Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 ✝ Guðrún ÓlafíaHalldórsdóttir (Olla) fæddist í Súðavík við Álfta- fjörð 30. mars 1925. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, 1. mars 2012. Foreldrar hennar voru Sigrún Jensdóttir, f. 29. desember 1892, d. 16. nóvember 1972, og Halldór Guðmundsson, f. 9. febrúar 1885, d. 17. mars 1968. Systkini Ollu eru Elísabet, hálf- systir, f. 1910, d. 1937, Jens Þor- kell, f. 1922, d. 1992, Karólína Steinunn, f. 1927, d. 2009, Anna Þorbjörg, f. 1929, Sigrún Sig- urdríf, f. 1930, Guðmundur Magnús, f. 1932, d. 1977, Óskar Árnína, f. 1953, gift Brynleifi G. Siglaugssyni, f. 1953, 6) Sigrún f. 1956, gift Birgi Stefánssyni, f. 1957, 7) Kristín Ragnheiður, f. 1967, í sambúð með Ib Colli, f. 1961. Barnabörn Ollu eru 28 talsins og barnabarnabörnin 39. Olla átti heima á Vestfjörðum til ársins 1940, í Súðavík, Ísa- firði og Flateyri. Þaðan flutti hún til Árskógsstrandar og vann þar m.a. í kaupavinnu og línuvinnu. Þar kynntist hún Stebba Snæ, bjuggu þau að Ár- bakka á Litla-Árskógssandi til haustsins 1967, að und- anskildum tveimur árum er þau bjuggu í Reykjavík, en þar hófu þau sinn búskap á Framnesvegi 8. Frá Litla-Árskógssandi fluttu þau til Akureyrar. Eftir komuna þangað vann Olla við ræstingar á Símstöðinni og á Rannsókn FSA þar sem hún lauk sínum starfsferli. Útför Guðrúnar Ólafíu fer fram frá Akureyrarkirkju, í dag, 9. mars 2012, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Haraldur, f. 1932, d. 1944. Olla giftist 6. janúar 1945 Stef- áni Kristni Snæ- laugssyni frá Litla-Árskógssandi, f. 27. júní 1916, d. 19. maí 1990. For- eldrar hans voru Kristín Ragnheiður Ágústsdóttir, f. 1892, d. 1932, og Snælaugur Baldvin Stefánsson, f. 1891, d. 1960. Börn Ollu og Stebba eru: 1) Snælaugur Kristinn, f. 1945, d. 1996, 2) Karólína, f. 1947, gift Karli Fr. Magnússyni, f. 1948 3) Ráðhildur, f. 1948, gift Daða Hálfdánssyni, f. 1950, 4) Óskar Jens, f. 1951, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur, f. 1957, 5) Anna Fyrir einu og hálfu ári dreymdi mig hræðilegan draum, að hún Olla amma væri dáin. Ég man ennþá sársaukann þegar ég vaknaði grátklökk og hversu létt mér var þegar ég uppgötvaði að þetta hafði bara verið draumur. En nú er amma farin og sársauk- inn og söknuðurinn er mikill. Sem betur fer á ég fjöldann allan af yndislegum minningum um samverustundir okkar sem aldr- ei verða teknar frá mér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að verja miklum tíma með ömmu og afa á Akureyri. Oft gisti ég hjá þeim og svaf þá, að mínu mati, í besta rúmi í heimi en amma bjó ævinlega um mig á gólfinu til fóta hjá henni og afa. Þar hlóð hún upp teppum og sængum svo úr varð hið vegleg- asta rúm. Svo gott þótti mér að vera hjá ömmu og afa að heilan vetur var ég ákveðin í að strjúka til þeirra, af strokinu varð hins vegar aldrei. Ófáar ferðirnar fórum við amma saman. Mér er minnis- stæð ferðin þegar við ætluðum út í Flatey á Skjálfanda og skoða hvali á leiðinni. Veðrið var svo vont að við þurftum að snúa við og komumst því aldrei á leiðar- enda og engan hvalinn sáum við heldur. En ævintýri var þetta. Við vorum heldur heppnari með veður þegar við fórum í Ásbyrgi og austur á Melrakkasléttu þar sem ég sýndi ömmu ættaróðul föðurfjölskyldu minnar. Þar kunni hún vel við sig og naut sín úti í náttúrunni. Ég mun seint gleyma þolin- mæðinni sem amma sýndi mér þegar hún hjálpaði mér að búa til Línu langsokksbúning og -hár- kollu. Ég held að hún hafi haft lúmskt gaman af því þegar þol- inmæði mín þraut oft og tíðum og þá með miklum tilþrifum. Þá glotti amma bara lymskulega eins og henni einni var lagið og kom mér aftur af stað en aldrei bauðst hún til að taka við, ég skyldi klára verkið. Nú kveð ég elsku ömmu mína. Þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill munu minningarnar lifa áfram. Minning um góða konu lifir í huga mínum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Klara. Amma mín strauk mér um kinnina og sagði dag einn er lífsreglur fagrar mér lagði: mundu að hjartanu best er að fylgja og um náungann ekki þess vert er að dylgja. Ef eitthvað það er sem brýtur þig niður þá mundu að besta það meðal er friður. Svo halt’í þá reglu að ganga um keik og gangi þér vel með þín störf og þinn leik. Því ekki það dugar að brotn’ eða beygja þann vilja er lífið þér ætlar að þreyja. Það best’ er að vinna og gleði að færa öðrum því það mun best sálina næra. Minni ömmu ég þakka nú fyrir það allt sem hún færði mér, ekki úr búðunum falt. Ég lofa því öllu aldrei að gleyma og ávallt þig amma í hjarta mér geyma. Lilja Sólveig. Hæglát og hæversk. Róleg og yfirveguð. Dugleg og kraftmikil. Nægjusöm og ósérhlífin. Fyrir- munað að kvarta eða kveina yfir nokkrum hlut. Svona var Olla amma sem ávallt var til staðar fyrir okkur og ljómaði þegar við hittumst. Á uppvaxtarárum okkar var það fastur liður hvert sumar að fara til Akureyrar og gista í Lækjargötunni. Þar var alltaf tekið á móti okkur með hlýju og gleði. Allt húsið var leikvöllur, anddyrið, stiginn, íbúðin, risið, jafnvel kjallarinn. Það var sama hvað við dreifðum úr okkur, aldr- ei fengum við skammir heldur bara glaðvært bros og skilning. Við vorum svo velkomin að okk- ur leið eins og heima hjá okkur. Amma hafði þann einstaka hæfi- leika að varðveita barnið í sér alla ævi og var ávallt til í að bregða á leik, kattliðug renndi hún sér til dæmis á snjóþotu og í rennibraut þó árin væru farin að færast yfir. Flest okkar héldu til Akureyr- ar til náms. Þá var amma komin í Munkann og fórum við reglulega í mat til hennar. Það var svo sannarlega gott fyrir unga náms- menn að komast í fiskinn góða eða annan næringarríkan mat og alltaf var glatt á hjalla. Heima- gerði Daim-ísinn hennar ömmu var svo hinn fullkomni eftirmat- ur. Amma heimsótti okkur líka oft vestur og naut hún sín vel innan um fjöllin. Vestfirsku ræturnar voru stór hluti af henni og var áberandi hversu vel amma slak- aði á nærri æskuslóðum sínum. Okkur er sérstaklega minnis- stætt þegar amma sat eitt sinn innst við eldhúsborðið í Holta- brúninni. Bekkurinn var þétt setinn og amma tók ekki í mál að staðið yrði upp fyrir sér. Hún beygði sig því niður og skreið af stað undir borðið. Undir borðinu var hins vegar stöng en eftir stutt hik beygði amma sig enn neðar og lét vaða. Þarna sannaði amma að engin hindrun var svo erfið að hún léti hana stöðva sig. Amma fékk svo sannarlega sinn skammt af hindrunum um ævina og dáumst við að því hvernig henni tókst að höndla þær allar. Amma var handlagin. Föndrið hennar jafnaðist á við fallegustu og frægustu listaverk. Hún bjó til dæmis til hestana sem allir krakkar öfunduðu okkur af. Langt prik með sokkafyllingu á endanum fyrir haus. Þvílík snilld og það sem við lékum okkur mik- ið með þessa flottu fáka. Amma var einstaklega nýtin manneskja og safnaði ýmsum smáhlutum, steinum og skeljum. Ekkert okk- ar kom nokkru sinni tölu yfir stytturnar sem hún átti og lík- lega tókst okkur aldrei að brjóta eina einustu þeirra. Hún var safnari af guðs náð, nokkuð sem hefur erfst alla leið til lang- ömmubarnanna. Við erum þakklát ömmu fyrir allt sem hún hefur gefið okkur. Barnabarnabörnin hafa notið samveru hennar síðustu árin og amma naut þeirra. Við kveðjum með söknuði elsku ömmu okkar sem var okkur alltaf svo góð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Klara, Stefán, Vilborg, Hálfdán, Guðmundur, Ólöf Kristjana, Jóna Rún, makar og börn. Elsku Olla amma. Ég er stödd í argentínsku fjallaþorpi að skrifa mína hinstu kveðju til þín. Í þorpinu er lítill foss og lón sem kallast La Olla. Það fannst mér skemmtileg tilviljun og ég veit að þú hefðir hlegið með mér að því. Það er tómlegt að hugsa til þess að það verði engin amma þegar ég kem heim aftur. Engin amma í mat í Akurgerðinu. Engin amma að heimsækja á Hlíð. Bara ef ég gæti heimsótt þig einu sinni enn til að segja þér betur frá líf- inu í Suður-Ameríku og sýna þér fallega handverkið sem ég hef keypt. Ég veit að þér hefði fund- ist það fallegt. Ég á margar góðar minningar tengdar þér. Þegar þú heimsóttir okkur í sumarbústaðinn í Hey- dal. Þú hafðir tínt heila fötu af litlum kuðungum og sast úti á palli að hreinsa úr þeim. Þegar stórfjölskyldan hittist og þú tókst þig til og renndir þér á snjóþotu niður fjallið og vaktir mikla kátínu. Allar fallegu gjaf- irnar sem þú bjóst til sem var gaman að fá. Heimsóknirnar til Bolungarvíkur. Heimsóknirnar í Lækjargötuna og síðar í Munk- ann sem bar þinn karakter með öllu þínu smádóti og föndri. Hvað mér fannst þú flott á þínum eldri árum, alltaf að föndra, spila eða á flandri með Félagi aldraðra. Einar kærustu stundirnar átti ég með þér á Hlíð. Við spjöll- uðum um allt og ekkert, fórum í litlar gönguferðir, ég borðaði súkkulaðið þitt og við gerðum að gamni okkar. Þar finnst mér ég hafa kynnst þér upp á nýtt. Ég komst t.d. að því að þig langaði alltaf til að verða hjúkrunarkona og hvað Vestfirðirnir voru þér kærir. Mig langaði oft að fljúga með þig vestur til að leyfa þér að finna Vestfirðina bara einu sinni enn. Þessi tími með þér gaf mér mikið. Þú varst oft utan við þig sem leiddi til skemmtilegra augna- blika. Ég man þegar ég var að lesa fyrir þig úr dagbókinni þinni. Þú hafðir skrifað frá því þegar þú týndir veskinu þínu. Út um allt leitaðirðu aðeins til að komast að því að það var á öxl- inni allan tímann! Eitthvað hljómaði þetta kunnuglega því ég hef erft þetta frá þér og er stolt af því. Yndisleg varstu. Ljúf og blíð. Öllum líkaði vel við þig, enda ekki annað hægt. Mér finnst lýs- andi fyrir þig að allir krakkar kölluðu þig Ollu ömmu, hvort sem þú varst amma þeirra eða ekki. Enda varstu Olla amma þeirra allra. Ég veit að lífið var þér ekki alltaf auðvelt. Að alast upp við veikindi langömmu og upplifa að heimilið sundraðist getur ekki hafa verið auðvelt. Ég get ekki ímyndað mér hvað þú hefur gengið í gegnum. En þú varst sterk og tókst á við það sem að höndum bar. Lífið var þér líka gjöfult. Með Stefáni afa eignaðist þú sjö börn sem hafa heldur bet- ur margfaldað sig og núna er fjölskyldan svo stór að ég hef ekki tölu á afkomendum þínum. Þessi stórfjölskylda sem færir okkur svo mikla gleði. Það er þín stærsta arfleifð. Þú mátt vera stolt amma mín. Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Frá því ég var lítil stelpa í heimsókn hjá þér og afa í Lækjargötunni og fram á okkar síðustu stund saman þegar ég kvaddi þig áður en ég hélt út í heim. Ég mun sakna þín. Þín Jóna Rún. Stór. Það er orðið sem kemur upp í hugann minn þegar ég sest niður og skrifa hinstu kveðju til þín, elsku amma mín. Fyrir þá sem þekktu þig aðeins í sjón kann sú lýsing að hljóma furðu- lega, því ekki varstu nú há í loft- inu og einstaklega smágerð. Líkt og fíngerð, brothætt postulíns- dúkka. Þeir sem þekktu þig eða hafa notið þeirrar gæfu að eiga þig að, þeir skilja hvað ég á við. Stór manneskja, stór persónu- leiki með stórt hjarta og sterk eins og klettur sem bifast ekki þó brimið hamist á honum. Það varst þú fyrir mér. Ég er þakklát fyrir allar frá- bæru stundirnar sem við áttum saman. Þú kenndir mér svo margt sem ég mun búa að alla tíð. Öll ferðalögin í barnæsku þar sem við fjölskyldan þvældumst um landið á Skoda og Lödu. Þar kenndir þú mér að njóta náttúr- unnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. Allar hannyrðast- undirnar, þar sem þú oftar en ekki komst mér til hjálpar með skólaskyldustykkin þegar þum- alputtarnir þvældust um of fyrir mér. Seinna þegar sauma- áhuginn vaknaði var gott að leita til þín og læra. Hannyrðakonan mikla varst þú sem allt lék í höndunum á og þú gast búið til stórkostlega hluti úr bútum og efnisafgöngum sem flestir aðrir hefðu hent. Öll barnabörnin þín hafa þeyst um á fögrum gæð- ingum sem þú bjóst til úr kústs- köftum og garni. Þér þakka ég fönduráhuga minn í dag og hugsa til þín þegar ég held til hliðar fallegum borðum og slauf- um af pökkum til föndurgerðar síðar. Stóra amman mín. Fjölskyld- an og hennar velferð skipti þig öllu máli og til þín var ég alltaf innilega velkomin. Það var svo notalegt að sitja hjá þér í eldhús- króknum og spjalla. Á milli okkar myndaðist nýr og sterkur strengur við ótíma- bært fráfall pabba, frumburðar þíns, stoðar okkar og styttu. Í því tilfinningaróti var gott að vera hjá þér, hjá þér fann ég ör- yggi og styrk. Það hefur alla tíð verið þitt aðalsmerki, styrkur, í öllum þeim verkefnum sem lífið leggur fyrir okkur. Ég þakka þér fyrir alla ástina og umhyggjuna fyrir mér og Margréti Björk alla tíð. Lífsgildi þín verða okkur dýrmætt vega- nesti í framtíðinni og falleg minning þín mun ávallt ylja. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Baldvina Guðrún Snælaugsdóttir (Baddý). Olla frænka kvaddi hægt og hljótt í faðmi ástvina. Allt sitt líf helgaði Olla sig fjölskyldu sinni og umönnun annarra, en krafðist aldrei neins fyrir sjálfa sig. Það var ekki mulið undir Ollu í upp- vextinum, starfsævin var löng og einkenndist af mikilli vinnu, jafn- vel þrældómi á köflum. Olla og systkini hennar flest máttu þola það, á fjórða áratug síðustu ald- ar, að hrekjast úr einu fóstrinu í annað vegna veikinda móður sinnar og atvinnuleysis föður. Faðir Ollu beitti sér hart í verka- lýðsbaráttu þess tíma í Súðavík og það bitnaði á möguleikum hans til að vinna fyrir fjölskyld- unni. Heimilið var leyst upp, börnunum tvístrað og fóstrið reyndist misjafnt. Það voru erf- iðir tímar og samfélagsleg úr- ræði fá, en það afsakar ekki mis- kunnarleysið sem viðgekkst í garð barna og fjölskyldna sem stóðu höllum fæti. En þrátt fyrir misjafnt atlæti, andlegt og lík- amlegt, er merkilegt hve lítillar biturðar gætti hjá þeim systk- inunum á fullorðinsárum. Þvert á móti urðu þau kærleiksrík og glaðsinna, með ríka og góðlát- lega kímnigáfu og þeim var einkar lagið að sjá jákvæðar hlið- ar á lífinu og tilverunni, fólki og atburðum. Skiljanlega var þó stutt í sársaukann, einkum þegar líða tók á ævina og hugurinn leit- aði til bernskuáranna. Súðavík- urræturnar ristu djúpt og í síð- ustu heimsókn minni til Ollu, rétt fyrir síðustu jól, kom vel í ljós hve sterkt þær rætur toguðu, hana langaði heim. Olla fór snemma að vinna fyrir sér og kom ung að árum norður í Eyjafjörð. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Stefáni Snæ- laugssyni sjómanni. Þau bjuggu lengst af á Árbakka á Árskógss- andi og eignuðust sjö börn. Það var því nóg að gera á stóru heim- ili og heimilisfaðirinn oft fjarri, enda tíðkaðist þá að sjómenn færu á vertíðir í aðra landshluta. Ég man vel hvað mér þótti það mikið ævintýri að koma til Ollu frænku á Árbakka og leika við þær systurnar Önnu og Sigrúnu. Þær áttu stórkostlegt bú, sem hvergi átti sinn líka í mínu um- hverfi á Akureyri og ekki ónýtt að fá að vera þátttakandi í því heimilishaldi. Hengibrúin yfir ána, sem rennur rétt fyrir neðan bæinn, hafði mikið aðdráttarafl. Að standa á henni miðri sendi hroll niður eftir bakinu og vakti fiðrildasveim í maganum. Binni minnist ekki síður ánægjulegra stunda í faðmi fjölskyldunnar á Árbakka. Þangað kom hann fimm ára gamall frá Bolungarvík með Sigrúnu móður sinni, systur Ollu, og dvaldi sumarlangt. Þótt hann væri ekki hár í loftinu á hann margar ljúfar minningar frá því sumri um endalausa leiki í stórum barnahópi. Minningar okkar Binna um Ollu eru minningar um frænku sem hugsaði til allra með hlýju og af áhuga sem ekki var nein uppgerð. Olla naut elsku og ein- stakrar umhyggju barna sinna sem gerðu henni ævikvöldið eins gott og raun ber vitni. Aldrei kvartaði hún undan hlutskipti sínu í lífinu en var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Við Binni þökkum Ollu fyrir þann kærleika sem hún sýndi okkur allt frá því að við vorum börn og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Anna Þorbjörg Ingólfs- dóttir og Brynjar Bragason. Mig langar í fáum orðum að minnast móðursystur minnar, Nöfnu. Hún var næstelst sjö al- systkina (fædd 1922-1932) og ein hálfsystir af föðurnum, fædd 1910, fædd í Súðavík við Álfta- fjörð í Ísafjarðardjúpi. Fjöl- skyldan bjó í Súðavík allt þar til upp úr 1930 er varð að leysa heimilið upp vegna alvarlegra og langvinnra veikinda móðurinnar og þurfti þá að koma barnahópn- um fyrir hingað og þangað, ýmist hjá ættingjum eða vandalausum. Flest barnanna þvældust á milli heimila, mismikið þó, og sum þeirra máttu þola misgott atlæti. Heimilisfaðirinn var mikill bar- áttujaxl sem beitti sér mjög ákveðið í réttindabaráttu launa- fólks sem á kreppuárunum var einstaklega hörð og óvægin. Í allsleysi þessara ára komust systkinin til manns að undan- skildum einum sem lést úr berkl- um aðeins tólf ára gamall. Nafna var innan við tvítugt er hún hleypti heimdraganum. Hún var um tíma fyrir sunnan en fljótlega settu Nafna og Stebbi Snæ., stóra ástin í lífi Nöfnu, upp sitt heimili á Árskógssandi þar sem þau bjuggu framundir 1970 er þau fluttu til Akureyrar. Á Sandinum fæddust börnin eitt af öðru og 1956 voru þau orðin sex talsins. Sjöunda barnið kom svo í heiminn 1967. Á Akureyri settust þau að í Lækjargötu 4. Mínir for- eldrar fluttu til Akureyrar frá Bolungarvík með sinn barnahóp 1971 og settu sig niður í næsta húsi við Nöfnu og Stebba Snæ. Eðlilega varð mikill samgangur á milli heimilanna og við systkinin fengum nú að kynnast meðlimum móðurfjölskyldu okkar. Skammt frá bjó Jenný, dóttir Önnu frænku, sem var móðursystir þeirra mömmu og Nöfnu, ásamt maka og fimm börnum. Ég var á áttunda ári þegar ég kom til Ak- ureyrar og stóð á því fastar en fótunum að Nafna væri meira skyld mér en systkinum mínum af því hún væri nafna mín. Svo liðu árin, börnin urðu að unglingum og unglingarnir að fullorðnu fólki sem hélt út í lífið. Ég man að ég beið þess með mikilli óþreyju að verða nógu gömul til að geta beðið Nöfnu um að spá fyrir mig í bolla, það var rosalega spennandi. Nafna var mikil föndurkerling og eftir hana liggja kynstrin öll af alls konar handverki. Sjálf á ég prjónahyrnu frá Nöfnu sem ég held mikið upp á sem hún gaf mér fyrir u.þ.b. 30 árum. Þegar dóttir mín fæddist kættist Nafna mikið og sagði að sig hefði alltaf langað svo til að einhver í fjöl- skyldunni myndi eignast barn þennan tiltekna mánaðardag því þetta var brúðkaupsdagur henn- ar og Stebba Snæ., en hann var látinn þegar dóttir mín fæddist. Annars var Nafna dul og lét lítið uppi um langanir sínar og þrár. „Konan, sem kyndir ofninn minn“ eftir Davíð Stefánsson minnir mig á Nöfnu. Hún var lítil og mjó og lét alla jafna lítið fyrir sér fara. Hún var alltaf boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd sem þess þurftu og hjálp vildu þiggja. Elsku mamma, nú eru bara þú og Anna eftir af systkinahópn- um, þið sem búið hvor í sínu landinu og hvorug ykkar er ferðafær. Elsku frændsystkini, börn Nöfnu og fjölskyldur, miss- ir ykkar er jú sár og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi blessun og virðing hvíla yfir minningunni um nöfnu. Ólafía Jónatans. Meira: mbl.is/minningar Guðrún Ólafía Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.