Morgunblaðið - 07.02.2012, Side 31

Morgunblaðið - 07.02.2012, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Það vill svo skemmtilega til aðFrakkar styðja vel við bak-ið á afríska kvikmyndaiðn-aðinum og því rataði mynd- in Sá sem kallar inn á frönsku kvikmyndahátíðina hérlendis. Kvik- myndin er sú fyrsta frá Afríku sem hlýtur stór verðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes en um er að ræða fimmtu mynd leikstjórans í fullri lengd. Myndin segir frá Adam (Youssouf Djaoro), sundlaugarverði sem sagt er upp störfum sökum hás aldurs. Sonur hans, Abdel (Diouc Koma) tekur við starfinu en er fljótt sendur á vígvöll- inn þar sem borgarastyrjöld geisar í landinu. Myndin er fremur hæg og oft líður talsverður tími á milli þess að talað er. Langar tökur gefa myndinni ákveðinn svip og eru margar hverjar virkilega góðar. Þessi hægu löngu skot njóta sín virkilega vel og eru það sem situr helst eftir í huga undirrit- aðs að loknu áhorfi. Myndrænt séð er myndin vel útfærð og fer einkar vel saman við löng og hæg skotin. Til að mynda er skotið þegar Adam situr tárvotur við kofann sinn, í alltof litlum fötum fyrirrennara síns, virki- lega flott. Litirnir og uppstillingin í því skoti minnir talsvert á kvikmynd- ir Wes Andersons, ekki leiðum að líkjast. Youssouf Djaoro ber höfuð og herðar yfir aðra leikara í myndinni og er virkilega sannfærandi í leik sínum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér mynd frá Tsjad og gaman að sjá hvernig afrísk menning fær að njóta sín í myndinni. Sagan sem er sögð er átakanleg og áhugavert að sjá hvernig nýir tímar mæta gömlum í stríðshrjáðu landi. Afrískur yndisauki Kvikmyndaveisla Á frönsku kvik- myndahátíðinni í Háskólabíó er m.a. að finna afrísku myndina Un homme qui crie með Youssouf Djaoro. Háskólabíó: Frönsk kvikmyndahátíð Sá sem kallar (Un homme qui crie) bbbbm Leikstjórn og handrit: Mahamat Saleh Haroun. Aðalhlutverk: Youssouf Djaoro, Diouc Koma og Emile Abossolo M’Bo. 92 mín. Tsjad, 2010. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Hvað ef himinninn brotnarer fyrsta breiðskífahljómsveitarinnar Blá-gresi. Eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er blá- gresis-sveitatónlist allsráðandi á plötunni. Tón- listarstefnan á rætur að rekja til Bandaríkj- anna og er und- ir sterkum áhrifum breskr- ar þjóðlaga- tónlistar. Hljómsveitin færir hana hins vegar í íslenskan búning í samstarfi við rithöfundinn Einar Má Guðmundsson sem semur alla textana. Blágresi skipa söngkonan Tinna Marína Jónsdóttir, Daníel Auð- unsson, sem leikur á gítar og syng- ur, og Leifur Björnsson, sem einn- ig syngur, spilar á gítar og hljómborð. Þeim til fulltingis á plötunni eru þau Bassi Ólafsson, Óttar Sæmundsson, Pétur Hall- grímsson og Unnur Birna Björns- dóttir. Þetta eru hæfileikaríkir tón- listarmenn sem skila sínu með sóma. Blágresi leikur ljúft og þægilegt sveitapopp þar sem kassagítar, Hammond-orgel og fiðla eru í helstu hlutverkum. Lögin eru flest í rólegri kantinum en þegar lagt er á skeið langar hlustandann helst að setja á sig kúrekahatt og taka nokkur línudansspor þegar fiðlu- sólóið hefst. Textar Einars eru ljóðrænir og beittir. Þeir fjalla um sígild við- fangsefni eins og ástina, vonina, réttlæti og hið undarlega ferðalag mannanna. Þá minnir Einar hlust- andann á að það er ekkert nýtt undir sólinni. „Þetta er alltaf sama sagan, hún er eins á hverri öld og gengur víst í ættir eins og völd“ er sungið í laginu „Alltaf sama sagan“. Tónlistin er léttleikandi og lif- andi en á til að vera fullmjúk og þægileg; ekki alltaf í takt við bein- skeytta texta Einars. Hljómsveitin býr hins vegar yfir réttu áhöldunum til að rækta gott blágresi. Metnaðurinn leynir sér ekki og er uppskeran prýðileg. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Blágresi Léttleikandi tónlist frá Tinnu Marínu, Daníel og Leifi. Með blágresi í æðum og í sál Geisladiskur Blágresi - Hvað ef himininn brotnar bbbnn JÓN PÉTUR JÓNSSON TÓNLIST Lítið hefur farið fyrir Katy Perry síðan fyrrverandi eiginmaður hennar, Russell Brand, tilkynnti í lok síðasta árs að þau væru að skilja. Perry var miður sín yfir endalokum hjónabandsins en var fljót að jafna sig því hún virðist hafa tekið upp samband við Tim Tebow, leikmann Denver Broncos í ameríska fótboltanum. Perry kom fram í sjónvarpi á laugardagskvöld þar sem hún geisl- aði af gleði og sagðist vera á mjög góðum stað í lífinu og að sér liði eins og nýrri manneskju. „Við vorum að klára stórt tón- leikaferðaleg þar sem við komum fram 125 sinnum. Mér líður stór- kostlega og finnst ég nú vera að byrja upp á nýtt,“ sagði Perry. Söngkonan bar ekki til baka sögu- sagnir um glænýtt samband hennar og fótboltakappans heldur sagði: „Lagið mitt Peacock er tileinkað Tim Tebow.“ Perry komin með nýjan? Perry Jafnar sig eftir skilnað. Reuters TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% CHRONICLE KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 CHRONICLE LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE GREY KL. 8 - 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 - 10.25 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 8 L UNDERWORLD / AWAKENING KL. 10.30 16 THE SITTER KL. 6 14 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L FRÉTTATÍMINN FBL. FRÉTTABLAÐIÐ LEIKSTÝRÐ AF LUC BESSON SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI FRIÐARVERÐLAUNAHAFANS AUNG SAN SUU KYI HEIMSFRUMSÝNING Á MYNDINNI SEM ÞIÐ VILJIÐ ALLS EKKI MISSAAF CHRONICLE KL. 8 - 10 16 THE GREY KL. 10.10 L THE DESCENDANTS KL. 6 L CONTRABAND KL. 6 - 8 16 LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L SÁ SEM KALLAR KL. 10.15 L ÖLD MYRKURSINS KL. 6 L STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 8 L SÉRSVEITIN KL. 6 L ÞRAUKI EINN FYLGJA HINIR KL. 8 L THE LADY KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 10 L FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ YFIR 20.000 MANNS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CHRONICLE Sýnd kl. 6 - 8 - 10 CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 10:15 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:25 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8 M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGFÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 2 VIKUR Á TOPPNUM! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL 2 ÓSKARSTILNEFNINGARH.S.K. -MBL HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH M.M. - Biofilman.is HHHH HEIMSFRUMSÝNING Á MAGNAÐRI MYND SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF! YFIR 20.000 MANNS! 750 kr. 750 kr. 750 kr. 750 kr. ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.