Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. – fyrst og fre mst ódýr! SÉRVÖRU- ÚTSALA – komdu og g erðu frábær kaup ! 300 krón ur 100 0 kró nur 500krónur 100krónur í Krónunni Lindum, Granda, Akranesi, Mosfellsbæ og á Selfossi verð! 4 Talsverður áhugi var fyrir verkum á listmuna- uppboði sem haldið var í Galleríi Fold í gær. Dýr- asta verkið, olíumálverk eftir Karl Kvaran, var slegið á 3,8 milljónir og seldust nær öll verkin 108 sem boðin voru upp. Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og uppboðshaldari, segir ávallt mikla eftirsókn eftir myndum gömlu meistaranna, svo sem Kjarvals og Ásgríms, en upp á síðkastið hafi abstraktið einnig verið að sækja í sig veðrið. Verk eftir listafólk á borð við Þorvald Skúlason, Nínu og fleiri listamenn sem voru að mála upp úr miðri síðustu öld, hafi reynst afar eftirsótt. Morgunblaðið/Kristinn Dýrasta verkið slegið á 3,8 milljónir Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Um 200 hesthúsaeigendur í Reykjavík sóttu í gærkvöldi fund í félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks þar sem rætt var um hækkun fasteignagjalda á hesthús í borg- inni. Að sögn Rúnars Sigurðssonar, starfandi formanns félagsins, var fundurinn upplýsandi og málefna- legur en þó augljóslega hiti í fólki. Rúnar segir málið allt frekar klúðurslegt, ekkert erindi hafi til að mynda verið sent til hesthúsa- eigenda né bókað um málið í borg- arráði eða borgarstjórn. „Það er líka athyglisvert að þarna sé ákveð- ið að setja iðnaðarhúsaskatt á hest- húsin, sem eru þó á svæði sem borgin skilgreinir sem frístunda- og útivistarsvæði,“ segir Rúnar. Hann segir umræðuna um hvernig skattleggja beri hesthúsin ekki nýja af nálinni en ekki hafi tekist að samræma reglur á lands- vísu. Sér virðist vilji vera til þess hjá borginni að bakka með málið en borgaryfirvöld skorti til þess leiðir. „Fulltrúi borgarinnar á fundin- um, Sigurður Björn Blöndal, sagði að ef við gætum bent honum á lagalega leið til að breyta þessu eða seinka þessu þá myndi hann gera það,“ segir Rúnar. Það hyggist hesthúsaeigendur reyna. Þeir munu funda með full- trúa innanríkisráðuneytisins á morgun og málið verður tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag. „Það er vilji til að breyta þessu en menn virðast vera í pattstöðu,“ segir Rúnar. Iðnaðarhúsnæði á frístundasvæði  Hesthúsin nú flokkuð sem iðnaðarhúsnæði en standa á svæði sem borgin skilgreinir sem frístunda- og útivistarsvæði í deiliskipulagi  Segjast viljug til að bakka með skattinn en vísa í lög og reglur Morgunblaðið/Ómar Fákur Hesthúsaeigendur hlýddu á fulltrúa borgarinnar útskýra skatta- hækkunina en þeir hafa þungar áhyggjur af áhrifum hennar. Hesthúsaskattur » Reykjavíkurborg ákvað að hækka fasteignaskatt á hesthús í borginni úr 0,225% af fast- eignamati í 1,65%. » Fyrir meðaleign hækkar skatt- urinn úr rúmum 16 þúsund krón- um í 134 þúsund krónur á ári. » Borgin segir sér skylt að hækka skattinn til samræmis við úrskurð yfirfasteignamats- nefndar. » Verið að skattleggja hesta- mennsku úr þéttbýlinu, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. „Það væri æskilegt að klára þetta í vikunni,“ sagði Ármann Kr. Ólafs- son, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, um viðræður um myndun nýs meirihluta þar í bæ. Fundur var í gær og kvaðst Ármann reikna með að aftur yrði fundað í dag. Hann sagði að nú væri verið að láta athuga ýmis atriði og afla svara við ýmsum spurningum sem upp hafa komið. Ármann vildi ekki tjá sig neitt um skiptingu nefnda eða emb- ætta né heldur um það hver yrði bæjarstjóri. Hann sagði að góður andi hefði verið í viðræðunum. Formlegar viðræður Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa um myndun nýs bæj- arstjórnarmeirihluta hófust fimmtu- daginn 2. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir þrír eru samtals með sex af ellefu bæjarfulltrúum. Sjálfstæð- isflokkur er með fjóra fulltrúa en Framsóknarflokkur og Y-listi Kópa- vogsbúa með einn fulltrúa hvor. Áður en þessar viðræður hófust höfðu Sjálfstæðisflokkur, Samfylk- ing og VG rætt myndun meirihluta. gudni@mbl.is Góður andi í viðræðum um nýjan meirihluta í Kópavogi  Ekkert enn gefið upp um hver verður nýr bæjarstjóri Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Fyrri meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs féll 17. janúar s.l. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að mynda nýjan meirihluta. Eldur kom upp í einbýlishúsi við Eikjuvog í Reykjavík gærkvöldi. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og náði innan skamms tökum á eld- inum. Íbúunum sem eru eldri hjón tókst að loka herberginu þar sem eldurinn kom upp og komu þau þannig í veg fyrir að hann næði að breiðast út um húsið. Þau komust út af eigin rammleik og sakaði þau ekki. Að sögn varð- stjóra logaði gríðarlegur eldur í her- berginu og urðu afar miklar skemmdir. Alls tóku um 10 slökkvi- liðsmenn þátt í aðgerðunum og lauk slökkvistarfinu um kl. 21. Miklar skemmdir í eldsvoða Morgunblaðið/Kristinn Slökkvistarf Miklar skemmdir urðu vegna elds og reyks í húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.