Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 21
Af mannskemm-
andi hvötum
að ákæra
Geir H. Haarde
Frá því að ég
var ungur maður
hef ég fylgst með
pólitík og hef
margoft farið á
fundi hér í kjör-
dæminu hjá hin-
um ýmsu flokk-
um. Af því hef ég
myndað mér
skoðun sem ég er
alltaf að endur-
skoða en kemst alltaf að sömu
niðurstöðu og er þekktur af
henni og finnst hún því réttari
sem ég reyni að vera réttsýnn
og meta hina stjórnmálaflokk-
ana líka. Þetta hefur varað ára-
tugum saman og vitanlega hef-
ur á þeim tíma oft verið skipt
um ríkisstjórn. Alltaf hefur
vinstrimönnum gengið verr að
stjórna en aldrei eins og nú
þegar þeir eru einir, alltaf hef-
ur þeirra höfuðandstæðingur
verið Sjálfstæðisflokkurinn,
flokkurinn sem ég hef aðhyllst.
Sjálfstæðisflokkurinn er
flokkur allra stétta og Ólafur
Thors sagði að atvinnurek-
endur græddu mest á að borga
verkafólkinu vel, Sjálfstæðis-
flokkurinn veit að atvinnurek-
endur þurfa að geta rekið fyr-
irtæki sín ekki síst til að geta
búið fólkinu vinnu. Þannig fer
saman hagur fólksins, vinstri-
menn virðast ekki átta sig á
því, þess vegna hefur þeim
ekki gengið vel í stjórn.
Vinstrimenn finnst mér harð-
ari í öllum sínum dómum um
andstæðingana en sjálfstæð-
ismenn, og nú er tíska að tala
um að öllu stjórnkerfinu verði
að breyta. Þegar Kristján Eld-
járn forseti var settur í emb-
ætti þá talaði hann einmitt um
þetta að stjórnkerfið væri um-
deilt. En hann sagði sem ég
man ekki orðrétt að ekkert
stjórnkerfi hefði verið fundið
upp sem væri
betra en það
sem hér væri.
Mikið finnst
gömlum manni
að langskóla-
gengið fólk þyk-
ist vita og geta,
mennirnir eru í
raun alltaf eins,
vilja svo mikið
hafa að segja og
langar svo mik-
ið til að geta
haft réttara fyrir sér en við-
mælandinn. Hitt finnst mér þó
verra að það eru svo margir
samviskulitlir og meta of lítið
góðan vilja og réttsýni til sam-
ferðamannanna. Ég get ekki
orða bundist hvernig komið er
fram við góðan kunningja
minn, Geir H. Haarde, ég veit
svo vel að hann vill öllum vel
og hefur gert allt eins og best
hann gat. Mér finnst beinlínis
vera af mannskemmandi hvöt-
um tilburðirnir til að ákæra
hann. Við munum öll umræð-
urnar fyrir bankahrunið, ef
ráðamenn hefðu þá gripið inn í
þá hefði þeim verið kennt um
hrunið og ætti þá öllum að
vera ljóst að um það snerust
umræðurnar nú. Því miður lif-
um við ekki dóm sögunnar.
Já efalaust það vitum vér
þó vilji ei allir þekkja,
að sannur Geir og saklaus er
og síst vill nokkurn blekkja.
Eftir Grétar
Haraldsson
» Alltaf hefur
vinstrimönnum
gengið verr að
stjórna en aldrei
eins og nú þegar
þeir eru einir …
Höfundur var bóndi í Miðey
í Austur-Landeyjum.
Grétar Haraldsson
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Hlátrasköll Þeir voru kampakátir þessir þrír þar sem þeir hittust í gær í Laugardalshöll á Atvinnumessu þar sem atvinnuleitendur kynntu sér ný starfstækifæri.
Golli
Í hruninu
urðu heimili
landsins og rík-
issjóður fyrir
miklum skakka-
föllum. Eigið fé
heimilanna
rýrnaði mikið,
þurrkaðist upp
hjá sumum og
varð neikvætt
hjá öðrum eins
og við þekkjum. Við þessar
aðstæður urðu góð ráð dýr
enda ríkissjóður alls ekki af-
lögufær með mikla fjármuni.
Þá takmörkuðu getu til að
koma til móts við skuldug
heimili varð að nota vel, af-
skaplega vel. Tekin var sú
stefna að beina sjónum að
þeim hópi sem verst varð úti,
heimilum með háan vaxta-
kostnað, lítið eigið fé og lágar
til meðaltekjur.
Í Morgunblaðinu s.l. mánu-
dag var fjallað um skerðingu
vaxtabóta hjá ákveðnum hóp-
um vegna þessara breytinga.
Þar er heildarmynd málsins
ekki skýrð en hér verður gerð
tilraun til þess.
Í byrjun desember 2010
gerði ríkisstjórnin víðtækt
samkomulag við lánastofnanir
og lífeyrissjóði sem var upp-
hafið að því mikla átaki sem
hefur staðið yfir síðan og hafði
það markmið að takast á við
skulda- og greiðsluvanda
heimilanna. Meðal úrræða
sem ríkisstjórnin boðaði þá til
var að almennar vaxtabætur
yrðu áfram 11,7 milljarðar á
árinu 2011 í stað 9,8 milljarða
í fjárlagafrumvarpi. Þar með
var viðhaldið tveggja millj-
arða viðbótarframlagi sem
veitt var tvö árin þar á undan.
Þar til viðbótar var samið um
sérstaka niðurgreiðslu vaxta,
að upphæð 6 milljarðar á ári í
tvö ár. Sú upphæð yrði fjár-
mögnuð af fjármálastofn-
unum og lífeyrissjóðum. Í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar
sagði ennfremur að úthlutun
almennra vaxta-
bóta yrði breytt
þannig að þær
kæmu í auknum
mæli til móts við
heimili með
þunga skulda-
byrði og lágar og
miðlungstekjur.
Tillögur fjár-
málaráðherra
um breytingar á
úthlut-
unarreglum al-
mennra vaxta-
bóta tóku mið af
þessari stefnu. Gerðar voru
margháttaðar breytingar á
úthlutunarreglunum en til
ráðstöfunar var sama upp-
hæð, eða 11,7 milljarðar. Það
var því ljóst að einhverjir
íbúðareigendur fengju hækk-
un á vaxtabótum en aðrir
lækkun. Breytingunum var
ætlað að ná þeim pólitísku
markmiðum sem fólust í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar í
tengslum við samkomulagið.
Hámark vaxtagjalda sem
úthlutunin byggist á var
hækkað. Það er nú 800 þús.
kr. hjá einhleypum, 1 m.kr.
hjá einstæðum foreldrum og
1,2 m.kr. hjá hjónum og sam-
búðarfólki. Hámark vaxtabót-
anna sjálfra var einnig hækk-
að verulega eða úr rúmlega
400 í 600 þúsund hjá hjónum,
um 57% í 500 þúsund hjá ein-
stæðum foreldrum og um 62%
í 400 þúsund hjá einhleypum.
Þessar aðgerðir juku mjög
stuðning við heimili með
þunga skuldabyrði.
Á móti þessum hækkunum
þurftu að koma til breytingar
í hina áttina. Áður skertust
vaxtabætur um 6% af tekjum
en nú var því breytt í 8%.
Þrátt fyrir það geta hjón með
allt að 15 m.kr. tekjur fengið
vaxtabætur ef öðrum skil-
yrðum er fullnægt vegna þess
hvað hámark vaxtagjalda
hækkaði mikið. Með þessu
móti var fylgt eftir þeirri
stefnu að bætur næðu til fólks
með lágar og miðlungstekjur.
Þá voru eignaskerðing-
armörk bótanna lækkuð en
það er sú breyting sem hefur
orðið tilefni fjölmiðlaumfjöll-
unar að undanförnu.
Útreikningar sem umfjöll-
un Morgunblaðsins byggðist á
eru ættaðir frá ASÍ og eru
mjög villandi. Þar eru reikn-
aðar bætur yfir árabil hjá
hjónum sem skulda jafn mikið
í krónum og eiga jafn mikla
hreina eign frá því fyrir hrun
og fram til dagsins í dag. Að
gefa sér slíka forsendur gefur
afar skakka mynd af þróun-
inni sem fæstir fasteignaeig-
endur sem skulda vegna íbúð-
arkaupa kannast við.
Á meðfylgjandi mynd er
sýnt hvernig úthlutun vaxta-
bóta hefur gengið fyrir sig hjá
hjónum sem voru í þeirri
stöðu sem útreikningar ASÍ
byggðust á árið 2007. Þeim
forsendum er síðan fylgt eftir
til ársins í ár. Í þessari grein
er ekki mögulegt að gera með
nákvæmum hætti grein fyrir
þeim forsendum sem þessir
útreikningar byggjast á í smá-
atriðum en nánari lýsingu er
að finna á vefsíðu fjár-
málaráðuneytisins.
Í þeim útreikningum sem
ASÍ byggði á eru tilteknar
forsendur um meðaltekjur,
verðmæti fasteignar og eigin-
fjárstöðu. Ætla mætti af þeim
ályktunum sem dregnar eru
af útreikningunum að um
væri að ræða fjölmennan hóp
fjölskyldna en svo er alls ekki
ef horft er á heildarmyndina.
Með vikmörkum í tekjubili,
eignabili og eigin fé tókst að
finna rúmlega 500 fjölskyldur
sem voru í þessari stöðu í
álagningarskrám RSK á
árinu 2010. Hjón sem skulda í
íbúðum sínum eru hins vegar
yfir 44.000.
Í árslok 2010 voru nær
13.000 hjón í þeirri stöðu að
eiga ekkert í íbúðarhúsnæði
sem þau voru skrifuð fyrir.
Alls voru yfir 25.000 íbúðar-
eigendur með neikvætt eigið
fé í íbúðarhúsnæði sínu sam-
kvæmt skattframtölum. Þetta
eru fjórfalt fleiri en voru í
sömu stöðu árið 2007. Með
takmarkaða fjármuni til ráð-
stöfunar er eðlilegt að koma
til móts við þann hóp sem er í
verstri stöðu.
Vaxtakostnaður heimilanna
vegna kaupa á íbúðarhúsnæði
hefur verið um 60 milljarðar
króna á ári að undanförnu.
Vaxtabætur á síðasta ári voru
tæpur þriðjungur af þeirri
upphæð.
Þær breytingar sem gerðar
voru á úthlutun vaxtabóta
voru tvímælalaust til bóta og
beindu fjármunum að þeim
sem voru í verstri stöðu og í
samræmi við vilja og yfirlýs-
ingar stjórnvalda.
Eftir Oddnýju
G. Harðar-
dóttur
» Þessar aðgerðir
juku mjög
stuðning við heimili
með þunga
skuldabyrði.
Oddný
Harðardóttir
Höfundur er
fjármálaráðherra.
Vaxtabætur – stuðningur
við skuldug heimili
1.500.000
2.000.000
2.500.000
Sérstök vaxtaniðurgreiðsla
Vaxtabætur
0
500.000
1.000.000
2007 2008 2009 2010 2011 2012
Eignaskerðing
Tekjuskerðing
Skerðing vegna vaxtahámarks
Vaxtakostnaður og vaxtabætur hjóna með meðaltekjur
sem áttu 35 m.kr. íbúð 2007 og skulduðu 25 m.kr. í henni.