Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Tuttugu fulltrúar Stjórnlagaráðs
mættu til fundar ráðsins í gær til að
fara yfir þær athugasemdir sem
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis fól því að fara yfir. Nefndin
mun svo funda með stjórnlagaráði í
dag og fara yfir spurningar sem hafa
vaknað við vinnuna, að sögn Þor-
steins Fr. Sigurðssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra stjórnlagaráðs.
Ari Teitsson, sem var varaformaður
stjórnlagaráðs, tók við formennsku í
gær af Salvöru Nordal sem er í út-
löndum. Katrín Fjeldsted var kjörin
varaformaður. Tuttugu og tveir
fulltrúar höfðu boðað komu sína en
Gísli Tryggvason og Örn Bárður
Jónsson gátu ekki tekið þátt í gær.
Þeir koma á fund ráðsins í dag.
Verkefni stjórnlagaráðsins er að
fara yfir athugasemdalista stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar. List-
anum var skipt efnislega niður á milli
umræðuhópa sem eiga að forma svör
við því efni sem farið er yfir.
Ná samstöðu um svör
„Allur hópurinn kemur svo saman
til að ræða þau og ná samstöðu um
svarið,“ segir Þorsteinn en efnislega
sé um að ræða tíu meginatriði. Eitt
þeirra snúi t.d. að því hvort kosn-
ingakaflinn eigi að vera ítarlegur í
stjórnarskránni eða hvort það eigi
einfaldlega að kveða á um hann í al-
mennum lögum. Einnig sé komið inn
á ákvæði um embætti forseta Ís-
lands, auðlindaákvæði ofl.
Hópurinn hefur fjóra daga til
verksins og segir Þorsteinn tímann
verða vel nýttan. Spurður hvort það
náist einhver efnisleg niðurstaða á
þessum tíma, segir hann að það verði
að svara þeim spurningum sem
komu frá nefndinni.
Fundað um stjórnarskrá
20 mættu á fund stjórnlagaráðs í gær
Ráðið fundar með nefndinni í dag
Morgunblaðið/Sigurgeir
Komin saman Stjórnlagaráð á blaðamannafundi í fyrrasumar.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
gær Marcin Tomasz Lech í fimm ára
fangelsi fyrir að ræna verslun Mic-
helsen úrsmiða í október sl.
Lech var einnig gert að greiða Vá-
tryggingafélagi Íslands 14 milljónir
króna og bíll hans var gerður upp-
tækur.
„Þetta er mjög þungur dómur en
ekki alveg án fordæma,“ segir Jón
Þór Ólason, lektor við lagadeild Há-
skóla Íslands, spurður um þyngd
fangelsisdómsins yfir Lech. Fimm
ára fangelsi hafi verið dæmt í svoköll-
uðu Landsbankaránsmáli í Hæsta-
rétti árið 1985. Jón Þór segir það
vekja athygli hversu illa refsiákvörð-
unin sé rökstudd. „Það er ekki vísað í
eitt einasta ákvæði sem er til álita við
ákvörðun refsingar og ber að vísa í
samkvæmt 70. gr. hegningarlaga,“
segir Jón Þór. Þetta skipti máli með
hliðsjón af þátttöku mannsins í
brotinu. Það geti hugsanlega verið
ávísun á það að meintir sam-
verkamenn mannsins, sem frömdu
sjálft ofbeldið, fái þyngri refsingu.
Tveir handteknir í Sviss
Verjandi Lech fór fram á vægustu
refsingu og sagði að tveggja ára fang-
elsi ætti að þykja eðlilegur dómur,
með hliðsjón af dómaframkvæmd.
Lech játaði fyrir dómi að hafa komið
að skipulagningu ránsins og komið til
Íslands gagngert til að flytja ráns-
fenginn úr landi. Saksóknari sagði
þátt hans síst minni en félaga hans þó
hann hefði ekki sjálfur ruðst inn í
verslunina. Lech framdi ránið í félagi
við þrjá aðra Pólverja. Svissneska
lögreglan hefur handtekið tvo þeirra
en mennirnir flúðu land í kjölfar ráns-
ins. Ríkissaksóknari hefur farið fram
á að mennirnir verði framseldir hing-
að til lands. Talið er að fjórði maður-
inn sé enn í Póllandi.
Morgunblaðið/Júlíus
Úr Þýfið úr Michelsen-ráninu.
Fimm ára
fangelsi
fyrir rán
Segir refsiákvörð-
unina illa rökstudda
Það var líf og fjör við Frístundamiðstöðina Ársel
í Árbænum í gær þar sem börnin á frístunda-
heimilinu Töfraseli telja sig hafa sett Íslandsmet
í snjókarlagerð. Krakkarnir, sem eru öll nem-
endur í Árbæjarskóla í 1.-4. bekk, leyfðu sköp-
unargáfunni að njóta sín og gerðu samtals 50
snjókarla af ýmsum stærðum og gerðum. Ekki
finnast í fljótu bragði heimildir um fleiri snjó-
karla gerða af hóp á sama degi. Fyrirtæki hverf-
isins voru boðin og búin til að leggja sitt af mörk-
um til að gleðja ungviðið og fengu börnin efnivið
í nef og augu frá Krónunni á Bíldshöfða. Krakk-
arnir skora nú á önnur frístundaheimili að slá
metið. Verði það gert er næsta víst að þau reyni
að ná því aftur, því allir skemmtu sér hið besta.
Morgunblaðið/Ómar
Börnin fögnuðu snjónum og gerðu fimmtíu snjókarla
Innri endurskoðandi Reykja-
víkurborgar og borgarlögmað-
ur munu fara yfir söluferli
vegna eignarhluta Orkuveitu
Reykjavíkur í Enex Kína og
Envent Holding. Borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og Vinstri
grænna óskuðu formlega eftir
úttektinni á fundi borgarráðs í
gær.
Í svari við fyrirspurn fulltrúa
minnihlutans lagði Jón Gnarr
borgarstjóri til að forsvarsmenn fyrirtækisins yrðu
kallaðir á fund borgarráðs til að kynna sölu eign-
anna. Í kjölfar þess yrði ákveðið hvort ástæða væri
til að skoða málið betur. Minnihlutinn lagði eigi að
síður fram ósk sína um úttekt, eins og hann á rétt á,
og fer hún fram. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður
borgarstjóra, telur eigi að síður að forsvarsmenn
fyrirtækisins muni kynna sjónarmið sín í borgar-
ráði á næstunni.
Verja eigin gjörðir
Minnihlutinn gagnrýnir það að eignir Orkuveit-
unnar hafi verið seldar án auglýsingar og eðlilegra
upplýsinga til stjórnarmanna í OR. Hanna Birna
Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að
viðbrögð meirihlutans og stjórnenda Orkuveitunn-
ar komi á óvart. Þeir reyni að réttlæta gjörðir sínar
í stað þess að viðurkenna mistök. „Við teljum að
meirihlutinn sé ekki að standa vörð um hagsmuni al-
mennings heldur verja gjörðir stjórnenda fyrirtæk-
isins,“ segir Hanna Birna. Hún vekur athygli á því
að sömu starfsmenn Orkuveitunnar fari fyrir því að
réttlæta og rökstyðja ákvörðunina og tóku hana og
framkvæmdu sem stjórnarmenn í dótturfélagi OR.
„Við teljum mikilvægt að fá álit þriðja aðila en fólkið
sé ekki að gefa eigin störfum einkunn,“ segir hún.
S. Björn segir að greinargóð svör hafi fengist frá
Orkuveitunni um þetta mál. Þeir telji að sala eign-
anna hafi verið farsæl lausn og meirihlutinn hafi
enga ástæðu til að rengja það. Í yfirlýsingu frá Har-
aldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni OR, kom
fram að salan hafi verið samþykkt af fyrri stjórn-
endum, fyrir tveimur árum. helgi@mbl.is
Gerð verður úttekt á sölu eign-
arhluta í dótturfélögum OR
Forsvarsmenn koma í borgarráð Eftirlitsaðilar fara yfir málið
Orka Deilt er um
sölu eigna REI.
Líklegt er talið að lögreglan óski
eftir framlengingu gæsluvarðhalds
yfir manni sem játað hefur fólsku-
lega líkamsárás á starfsmann lög-
mannsstofu í Reykjavík sl. mánu-
dag. Gæsluvarðhaldið átti að renna
út í dag. Maðurinn sem fyrir árás-
inni varð liggur enn þungt haldinn
á gjörgæsludeild Landspítalans.
Hann er í lífshættu og honum hald-
ið sofandi í öndunarvél.
Líklega krafist
lengri gæslu
Sara Ástþórsdóttir, Ganghestum /
Málningu, og Díva frá Álfhólum
sigruðu í slaktaumatölti í Meistara-
deild í Ölfushöllinni í gærkvöldi.
Sara náði með því efsta sætinu í
stigakeppni mótaraðarinnar. Valdi-
mar Bergstað úr liði Ganghesta /
Málningar og Prins frá Efri-
Rauðalæk sigruðu í flugskeiði eftir
harða keppni við Ragnar Tómasson
og Isabel frá Forsæti.
Sara og Díva sigr-
uðu í slaktaumatölti