Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Getur íslenskur landbúnaður orðið
sjálfbær um orku í framtíðinni?
Þessari spurningu verður leitast
við að svara á opinni ráðstefnu um
orku og búskap, sem fram fer í
Bændahöllinni, Hótel Sögu, í dag.
Rætt verður um orkunotkun í land-
búnaðinum og þau tækifæri sem
gætu leynst í orkubúskap á bújörð-
um. Dagskráin hefst kl. 13.
Orka í landbúnaði
Umhverfis-
ráðherra hefur
skipað starfshóp
um myrkurgæði,
en hópnum er
ætlað að taka
saman upplýs-
ingar um þau lög
og reglur sem
gilda um ljós-
mengun á Íslandi
og víðar. Mörður Árnason þing-
maður er formaður hópsins, sem á
að skila tillögum um hugsanlegar
úrbætur næsta haust.
Mörður Árnason
Stýrir starfshópi
um myrkurgæði
Menntadagur iðnaðarins er í dag og verða ýmsir viðburðir af því tilefni. Ís-
landsmót iðn- og verkgreina, sem stendur í tvo daga, hefst kl. 9 í húsnæði
Háskólans í Reykjavík. Búist er við að rúmlega 1.900 grunnskólanemendur
muni fylgjast með 170 nemendum úr framhaldsskólum keppa í sinni iðn-
eða verkgrein.
Samtök iðnaðarins bjóða svo til málþings frá kl. 13 til 16 í Háskólanum í
Reykjavík þar sem fjallað verður um stöðu menntamála út frá aukinni þörf
fyrir verk- og tæknimenntað starfsfólk.
Nemendur keppa í iðn- og verkgreinum
Guðmundur Heiðar Helgason
„Stóru og leiðinlegu fréttirnar í ár
eru þær að við höfum ekki hitt jafn-
margt fólk síðan 1994,“ sagði Guðrún
Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Samtökin kynntu ársskýrslu sína
fyrir árið 2011 á blaðamannafundi í
gær.
Aukning á milli ára
Ný mál árið 2011 voru 313 sem er
um 13% aukning frá árinu á undan.
Einnig fjölgaði einstaklingum sem
komu í viðtöl hjá Stígamótum en þeir
voru 593. Er það um 12% aukning.
Guðrún sagði að hún hefði engar
öruggar skýringar á fjölgun nýrra
mála.
Karlar sem beita ofbeldinu
„Þeir sem beita ofbeldinu eru
fyrst og fremst karlar, en konur voru
2,2%. Þetta gerir málið hvorki betra
né verra, en mynstrið lítur svona út,“
sagði Guðrún. Heildarfjöldi nauðg-
ana sem voru til umfjöllunar hjá
Stígamótum var 169. Af þeim voru
hópnauðganir 18 talsins. Lyfja-
nauðgunum fækkaði á milli ára og
fór þær úr 17 niður í 8.
Þjást fyrir brot annarra
Guðrún sagði að miklir fordómar
fylgdu fórnarlömbum kynferðis-
brota. Algengustu afleiðingar kyn-
ferðisofbeldis eru léleg sjálfsmynd,
kvíði, skömm og depurð. „Okkar fólk
er að dröslast í gegnum lífið með
skömm og sektarkennd yfir mann-
réttindabrotum sem einhverjir aðrir
frömdu. Það er eitthvað öskrandi
rangt við það,“ sagði Guðrún.
Fleiri ofbeldismál
313 ný mál hjá Stígamótum í fyrra og þau hafa ekki verið
fleiri síðan árið 1994 21% ofbeldismanna yngri en 18 ára.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Blaðamannafundur Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, flytur ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2011. Við hlið
hennar er Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur, sem setti saman tölfræði árskýrslunnar.
Andri Karl
andri@mbl.is
Rannsóknir lögreglu benda til þess
að ríkur vilji sé innan glæpahópa hér
á landi til að hafa áhrif á einstaklinga
sem gegna lykilhlutverkum fyrir þá.
Til dæmis má nefna að safna upplýs-
ingum um það hvaða viðbragða má
vænta við tiltekinni brotastarfsemi.
Þetta kom fram í máli Karls Steinars
Valssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns hjá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins, á fjölmennum hádegis-
fundi Varðbergs, samtaka um
vestræna samvinnu og alþjóðamál í
gær.
Karl Steinar segir að lögregla geti
ekki útilokað að einstaklingar í op-
inberum embættum séu í brotastarf-
semi. Ein birtingarmynd skipulagðr-
ar glæpastarfsemi er að reyna koma
ólöglegum mörkuðum inn á þá lög-
legu. Áhugi glæpahópa er ekki síst á
lögreglu og tollvörðum en þar starfa
einstaklingar með upplýsingar sem
hóparnir ásælast. Víst þykir að
glæpahópar séu tilbúnir að greiða
háar upphæðir fyrir réttar upplýs-
ingar.
Reyna að hafa áhrif á túlka
Þá kemur fram hjá Karli Steinari
að vitað sé til þess að glæpahópar
hafi sankað að sér upplýsinum um
starfsstöðvar lögreglu, einnig um
lögreglumenn og fjölskyldur þeirra.
Þá sé reynt að hafa áhrif á túlka sem
lögregla sé mjög háð, sérstaklega
varðandi erlenda glæpahópa. Vitað
sé að þetta gerist helst í fíkniefna-
málum, en engin ástæða sé til að
ætla að það sama gildi ekki um aðra
brotaflokka.
Glæpahópar sem á Íslandi starfa
þykja nokkuð ólíkir, sérstaklega inn-
lendir og erlendir hópar. Karl Stein-
ar segir að hópar frá Litháen séu
mjög skipulagðir og innan þeirra sé
skýr verkaskipting. Hún sé þannig
að hver hafi sitt tiltekna hlutverk og
viti ekki ekki meira en þörf þykir.
Þannig geta þeir ekki veitt lögreglu
upplýsingar sem leitað er eftir við
rannsókn mála.
Íslensku hóparnir eru hins vegar
einfaldari að gerð, enn sem komið er.
Þeir eru ekki eins skipulagðir, og
komið geti upp að skipuleggjandi
brots gegni fleiri hlutverkum en í
sambærilegum málum hjá erlendum
hópum. Því séu meiri líkur á að lög-
regla komist áfram í málum tengd-
um íslensku hópunum.
Breyta þarf skipulagi
Karl Steinar segir að endurskoða
þurfi skipulag lögreglu. Verkefnin
séu að breytast með tilkomu fleiri
glæpahópa. Málin séu flóknari og
aðrar kröfur gerðar til rannsókna.
Hann segir að eins og staðan er
núna sé reynt að koma skipulagðri
glæpastarfsemi í gamalt mót lög-
reglunnar í stað þess að aðlagast
breyttum tímum.
Mikill áhugi
á lögreglunni
og tollvörðum
Glæpahópar reyna að hafa áhrif víða
Morgunblaðið/Golli
Fundur Karl Steinar ræddi um
skipulagða glæpastarfsemi.
Í ársskýrslunni kemur fram að
fjölmargir ofbeldismenn eru
mjög ungir. 2,2% brotamanna
voru undir 10 ára aldri. 6,6%
voru á aldursbilinu 11-13 ára og
12,8% á bilinu 14-17 ára. Sam-
anlagt er þetta rúmt 21% of-
beldismanna. „Ég vil undirstrika
að fólk er ekki að koma til okkar
vegna saklausra læknisleikja.
Almennt kemur fólk vegna of-
beldis sem hefur haft skaðleg
áhrif,“ sagði Guðrún Jónsdóttir.
Skv. rannsóknum byrja kynferð-
isbrotamenn oftast mjög ungir
að brjóta af sér.
Brotamenn
byrja ungir
21% YNGRI EN 18 ÁRA
Skannaðu kóðann
til að lesa nánar
um þessa frétt.
STUTT
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Íslensk hönnun.Axis framleiðir eldhúsinnréttingar
í miklu úrvali. Hönnuðir aðstoða við valið.