Morgunblaðið - 07.02.2012, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012
Samkeppnisyfirvöld
og dómstólar hafa vað-
ið í villu í átta ár í glímu
sinni við Icelandair
vegna samkeppn-
islagabrota gegn Ice-
land Express. Lög-
menn Icelandair hafa
varla getað leynt hlátri
sínum yfir vandræða-
ganginum, enda á góðri
leið með að fá flug-
félagið endanlega
sýknað af því að hafa
nokkuð gert á hlut Ice-
land Express.
Starfsmenn Sam-
keppniseftirlitsins,
áfrýjunarnefnd, hag-
fræðingar, lögfræð-
ingar og dómarar hafa
í þessi átta ár ruglað
með hvernig reikna
ætti út kostnaðarverð flugsæta í
ferðum Icelandair. Nálgunin hefur
verið sú að félagið mætti ekki selja
farmiða undir kostnaðarverði, sem
fundið var út með því að deila sæta-
fjölda vélarinnar í lágmarkskostnað
flugferðarinnar.
Kórvillan í þeirri nálgun er sú að
ekkert flugfélag selur öll flugsæti á
kostnaðarverði. Flugsæti eru enn
síður seld á lægsta verði rétt fyrir
brottför, líkt og Icelandair stundaði
grimmt. Þá eru þau seld á hæsta
verði. Héraðsdómur Reykjavíkur
taldi hins vegar ekkert athugavert
við að Icelandair seldi flugsæti á
16.900 kr. – fram og til baka – til
London og Kaupmannahafnar
tveimur dögum fyrir brottför. Það
var nokkuð sem Icelandair hafði
aldrei gert áður en
samkeppnin hófst af
hálfu Iceland Express.
Kokgleyptu
reiknikúnstirnar
Í sjálfu sér var ekk-
ert óeðlilegt við að Ice-
landair byði lág far-
gjöld mörgum
mánuðum fyrir brott-
för. En að bjóða þessi
lægstu fargjöld rétt
fyrir brottför var sví-
virðilegt undirboð til að
halda farmiðaverði Ice-
land Express niðri og
koma þannig í veg fyrir
að rekstur þess gæti
borið sig.
Samkeppnisyfirvöld
og dómarar kokgleyptu
þá reiknikúnst að miða
mætti þessi lágu far-
gjöld við öll sæti vél-
arinnar og þau hefðu öll
selst upp. Ekki aðeins það, heldur
voru 201 sæti í reikniformúlunni, þó
flugvélin hafi aðeins tekið 189 far-
þega. Stjórnunar- og sölukostnaður
Icelandair var einnig dreginn frá við
útreikning á kostnaði við ódýrustu
sætin.
Út úr þessu kom að Netsmellir til
London hafi verið seldir á 400 kr.
undir kostnaðarverði en 1.500 kr. til
Kaupmannahafnar. Þar sem þetta
var svo óverulegt taldi Héraðsdómur
Reykjavíkur enga ástæðu til að
sekta Icelandair fyrir samkeppn-
islagabrot.
Dómari í vondum félagsskap
Lái hver sem vill héraðsdóm-
aranum sem komst að þessari
niðurstöðu. Ekki aðeins hafði hin
samkeppnishamlandi áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála staðfest að
selja mætti öll sætin á kostnaðar-
verði, óháð brottfarartíma, heldur
hafði dómarinn sprenglærða með-
dómendur sem staðfestu þessa nálg-
un.
Annar meðdómandinn er doktor í
rekstrarhagfræði, hinn doktor í lög-
um og kenna báðir við Háskóla
Reykjavíkur. Rekstrarhagfræðing-
urinn verður líklega seint ráðinn í
tekjustýringu hjá flugfélagi sem ekki
vill fara lóðbeint á hausinn. Hann
hefur hins vegar reynst ágætlega
nýtilegur við að hjálpa fyrirtækjum
sem brjóta samkeppnislög að rétt-
læta gerðir sínar. Hvers vegna hann
var valinn meðdómandi í slíku máli
er hins vegar með öllu óskiljanlegt.
Sáu ekki skóginn fyrir trjánum
Mér er fyrirmunað að skilja
hvernig allir þessir fræðingar og
spekúlantar hafa getað múrað sig
inn í þessa dæmalausu reiknidellu.
Hér á svo sannarlega við að sjá ekki
skóginn fyrir trjánum. Árin hafa far-
ið í að karpa um nokkra hund-
raðkalla til eða frá í verði flugmiða
og hvernig reikna eigi fótaplássið á
viðskiptafarrými. Ef tapið var aðeins
400 kr. á farmiðum til London og
1.500 kr. til Kaupmannahafnar,
hvernig fór Icelandair þá að því að
tapa 8,5 milljörðum króna af far-
þegatekjum sínum þessi tvö ár sem
það reyndi að murka lífið úr hinu ný-
stofnaða Iceland Express? Ef und-
irboð Icelandair voru að meðaltali
aðeins 950 kr. per ferð til London og
Kaupmannahafnar, þá hefði félagið
þurft að selja 9 milljónir farmiða á
tveimur árum – bara til þessara
áfangastaða – til að tapa 8,5 millj-
örðum.
Nöturleg kveðja
frá forstjóranum
Samkeppnisyfirvöld reyndust vita
gagnslaus þeim sem stofnuðu Ice-
land Express og lögðu í samkeppni
við Icelandair – fyrstu alvöru sam-
keppnina í íslensku millilandaflugi.
Yfirvöld neituðu að stöðva misnotk-
un Icelandair á markaðsráðandi
stöðu og stofnendur Iceland Ex-
press gátu á endanum ekkert annað
en gefið fyrirtækið frá sér, frekar en
gera það gjaldþrota.
Það voru því nöturlegar kveðjur
sem þeir fengu frá Páli Gunnari
Pálssyni, forstjóra Samkeppniseft-
irlitsins, þegar stofnun hans var
gagnrýnd nokkrum árum síðar fyrir
aðgerðaleysið. Páll Gunnar sagðist
ekki sjá að undirboð Icelandair
hefðu haft nokkur áhrif haft á eign-
arhald stofnenda Iceland Express.
Þeir hefðu nefnilega fengið kjöl-
festufjárfesti að fyrirtækinu. Sá var
Pálmi Haraldsson, hinn geðþekki út-
rásarvíkingur, fyrrum varaformaður
stjórnar Icelandair. Hann hafði beitt
sér af miklum móð í stjórn Ice-
landair fyrir aðgerðum fyrirtækisins
gegn Iceland Express. Seldi síðan
hlutabréfin í Icelandair þegar búið
var að veikja Iceland Express nógu
mikið og mætti fyrstur manna á
brunaútsöluna. Eins og hendi væri
veifað hættu undirboð Icelandair og
fargjöld beggja félaganna hækkuðu
hressilega. Með kveðju til neytenda
frá Samkeppniseftirlitinu.
Ótrúlegt klúður samkeppnisyfirvalda
í málum Iceland Express
Eftir Ólaf
Hauksson
Ólafur Hauksson
» Icelandair
hefði þurft
að selja 9 millj-
ónir farmiða á
tveimur árum til
að tapa þessum
milljörðum.
Höfundur var einn af stofnendum
Iceland Express.
Þann 10. febrúar
næstkomandi heldur
Félag um foreldrajafn-
rétti ráðstefnu í Háskól-
anum í Reykjavík um
frumvarp ríkisstjórn-
arinnar til nýrra barna-
laga. Umræðuefnið
verður hin svokallaða
dómaraheimild, sem
gerir dómstólum kleift
að dæma sameiginlega
forsjá foreldra yfir barni
þrátt fyrir dægurdeilur
þeirra. Að auki verður
fjallað um svokallað inn-
setningarákvæði, sem
kveður á um neyðarrétt
foreldris til að tryggja
umgengni við börn með
íhlutun valdstjórn-
arinnar.
Foreldramisrétti er
viðamikið vandamál sem
birtist á marga ólíka
vísu. Það birtist m.a. í
ömurlegum lífskjörum
einstæðra meðlags-
greiðenda, en opinberar tölur benda
til þess að 45-75% þeirra séu á van-
skilaskrá. Erfitt er að gefa nákvæm-
ari tölur vegna þess að Hagstofan
neitar að taka fjölda einstæðra með-
lagsgreiðenda saman og ennfremur
neitar hún að gera nokkra lífs-
kjararannsókn á þjóðfélagshópnum.
Foreldramisrétti birtist þó helst í
umgengnis- og forsjármálum, en víða
er brotið á rétti föður og barns til
samvistar hvort við annað, sem og
öðrum félagslegum réttindum sem
tengjast sameiginlegri forsjá. Sögur
af feðrum sem hafa verið sviptir
forsjá og umgengni eru fjölmargar
og skelfilegar. Foreldramisrétti er
með mestu mannréttindabrotum
sem framin eru á Íslandi og eru þau
mikil þjóðarskömm, sem hefur þó
verið merkilega lítill gaumur gefinn.
Hvergi á byggðu vestrænu bóli eru
borgaraleg réttindi feðra og réttindi
barna til samvista með feðrum sínum
jafn bágborin eins og á Íslandi.
Nýlega dæmdi Mannréttinda-
dómstóll Evrópu ungverska ríkið til
að borga írskum föður 32.000 evrur,
eða sem nemur um 5,2 milljónum ís-
lenskra króna vegna úrræðaleysis
hins opinbera í umgengnistálmunum.
Þar sem Ísland stendur aftast allra
vestrænna þjóða í baráttunni fyrir
foreldrajafnrétti er þess eins að bíða
að íslenska ríkið verði dæmt fyrir
sömu sakir fyrir sama dómstóli, en
Ísland lögtók Mannréttindasáttmála
Evrópu árið 1994.
Það kann að koma mörgum á
óvart, en Ísland hefur ekki enn lög-
tekið Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Félag um foreldrajafnrétti
harmar mjög þá staðreynd því
Barnasáttmálinn
kveður skýrt á um rétt
barns til samvistar við
báða foreldra og um
skyldu aðildarríkja við
að tryggja að foreldrar
beri sameiginlega
ábyrgð á að ala upp
barn og koma því til
þroska. Er einkum
kveðið á um þessi efni í
3. og 18. grein sáttmál-
ans.
Tímamót urðu í bar-
áttunni fyrir foreldra-
jafnrétti þegar Ragna
Árnadóttir, fyrrver-
andi dómsmálaráð-
herra, samdi nýtt
frumvarp til barna-
laga, þar sem lagt var
til að dómarar gætu
dæmt foreldra til að
fara sameiginlega með
forsjá barns, ef dóm-
arar teldu það barninu
fyrir bestu. Allar aðrar
þjóðir sem við berum
okkur saman við hafa
slíka heimild og engin
þeirra hefur afnumið
slíka heimild við endurmat á henni
þrátt fyrir áratuga reynslu. Frum-
varp Rögnu tók hins vegar breyt-
ingum í meðförum Ögmundar Jón-
assonar, ráðherra dómsmála, þar
sem hann tók út dómaraheimildina.
Því geta dómarar einungis dæmt
öðru foreldrinu forræði, sem jafnan
er móðirin. Ekki er hægt að álykta
um embættisfærslur Ögmundar
öðruvísi en svo að ráðherra dóms-
mála vantreysti íslenskum dómurum
til að dæma mildasta úrræðið í for-
ræðisdeilum, jafnvel þótt það sé aug-
ljóslega barninu fyrir bestu.
Ögmundur heggur svo í sama kné-
runn þegar hann ákveður að taka út
innsetningarákvæðið úr barnalög-
unum, en ákvæði þetta var sett á til
að koma á umgengni í þeim málum
þar sem tálmunarforeldri hafði ein-
beittan brotavilja og hafði ekki látið
af tálmunum eftir vægari úrræði.
Innsetningarákvæðið var sett inn í
íslensk barnalög árið 2003 og átti að
koma til móts við álit Mannréttinda-
dómstóls Evrópu um að þau ríki sem
legðu sig ekki fram við að stöðva um-
gengnistálmanir brytu í bága við 8.
gr. Mannréttindasáttmála Evrópu
um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
Félag um foreldrajafnrétti skorar
á Ögmund Jónason, ráðherra dóms-
mála, að mæta á ráðstefnu Félags
um foreldrajafnrétti um dómara-
heimildina, og svara áleitnum spurn-
ingum um hvort íslensk stjórnvöld
standist alþjóðleg viðmið um mann-
réttindi.
Ráðherra dómsmála
treystir ekki íslensk-
um dómstólum
Eftir Gunnar Kristin
Þórðarson
» Ögmundur
vantreystir
dómurum til að
dæma mildasta
úrræðið í for-
ræðisdeilum,
jafnvel þótt það
sé augljóslega
barninu fyrir
bestu.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er guðfræðimenntaður
stuðningsfulltrúi og stjórnarmaður í
Félagi um foreldrajafnrétti.
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
.
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar.
Viðtal við formann Ímark.
Saga og þróun auglýsinga hér á landi.
Neytendur og auglýsingar.
Nám í markaðsfræði.
Góð ráð fyrir markaðsfólk
Tilnefningar til verðlauna í ár -
Hverjir keppa um Lúðurinn?
Fyrri sigurverarar íslensku
markaðsverðlaunanna.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn
Morgunblaðið gefur út ÍMARK
sérblað fimmtudaginn
23. febrúar og er tileinkað
Íslenska markaðsdeginum
sem ÍMARK stendur fyrir
en hann verður haldinn
hátíðlegur 24. febrúar. nk.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb.
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
S
É
R
B
L
A
Ð