Morgunblaðið - 09.03.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Offita er meiri heilbrigðisváen fólk gerir sér grein fyr-ir. Ég hef eins og aðrirtekið eftir þeirri þróun að
íslensk börn og unglingar eru að
þyngjast. Þegar ég var í grunnskóla
þá löbbuðum við krakkarnir allt sem
við fórum, hvort sem það var í skól-
ann eða á æfingar, en núna er krökk-
um skutlað allt sem þau þurfa að
fara,“ segir Fannar Karvel íþrótta-
fræðingur en hann hefur verið með
námskeið fyrir unglinga í Sporthús-
inu þar sem áhersla er lögð á að
kenna krökkunum að hreyfing getur
verið skemmtileg og þarf ekki að
vera tengd keppnum. „Ég haga mér
mátulega mikið eins og fífl og fæ þau
með mér í það, reyni að brjóta þessa
múra sem fólk byggir upp í kringum
sig. Þegar foreldrarnir mæta með
krökkunum í tíma þá verða þeir að
vera með og taka þátt í öllum fíflalát-
unum og leikjunum, hvort sem þau
eru á pinnahælum eða í jakkafötum.
Stressið er þá fljótt að fara af öllum.
Þetta er liður í því að gera hreyf-
inguna skemmtilega. Við förum í
gegnum ákveðnar grunnhreyfingar
eins og hnébeygjur og armbeygjur
og förum í gamla leiki og gerum alls-
konar skemmtilegt.“
Foreldrarnir bera ábyrgð
Fannar segir að foreldrar séu í
raun aðalvandamálið þegar börn
þeirra eru komin í lélegt líkamlegt
form eða orðin of þung. „Við foreldr-
arnir kaupum inn matinn og ráðum
hvað er til í skápunum heima. Við er-
um þau sem skutla þeim út um allar
trissur. Á námskeiðinu hjá mér verða
Lykilatriði að virkja
krakkana sjálfa
Með aukinni tölvunotkun hefur kyrrseta barna og unglinga aukist undanfarin
ár og matarvenjur margra unglinga einkennast af sykruðum drykkjum og
sætindum. Íþróttafræðingurinn Fannar Karvel hefur brugðist við þessu með
námskeiði fyrir unglinga þar sem hreyfing er skemmtileg og ekki tengd keppni.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skemmtilegt Fannar Karvel leggur mikið upp úr því að gaman sé á nám-
skeiðinu og segist viðhafa fíflagang og sprell til að svo megi verða.
Mörg skemmtileg lönd er að finna í
heiminum og er Kanada eitt þeirra.
Saga og menning, góður matur og
skemmtanalíf. Allt með sínum kan-
adíska sjarma. Rétt eins og hvert
land hefur sinn karakter. Ibackpack-
canada er sniðug síða fyrir þá sem
vilja ferðast frjálsir um lönd með að-
eins bakpokann á bakinu. Eins og
nafnið gefur til kynna er þessi síða
tileinkuð slíkum ferðalögum um Kan-
ada. Síðunni heldur úti ungur Kan-
adamaður, Corber Fraser, og setur
hann þar ferðalýsingar um landið sitt
en skrifar líka ýmiss konar greinar
um allt sem kanadískt er. Nýjasta
færslan útlistar t.d. sex ástæður fyrir
því að Corber sé stoltur af því að vera
Kanadamaður. Meðal þeirra er óspillt
náttúra landsins, fjöltyngi og al-
þjóðleg menning. Ibackpack-
canada.com er skemmtileg vefsíða
fyrir ferðaglaða og forvitna.
Vefsíðan www.ibackpackcanada.com
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halifax Helsta útstöð bresku nýlenduherranna í N- Ameríku á 18. öld.
Fyrir forvitna ferðalanga
Næstkomandi miðvikudag, 14. mars,
heldur listanefnd Kvennaskólans Við-
arstokk, tónleika til styrktar BUGL.
Tónleikarnir verða haldnir í Iðnó þar
sem fjórar hljómsveitir koma fram:
Amiina, Ojba Rasta, 1860 og Sam-
aris. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og
þeim lýkur kl. 23:00 en miðinn kostar
aðeins 1.500 kr.
Á BUGL er tekið á móti börnum
upp að 18 ára aldri sem eiga við
geðheilsuvanda að stríða. Þar er
veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta
sem miðar að þörfum barna og fjöl-
skyldna þeirra. Starfsemin skiptist í
eina göngudeild og tvær legudeildir,
Endilega …
… komið
á Viðarstokk
Starfsemi Tónleikar til styrktar BUGL.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Repjubrauð
Hollustubrauð sem inniheldur
m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat
sem og íslenskt bygg - enginn sykur
Ríkt af Omega 3
Góð brauð – betri heilsa
Myndlistarskólinn í Reykjavík stend-
ur fyrir námskeiði fyrir ungmenni á
aldrinum 16 til 18 ára sem eru án at-
vinnu og stunda ekki nám. Kallast
námskeiðið Vorlaukar en kennt verð-
ur í mislöngum vinnutörnum á nokkr-
um vikum. Mikil áhersla verður lögð á
sjálfstæð vinnubrögð og munu nem-
endur skila af sér verkefnum á netinu
og vinna á skapandi hátt með net-
miðla. Munu nemendur nýta sér þau
tæki sem þeir hafa til umráða svo
sem stafrænar myndavélar og síma
og vinna með þeim ljósmyndir og víd-
eó ásamt því að vinna hópverkefni í
spjallformi og texta. Áhersla verður
lögð á að skoða þekkt umhverfi út frá
mismunandi forsendum og sjá nýja
möguleika í hversdagsleikanum.
Á námskeiðinu vinna þátttakendur
bæði einstaklingsverkefni og hóp-
verkefni. Í kennslustundum í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík gera nem-
endur ýmsar verklegar æfingar og
farið verður í vettvangsferðir. Í tím-
um eiga nemendur kost á einka-
viðtölum þar sem verkefni hvers og
eins verða þróuð frekar.
Nemendur þurfa ekki að hafa
neinn bakgrunn í listum, einungis
áhuga á skapandi vinnubrögðum.
Verkefnið er styrkt af framtakinu
Ódýrar frístundir á vegum Reykjavík-
urborgar og er námskeiðið því ókeyp-
is fyrir þátttakendur. Fyrsta vinnu-
törn hefst hinn 19. mars
næstkomandi en nánari upplýsingar
og skráning fer fram á vefsíðu skól-
ans, myndlistaskolinn.is, eða í síma
551-1990.
Námskeið fyrir 16-18 ára
Listasmíð Frá námskeiði unglinga við Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Vorlaukar Myndlistarskólans