Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 11
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Sparaðu
með Miele
Verð frá kr.: 25.900
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar,
með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær
hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytenda-
samtökum meðal annars í Þýskalandi.
Care Collection ryksugupokar
og ofnæmissíur eru sérstaklega
framleidd fyrir Miele ryksugur
Farðu alla leið með Miele
s
foreldrar krakkanna að vera með í
prógramminu, annars gengur þetta
ekki upp. Sömu reglur verða að gilda
um alla í fjölskyldunni þegar kemur
að mataræði og hreyfingu. Ég hvet
krakkana til að draga foreldrana
með sér út að leika og ég hvet þau
líka til að skipta sér af hvað er keypt í
matinn.“
Fannar segir að margir krakkar
og unglingar haldi að hollur matur sé
alltaf bragðlaus eða vondur. „Ég
reyni að brjóta niður þá fordóma
með því að kynna þeim góðum holl-
um mat. Ef við bjóðum unglingi að
velja á milli þess að fá hamborgara
að borða eða salat, þá er næsta víst
að hann velur hamborgarann, af því
unglingurinn trúir því að hamborg-
arinn sé bragðbetri. Ég geri þeim
grein fyrir að það er hægt að útbúa
hamborgara sem er mjög hollur og
að kjúklingasalat getur verið mjög
gott á bragðið.“
Ekki hlamma sér í sófann
Fannar segir það skipta öllu
máli að foreldrar leiði með góðu for-
dæmi þegar til stendur að ungling-
urinn tileinki sér heilbrigðari lífsstíl.
„Það gengur ekki að foreldrar komi
heim úr vinnu og hlammi sér í sófann
og ætlist svo til að afkvæmin fari út
að hreyfa sig. Fordæmi felst ekki í
því að fara í ræktina og skilja börnin
eftir heima, heldur verða foreldrar
að vera þátttakendur. Fara til dæmis
út að hjóla með krökkunum, öll fjöl-
skyldan fari saman út að hlaupa eða
leika, bara hvað sem er sem inniheld-
ur hreyfingu. Lykilatriði er að virkja
krakkana sjálfa, ekki mata þau á því
sem þau eiga að gera. Þau þurfa að
taka þátt í að ákveða hvað skuli gera,
spyrja hvort þau vilji fara út að hjóla,
klífa fjöll, synda eða gera eitthvað
annað. Og sama er að segja með mat-
inn, leyfa þeim að velja hvort þau
vilja frekar samloku með eggjum og
tómötum eða með osti og gúrku. Um
leið og tekist hefur að virkja þau þá
eru þau miklu duglegri.“
Slökkva á tölvunni í tvo daga
Eitt af þeim heimaverkefnum
sem krakkarnir fá á námskeiðinu er
að slökkva á sjónvarpinu og tölvunni
í tvo heila daga. „Þeim finnst það
ofsalega erfitt en foreldrarnir segja
að þá verði krakkarnir virkari á
heimilinu. Ég mæli því hiklaust með
því að foreldrar setji kvóta á þann
tíma sem krakkarnir mega vera í
tölvunni. Ég geri mér alveg grein
fyrir að krakkar þurfa að nota tölvur
mikið, en þau verða að standa upp
frá henni. Svo má líka hafa þannig
fyrirkomulag að barnið verði að
hreyfa sig visst mikið fyrir hvern
klukkutíma sem það er í tölvunni.“
Fannar er með hvatningarkerfi þar
sem krakkarnir safna stigum. „Þau
þurfa til dæmis að labba í skólann til
að safna stigum, drekka vatn, draga
mömmu og pabba út að labba og
fleira í þeim dúr.“ Hann segir nám-
skeiðið ekki eingöngu ætlað krökk-
um sem eru í yfirþyngd, heldur fyrir
alla krakka sem vilja hreyfa sig
meira. Á námskeiðinu sem stendur
yfir núna eru krakkarnir á aldrinum
12-15 ára en ég er að hugsa um að
færa mig aðeins út á næsta nám-
skeiði, vera bæði með yngri krakka
og eldri, því ég hef fengið svo margar
fyrirspurnir.“
Námskeiðið stendur yfir í sex
vikur og næsta námskeið hefst þann
24. apríl.
Ljósmynd/Norden.org
Sprellað Að hoppa milli steina í fjöruborðinu er eitt af því skemmtilega sem fellur undir útivist og hreyfingu.
Ljósmynd/Norden.org
Kyrrseta Alltof margir eyða allt of miklum tíma sitjandi við tölvu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Eiga ekki allir sinn uppá-haldsrithöfund? Ein-hvern sem gefur manniandagift og lætur mann
svífa um á spekilegu skýi sem
virðist aldrei ætla að hleypa
manni aftur niður? Ég á mér alla-
vega uppáhaldsrithöfund og þegar
ég les verkin hans lendi ég ein-
mitt á þannig skýi. Hann er því
miður ekki lengur á meðal okkar,
en ég vona að mér muni takast að
bera áfram hans boðskap á meðan
ég fæ að njóta þessarar örlitlu
ræmu af eilífðinni.
Sá rithöfundur sem hefur haft
hvað mest áhrif á mína lífssýn er
án efa bóheminn Christopher Eric
Hitchens. Ég hef aldrei kynnst
snjallari og beittari rithöfundi,
samfélagsrýni og mælskumanni
en Hitchens, en sá mikli snillingur
lést langt fyrir aldur fram í lok
síðasta árs. Það var alveg sama
hvað Hitchens tók sér fyrir hend-
ur, hans afstaða var alltaf umdeild
og hann ögraði fólki með flug-
beittum rökstuðningi sínum. Með
Johnny Walker Black Label í ann-
arri hendi og sígarettu í hinni
vann hann vitsmunalega sigra
með þekkingu, húmor og sjálfs-
öryggi eins og honum einum var
lagið.
Hitchens var fæddur og uppal-
inn í Englandi og gekk í hinn
virta háskóla Oxford, en móðir
hans gerði allt til þess að tryggja
það að sonur hennar yrði á meðal
elítunnar í Englandi. Enda þótt
hann hafi gengið í virtan háskóla
og umgengist elítuna er ekki hægt
að segja að Hitchens hafi haft
menntamannayfirbragð. Góðvinur
hans, Richard Dawkins, lýsti hon-
um einmitt sem minnst stirðbusa-
lega gáfumanninum sem hann
þekkti.
Hitchens ferðaðist til
allra heimshorna
sem blaðamaður og
flutti fréttir frá öll-
um helstu átaka-
svæðum heims, þar
á meðal Afganistan,
Bosníu og Írak. En
eftir dvöl hans og
upplifun á stríðinu í
Bosníu varð hann
enn gagnrýnni á
allskyns fas-
isma, ver-
aldlegan og
óverald-
legan en
hann hafði
verið áður.
Hann upp-
lifði margt og
gerði flestallt
sem hann fékk
tækifæri til. Til
að mynda gerði
hann tilraunir í
einkalífinu og
staðhæfði að hann
hefði átt náin
kynni við tvo karlmenn sem
seinna urðu meðlimir í ríkisstjórn
Margaret Thatcher. En Thatcher
var einmitt að mati Hitchens kyn-
þokkafyllsta kona sem hann hafði
hitt og talaði hann af mjög mikilli
ástríðu um persónuleika hennar.
Skemmtileg er frásögn Hitchens
af því þegar hann hitti Thatcher í
fyrsta skipti og samræður þeirra,
sem fjölluðu um kynþáttahreins-
anir í Rúanda, enduðu með því að
járnfrúin skipaði Hitchens að
hneigja sig og sló hann síðan í
hnakkann með upprúlluðu blaði
með þingfréttum. Síðan labbaði
hún í burtu, en um leið leit hún
við og sagði með vörunum;
„Naughty boy.“ Hitchens stóð eft-
ir, dáleiddur yfir kynþokka
járnfrúarinnar.
Það var enginn eins og Hitchens
og það verður enginn eins og
hann. Hæfileikar hans sem rithöf-
undar eru óumdeildir og snilli
hans við að koma hlutunum
skemmtilega frá sér er það sem
einkenndi hann mest. Hann var
aldrei leiðinlegur, enda var hann á
móti almennum leiðindum. Hitc-
ehns var hugrakkur, sjálfstæður í
hugsun og róttækur. Hann var
það mikið á móti íhaldssemi að
þegar Thatcher-byltingin hófst og
breski Íhaldsflokkurinn varð að
hinu róttæka pólitíska afli í Bret-
landi hafði Hitchens það ekki í sér
að kjósa sinn eigin flokk, Verka-
mannflokkinn, af því að hann var
orðinn táknmynd afturhalds og
íhaldssemi í hans huga. Þess
vegna studdi hann Thatcher án
þess þó að kjósa hana. Hitc-
hens stóð alltaf á sinni skoðun
og sannfæringu jafnvel þótt
hann stæði einn og með allan
heiminn á móti sér. Heim-
urinn þarnfast fleiri ein-
staklinga sem hugsa
og hegða sér eins
Hitchens. Eins og
Hitchens sagði
sjálfur: Undir-
staða hins
sjálfstæða
huga felst
ekki í því
hvað hann
hugsar,
heldur
hvernig hann
hugsar.
Sævar Már
Gústavsson
saevar@mbl.is
»En Thatcher var einmitt að mati
Hitchens kynþokkafyllsta
kona sem hann hafði hitt
og talaði hann af mjög
mikilli ástríðu um
persónuleika hennar.
HeimurSævars