Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Brýnt er að hver maður fái verk-efni við hæfi til að kraftarnir njóti sín til fulls og árangurinn verði sem mestur, jafnt fyrir einstakling- inn sem samfélagið í heild sinni.    Þess vegna varsjálfsagt og eðlilegt að umhverfisráðherra skipaði Mörð Árna- son formann starfs- hóps um myrkur- gæði.    Fáir þekkja beturtil myrkra- verka og leita þyrfti inn í sjálfa ríkis- stjórnina til að finna fjölkunnugri myrkraverkamenn.    Félagar hans í Samfylkingunnihafa til að mynda ekki gleymt því hvernig hann varð þingmaður nú síðast þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri.    Baráttan sem hann háði fyrir nú-verandi þingsæti sínu þoldi ekki dagsbirtuna en verður ef til vill um síðir upplýst eins og viðeigandi væri.    Þá kemur í ljós hvaða aðferðirhonum þóttu sæmandi gagn- vart flokkssystur sinni í eigin þágu.    Ennfremur er upplýsandi í þessusambandi að horfa til atkvæða- greiðslunnar í landsdómsmálinu í september 2010. Þar glitti í eitt myrkraverkið sem lengi verður í minnum haft.    Svandís Svavarsdóttir vissi ná-kvæmlega hvað hún var að gera því það má treysta því að sjái Mörð- ur ljóstíru í myrkrinu muni hann slökkva hana án tafar. Mörður Árnason Myrkraverka- maður? STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 8.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík -1 skýjað Akureyri 2 snjóél Kirkjubæjarkl. 1 snjóél Vestmannaeyjar 1 léttskýjað Nuuk -18 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki -5 heiðskírt Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 8 alskýjað London 11 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 1 skúrir Moskva -7 léttskýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -6 snjókoma Montreal 12 alskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 3 skýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:06 19:12 ÍSAFJÖRÐUR 8:13 19:14 SIGLUFJÖRÐUR 7:56 18:57 DJÚPIVOGUR 7:36 18:40 Bárður Daníelsson, verkfræðingur og arki- tekt, er látinn, 93 ára að aldri. Bárður fæddist á Kirkjubóli í Önundar- firði 3. október árið 1918. Foreldrar hans voru Daníel Benedikts- son, bóndi og sjómaður, og Jónína Loftsdóttir húsmóðir. Bárður lauk prófi í byggingarverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokk- hólmi í Svíþjóð 1948 og prófi í arkitektúr lauk hann frá sama skóla árið 1960. Hann var verkfræðingur hjá Raf- magnsveitum ríkisins á árunum 1948 til 1952 og annaðist athuganir á virkjanakostum og hafði eftirlit með virkjunarframkvæmdum. Á árunum 1952 til 1954 var Bárð- ur verkfræðingur hjá Brunabótafélagi Ís- lands. Hann rak lengi eigin verkfræðistofu allt frá árinu 1955 og eigin arkitektastofu rak hann frá 1960. Bárður hannaði marg- vísleg mannvirki víða um land á starfsferli sínum. Bárður var bruna- málastjóri á árunum 1970 til 1978 og sat í Skipulagsstjórn ríkis- ins á árunum 1967 til 1978. Bárður tók einnig þátt í stjórn- málum en hann var fulltrúi í bæj- arstjórn Reykjavíkur fyrir Þjóð- varnarflokkinn á árunum 1954 til 1958. Eftirlifandi eiginkona Bárðar er Aldís Bryndís Hansen. Andlát Bárður Daníelsson Í febrúar lauk sölutímabili þorra- bjórs. Alls seldust 38,8 þúsund lítrar af þorrabjór í ár sem er tæplega 12% meira magn en á sama tímabili í fyrra en þá seldust 34,7 þúsund lítr- ar. Þetta kemur fram á vef ÁTVR. Þorrakaldi seldist best en fjórar aðr- ar tegundir voru í boði, Þorragull, Víking Þorrabjór, Gæðingur Þorra- bjór og Surtur Stout Þorrabjór. Til samanburðar voru einnig fjórar teg- undir á boðstólum í fyrra en Þorra- kaldi var einnig mest seldi þorra- bjórinn þá. Samdráttur í ársbyrjun Sala áfengis í febrúar var nánast sú sama og sama mánuð í fyrra en þess ber að geta að vegna hlaupárs- ins bættist nú einn söludagur við. Blandaðir drykkir áttu ekki upp á pallborðið hjá landanum því sam- drátturinn í þeim flokki var 14,7% í mánuðinum. Þegar sölutölur yfir tvo fyrstu mánuði ársins 2012 eru skoðaðar kemur í ljós að samdráttur í sölu milli ára er 1,1%. Alls seldust tvær milljónir og 283 þúsund lítrar samanborið við 2.308 þúsund lítra árið 2011. Lagerbjór er uppistaðan í sölunni eða 1.788 þús- und lítrar. Nemur samdrátturinn 1,4%. Sala á blönduðum drykkjum dróst saman um 8,3% en sala á hvítvíni og rauðvíni var svipuð og í fyrra. sisi@mbl.is Sala á þorrabjór jókst milli ára Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stórmeistararnir Henrik Daniel- sen og Stefán Kristjánsson eru meðal efstu manna með fullt hús að lokinni 3. umferð N1 Reykjavíkur- mótsins sem fram fór í gær. Henrik vann Dag Ragnarsson sem komið hefur mjög á óvart í mótinu og Stefán vann litháíska FIDE- meistarann Lasinskas Povilas. Meðal óvæntra úrslita má nefna að Einar Hjalti Jensson gerði sitt annað jafntefli við stórmeistara, að þessu sinni við franska stórmeistar- ann Fabian Libiszewski. Björn Freyr Björnsson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Yuri Shulman. Henrik og Stefán með fullt hús stiga Skák Henrik Dani- elsen vann í gær. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 12. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg SölviH elgason SölviH elgason Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.