Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fædd-
ist á Innra-Leiti á
Skógarströnd 5.
maí 1925. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands, Stykk-
ishólmi 23. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Ein-
arsson, f. 29. jan-
úar 1890, d. 31. janúar 1983, og
Magnúsína Guðrún Björns-
dóttir, f. 2. júlí 1891, d. 16. apríl
1973. Systkini Sólveigar eru:
Guðrún, f. 1915, Margrét, f.
1916, d. 2011, Kristín Stefanía,
f. 1917, Guðný, f. 1919, d. 1919,
Jón, f. 1923, d. 2000, Einar, f.
1933.
Maki Sólveigar frá 1946 var
Kristinn Breiðfjörð Gíslason, f. í
Rauðseyjum 9. október 1919, d.
10. janúar 2004. Foreldrar hans
voru Gísli Bergsveinsson, bóndi
í Ólafsey, og kona hans Magða-
lena Lára Kristjánsdóttir. Sól-
veig og Kristinn eignuðust
fimm börn, tvo syni sem létust í
Dætur þeirra eru: Ásdís, f.
1982, maki Arnþór Gústafsson,
f. 1979, þeirra börn eru: Ágústa,
Sesselja og Guðmundur Elías.
Olga, f. 1986, Drífa, f. 1988.
Sólveig ólst upp í Gvend-
areyjum í Hvammsfirði frá
þriggja ára aldri. Nam við far-
skóla í heimasveit og við Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli vet-
urinn 1945-1946. Foreldrar
hennar fluttu úr eyjunum 1946
og um svipað leyti stofnaði hún
heimili í Stykkishólmi með
manni sínum, þar áttu þau
heima alla tíð síðan, utan
tveggja ára sem þau bjuggu á
Saurum í Helgafellssveit.
Þau bjuggu í nágrenni hafn-
arinnar í nær 20 ár en reistu sér
síðan hús á Skúlagötu 20, þar
sem þau bjuggu allt þar til þau
fluttu í íbúð á Dvalarheimili
aldraðra á Skólastíg í ársbyrjun
2003.
Auk húsmóðurstarfa gegndi
Sólveig störfum utan heimilis,
fyrst í fiskvinnslu Kaupfélags-
ins og síðar í skelvinnslu Sig-
urðar Ágústssonar, síðast starf-
aði hún í þvottahúsi St.
Franciskusspítala. Þá tók hún
þátt í starfi Kvenfélagsins
Hringsins í áratugi.
Útför Sólveigar fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 9.
mars 2012, og hefst athöfnin kl.
14.
fæðingu í sept-
ember 1952 og í
júní 1966, og þrjár
dætur, sem eru: 1)
Magdalena, f. 30.
október 1947, maki
Jón Pétursson, f.
21. júlí 1947, dóttir
þeirra er Heiður
Hrund, f. 1980,
maki Jóhann Þórs-
son, f. 1978, þeirra
sonur er: Atli Val-
ur. Dóttir Magdalenu og Guð-
mundar Ómars Friðleifssonar
er Sólveig Huld, f. 1973, maki
Þorvaldur Víðisson, f. 1973,
þeirra börn eru: Jón Víðir, Ás-
dís Magdalena og Fróði Krist-
inn. 2) Sigrún, f. 6. júní 1954,
maki var Páll Aðalsteinsson, f.
23. júlí 1954, þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru Kristinn Már, f.
1976, sonur hans og Hafrúnar
Bylgju Guðmundsdóttur er
Haukur Páll, f. 1999, Birkir, f.
1979, Anna Margrét, f. 1988,
maki Oddur Brynjólfsson, f.
1986. 3) Sesselja, f. 18. sept-
ember 1957, maki Árni Val-
geirsson, f. 24. október 1956.
Ég vil minnast tengdamóður
minnar, Sólveigar Sigurðardótt-
ur frá Gvendareyjum, eða Sillu
eins og hún var oftast kölluð.
Ég man það eins og gerst hafi í
gær er ég kom um páska 1979 á
Skúlagötu 20 í Stykkishólmi og
úti á tröppum tóku á móti mér
Silla og Ninni, en Malla verðandi
kona mín vildi kynna mig fyrir
foreldrum sínum. Ég tók eftir að
Silla var lagleg kona, brosmild og
ungleg.
Ég er henni afar þakklátur
fyrir hversu vel hún tók mér. Ég
sá fljótlega að Silla var mjög nýt-
in og fór afskaplega vel með, hún
virtist geta gert veislu úr öllu og
engu nýtilegu var hent eða sóað,
sem er mikil dyggð og til eftir-
breytni. Þessi virðing fyrir því
sem hún handlék hefur vafalaust
mótast af uppeldinu í Gvend-
areyjum þar sem ekki var hægt
að skjótast út í búð og kaupa það
sem hugurinn girntist. Silla var
af kynslóð sem með mikilli vinnu
og ósérhlífni lagði grunninn að
velmegun okkar.
Þegar við Malla fluttum í
Stykkishólm þá bjuggum við í
rúmlega hálft ár á heimili Sillu og
Ninna og það var ekki víst að allt
gengi snurðulaust fyrir sig þegar
þriggja manna fjölskylda bættist
við heimilið. Og þar urðum við
fjögur þegar fjórði meðlimurinn
kom í heiminn. En Silla hafði lag
á því að láta hlutina ganga upp.
Þegar ég kom til hennar á
Skúlagötu og síðar á Skólastíg-
inn þá voru ætíð komnar kökur
eða matur á borðið án þess að
maður yrði var við að Silla stæði í
einhverju ströngu, þetta kom
bara eins og af sjálfu sér. Hún
brosti bara, sýslaði og spjallaði á
meðan hún reiddi fram veiting-
arnar að því er virtist fyrirhafn-
arlaust.
Silla virkaði á mig eins og hún
væri mörgum árum yngri en ald-
urinn sagði til um, hún var svo
stelpuleg. Mér er minnisstætt
þegar við Malla, Sigrún og Silla
fórum til Kaupmannahafnar árið
2004, Silla þá 79 ára. Hún hafði
mikla ánægju af ferðinni og ég
var undrandi hvað hún var létt á
sér og gekk þvers og kruss um
borgina með okkur. Hún sagðist
ekkert finna fyrir því, það væri
svo gaman. Ég held að hún hafi
verið með meiri eftirtekt og
áhuga á því sem hún sá en við
þessi yngri.
Silla var einstaklega ljúf kona
og alltaf fylgdist hún með heilsu
fjölskyldumeðlima og hvað af-
komendurnir voru að gera. Hún
gerði aldrei athugasemdir við
það sem þau tóku sér fyrir hend-
Sólveig
Sigurðardóttir
ur, heldur talaði meira um það
sem henni líkaði en um það sem
miður fór. Ef einhver var á ferða-
lagi þá beið hún alltaf eftir frétt-
inni um að allir væru komnir heil-
ir í höfn.
Henni féll aldrei verk úr hendi
og þegar stund gafst til þá gerði
hún eitthvað fyrir barnabörnin
sín, hún var ótrúlega lagin við að
prjóna húfur, vettlinga eða peys-
ur sem pössuðu þó hún hefði ekki
séð barnið í nokkra mánuði. Ég,
karlinn, sá meira að segja hvað
þetta voru fallegir listagripir sem
lýstu ást og væntumþykju til af-
komendanna.
Það er mér mikill heiður að
hafa kynnst, verið samferða og
notið umhyggju sómakonunnar
Sólveigar Sigurðardóttur og
þakka ég fyrir það.
Jón Pétursson.
Nýfædd fékk ég að finna
hlýjar hendur, mjúka vanga,
milda og góða angan.
Andlit þitt brosti til mín.
Þú varst amma mín og hjá þér
var mikið pláss.
Þú varst þá tæplega fimm-
tug, lipur og frísk.
Dætur þínar þrjár ólu okkur
börnin upp í nálægð hvert við
annað og þig.
Því þau komu fleiri á eftir mér
til þín, barnabörnin, eins og skip
sem sigla heim í höfn.
Ég sá að þú tókst þeim öllum
eins og þau voru, á sama hátt og
þú hlúðir að allskonar gróðri í
garðinum þínum.
Lágreista hvíta húsið sem
þið afi byggðuð stóð alltaf opið og
þar inni var ávallt tandurhreint.
Klukkan tikkaði í sólríku eld-
húsinu en samt virtist tíminn
standa kyrr á þessum góða stað.
Ég var forvitin um þig og
spurði spurninga eins og við ger-
um gjarna nú til dags.
En þú hlóst bara og sagðir
mér að spyrja ekki svona mikils.
Þú hafðir búið bæði í sveit og í
bæ.
Misst tvö börn.
Þú talaðir ekki um sorgir,
tókst lífinu eins og það var og
hlúðir vel að því.
Ég varð fullorðin og óskaði
þess að þú yrðir alltaf til.
Og þú fórst ekki neitt, hélst
áfram að hugsa um mig.
Þú prjónaðir af alúð og ég hef
horft þakklát á börnin mín búin
vönduðum ástarþráðum frá þér.
Í gegnum þig gat ég fylgst
með þeim öllum, barnabörnunum
og langömmubörnunum.
Þú þekktir þau hvert og eitt
jafn vel og rótin þekkir allar sín-
ar greinar.
Þú fæddist í Gvendareyj-
um.
Þangað sigldum við stundum,
og af og til með systkinum þín-
um.
Þau báru svip þinn í andliti
sínu, fríðan svip og sterklegan,
góðlegan og bjartan.
Ég horfi lengra aftur og sýnist
foreldrar ykkar hafa lagt gott og
fagurt til lífsins.
Þú varst vandvirk, kunnir
að spara og fara vel með allt.
Þegar á reynir hugsa ég til
þín.
Öll verkin sem hendur þínar
unnu; elda, þrífa og baka, sauma,
prjóna, vinna úti.
Í glugganum stóð kremið úr
Kaupfélaginu, það hlaut að vera
undrakrem.
Því þrátt fyrir allt voru hendur
þínar ævinlega mjúkar.
Þú varst vinnusöm en kunn-
ir líka að njóta frítímans.
Lékst við okkur börnin eins og
þér þætti það ekki minna gaman
en okkur.
Þú varst í kvenfélaginu, spil-
aðir, ferðaðist, fórst í gönguferð-
ir.
Í gegnum árin hittum við þær
hjá þér sömu kæru vinkonurnar.
Oft bjó ég fjarri þér.
En þegar ég hringdi til að
heyra röddina þína, þá hafðir þú
einmitt verið með hugann við það
hvort litla krílið mitt færi ekki
einmitt núna að velta sér yfir á
magann, ýta sér áfram eða
mynda fyrsta orðið.
Þú varst nákvæmari en nokk-
ur fræðibók og nálægari en
nokkur nágranni.
Hve trú þú varst yfir því
sem þér var falið.
Ég horfi nú á eftir þér með
söknuði og endalausu þakklæti.
Þakklæti fyrir allt sem þú
gafst og þakklæti fyrir það sem
þér var gefið.
Góða heilsu og lund, skynsemi
og hlýju fram á síðasta dag.
Ekkert getur beðið þín annað
en gott. Guð varðveiti þig um alla
eilífð.
Sólveig Huld
Guðmundsdóttir.
Ég minnist ömmu minnar,
hennar Sillu, með miklum hlý-
hug. Mig langar til þess að
kveðja hana með nokkrum minn-
ingabrotum sem ég mun varð-
veita um ókomin ár.
Heimili ömmu og afa á Skúla-
götu 20 í Stykkishólmi var eins
og annað heimili okkar systra í
æsku. Stofuveggurinn sem var
prýddur grjóti úr Drápuhlíðar-
fjalli var í sérstöku uppáhaldi hjá
mér. Amma stóð alltaf sína plikt í
eldhúsinu af miklum myndar-
skap, átti maður ófáar skemmti-
legar stundir með henni þar. Hjá
ömmu lærði ég að taka slátur,
skera út laufabrauð, steikja
kleinur, borða egg úr eyjunum og
hafragraut, enginn gerði betri
hafragraut en amma. Heimili
ömmu og afa var lengi vel eini
staðurinn sem ég hafði kjark til
að gista á án foreldra minna sem
barn, ég var alltaf örugg hjá
ömmu. Við systur vorum ósjald-
an í helgarpössun á Skúlagöt-
unni. Er mér sérlega minnis-
stætt eitt laugardagskvöldið
þegar foreldrar okkar höfðu farið
á skemmtun. Þá áttum við systur
huggulega kvöldstund með
ömmu. Þegar líða tók á kvöldið
stakk amma upp á því að við
myndum hafa gaman líka og
dansa. Það var slegið upp dans-
leik á stofugólfinu þar sem amma
kenndi okkur gömlu dansana.
Mikið fannst okkur það gaman.
Þetta átti hún til, þessi dagfar-
sprúða kona sem amma var. Jóla-
dagsboðin á Skúlagötunni með
stórfjölskyldunni er önnur
ógleymanleg minning. Það voru
sannkallaðar veislur.
Síðustu ár hef ég umgengist
ömmu mikið vegna sambýlis við
hana í Hólminum á sumrin. Það
má segja að ég hafi fengið að
kynnast henni upp á nýtt, ekki
bara sem ömmu heldur sem jafn-
ingja og vinkonu. Það var alltaf
gott að líta inn á Skólastíginn til
ömmu í spjall, kaffi og með því,
tala nú ekki um ef mann vantaði
hjálp með prjónaskap eða aðra
✝ RebekkaOddný
Ragnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1945.
Hún lést á Land-
spítalanum 29.
febrúar 2012. For-
eldrar hennar voru
Unnur Júlíusdóttir,
f. 17. september
1917, d. 7. mars
2003, og Ragnar
Sigurður Jóhannesson, f. 4. júlí
1910, d. 22. desember 1986.
Þau skildu árið 1954. Systkini
Rebekku eru Þorsteinn Karl, f.
9. ágúst 1936; Guðlaugur Em-
anúel, f. 1. janúar 1941, d. 23.
febrúar 1941; Emanúel Júlíus,
f. 13. desember 1941; Jófríður,
f. 1. desember 1943; Guðlaugur
Björn, f. 11. mars 1948; Sæunn
Ragnarsdóttir, f. 11. maí 1951,
inmaður hennar er Ólafur
Leósson, f. 22. desember 1961.
Börn hennar eru a) Skúli Krist-
jánsson, b) Lea Björg Ólafs-
dóttir, c) Oddný Lára Ólafs-
dóttir. 4) Hanna Jóna Skúla-
dóttir, f. 23. september 1976.
Sambýlismaður hennar er Ás-
geir Rafn Elvarsson, f. 18.
október 1962. Barn hennar er
a) Daði Freyr Brynjólfsson.
Hinn 21. nóvember 1992 giftist
Rebekka eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Ævari Þór Þór-
hallssyni, f. 21. nóvember 1939.
Rebekka ólst upp í Reykjavík
í faðmi móður sinnar og systk-
ina. Eftir að Rebekka lauk
grunnskólaprófi sinnti hún
ýmsum störfum, svo sem versl-
unar- og iðnaðarstörfum. Hún
var mikil sauma- og hann-
yrðakona sem margir leituðu
til. Eftir að Rebekka giftist
Ævari átti hún heimili í Hafn-
arfirði þar sem hún bjó til ævi-
loka.
Útför Rebekku verður gerð
frá Fríkirkju Hafnarfjarðar í
dag, 9. mars 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
d. 4. apríl 2011.
Árið 1964 giftist
Rebekka Skúla
Kristjánssyni, f. 29.
janúar 1943. Þau
skildu árið 1984.
Börn Rebekku eru:
1) Gunnar Skúla-
son, f. 24. nóv-
ember 1963. Kona
hans er Sigríður K.
Jónsdóttir, f. 30.
maí 1967. Börn
hans eru a) Sigurjón Már
Gunnarsson, b) Guðjón Skúli
Gunnarsson, c) Rebekka Íris
Gunnarsdóttir, d) Emilý Gunn-
arsdóttir. 2) Ragnar Skúlason,
f. 19. febrúar 1965. Börn hans
eru a) Thelma Rut Ragn-
arsdóttir, b) Hafdís Ragn-
arsdóttir, c) Rebekka Oddný
Ragnarsdóttir. 3) Unnur Skúla-
dóttir, f. 3. febrúar 1966. Eig-
Ég lít í kringum mig og allt
heldur áfram óbreytt. Hvernig
má það vera? Ég mun aldrei sjá
þig aftur eða geta talað við þig.
Endanleikinn er óyfirstíganlegur
og allt er breytt. Elsku fallega,
góða og hjartastóra mamma mín
með blíða og heita faðmlagið. Ég
reyndi að setjast niður og skrifa
um þig en ekkert kemur á blað-
ið, því kýs ég að skrifa til þín
enda er þetta frá mér til þín. Nú
ert þú fallin frá eftir stutta en
erfiða baráttu. Ég gæti ekki ver-
ið stoltari af þér, nú sem áður,
eftir að hafa fengið að deila með
þér síðustu vikum þar sem þú
tókst veikindum þínum af fullu
æðruleysi og varst aldrei á leið-
inni að gefast upp. Aldrei kvart-
aðir þú, og nú ekki fyrir mörgum
dögum þakkaðir þú mér fyrir
þolinmæðina þegar ég var að
hjálpa þér, þú misskildir þetta,
ég þakka þér því að það voru
forréttindi að fá að fara í gegn-
um þetta með þér og ég óska
þess að mér hlotnist styrkur
þinn, þótt ekki væri nema bara
brot af honum. Þú varst alltaf
blíð, umhyggjusöm og traust
mamma. Mér fannst þú geta allt
því þú varst einstaklega úrræða-
góð. En þú varst líka glettin og
skemmtileg, varst alltaf til í að
bregða á leik og hrókur alls
fagnaðar þegar svo bar undir.
Mér fannst í æsku að ég hlyti að
eiga skemmtilegustu fjölskyldu í
heimi. Amma, þú og systkini þín
voru og eru engum lík þegar allir
hittust. Þá var hlegið, gert grín
og lætin fóru framhjá fáum enda
hrossahlátur og læti eitt af ein-
kennismerkjum ættarinnar. Með
jákvæðu viðhorfi og eljusemi
uppskarst þú það sem þú sáðir.
Þú fékkst nefnilega meðvindinn.
Í Hafnarfirði á heimili þínu og
Ævars fórstu að blómstra. Þú
áttir fallegt, hlýtt og traust
heimili þar sem þér gafst færi á
að stunda þín áhugamál, sauma-
skap og hannyrðir sem voru þitt
líf og yndi. Til þín leituðu ótal
margir og fékk saumastofan við-
urnefnið frá einni tengdadóttur-
inni „Saumastofa Sigríðar
þreyttu“. Þar var margt saumað,
allt frá dúkkufötum til brúðar-
kjóla. Allur saumaskapur lék í
höndunum á þér og hafðir þú oft
orð á því að þú skildir ekki hvað
ég gat verið með eindæmum
ólagin við saumaskap, svo ólagin
að ég kunni ekki að þræða nál
hvað þá meira. Þú minntist oft á
stuttbuxurnar sem voru skóla-
verkefni hjá mér þar sem mér
tókst að sauma strenginn saman
svo ekki var hægt að fara í þær.
Þú hlóst síðast að því um jólin,
enda sú saga oft sögð. Mamma,
þú varst kletturinn í lífi mínu og
tókst stóran þátt í að móta mig.
Þú studdir mig og hjálpaðir mér
þegar ég þurfti á því að halda.
Þú kenndir mér að standa upp-
rétt, hugsa um sjálfa mig og
sækjast eftir hlutum, að ekkert
væri sjálfgefið og ekki væri allt-
af meðvindur. Þið Ævar lögðuð
mikla áherslu á að ég menntaði
mig svo að ég hefði valmögu-
leika. Ég veit að þú varst stolt og
ánægð með mig í dag, það yljar
mér um hjartarætur. Þú sagðir
mér nýlega að sem formaður í
áhyggjumannafélaginu værir þú
búin að útskrifa mig. Ég væri á
góðum stað í góðum höndum. Ég
vona að eftir dimma daga, sorg
og tár, birti aftur til og ég geti
séð bros þitt fyrir mér og heyrt
hlátrasköll af himnum ofan þar
sem þú situr ásamt ömmu og
Sæunni og þið hlæið að vitleys-
unni í þeim sem hér eftir sitja.
Það væri ykkur líkt. Bless elsku
mamma mín, þín dóttir,
Hanna Jóna.
Elsku Bekka.
Ég neita því ekki að það
bærðust margar undarlegar til-
finningar í höfði mér, 13 ára
unglingi, þegar faðir minn bauð
nýrri konu inn á heimilið eftir að
hafa misst mömmu mína langt
um aldur fram. Tilfinningar sem
breyttust og tóku á sig skýrari
mynd þegar við kynntumst bet-
ur.
Samband ykkar pabba styrkt-
ist og tilhugalífið tók við. Þú
fluttir inn á heimilið einhverjum
misserum síðar og settir mark
þitt á það. Sjálfsagt mættir þú
einhverjum hindrunum fyrst í
stað enda komuð þið svolítið sitt
úr hvorri áttinni. Oft brosti ég í
kampinn meðan þið fenguð nið-
urstöður úr hinum ýmsu málefn-
um þar sem þrjóskur mætti
þverum, en þó alltaf á góðu nót-
unum.
Þú veittir mér mörg góð ráð
og studdir mig í gegnum ung-
lingsárin. Ég verð þér ævinlega
þakklátur fyrir það.
Eftir því sem árin liðu og ung-
lingurinn þroskaðist sá ég lífið í
skæru ljósi fullorðinsáranna. Þá
sá ég betur hvað þið pabbi hafið
gert margt gott hvort fyrir ann-
að og ástvinina í kringum ykkur.
Ég vona svo sannarlega að árin
ykkar 26 hafi veitt ykkur góða
lífsfyllingu og hamingju.
Það eru margar og góðar
minningar sem koma upp í hug-
ann þegar ég lít um öxl og skima
yfir farinn veg. Ofarlega í hug-
anum eru þær mörgu og góðu
stundir sem við áttum þegar þið
pabbi komuð til okkar í Dan-
mörku meðan við bjuggum þar.
Eins eru ófáu kanahringirnir
sem við spiluðum undir styrkri
handleiðslu föður míns eftir-
minnilegir.
Það yljar mér að hugsa til
allra matarboðanna hjá okkur
því svo sannarlega hefur verið
gaman að fá fólk eins og ykkur
pabba í heimsókn sem kunnið að
meta góðan mat. Það þurfti svo
sannarlega ekki að vera formlegt
eða með löngum fyrirvara, þið
komuð einfaldlega án viðhafnar.
Mér þykir svo innilega vænt um
að hafa fengið tækifæri til að
elda fiskinn sem þú óskaðir þér
fyrir örfáum vikum þegar þú
komst heim, þakklætið sem þú
sýndir var svo innilegt og ósvik-
ið.
Með gleði í hjarta og maga
hugsa ég um allar vöfflurnar og
hjónabandssælurnar sem ég
gæddi mér á hjá ykkur þegar ég
kíkti í kaffi. Það voru nú nokkrar
heimsóknirnar sem ég fór á
saumastofuna hjá henni „Sigríði
Rebekka Oddný
Ragnarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Bekka amma!
Megir þú hvíla í friði og
allir englar guðs vaka yfir
þér.
Ég elska þig.
Þín
Sól.