Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 32
hringdir í fyrrverandi manninn þinn, Pétur, og baðst hann um að kaupa handa mér pylsu með öllu, rölta með mig um miðbæinn og fara með mig upp í Hallgríms- kirkjuturn til að njóta útsýnisins. Þegar Adda dó hafði ég sætt mig við það sem ég hafði þurft að takast á við og var farinn að horfa fram á veginn. Nú, einu ári og ein- um degi seinna, fæ ég þær sorg- legu fréttir að þú sért látin. Vikan sem ég átti með þér er ómetanleg minning sem ég varð- veiti. Síðasta degi okkar saman eyddum við á sjúkrahúsinu þar sem ég reyndi að bera mig vel. Faðmlagið og loforðið um að fara saman til Vestmannaeyja næsta sumar verður greypt í minn- inguna. Dóra mín, þú varst vinkona mín og hluti af fjölskyldu minni. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þekkt þig. Þín verður sárt saknað. Bless bless. Jack Keefe. Þrátt fyrir tíða flutninga okkar milli landa var Dóra ávallt stór hluti af okkar lífi. Hún var okkur miklu meira en frænka. Okkar á milli töluðum við ávallt um að Dóra væri sem þriðja dóttir móð- ur okkar sem gladdi okkur og við litum á sem okkar systur. Það var ávallt gaman þegar Dóra kom í heimsókn. Við höfðum svo margar sögur að segja og hlógum mikið saman. Við munum sakna hennar hlýju og ástar, en góðar minning- ar um hina íslensku frænku okkar munu lifa í hugum okkar með gleði, hlýju og ást í hjarta. Elín Kemp og Doralie Fitch. Elsku hjartans æskuvinkona mín er dáin. Við vissum auðvitað hvað var að og að engin var lífs- vonin, en að það yrði svona fljótt datt mér ekki í hug. Ég var hjá henni síðasta daginn sem hún lifði. Henni leið betur og var öll að hressast að hennar sögn. Hún hellti upp á kaffi og við sátum og spjölluðum og horfðum á myndir af fjölskyldunni sem rúlluðu á tölvunni hennar. Við kvöddumst og gáfum knús og ætluðum að vera fljótt í sam- bandi. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri hennar síðasti dag- ur. Þú leiðst út af á sama friðsæla háttinn og þú gekkst um á þessari jörð. En elsku Dóra, ég mun ávallt minnast þeirra stunda sem við áttum. Þú, ég og Elsa systir gleymd- um aldrei tjúttæðinu okkar á Fá- skrúðsfirði. Þú áttir plötuspilara sem var vel notaður, Elvis Presley spilaður og við tjúttuðum og rokk- uðum í kjallaranum í Ásbrún. Þetta eru minningar sem eru geymdar en ekki gleymdar. Elsku vinkona, Guð geymir sál- ina þína og við sjáumst aftur þeg- ar tíminn okkar allra kemur. Ég kveð þig með ljóði eftir dóttur mína, Bryndísi, sem mér finnst svo fallegt. Elsku Árni, Silja og börn, Guð styrki ykkur. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, ✝ Halldóra Árna-dóttir fæddist í Reykjavík þann 7. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu, Ársölum 5, að morgni 2. mars 2012. Foreldrar Halldóru voru Elín Ólafsdóttir hús- freyja, f. 24. sept- ember 1917, d. 3. september 1989, og Árni Ragnar Magnússon prent- ari, f. 17. maí 1914, d. 17. ágúst 1976. Halldóra varð fósturbarn Sigríðar B. Ólafsdóttur húsfreyju frá Fáskrúðsfirði og tvíburasyst- ur Elínar, f. 24. september 1917, d. 31. júlí 1994, og Árna Stef- ánssonar skipstjóra og útgerð- armanns frá Fáskrúðsfirði, f. 27. september 1912, d. 21. október 1979. Systir Halldóru sammæðra er Linda Elin Dreyer, f. 4. júlí 1949. Systur Halldóru samfeðra eru Ingigerður Ragnars Árna- dóttir, f. 21. júlí 1947, og Magnea Ragnars Árnadóttir, f. 21. júní 1957. Árið 1974 giftist Halldóra Pétri Haukssyni, f. 28. desember 1945. Foreldrar hans voru Sig- urbjörg Ottesen, f. 25. maí 1924, d. 29. apríl 2011, og Haukur Magnússon, f. 8. janúar 1922, d. 12. janúar 1995. Halldóra og Pét- vang 4 í Hafnarfirði árið 1978. Þar starfaði Dóra meðal annars sem dagmóðir. Árið 1980 fluttu Dóra og Pétur til Bandaríkjanna og bjuggu í Boston og New York í tvö ár. Við heimkomu fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar og starf- aði Dóra þar í fiskvinnslu einn vetur. Þau fluttu síðan aftur stuttu síðar á Miðvanginn í Hafn- arfirði. Halldóra starfaði hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar í tæp 20 ár við góðan orðstír. Dóra var einstaklega lífsglöð kona. Hún var mikil félagsvera. Hún hafði yndi af því að vera innan um fólk og var hvers manns hugljúfi. Hún fór oft út að dansa og gerði slíkt allt þar til stuttu áður en hún lést. Dóra tók einnig virkan þátt í kvenfélags- starfi. Dóra var góð vinkona og hélt miklu sambandi við sínar vinkonur og systur. Dóra og Pét- ur áttu um tíma íbúð á Flórída þar sem þau eyddu nokkrum mánuðum á hverju ári. Þau slitu samvistir árið 2005 en héldu ávallt góðu sambandi. Dóra var einstök amma. Barnabörnin hennar þrjú, Elín Kolfinna, Birta og Sigtryggur Haukur, voru stór hluti af henn- ar lífi. Útför Halldóru fer fram frá Digraneskirkju í dag, 9. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. ur slitu samvistir árið 2005. Sonur Halldóru og Péturs er Árni Sigurður Pétursson við- skiptafræðingur, f. 31. desember 1973, kvæntur Silju Huld Árnadóttur þroska- þjálfa, f. 24. júlí 1975. Börn þeirra eru Elín Kolfinna, f. 2001, Birta, f. 2007, og Sigtryggur Haukur, f. 2011. Halldóra, betur þekkt sem Dóra, ólst upp á Fáskrúðsfirði frá þriggja ári aldri hjá fóstur- foreldrum sínum. Sigríður, fóst- urmóðir Dóru, var tvíburasystur Elínar móður Dóru. Elín flutti ásamt eiginmanni sínum til New York. Dóra hélt ávallt miklu sambandi við móður sína í New York. Dóra stundaði nám á Fá- skrúðsfirði ásamt að ljúka gagn- fræðaprófi frá Laugarvatni. Eft- ir að skólagöngu lauk bjó Dóra um tíma hjá Elínu móður sinni í New York og starfaði þar við ýmis skrifstofustörf. Dóra flutt- ist til Reykjavíkur eftir tvítugt. Þar starfaði hún meðal annars til margra ára hjá Sam- vinnutryggingum. Dóra kynntist Pétri Haukssyni og saman eign- uðust þau Árna Sigurð. Þau gift- ust árið 1974. Þau fluttu á Mið- „Hafðu engar áhyggjur af mér. Dríf þú þig bara heim til fjölskyld- unnar – ég er öll að koma til.“ Þannig kvöddumst við síðastlið- inn fimmtudag eftir að ég bauðst til að gista heima hjá þér. Þessi síðustu orð þín til mín voru dæmi- gerð fyrir lífsskeið þitt og hvernig þú tókst á við erfið veikindi. Ávallt jákvæð og settir aðra en sjálfa þig í forgang. Það er með mikilli sorg sem ég kveð þig. Alltof snemma. Þú skil- ur eftir þig endalaust góðar minn- ingar. Þú gafst mér yndislega æsku og vafðir mig hlýju og um- hyggju. Þegar ég vaknaði sem smápjakkur á morgnana og þá varst þú ávallt komin inn í eldhús og tilbúin með þinn kaffibolla og tilbúin að gera mig kláran í skól- ann. Á þessum tíma varst þú að vinna í Sparisjóði Hafnarfjarðar frá kl. 13 á daginn til kl. 19 á kvöldin, eftir það brunaðir þú á litlu Súkkunni þinni með gögn inn í Seðlabanka. Það gladdi mig svo oft þegar þú hringdir í mig á kvöldin og sagðist vera að klára að vinna og hvort við ættum ekki að skella okkur og fá okkur saman fisk á Pottinum og pönnunni. Þar spjölluðum við saman og ég fékk alla þína athygli. Tíðar ferðir okk- ar saman til New York til Ellu ömmu á sumrin á þessum árum voru einnig einstakar. Stuðningur þinn við mig var óendanlegur. Þú hvattir mig áfram í námi og íþróttum. Varst dugleg að mæta á alla fótbolta- og handboltaleiki og tókst virkan þátt á hliðarlínunni að hvetja mig og okkur FH-ingana áfram. Ég minnist einnig vel skemmtilegra sumarbústaðaferða með þér og vinum mínum og veiðiferða í Hvammsvík. Þú varst einstök og jákvæð og vinum mínum fannst alltaf svo gott að koma á heimili okkar. Eftir að ég kynntist Silju tókst þú henni opnum örmum. Sam- band ykkar var einstakt. Þú sagð- ir oft við mig að þú litir á Silju sem dóttur þína. Þegar Elín Kolfinna fæddist árið 2001 og þú varst að kljást við krabbamein á þeim tíma var sem vaknaði nýtt líf hjá þér. Þú varst orðin amma, nokkuð sem þig hafði dreymt um lengi enda varstu besta amma í heimi. Eftir að við fluttum til Lúxem- borgar árið 2005 varst þú tíður gestur á okkar heimili og bjóst hjá okkur í margar vikur í senn. Það var stórkostlegur tími fyrir okkur öll. Þegar við fluttum heim vorum við svo heppin að eignast heimili í Háulind, rétt um 150 metrum frá þínu heimili. Þetta gerði okkur kleift að eyða sem mestum tíma með þér. Elín Kolfinna var tíður gestur á heimili þínu þar sem þú tókst henni opnum örmum. Birta orkubolti elskaði þig svo mikið og sá til þess að þú hefðir mikið fyrir henni enda á hún eftir að sakna allra ísanna. Þú munt ekki trúa því hversu glöð við erum að hafa geta átt þennan yndislega tíma með þér síðastliðin tvö ár. Sigtryggur Haukur fæddist stuttu áður en þú greindist með krabbameinið. Hann var ljósið í þínu lífi og bros hans styrkti þig í gegnum erfiða baráttu. Missir minn, Silju og barnanna er mikill og söknuðurinn óendan- legur. Við vitum að þú kemur til með að fylgjast með okkur úr fjarska og veita okkur leiðsögn í gegnum lífið. Hvíl þú í friði. Þú varst einstök kona. Árni Sigurður Pétursson. Hún Dóra, yndislega tengda- móðir mín, er fallin frá. Það er ólýsanleg sorg í mínu hjarta en að sama skapi er ég svo þakklát fyrir hafa fengið að kynnast þessari lífsglöðu og fallegu konu. Sérstak- lega eru mér minnisstæðar þær stundir sem við áttum með henni úti í Lúxemborg. Hún var dugleg að koma að heimsækja okkur fjöl- skylduna og þegar við komum í heimsókn til Íslands dvöldum við ávallt á hennar fallega heimili en þangað var alltaf gott að koma og hún lagði sig alla fram við að taka vel á móti okkur. Dóra bar ömmutitilinn með stolti. Hún sýndi ömmubörnunum sínum þremur svo mikinn áhuga og þegar hún horfði á þau kom geislandi blik í augu hennar. Þau voru henni allt. Hún gaf þeim svo mikla hlýju og nýtti stundirnar með þeim til hins ýtrasta. Hú gaf þeim svo mikinn tíma og gat dundað sér með þeim endalaust. Þeirra missir er mikill. Ég mun ætíð minnast ferða- lagsins sem við fórum í fyrir tæpu ári. Þú hafðir fengið þær fréttir að þú værir með krabbamein en vel gekk að koma í veg fyrir það, eða það héldum við og ákváðum því ég, þú og Elín Kolfinna, elsta ömmubarnið þitt, að fagna og fara í stelpuferð til New York. Þar var mikið gantast og hlegið saman. Fyrir sex mánuðum fengum við þær fregnir að krabbameinið væri búið að dreifa sér. Þetta hálfa ár er mér mjög mikilvægt. Við Sig- tryggur Haukur, litli sjö mánaða ömmustrákurinn, fengum þann heiður að eyða ótal ómetanlegum stundum með Dóru. Traust henn- ar til mín met ég endalaust og að hún hafi gefið mér það tækifæri að vera henni innan handar á þessum erfiðu tímum. Þessi tími einkenndist ekki bara af veikind- um hennar heldur gleðinni yfir því að vera fjölskylda og fá að upplifa hugrekki hennar, hetjuskap og já- kvæðni. Hún lét aldrei deigan síga og vildi aldrei láta hafa mikið fyrir sér. Fannst við hafa allt of miklar áhyggjur af sér. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. (F.A.) Ég kveð þig með miklum sökn- uði elsku Dóra mín. Þín tengdadóttir, Silja. Kveðja frá ömmustrák. Elsku besta amma. Þú ert fallin amma okkar kær sem ætíð vildir hjálpa – blessa – styðja. Þinn hinsti blundur megi verða vær. Við getum aðeins kvatt með því að biðja. Við minnumst þín svo marga góða stund morgna – daga – nætur – kvöld og árin. Leiðin best að fara á þinn fund, þér fannst það ljúft að þerra barna tárin. Og nú er okkar hinsta kveðja klökk. Það kemur aldrei, það sem burt er farið. Við kistu þína hvísla hjörtun þökk. Á kerti þínu út er brunnið skarið. (Höf. ókunnur) Sigtryggur Haukur. Amma var indælasta kona sem ég þekkti. Ég var alltaf velkomin til hennar. Hún hugsaði alltaf vel um mig og ég gleymi því ekki þeg- ar ég kom stundum heim úr skól- anum og fór til hennar og hún var með lummur. Þegar ég bjó úti í Lúxemborg og kom í frí til Íslands vorum við alltaf hjá henni og mér leið alltaf svo vel að vera nálægt henni því að hún var svo góð manneskja. Hún var langbesta amma í heiminum. Ég elskaði hana út af lífinu og ég sakna henn- ar nú. Ekki vil ég missa þig. Ég vil ekki missa þig. Ég vil hafa þig mér hjá. Ég vil að þú gerir það fyrir mig. Ég vil ekki að þú farir mér frá. Ef þú ferð mér frá mun ég sakna þín. (Elín Kolfinna Árnadóttir) Elín Kolfinna. Mig langar að minnast Hall- dóru Árnadóttur, einstakrar ís- lenskrar konu sem var hluti af lífi mínu. Vegna þín og móðursystur þinnar, Aldolphinu Ólafsdóttur, konu minnar, naut ég þeirra for- réttinda að kynnast fögru landi og þjóð. Adda mín leit ávallt á þig sem dóttur. Ég mun ávallt geyma minningar okkar um langar og stuttar gönguferðir, hellinn þar sem álfarnir búa, berjamó, kyrr- láta hádegisverði í skugga eld- fjalla, hinar ýmsu ferðir um land- ið, gönguferð meðfram hverum til að komast í vitann, endalaust út- sýni yfir Atlantshaf og síðast en ekki síst mun ég minnast þess að hlusta á endalaus samtöl ykkar Öddu á íslensku um fjölskylduna. Þú komst okkur í kynni við systur þínar, Hófi og Viðar og Elsu kleinukonuna mína. Ég kynntist yndislegri fjöl- skyldu þinni, syni þínum Árna, Silju, Elínu Kolfinnu, Birtu og nýjasta barnabarninu, Sigtryggi Hauki. Mér tókst að læra nokkur íslensk orð um leið og ég hlustaði á ykkur Öddu tala saman, já, nei, mín, minn og aðalkveðjuna, þ.e. bless og bless bless. Ég naut þess að eyða viku með þér þegar þú áttir skammt eftir ólifað og þú lést veikindin ekki koma í veg fyrir að sá tími yrði ánægjulegur. Þú sást til þess að ég heimsækti Elsu svo ég fengi kleinupokann minn og færi í frá- bæran kvöldverð til Hófíar og Viðars sem þú sjálf misstir af. Til að toppa vikuna notaðirðu allan styrk þinn til að útbúa lambapott- réttinn sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þú hafðir ávallt í huga hversu gott mér þótti að fara í sund og heita potta. Þú sendir mig því í sund á hverjum degi meðan þú hvíldist. Og það var ekki allt. Þú og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Þín vinkona, Fjóla Stefánsdóttir. Er þú svífur í huliðsheiminn hverfur brot af mér en mynd þín lifnar og ljómar í ljósi minninganna. (O.Sv.B.) Fallega fínlega bernskuvinan mín er horfin – og bernskumynd- irnar fljóta fram. Við Dóra ólumst upp hlið við hlið, hún í Ásbrú hjá móðursystur sinni, ég í Ási hjá ömmu minni og afa. Sjálfsagt hef- ur það tengt okkur að vera ekki aldar upp hjá foreldrum. Oft kom Dóra hlaupandi niður í Ás – ég upp í Ásbrú. Einn sólbjartan haustdag kom Dóra hlaupandi: „Viltu koma með okkur í berjamó? Árni ætlar að róa með okkur suður fyrir fjörð.“ Mikil var tilhlökkunin að fá að fara í árabát yfir fjörðinn. Og árla næsta morgun reri Árni yfir logn- kyrran fjörð. Við Dóra teygðum lófana niður í sjávarflötinn sem allt speglaðist í. Gaman var að renna upp í fjöruna og ganga í ósnortnar berjabrekkur, ekki tók langan tíma að fylla öll ílát. Á eftir sátum við í árgilinu og nutum kræsinga úr nestiskörfunni henn- ar Siggu. Um síðdegið hafði kulað svo að bátinn rak aðeins út fjörð- inn. Við Dóra héldum vel hvor ut- an um aðra í fanginu á Siggu, en Árni var sterkur ræðari og lenti bátnum farsællega. Allt var þetta ævintýri. Eitt sinn datt okkur í hug að tjalda inni í Daladal og sofa þar um nóttina. Við settum tjald og svefnpoka á bögglaberana á hjól- unum okkar, smánesti var líka tekið með. Við vissum alveg hvar við vildum tjalda – á flötinni við lækinn, svo gott að sofna við lækjarniðinn, en við gættum ekki að nálægðinni við bolakálfagirð- inguna. Við létum okkur dreyma í fögru umhverfi og yndislegu veðri. Vorum að festa blund, þeg- ar hnusað var við tjaldskörina. Mikil var skelfing okkar þegar við sáum stóra bolakálfa á beit við tjaldið. Ég man ekki hvort við gáfum okkur tíma til að klæða okkur, en á tánum læddumst við út úr tjaldinu, stukkum á hjólin og vorum þeirri stundu fegnastar að skríða upp í bólin heima. Já, margt var brallað í fjalla- ferðum, hjólaferðum og fjöruferð- um. Útileikir voru fastir liðir, í minningunni var alltaf gott veður. Dóra var með í fimm stelpna sam- söng með gítarspili. Auðvitað vor- um við að herma eftir hinum vin- sælu Öskubuskum þess tíma – og vorum nokkuð vinsælar á skemmtunum heima í þorpinu. Dóra var lítil og fínleg, en ég stór eftir aldri og auðvitað fengum við að heyra það. „Þarna ganga þær Litla og Stóra,“ sögðu þorpsbúar, en áttuðu sig ekki á hvað þetta gat verið særandi fyrir okkur báðar. Nýlega trúðum við hvor annarri fyrir hvað við tókum þetta nærri okkur. Dóra er stór hluti af bernsku minni. Leiðir okkar lágu aftur saman í Félagi austfirskra kvenna – og þá fann ég hve mikils virði hún var mér. Innilegar samúðarkveðjur til sonar hennar Árna Sigurðar Pét- urssonar og fjölskyldu. Oddný Sv. Björgvins (Obba frá Ási). Halldóra Árnadóttir 32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012  Fleiri minningargreinar um Halldóru Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN BORGHILDUR ÞÓRISDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði föstudaginn 2. mars. Útförin verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 10. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Björn Sigtryggsson, Birna Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson, Ragnheiður Þóra Björnsdóttir, Páll Sigtryggur Björnsson, Pétur Björnsson, María Björnsdóttir, Valdimar Ingi Guðmundsson, Daníel Björnsson, Jóhanna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.