Morgunblaðið - 07.02.2012, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012
✝ Sjöfn Erlings-dóttir fæddist í
Sandgerði 15. sept-
ember 1949. Hún
lést á heimleið
austur á Vopna-
fjörð 25. janúar sl.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Er-
lingur Jónsson,
vélstjóri, f. 3.4.
1908, d. 24.8. 1957,
og Helga Eyþórs-
dóttir húsmóðir, f. 28.1. 1912,
d. 3.12. 1993. Sjöfn var yngsta
barn foreldra sinna. Hin eru í
aldursröð: Jóna Margrét f.
1930, Ólafía Þórey f. 1932, Jón
Grétar f. 1933, d. 1996, Einar
Haukur, f. 1934, d. 1935, Stef-
anía Lórý, f. 1935, d. 2007,
Ingibjörg, f. 1938, og fóst-
ursystir Oddný S. Gestsdóttir,
f. 1940. Sjöfn giftist Birni H.
Jakobssyni rafvirkja, f. 28.7.
1946. Foreldrar hans voru Jak-
ob A. Sigurðsson kaupmaður
Keflavík og Margrét Kristjáns-
dóttir húsmóðir. Sjöfn og Björn
bjuggu í Keflavík. Þau skildu
árið 1988. Börn þeirra eru: 1)
Erlingur, f. 29.3. 1966, d. 30.5.
1988. 2) Helgi, f. 29.3. 1996, bú-
settur í Keflavík. Helgi kvænt-
ist Írisi Harðardóttur. Börn
þeirra eru: a) Er-
lingur Björn b)
Þorsteinn c) Tómas
Númi. Þau skildu.
Dóttir Helga með
Hrund Þorvalds-
dóttur er Anný
Dögg. Sambýlis-
maður hennar er
Þröstur J. Sveins-
son. Barn þeirra er
Alexander Breki.
Helgi er i sambúð
með Lindu Jóhannsdóttur. 3)
Grétar Jakob, f. 11.9. 1969.
Sambýliskona Ellen S. Erlings-
dóttir, búsett á Akureyri. 4)
Birna Margrét, f. 4.9. 1978.
Eiginmaður Agnar Karl Árna-
son. Börn a) Daníel Freyr b)
Helga María c) Árni Rúnar, bú-
sett á Vopnafirði. 5) Einar
Haukur f. 2.1. 1985. Sambýlis-
kona Ruth Kjærnested Jó-
hannsdóttir, búsett í Garði.
Sjöfn ólst upp í Sandgerði og
gekk þar í barna- og unglinga-
skóla. Eftir nám við Hús-
mæðraskólann að Hallormsstað
vann Sjöfn margvísleg störf
ásamt heimilisstörfum.
Útför Sjafnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, þriðju-
daginn 7. febrúar 2012, og
hefst athöfnin kl. 13.
Þá er hún fallin frá, Sjöbba
systir, þessi elska eins og ég kall-
aði hana alltaf. Við lát fóstursyst-
ur minnar Sjafnar vil ég minnast
hennar með nokkrum orðum.
Vorið 1952, þá ellefu ára, kom ég
inn á heimili foreldra hennar í
vist eins og það var kallað, til að
vera barnfóstra Sjafnar það sum-
ar. Örlög og aðstæður réðu því að
ég ílentist á heimilinu og varð ein
af fjölskyldunni og er það enn og
alltaf kölluð Odda systir af þeim
öllum.
Sjöbba var afar fjörmikil og
þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni. Fljótt lærðist mér það
sem barnfóstru að best væri að
búa okkur út með nesti og fara í
gönguferðir, jafnvel upp fyrir
bæinn þar sem hægt var hoppa
og skoppa úti í náttúrunni og fá
útrás fyrir alla orkuna. Sjöbba
mín var bæði glaðlynd og hlát-
urmild og full af orku, en hún átti
líka sínar erfiðu stundir. Hún var
tæplega átta ára gömul þegar
faðir hennar lést og var missir
hennar mikill, ekki síst vegna
þess að hún var yngst og þá
þurfti móðir hennar að fara út að
vinna sem ekki var algengt í þá
daga.
Sjöbba var dugnaðarforkur.
Hún var mjög ung þegar hún
eignaðist sín fyrstu börn sem
voru tvíburar. Hún stundaði ýmis
störf og oft erfiðisvinnu með
heimilisstörfunum. Það var mikil
sorg í fjölskyldunni þegar Er-
lingur, annar tvíburinn hennar,
lét lífið í bílslysi árið 1988. Miss-
irinn var mikill og held ég að hún
hafi aldrei komist yfir þá sorg.
Sjöfn fluttist til Vopnafjarðar ár-
ið 1993 og bjó þar í þrjú ár. Þá
fluttist hún aftur til Keflavíkur,
en árið 2003 fluttist hún aftur
austur og bjó þar til dauðadags.
Það var öllum mikið áfall þeg-
ar hún tilkynnti okkur nú í sumar
að hún hefði greinst með krabba-
mein. Fljótlega kom í ljós að
meinið var mjög alvarlegt og bar-
áttan yrði erfið. Hún var ákveðin
í að gefast ekki upp, það var ekki
hennar stíll. Þegar hún kom suð-
ur til meðferðar kom það aftur í
minn hlut að fá að fylgja henni
eftir í læknaviðtölin og meðferð-
irnar, ásamt Hannesi mági okkar
einkabílstjóranum sínum eins og
hún kallaði hann, en hann hljóp
undir bagga með okkur þegar á
þurfti að halda. Mér hefur verið
bæði ljúft og skylt að létta undir
með henni nú síðustu mánuði,
sem verið hefur erfiður tími fyrir
alla.
Sjöbba bjó á Sjúkrahótelinu
þann tíma sem hún var til með-
ferðar hér fyrir sunnan. Margar
ljúfar og góðar stundir höfum við
átt saman, hist nánast á hverjum
degi, hlegið, grátið og gert að
gamni okkar ásamt því að rifja
upp liðna tíma. Dýrmæt er minn-
ingin um stundirnar sem við átt-
um hér heima með börnunum
hennar og barnabörnum fyrir jól-
in. Þá var glatt á hjalla. Það var
henni líka mikilvægt að komast
austur fyrir jól og fá þar að njóta
hátíðanna með Birnu og barna-
börnunum sínum þar. Ég minnist
Sjöbbu minnar með miklum
söknuði, hún sofnaði svefninum
langa á leið sinni fljúgandi til
Vopnafjarðar miðvikudaginn 25.
janúar sl.
Elsku Helgi, Grétar Jakob,
Birna Margrét, Einar Haukur og
allir aðstandendur, innilegar
samúðarkveðjur.
Oddný S. Gestsdóttir.
Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan
kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir
þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér
mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu
þína og
inngöngu héðan í frá og að eilífu.
(121. Davíðssálmur)
Á þessari kveðjustund þegar
við minnumst Sjafnar, þá þökk-
um við allar góðar stundir með
henni og biðjum að Drottinn
huggi og blessi börnin hennar og
fjölskyldur þeirra.
Jóhanna (Hanna), Ingibjörg
(Imba), Ólafía (Lóa)
og Margrét (Magga).
Elsku Sjöfn, komið er að
kveðjustund. Verkefni þínu er
lokið hér í heimi og þú heldur inn
á nýja braut þar sem eilíf birta
skín. Hver hefði trúað því að við
værum að hittast í síðasta sinn
þegar við Gaui komum að kveðja
þig á sjúkrahótelinu á þriðju-
dagskvöldinu. Daginn eftir var
ferð þinni heitið aftur heim til
Vopnafjarðar en þú varst búin að
vera hérna í þrjár vikur í geisla-
og lyfjameðferð. Þú varst þreytt
en ánægð með að vera á leiðinni
heim. Þú hlakkaðir mikið til að
hitta fjölskyldu þína sem þú
saknaðir. Við spjölluðum góða
stund og kvöddum þig svo með
þeim orðum að þú myndir
hringja þegar þú værir komin á
leiðarenda. En það símtal kom
aldrei.
Það eru liðin meira en 40 ár
síðan við kynntumst. Minningar-
brotin eru mörg frá þessum tíma,
bæði í gleði og í sorg. Þegar ég
horfi til baka finnst mér samvera
okkar hér í heimi hafa verið eins
og augnablik. Minningarnar eru
dagbókin sem við öll berum með
okkur frá vöggu til grafar. Það
var ánægjuleg samverustundin
sem þú áttir með fjölskyldu okk-
ar í desember sl. þegar þú komst
í mat. Þú ljómaðir öll er þú sýnd-
ir okkur myndir af börnum og
barnabörnum þínum.
Við biðjum góðan Guð að
blessa minningu Sjafnar og
styrkja Helga, Grétar, Birnu
Margréti, Einar Hauk og fjöl-
skyldur þeirra á þessum erfiðu
tímum.
Hervör og Guðjón.
Sjöfn Erlingsdóttir
Í dag kveðjum við föðurbróð-
ur okkar, Þórð Gíslason.
Þórður ólst upp í Litla-
Lambhaga, í stórum og sam-
heldnum systkinahópi. Snemma
fór hann að vinna fyrir sér eins
og algengt var á þeim tíma.
Fyrstu starfsárin fór hann á
vertíð á Skaganum sem land-
maður hjá fyrirtæki Haraldar
Böðvarssonar og Co. á Akra-
nesi, en hjá því fyrirtæki vann
Þórður alla sína starfsævi. Árið
1948 flutti Þórður ásamt þrem-
ur systkinum sínum og móður í
Þórður Gíslason
✝ Þórður Gísla-son fæddist að
Litla-Lambhaga í
Skilmannahreppi
12. ágúst 1914.
Hann lést á Höfða,
hjúkrunar- og dval-
arheimili Akra-
ness, 30. janúar
2012.
Foreldrar Þórð-
ar voru Þóra Sig-
urðardóttir, f.
1880, d. 1956 og Gísli Gíslason,
bóndi í Litla-Lambhaga, f. 1874,
d. 1946.
Þórður ólst upp í hópi átta
systkina en þau voru: Sigurður,
f. 1907, d. 1993, Margrét, f.
1909, d. 1969, Gísli, f. 1910, d.
1969, Jórunn, f. 1911, d. 1926.
Þrjú systkinanna lifa bróður
sinn, þau Elísa, f. 1917, Snæ-
björn, f. 1918 og Kristín, f. 1921.
Útför Þórðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 7. febrúar
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Akurgerði 12 á
Akranesi og bjó
þar allt þar til hann
flutti á Höfða sum-
arið 2011. Þórður
kvæntist aldrei en
hélt heimili ásamt
Snæbirni bróður
sínum í Akurgerð-
inu til margra ára-
tuga. Þar bjuggum
við líka okkar
fyrstu uppvaxtarár
og eru því fyrstu minningar
okkar um Þórð samofnar
bernsku okkar.
Drjúgum hluta frítíma síns
varði Þórður ásamt bræðrum
sínum við uppbyggingu á Litla-
Lambhaga. Tengslin við jörðina
voru sterk og mikið kapp lagt á
að hafa þar allt vel frá gengið
og snyrtilegt. Voru þeir bræður
mjög samstíga í þeim verkum
öllum. Þegar jörðin var síðar
seld var Lambhaganesinu hald-
ið eftir. Í mörg ár hélt hann,
ásamt Snæbirni bróður sínum,
hross í Lambhaganesinu. Mörg-
um hjálpuðu þeir með hagabeit
og aðra aðstöðu fyrir hross.
Mátti yfirleitt ganga að þeim
bræðrum vísum þar ef komið
var að tómu húsi í Akurgerðinu.
Þórður ferðaðist töluvert um
landið á sumrin ásamt Snæbirni
bróður sínum. Oftar en ekki
tóku þeir einhvern bróðurson-
inn með og var þá ferðinni hag-
að þannig að viðkomandi nyti
sín sem best. Hugur þeirra
bræðra var einatt á þá lund að
fræða og gefa fylgdarmanninum
kost á að sjá með eigin augum
merkisstaði landið um kring.
Þórður las mikið, hann var
fróður og fylgdist vel með. Það
var gaman að spjalla við hann
og fræðast um liðna tíma og
með glettni í augum sagði hann
stundum frá sinni stuttu skóla-
göngu sem var einn vetur í
Barnaskóla Akraness og nokkr-
ir mánuðir í farskóla. En í því
samhengi gat hann þess alltaf
hversu mikils virði það væri fyr-
ir unga fólkið að mennta sig.
Hann var með afbrigðum
greiðvikinn og hjálpsamur. Sem
dæmi um það má nefna að þeg-
ar við mynduðumst við í nokkur
ár að rækta kartöflur í smá-
skika í Lambhaganesinu voru
þeir bræður, Þórður og Snæ-
björn, oftar en ekki óbeðnir,
búnir að stinga upp skikann áð-
ur en við komum á vorin og
stundum langt komnir með að
bjarga uppskerunni í hús að
hausti ef spáð var næturfrosti.
Þórður var hæglátur í fasi,
hafði ljúfa og létta lund. Hann
lét sér afar annt um sína nán-
ustu og sýndi okkur bræðra-
börnum sínum einstaka rækt-
arsemi og umhyggju.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við kveðjum Þórð frænda
okkar með virðingu og innilegu
þakklæti fyrir allt og allt.
Rúnar, Þóra, Gísli
og Ómar Gíslabörn.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Okkar ástkæri
BJARNI ÞÓRÐARSON
tryggingastærðfræðingur,
Miðvangi 7,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
2. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. febrúar
kl. 15.00.
Kristín Guðmundsdóttir,
Þórdís Bjarnadóttir, Dagur Jónsson,
Hildur Bjarnadóttir, Hjörtur Hjartarson,
Valgerður Bjarnadóttir, Þórhallur Ágústsson,
Vera, Vaka og Vala,
Úlla, Bjarni Orvar og Breki,
Kristín Ísold og Ágúst Atli.
✝
Okkar ástkæri
BORGAR SÍMONARSON
bóndi,
Goðdölum,
Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
þriðjudaginn 31. janúar.
Útförin fer fram frá Goðdalakirkju föstudaginn 10. febrúar
kl. 14.00.
Rósa Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Sigþór Smári Borgarsson, Sigríður Sveinsdóttir,
Monika Sóley Borgarsdóttir, Magnús Gunnar Gunnarsson,
Guðmundur Símon Borgarsson, Ragnheiður Þórólfsdóttir,
Borgþór Bragi Borgarsson, Guðrún Björk Baldursdóttir,
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Atli Brekason,
Trausti Símonarson, Grétar Símonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VILBORG HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bogga,
Hjaltabakka 12,
lést á Grund dvalar- og hjúkrunarheimili
miðvikudaginn 1. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 9. febrúar kl. 13.00.
Einar Gunnlaugsson,
Geir Gunnlaugsson, Sigríður Anna Ellerup,
Már Gunnlaugsson, Dögg Árnadóttir,
Andri Geirsson, Gauti Þeyr Másson, Sigrún Helga
Geirsdóttir og Gísli Gunnlaugur Geirsson.
✝
Föðursystir okkar,
SIGURBJÖRG JÓHANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sigga Hanna,
frá Þingeyri,
lést í Vancouver, Kanada, föstudaginn
27. janúar.
Jónas Matthíasson,
Gerður Matthíasdóttir,
Guðmundur Jón Matthíasson.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
INGVAR MAGNÚSSON,
Nýbýlavegi 60,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
4. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jenný Bjarnadóttir,
Bjarni Ingvarsson,
Fríða Björk Ingvarsdóttir, Hans Jóhannsson,
Ingvar Örn Ingvarsson, Hildur Fjóla Svansdóttir,
Baldur Bjarnason, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir,
Elín Hansdóttir, Úlfur Hansson,
Björk Ingvarsdóttir og Ingvar Andri Ingvarsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BIRGIR NURMANN JÓNSSON,
síðast til heimilis að Austurbrún 6,
lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn
1. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 10. febrúar kl. 13.00.
Ellen Birgisdóttir,
Linda Björk Birgisdóttir,
Íris Ösp Birgisdóttir, Kristján Rafnsson,
Axel Jón Fjeldsted Birgisson, Sólveig Anna Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.