Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslensk stjórn-völd segjastvilja ljúka við- ræðum við Evrópu- sambandið sem fyrst. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, hefur til að mynda talað á þennan veg upp á síðkastið eftir að þrýst- ingur hefur aukist á hann meðal eigin flokksmanna að hafa mál- ið ekki hangandi yfir flokknum í næstu alþingiskosningum. Þetta tal er líka viðbrögð við þeirri gagnrýni að þegar þing- menn voru þvingaðir til að sam- þykkja umsókn að Evrópusam- bandinu var því haldið fram að viðræður myndu ganga hratt fyrir sig og ferlinu ljúka á met- hraða. Þetta hefur augljóslega ekki gengið eftir og þá reyna stuðningsmenn umsóknarinnar að finna skýringar. Og þegar engar góðar finnast virðist vera að þær séu búnar til. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra hefur haldið því fram að ástæða þess að við- ræður um sjávarútvegsmál hefjast ekki sé að endurskoðun sé í gangi hjá Evrópusamband- inu á sameiginlegu fisk- veiðistefnunni. „Af þeim ástæð- um er ESB ekki á þessu stigi í stakk búið að hefja viðræð- urnar. Þannig að ég get ekki sagt til um það hvenær þær byrja,“ sagði Össur á nefndar- fundi Alþingis í nóvember í fyrra. Í sama streng tók Stefán Haukur Jóhannesson, aðal- samningamaður Íslands, í við- tali við Morgunblaðið í febrúar sl. Hann sagði Ísland hafa lagt áherslu á að „erfiðu kaflarnir“ yrðu opnaðir sem fyrst en ESB hefði sitt verklag. Sam- bandið væri ekki tilbúið til að opna sjávarútvegskafl- ann að sinni vegna endurskoðunar á sjávarútvegs- stefnu þess. Morgunblaðið leitaði til Stef- ans Füle, stækkunarstjóra ESB, til að fá fram afstöðu sam- bandsins og þá reyndist hún allt önnur en íslensk stjórnvöld hafa lýst. Spurður að því hvort bíða þyrfti eftir að endurskoðun ESB á fiskveiðistefnunni lyki áður en hægt væri að hefja við- ræður um sjávarútvegsmál í tengslum við umsókn Íslands sagði Füle: „Nei, við þurfum ekki að bíða eftir endurskoðun fiskveiðistefnu ESB.“ Skýrara gat það ekki verið, en þá stendur eftir spurningin um hver segir satt og hver ósatt. Íslensk stjórnvöld segj- ast vera að bíða eftir Evrópu- sambandinu, en sambandið seg- ir að ekki standi á neinu sín megin. Því miður fyrir Íslendinga verður að viðurkenna að hingað til hefur Evrópusambandið reynst sannsöglara um gang og eðli aðlögunarviðræðnanna en íslensk stjórnvöld. Auk þess hafa þau nú orðið ákveðið orð- spor þegar kemur að sannleik- anum, þannig að gera má ráð fyrir að þau segi einnig ósatt um þetta efni. En hvers vegna? Hvað fær íslensk stjórnvöld til að afvegaleiða í sífellu um- ræðuna hér á landi um aðlög- unarviðræðurnar? Hvers vegna þola þessar viðræður ekki sann- leikann? Íslenskum stjórn- völdum og ESB ber ekki saman um viðræðurnar} Sannleikurinn víkur enn í aðlögunarviðræðunum Erlendurglæpalýður sækir hingað í vax- andi mæli. Landið er friðsælt, sem er einn af mörgum kostum þess, en það er einnig varnarlítið. Varnarlítið er það gagnvart innri vá, eins og sýndi sig þegar ráðist var á Alþingi og því næst á þann dómstól þar sem rétta átti yfir ólátabelgj- um sem veist höfðu að vörðum þingsins, þegar þeir reyndu að gæta öryggis þess og heiðurs. Þingi og þjóðhöfðingja er naumast lengur óhætt að ganga í öryggi á milli kirkju og þings, sem er hátíðlegt og venjuhelgað upphaf hvers þinghalds. Mjög hefur verið þrengt að kjörum og kostum lögregluliðs landsins, sem er fáliðað en skipað hugrökkum mann- kostamönnum. Á meðan er ýtt undir ólátabelgi, sem vinna skemmdar- verk á helgum eignum, meiða þá sem reyna að halda uppi skikk og kasta um leið skugga á heil- agan rétt fólksins til frið- samlegra mótmæla. Og utan frá flykkjast hingað glæpahópar í skjóli Schengen- -samstarfs, sem knúið var í gegn á þeirri forsendu að án þátttöku í því yrði vegabréfa- laust samband við Norðurlönd úr sögunni. Þau rök reyndust innantóm. Enginn óvitlaus maður ferðast vegabréfalaus á milli landa. Lengur má ekki forðast að takast á við þessi vandamál. Þar á meðal afleið- ingar af Schengen-samstarf- inu. Kosti þess og galla verður að meta á raunsæjan hátt. Uppgjöf og undanlátssemi verður að linna} Vandinn gufar ekki upp N ýtt Ísland var mörgum hugleikið eftir bankahrunið. Þessi nýja, hreina og tæra uppfærsla skyldi rísa úr rústum hins gamla og gjörspillta lands. Allir í sauðalit- ina, endurvekja átti huggulegar heimsóknir á síðkvöldum; enginn hafði lengur efni á að fara á jólahlaðborð í Köben. Gott ef einhver lagði ekki til að stórfjölskyldur myndu sameinast um trillukaup og skrapa saman fyrir pungaprófi handa hraustum fjölskyldumeðlimi, sem síðan skyldi sendur á skak. Siginn fiskur í hvert mál og parmesanostur og dádýrslundir kvödd með trega. Félagsfræð- ingar spáðu aukinni almennri góðmennsku landsmanna. Það yrðu nefnilega allir svo jafnir eftir hrunið að neikvæðar tilfinningar eins og öfundsýki og illgirni í garð náungans myndu þurrkast út. Svo sögðu uppeldisfræðingar að þetta bankahrun væri kannski bara besta mál. Fólk gæti þá kannski farið að vera meira með börnunum sínum. Þetta og margt annað forvitnilegt kemur í ljós þegar þriggja og hálfs árs gömul dagblöð eru skoðuð. Mikið er maður fljótur að gleyma, eða hver man annars eftir því að gengi íslensku krónunnar var sagt vera lægra en gjald- miðilsins í Simbabve? Man einhver eftir tillögu Steingríms J. Sigfússonar um að læsa forystumenn stjórnmálanna, fjármálalífsins, verkalýðs og atvinnurekenda og annarra mikilvægra heildarsamtaka inni í Höfða, þar til „þetta mesta örlagaverkefni í sögu þjóðarinnar“ væri leyst? Sem betur fer tók enginn mark á hon- um, líklega væri vesalings fólkið þarna ennþá. En það var ekki bara talað um að daglegur lífsstíll almennings tæki breytingum, heldur varð stjórnmálamönnum tíðrætt um að nú yrði upp tekið gagnsæi, gagnrýn hugsun og heið- arleiki. Já, og svo átti að líka sækja menn til saka fyrir að hafa komið okkur á kaldan klaka. Ekki er hægt að kvarta yfir skorti á efndum þar, því þessa dagana er fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi, ákærður um að hafa borið ábyrgð á hruninu, einn manna. Þjóðin fær ekki einu sinni að fylgjast almennilega með rétt- arhöldunum og verður að treysta á lýsingar blaðamanna sem sitja á eldhússtólum með far- tölvur í fangi og skrifa eins og óðir væru (þ.e.a.s. þeir sem eru svo heppnir að fá sæti í dóms- salnum). Þetta er uppgjörið. Gjörið þið svo vel. Engum datt þó í hug á þessum örlagatímum í október 2008 að spá því að þingmaður myndi rúmum þremur árum síðar útskýra fólskulega og lífshættulega árás á blásak- lausan mann, sem var að sinna starfi sínu, með þjóðfélags- ástandinu. Að setja slíkt ofbeldi í samhengi við þjóðfélags- aðstæður er því miður dæmi um þau öngstræti sem trausti rúnir stjórnmálamenn álpast í. Er þetta Íslandið nýja? Sé svo, er nokkur furða að fólk skuli flýja land unnvörpum? Muldrandi út í annað kveðju- orðin: Ísland, nei takk. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hið nýja Ísland STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þegar bornar eru samanfjöldatölur grunnlífeyris-þega hjá Tryggingastofnunríkisins kemur í ljós að þeim fjölgaði talsvert milli 2010 og 2011. Ellilífeyrisþegum fjölgaði um 4,7% eða um 1.180 og örorkulífeyris- þegum um 3,3%. Auk þess fjölgaði endurhæfingarlífeyrisþegum nokk- uð. Mest af fjölguninni varð á fyrsta ársfjórðungi 2011, að því er fram kemur í Tölutíðindum Trygg- ingastofnunar. En hvað veldur? „Fjölgun ellilífeyrisþega er í sjálfu sér ekki meiri en eðlilegt getur tal- ist,“ segir Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, forstjóri TR. „Það sem ræður þessu er meðal annars tekjufallið hjá ellilífeyrisþegum. Það eru ekki allir ellilífeyrisþegar [67 ára og eldri] hjá okkur, bara þeir sem eru með heild- artekjur, þ.e. lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur og annað, undir ákveðnum mörkum sem eru nú um 346 þúsund á mánuði. Fjármagns- tekjurnar hafa hrunið hjá mörgum og þess vegna eru þeir hlutfallslega fleiri sem eiga rétt á bótum frá okk- ur. Þetta er því eins konar sam- félagsspegill.“ Náttúruleg fjölgun Hrunið hefur því breytt mynstrinu en auðvitað hefur ellilífeyrisþegum einnig fjölgað af náttúrulegum or- sökum, segir Sigríður Lillý. Þjóðin er að eldast, við lifum lengur en áður. Á súluritinu frá TR sést að fjármagns- tekjur ellilífeyrisþega voru lægri árið 2007 en næstu ár. Hún segir að skýr- ingin sé einfaldlega sú að fólk hafi ekki alltaf sagt rétt til 2007 um fjár- magnstekjurnar. TR fór ekki að fá slíkar upplýsingar á kennitölum fyrr en 2008 og þá urðu upplýsingaheimt- urnar betri. En þróunin varðandi fjármagns- tekjur frá 2009 var niður á við öll ár- in, einnig 2011 enda verðbólga lítil og verðbætur því minni en áður. Á súlu- ritinu var stuðst við tölur um áætlað- ar fjármagnstekjur en nú eru komn- ar endanlegar tölur og ljóst að sam- anlagt voru fjármagnstekjur aldr- aðra lægri 2011 en 2010. „Fjöldi lífeyrisþega hjá okkur lækkaði 2009 en fer nú vaxandi á ný,“ segir Sigríð- ur. „Lækkunin 2009 var vegna rétt- indabreytinga, þá duttu margir út hjá okkur vegna þess að grunnlífeyr- irinn fór að skerðast á móti lífeyris- sjóðstekjum. Svo eru þeir að síga inn aftur 2011 vegna þess að tekjufallið sem ég nefndi er farið að virka.“ Nýir hópar lífeyrisþega koma stöðugt inn hjá TR en samsetning þeirra er að breytast. Þeir sem koma núna inn eru með meiri réttindi í eig- in lífeyrissjóðum en eldri hópar. Lækkandi greiðslur frá lífeyrissjóðum Á móti kemur að hver einstakur lífeyrisþegi fær að jafnaði nokkuð lægri greiðslur á þessu ári en í fyrra af því að sjóðirnir hafa lækkað greiðslurnar til allra af alkunnum ástæðum eftir hrunið. Ávöxtun hefur dvínað. En TR bætir þessar lækk- anir upp og því hækka bótagreiðslur stöðugt. Líkja má kerfinu við vegasalt, grunnlífeyrir hækkar á móti tekju- falli en aðeins upp að vissum mörk- um. Margir kvarta nú undan því að samábyrgðarkerfið merki að þýðing- arlaust sé núna að greiða í lífeyris- sjóð: menn fái ekkert meira en þeir sem aldrei hafi greitt neitt. En hug- myndin frá því kerfið varð til um 1990 var að eftir nokk- urra áratuga uppsöfnun í öfluga lífeyrissjóði færi svo, líklega um 2030, að aðeins um 20% fólks þyrftu að fá greiðslur frá TR. Margt bendir til að þessi áætlun muni ganga eftir. Hækkandi hlutfall aldraðra hjá TR Miðgildi tekna „ellilífeyrisþega“ 2011 eftir tekjutegundum 200.000 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Greiðslur TR Lífeyrissjóðstekjur Fjármagnstekjur Samtals e. skatt 2007 2008 2009 2010 2011 Heimild: Sigríður Lillý Baldursdóttir / TR Breytingarnar eru margþættar. Fram kemur í Tölutíðindum, riti Tryggingastofnunar, að örorku- lífeyrisþegum hefur á milli sömu ársfjórðunga einnig fjölg- að um 3,3% og fjölgun hefur einnig orðið á örorkulífeyris- þegum sem fá tengdar bætur. En þar eins og hjá ellilífeyrisþegum hefur mest fjölgun orðið á örorkulífeyr- isþegum sem fá sérstöku upp- bótina. Endur- hæfingarlífeyrisþegar skera sig úr hvað varðar breytingu á fjölda. Þeim hefur fækkað á tímabilinu um 0,3%. Þegar athuguð er breyting á fjölda grunnlífeyrishafa frá 4. ársfj. 2010 til 4. ársfj. 2011 kemur í ljós að ellilífeyris- þegum hefur fjölgað um 4,5%. Mun meiri fjölgun hefur orð- ið ellilífeyrisþegum sem fá tengdar bætur, til dæmis sér- stöku uppbótina en þar hefur orðið aukning um 71,3%. Fleiri fá sér- staka uppbót TENGDAR BÆTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.