir
víðs vegar um Evrópu, þar af
tæplega 30 á Norðurlöndum.
» Bauhaus var fyrst opnað í
Mannheim, í Þýskalandi, fyrir
meira en 50 árum.
» Bauhaus hefur verið að
reyna að komast á íslenskan
markað frá því á árinu 2003.
» Verslunin er þekkt fyrir að
bjóða upp á ódýrt vöruval.
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-./
+.+-+/
+,0-12
,+-,,3
,0-43,
+5-201
+,.-41
+-4.2
+22-/5
+45-2/
+,/-,,
+.+-4.
+,+-0/
,+-,21
,0-10,
+5-242
+,.-.,
+-10,5
+22-./
+42-,5
,+5-1/1+
+,/-4+
+.,-04
+,+-/2
,+-/32
,0-11,
+5-.+
+/0-,2
+-1053
+2.-3.
+42-5+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vörur voru flutt-
ar út í nóvember
fyrir 53,5 milljarða
króna og inn fyrir
45,6 milljarða
króna. Vöruskiptin í
nóvember voru því
hagstæð um 7,9
milljarða króna,
samkvæmt út-
reikningum Hagstofunnar, sem er ívið
meira en bráðabirgðatölur sýndu.
Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 voru
fluttar út vörur fyrir 566 milljarða króna
en inn fyrir 468,6 milljarða. Afgangur á
vöruskiptunum við útlönd, reiknaður á
fob-verðmæti, nam því 97,5 milljörðum,
en á sama tíma árið áður voru þau hag-
stæð um 105,5 milljarða á sama gengi.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því 8 millj-
örðum lakari en á sama tíma árið áður.
7,9 milljarða afgangur
af vöruskiptum
Arion banki hefur ákveðið að
bjóða til sölu allt hlutafé í Penn-
anum á Íslandi ehf. sem er í eigu
Eignabjargs ehf., dótturfélags
bankans, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Verslanir Pennans eru Ey-
mundsson, Penninn, Grifill og Is-
landia. Hjá fyrirtækinu starfa um
300 manns og er velta þess um
fimm milljarðar króna.
Að sögn Arion banka verður
hlutafé Pennans á Íslandi boðið til
sölu í einu lagi. Söluferlið er að-
eins opið hæfum fjárfestum sem
að mati seljanda geta sýnt fram á
til þess bæran fjárhagslegan styrk
eða aðgang að a.m.k. 300 millj-
ónum króna í auðseljanlegum
eignum.
Penninn boð-
inn til sölu
Arion setur allt
hlutaféð í söluferli