Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um tíu íslenskar konur sem eru með sílikonbrjóstafyllingar frá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothese (PIP) eru að skoða málsókn vegna púðanna. „Það eru um tíu konur bún- ar að staðfesta að þær vilji fara fram með málið en það hafa fleiri konur verið í sambandi við mig,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir hæstaréttalögmaður hjá Vox lögmannsstofu sem rann- sakar nú mál kvennanna. Eins og staðan er í dag beinist málsóknin gegn Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem framkvæmdi allar að- gerðirnar á konunum sem um ræðir, og að eftirlitshlutverki íslenska rík- isins. Framleiðandinn, Poly Implant Prothese, er gjaldþrota og því von- laust að reyna mál gegn honum eins og staðan er í dag að sögn Sögu. „Samkvæmt upplýsingum sem ég er með voru PIP-púðarnir tölvert ódýr- ari en aðrir púðar og er ég að skoða hvort að lýtalæknirinn hafi átt að hafa vara á sér vegna þess. Einnig hvort að það hafi verið einhver ástæða fyrir því að það var bara einn læknir á Íslandi sem notaði þessa tegund. Ég heyrði líka að hann hefði sjálfur verið að flytja þessa púða inn,“ segir Saga. Hér á landi er farið eftir evrópsk- um vottunarstöðlum í sambandi við lækningatæki en skoða þarf hvert eftirlitshlutverk íslenska ríkisins er með þeim vottunum. „Ef sú nið- urstaða fæst að það sé ekki mikil eft- irlitsskylda með þessu á Íslandi er það bagalegt að vita. Við erum þá að segja að ef þú ferð og færð þér síli- kon eða aðra hluti sem eru settir inn í líkamann sértu að taka algjöra áhættu. Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, byrjaði að skoða þessa PIP- púða í kringum árið 2000 og bannaði þá nokkru síðar. Einhverjar ástæður hafa legið á bak við það og þá er spurning af hverju það sama gerðist ekki hér á Íslandi.“ Saga segir að þær konur sem séu í sambandi við hana séu mjög hrædd- ar og finnist óþægilegt að vita af því að þær séu með iðnaðarsílikon í lík- amanum auk þess sem flestar þeirra finni fyrir óeðlilegum einkennum. Lítið gert úr áhyggjum hennar Ein af þeim konum sem leitað hafa eftir að höfða mál vegna PIP- sílikonbrjóstafyllinga segist, í sam- tali við blaðamann, vera mjög ósátt við viðbrögð lýtalæknisins í þessu máli. „Ég fór í brjóstastækkun til Jens Kjartanssonar lýtalæknis í mars 2007 og fékk þessa PIP-púða. Ég fór aftur til hans fyrir tveimur ár- um því púðarnir voru farnir að aflag- ast og eru greinilega gallaðir, þá var þetta mál með iðnaðarsílikonið ekki komið upp. Hann vildi ekkert gera í því nema ég borgaði fyrir og skoðaði einu sinni ekki hvort þeir væru farn- ir að leka. Svo hringdi hann í mig fyrir jólin núna til að láta mig vita af því að ég væri ein af þessum 400 kon- um á Íslandi með PIP-púðana og þá fór ég að leita réttar míns,“ segir konan sem er að vonum bálreið yfir því hversu lítið var gert úr áhyggjum hennar. „Þrátt fyrir fyrri sögu mína vildi hann ekkert gera núna, sagði púðana alveg örugga og ég ætti bara að mæta í eftirlit eftir áramót og einu sinni á ári í skoðun í framhald- inu. Ég sagði að ég vildi það ekki, ég vildi bara láta fjarlægja púðana. Þá sagði hann að það væri ekki gert. Í staðinn fyrir að boða mig strax í skoðun og bjóðast til að fjarlægja púðana staðhæfir hann það í gegnum símann að það sé allt lagi með mig eins og allar þessar 400 konur. Ég ítrekaði að ég vildi ekki hafa púðana því ég væri komin með einkenni og þá var svarið að það gæti ekkert ver- ið út af púðunum því þeir væru alveg öruggir.“ Hún bíður nú eftir að fá bréf í hendur sem senda átti á allar konur sem hafa fengið PIP-sílikonfyllingar. Henni var sagt að bréfið kæmi í þessari viku og í kjölfarið yrði hún boðuð í eftirlit. „Ég vil þessa púða í burtu sem fyrst, mér líður ekki vel með þá. Eina leiðin til að fá þá í burtu, eins og staðan er í dag, er að ég borgi fyrir það sjálf en mér finnst það ekki rétt, bæði út af umræðunni og það sést að það er eitthvað að púðunum.“ Ráðuneytið skoðar málið Það er Lyfjastofnun, Landlækn- isembættið og velferðarráðuneytið sem vinna í þessu máli hér á landi. Margrét Erlendsdóttir, upplýsinga- fulltrúi velferðarráðuneytisins, segir að þar sé verið að skoða hvernig eigi að taka á þessu. „Áherslan er lögð á konurnar sem í aðgerðirnar fóru, þeirra öryggi og réttindi. Síðan er jafnframt verið að skoða ýmsar laga- legar hliðar málsins í sambandi við ábyrgð,“ segir Margrét og gerir ráð fyrir að ráðuneytið komist að nið- urstöðu í næstu viku um hvernig verður farið með málið. Spurð hvort ríkið komi mögulega að kostnaði við að láta fjarlægja púðana segir Mar- grét það vera eitt af því sem verið er að ræða og hvernig aðkoman yrði þá að því. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands taka þær ekki til fegrunaraðgerða eins og brjóstastækkana eða taka þátt í skurðaðgerðum eða brottnámi á brjóstgervi eða ígræði. Konurnar eiga því ekki almennt rétt á greiðslu- þátttöku sjúkratrygginga en geta mögulega sótt um undanþágu frá al- mennu reglunni. Ekki náðist í Jens Kjartansson. Reuters Áhætta Konur um allan heim sem hafa fengið PIP-sílikonpúða leita nú réttar síns. Í Frakklandi og Bretlandi er mælt með því að konurnar láti fjarlægja púðana úr brjóstunum. „Ég vil þessa púða í burtu“ 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 400.000 konur í heiminum eru taldar hafa fengið sílikonbrjóstafyllingar frá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothese. 400 íslenskar konur eru taldar vera með PIP-fyllingarnar sem innihalda iðnaðarsílikon. 7% er tíðni rofs í PIP-fyllingum hjá læknastofunni Transform í Bretlandi. Er sú tala byggð á 108 konum sem fengu PIP-fyllingar. Stofan hætti að nota þær árið 2005. Rof í öðrum fyllingum er algengt um 1 til 2%. Heimild: Independent. 400.000 til 500.000 kr. er algengt verð á brjóstastækkunaraðgerð hér á landi um þessar mundir. ‹ PIP-SÍLIKONPÚÐAR › »  Hátt í tíu íslenskar konur með PIP-sílikonbrjóstapúða ætla að höfða mál sem beinist að lýtalækn- inum og íslenska ríkinu  „Mér líður ekki vel með þá,“ segir ein þeirra sem vill losna við púðana BRJÓSTAPÚÐAR VALDA ÁHYGGJUM Talið er að yfir 400.000 konur hafi fengið brjóstafyllingu frá franska fyrirtækinu Poly Implant Protheses (PIP). Fyrirtækið notaði iðnaðarsílíkon sem ekki er leyfilegt að nota í brjóstapúða Brasilía 25.000 Bólivía 20.000 Kólumbía 15.000 Argentína 13.500 Önnur: Venesúela, Ekvador, Paragvæ, Panama, Perú, Síle, Kostaríka Bretland 42.000 Frakkland 30.000 Ítalía 4.500 SAF 8.000 Spánn 8.000 til 12.000 Önnur: Portúgal Þýskaland Belgía Sviss Malta Evrópa Austur-Evrópa Rómanska Ameríka Búlgaría, Ungverjaland, Rússland, Hvíta-Rússland, Pólland og Tékkland Önnur lönd Íran, Tyrkland, Ísrael, Sýrland, Túnis, Ástralía, Taíland, Japan, Singapúr, Kína 84% af frönsku brjósta- púðunum voru seld í 65 löndum LÖND ÞAR SEM PÚÐARNIR VORU SELDIR Í MIKLUM MÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.