Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
✝ Guðjón Sig-urjón Ólason
fæddist í Teiga-
gerði við Reyðar-
fjörð hinn 27. júní
1923. Hann lést á
Uppsölum, Fá-
skrúðsfirði, 28.
febrúar 2012. Son-
ur hjónanna Óla
Sigurðar Bjarna-
sonar, f. 9.12. 1896,
d. 15.7. 1929, og
Hólmfríðar Kristínar Nikulás-
dóttur, f. 3.10. 1896, d. 27.10.
1981. Systkini hans voru Ingvar
Ísfeld Ólason, f. 13.11. 1918, d.
22.6. 1983, Bjarni Nikulásson
Ólason, f. 29.8. 1924, d. 3.6. 1957,
Þuríður Óladóttir, f. 23.4. 1926, d.
26.4. 1943, Sigmar Ólason, f.
12.10. 1927, og Sjöfn Krist-
ínardóttir, f. 17.5. 1937.
Á annan dag jóla 1948 kvænt-
ist Sigurjón Sigríði Eyjólfsdóttur
frá Bárðarstöðum í Loðmund-
Sigurjón starfaði lengst af sem
verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á
Reyðarfirði. Þar hóf hann störf
1953 og starfaði með hléum þar til
hann fór á eftirlaun árið 1996. Þar
áður vann hann ýmis verka-
mannastörf á sjó og landi. Árið
1946 fór hann til Reykjavíkur og
tók meirapróf. Í kjölfarið starfaði
hann sem leigubílstjóri í Reykja-
vík allt þar til hann fór aftur á
Reyðarfjörð árið 1948 og starfaði
þá við bílaviðgerðir hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa. Á árunum 1966-
1969 starfaði hann sem sveit-
arstjóri Reyðarfjarðarhrepps og
verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins 1970-1976. Í aldarfjórð-
ung var Sigurjón meðhjálpari við
Reyðarfjarðarkirkju. Síðustu
misseri ævi sinnar dvaldi hann á
hjúkrunarheimilinu Uppsölum á
Fáskrúðsfirði.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 9. mars
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
arfirði, f. 28. desember
1924. Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur Bene-
dikt Jónsson, f. 9.1.
1896, d. 20.3. 1963, og
Þórstína Snjólfsdóttir,
f. 4.9. 1984, d. 13.6.
1964. Sigurjón og Sig-
ríður eignuðust fjögur
börn. Þau eru: Rúnar
Viðar, f. 19.6. 1949.
Hann er kvæntur Jór-
unni Sigurbjörns-
dóttur, f. 26.8. 1952. Þau eiga þrjú
börn og átta barnabörn. Hilmar
Smári, f. 9.10. 1951. Hann er
kvæntur Halldóru Baldursdóttur,
f. 22.12. 1952. Þau eiga þrjú börn
og fjögur barnabörn. Eygló Krist-
ín, f. 1.9. 1953. Hún á eina dóttur
og tvö barnabörn. Þórstína Hlín,
f. 27.6. 1964. Sambýlismaður
hennar er Ingvi Rafn Guðmunds-
son, f. 22.11. 1963. Hún var áður
gift Jóni Gunnarssyni, f. 28.2.
1966, og eiga þau fjóra syni.
Elskulegur tengdafaðir og faðir
er látinn eftir nokkuð erfiða
sjúkralegu. Eftir sitja minningar
um léttlyndan, lífsglaðan mann. Í
öllum samskiptum okkar var
glettnin í fyrirrúmi og tilsvörin á
hraðbergi, snögg og létt og svip-
urinn sposkur, sem náði allt til
augnanna.
Síðustu misserin fjarlægðist
hann okkur en alltaf þegar við
heimsóttum hann var hann glaður
að sjá okkur og þakkaði kærlega
fyrir komuna að heimsókn lokinni.
Það rifjast upp einstakar sam-
verustundir eins og við uppvaskið
í jólaboðunum á Heiðarvegi 2, en
það var á hans ábyrgð í áraraðir
og ekki var slegið slöku við.
Við minnumst heimsókna hans
þar sem kaffibolli var þeginn og
lögð á ráðin um sjóferð með lín-
ustubb eða færi.
Þegar við hjónin fylgdum hon-
um til London í hjartaaðgerð var
undravert að fylgjast með batan-
um. Strax á fyrsta degi skellti
hann sér í stigann fræga á spít-
alanum og vakti það sérstaka
undrun starfsfólks hve fljótt hann
fjölgaði ferðunum. Líklega var
það einmitt sú ákefð hans sem
stjórnaði því hve vel gekk í end-
urhæfingunni. Í mörg ár á eftir
var hann sígangandi, inn í land og
út á Haga svo lengi sem heilsan
leyfði.
Á langri ævi hefur ýmislegt
drifið á dagana. Sumt þekkjum við
en annað ekki. Við vitum að hann
þurfti stöðugt að hafa verk að
vinna. Þegar vinnunni á Vega-
gerðinni lauk var nóg að dunda við
í bílskúrnum. Þar þurfti að dytta
að bílnum og bátnum eða verka
þann fisk sem svo kappsamlega
var aflað á litlu skektunni.
En vænst þótti honum um starf
það sem hann vann fyrir kirkjuna
sína, þar sem hann var meðhjálp-
ari svo lengi.
En að langri vegferð lokinni
trúum við að hann sé hvíldinni feg-
inn. Á sama hátt og sólin baðaði
fjörðinn, sem honum þótti svo
endalaust vænt um, hans síðasta
dag, trúum við að slík birta um-
vefji hann þar sem hann er núna.
Við þökkum fyrir að hafa átt
þig að og biðjum góðan guð að
styrkja mömmu í sorg hennar.
Halldóra og Hilmar.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Í dag kveð ég besta mann sem
ég hef þekkt um ævina, afa minn.
Þú varst þúsundþjalasmiður og
afastelpu þótti þú vera ofurhetja,
geta allt og kunna allt.
Aldrei þurfti ég að panta tíma
hjá þér. Þú hafðir alltaf lausa
stund til að spjalla, þó svo það
væri brjálað að gera hjá þér.
Þú leyfðir mér að þvælast með
þér þegar þú varst að stússa í
garðinum, bílskúrnum eða að und-
irbúa kirkjuna fyrir messu og lést
blaðrið eða sönglið í mér aldrei
fara í taugarnar á þér. Þú kenndir
mér að reima skóna mína, keyra
bíl, að veiða fisk og svo ótal, ótal
margt.
Þú tókst mig oft með þér þegar
þú fórst á sjó að veiða í soðið og
mér leið eins og ég væri mikilvæg-
asta manneskja í heimi þegar þú
tilkynntir mér að ég væri aflakló
og þú myndir ekki veiða neitt ef ég
væri ekki með.
Þú varst snillingur að stappa í
mig stálinu og róaðir mig alltaf
þegar ég var að fara yfir um af
prófkvíða í skóla og var viss um að
ég myndi falla. „Þú gerir bara eins
vel og þú getur elskan mín, þetta
verður allt í lagi, þú getur þetta al-
veg,“ sagðir þú alltaf. Og auðvitað
hafði afi rétt fyrir sér.
Ein notalegasta minningin frá
því þegar ég var lítil er þegar allir
fóru heim í hádeginu úr vinnunni.
Þú, amma, mamma og Stína og
svo auðvitað ég af leikskólanum,
allir borðuðu matinn saman og síð-
an lögðum við afi okkur í sófanum
og hlustuðum á fréttirnar og veðr-
ið. Þá var aldrei neinn að flýta sér
og hádegið var heil eilífð.
Þú spjallaðir stundum við mig
um dauðann og sagðir við mig:
„Það eina sem við vitum að gerist í
þessu lífi er að við deyjum. Það er
bara gangur lífsins, elskan mín.“
Ég fór þá alltaf að væla og þú
sagðir að það væri til lítils að
skæla, lífið væri bara svona.
Nú er kominn tími til að kveðja
þig, elsku afi. Þú varst einstakur
maður og pabbalaust stelpuskott
var lánsamt að hafa átt þig að þeg-
ar það var að alast upp. Ég vildi
óska að öll börn gætu upplifað það
að eiga svona afa eins og þú varst.
Þúsund þakkir fyrir allt. Hvíldu
í friði.
Hlín afastelpa.
Elsku afi minn.
Á erfiðum tímum koma upp í
hugann ótal minningar. Ég hef
ekki verið þekktur fyrir að muna
margt frá því ég var lítill en samt
man ég ótrúlegustu hluti sem
tengjast þér. Þú kallaðir mig aldr-
ei annað en „nafni minn“, fyrir þér
var ég aldrei Sigurjón eða Sjonni,
ég var alltaf „nafni þinn“. Eitt af
því sem er mér mjög minnisstætt
varðandi jólin í æsku eru jólagjaf-
irnar sem við gáfum hvor öðrum.
Það var alltaf ein undir trénu okk-
ar „til nafna frá afa“ og önnur und-
ir ykkar tré sem ég hafði pakkað
inn og merkt „til afa frá nafna“.
Ein af fyrstu minningunum er frá
því ég var átta ára og kom heim
með gullpening af Austurlands-
móti í fótbolta. Ég man hvað ég
var spenntur að sýna afa pening-
inn. Þegar þú komst og ég sýndi
þér hann stoltur, þá sagðir þú að
þetta yrði sko alveg örugglega
ekki sá síðasti. Í hvert skipti sem
bættist í safnið þá hugsaði ég um
þessi orð þín. Annað atvik frá því
ég var um átta ára var þegar þú
hringdir og sagðir að ég þyrfti að
kíkja til ykkar ömmu niður á Heið-
arveg. Þegar ég mætti þá beið mín
standandi á stéttinni rautt og
glansandi þriggja gíra hjól, ég var
ekki lítið ánægður með fyrsta
gírahjólið mitt og það var sko frá
afa.
Þér leið sennilega hvergi betur
afi minn en úti á firði á litla ára-
bátnum þínum að veiða þorsk á
handfæri og ekki skemmdi fyrir ef
það slæddist ein og ein ýsa með.
Ég man ekki hvað ég var gamall
þegar ég fór að fara með þér en ég
var ekki mjög hár í loftinu og það
voru ófá skiptin sem við nafnarnir
sátum saman að skaki. Hvorugur
okkar er þekktur fyrir að tala of
mikið og því voru þessar stundir
ekki alltaf stundir margra orða.
Það var líka óþarfi því okkur leið
báðum vel, í góðu veðri úti á fal-
lega firðinum okkar, í góðum fé-
lagsskap. Ein sjóferð er mér sér-
staklega minnisstæð. Þá vorum
við að vitja um grásleppunet þeg-
ar skyndilega fór að hvessa. Við
drifum okkur af stað í land en á
leiðinni drapst á mótornum og þú
þurftir að róa undan veðrinu, upp í
fjöru sunnan við fjörðinn. Þar var
pabbi mættur til að sækja okkur
því að frést hafði að við værum í
vandræðum. Það var ekki nóg
með að þú færir á sjó og veiddir
mikið, heldur verkaðir þú allan
aflann í bílskúrnum, saltaðir og
sólþurrkaðir. Mjög oft þegar ég
kom til ykkar ömmu þá varst þú í
bílskúrnum í saltfiskverkun eða
úti að raða honum á grindur.
Ég held að ekki sé hægt að
finna þann einstakling sem er
meiri Reyðfirðingur en þú afi
minn, þér þótti svo vænt um fjörð-
inn þinn og byggðina. Sem betur
fer náðir þú að verða vitni að upp-
byggingunni á svæðinu, áður en
heilsan fór að gefa sig. Það leyndi
sér ekki hversu erfitt það var fyrir
þig þegar þú gast ekki lengur farið
á sjóinn, tekið rúntinn þinn út að
álveri og ekki lengur tekið fullan
þátt í samræðum vegna þess hve
heyrnin var orðin slæm.
Þú hefur nú fengið hvíldina
elsku afi minn og held ég að þú
sért henni dálítið feginn. Ég sakna
þín meira en orð fá lýst en minn-
ingarnar lifa og trúin á að þú sért á
góðum stað og þér líði nú betur,
léttir söknuðinn.
Takk fyrir allt.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurjón „nafni þinn“.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta,
hver saga forn er saga ný
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsson.)
Núna þegar ég kveð afa minn
streyma fram ótal minningar.
Minningar um afa sem var og afa
sem alltaf verður vegna okkar
sem munum hann. Í gegnum
minningarnar kynnist maður hon-
um upp á nýtt og man manninn
sem gerði æsku okkar og líf ríkara
vegna þess hvernig hann var. Þol-
inmóður, glaðlyndur, vandvirkur,
iðinn, glettinn, hlýr. Hinn full-
komni maður í augum þeirra sem
áttu hann að.
Tvö orð koma öðrum fremur í
hugann núna þegar afi hefur feng-
ið hvíldina sem hann beið svo lengi
eftir. Annað þeirra er þakklæti.
Þakklæti fyrir allar stundirnar
sem við áttum bæði tveir saman
og ekki síður þær sem við deildum
með ömmu eða allri stórfjölskyld-
unni. Þakklæti fyrir allt sem hann
gerði fyrir mig. Þakklæti fyrir að
fá að eiga fyrirmynd eins og hann.
Hitt orðið er stolt. Frá því ég
fyrst man eftir mér hef ég verið
stoltur af því að eiga hann að afa.
Stoltur vegna þess hvernig hann
var. Stoltur vegna þess hvernig
hann spilaði úr lífi sínu. Og ekki
síst. Stoltur vegna þess hvernig
talað var um hann af þeim sem
þekktu hann og störfuðu með hon-
um, hvort sem það var í starfi eða í
félagsstörfum.
Óafvitandi hef ég á svo margan
hátt fetað veginn hans. Ég hef alla
tíð verið talsvert mikið í samskipt-
um við afa og ömmu. Sótti þangað
í ró og frið frá fjörugum yngri
bræðrum. Þau gáfu mér trúna og
afi hjálpaði mér að rækta hana. Ef
ég óskaði eftir því fékk ég að
fylgja honum til messu, en hann
var meðhjálpari við Reyðarfjarð-
arkirkju í aldarfjórðung. Þar sat
ég við hliðina á honum við endann
á þriðja bekk til hægri. Eftir
messuna fékk ég síðan það verk-
efni að taka saman sálmabækurn-
ar meðan afi slökkti á kertunum
og gætti þess að allt væri í röð og
reglu. Á eftir fórum við svo heim
til ömmu og drukkum þar sunnu-
dagskaffið. Með þessu gaf hann
litlum dreng tækifæri til að rækta
með sér trú. Það verður aldrei
fullþakkað.
En afi var svo margt fleira.
Hann var líka afi sem tók mann
með í sendiferðir fyrir ömmu, afi
sem hændi að sér smáfugla svo
garðurinn fylltist þegar hann gaf
þeim brauðmola, afi sem kenndi
manni að umgangast íslenska fán-
ann, afi sem gerði að fiski í bíl-
skúrnum, afi sem rökræddi við há-
degisfréttirnar í útvarpinu, afi
sem gerði matnum sínum svo góð
skil að varla þurfti að vaska upp
diskinn hans, afi sem bauð litlum
strák með sér á sjó svo honum
fannst hann allur stærri á meðan.
Við höfum fengið að njóta sam-
vista við afa í langan tíma. Nú er
hins vegar komið að því að sleppa
af honum hendinni því ferðalagið á
betri stað sem hefur lengi verið í
undirbúningi hefst nú fyrir alvöru.
Á þeim tímamótum getum við sem
eftir stöndum ekki annað en þakk-
að allt sem afi hefur verið okkur
og ekki síður það fordæmi sem
hann skilur eftir sig. Hans veg
getur hver sem er verið stoltur að
feta.
Guð blessi minningu hans og
gefi honum frið.
Gunnar Ragnar Jónsson.
Guðjón Sigurjón Ólason
Fleiri minningargreinar
um Guðjón Sigurjón Óla-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkæri maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, tengdasonur og bróðir,
MAGNÚS INGVAR ÁGÚSTSSON,
Hrísrima 31,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 4. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. mars
kl. 15.00.
Hjördís Hafsteinsdóttir,
Berglind Magnúsdóttir, Heimir Jónasson,
Auður Magnúsdóttir,
Ágúst Magnússon, Áslaug María Sigurbjargardóttir,
Stella Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og systkini.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GRÉTA HALLDÓRS,
Bakkahlíð 39,
Akureyri,
lést á heimili sínu laugardaginn 3. mars.
Helga Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Þór Guðjónsson,
Árni V. Kristjánsson, Ragnheiður Skúladóttir,
Sverrir Þór Kristjánsson, Guðrún Hörn Stefánsdóttir,
Margrét Jónína Kristjánsdóttir, Páll Pálsson,
Kristján Ísak Kristjánsson, Sigríður G. Pálmadóttir,
Gunnar Freyr Kristjánsson, Margrét Dögg Bjarnadóttir,
Elín Íslaug Kristjánsdóttir, Kristinn Ágúst Ingólfsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EMILÍA BENEDIKTA HELGADÓTTIR
frá Felli í Breiðdal,
sem lést á heimili sínu að Seljahlíð í Reykja-
vík föstudaginn 2. mars, verður jarðsungin
frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, föstu-
daginn 9. mars kl. 13.00.
Helgi Guðmundsson, Anný Helgadóttir,
Esther Sigurðardóttir,
Ásgrímur Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir,
Guðrún Björg Guðmundsdóttir, Gísli Sváfnisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG KRISTBJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR,
andaðist á Landspítala Landakoti þriðju-
daginn 6. mars.
Guðlaug verður jarðsungin frá Eskifjarðar-
kirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00.
Við færum sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Björk Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson,
Kristinn Aðalsteinsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir,
Elfar Aðalsteins, Anna María Pitt,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Neðstaleiti 6,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þriðjudaginn 6. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. mars
kl. 15.00.
Sigurður Viggó Grétarsson, Erna Björnsdóttir,
Árni Grétarsson, Lene Salling,
Bjarni Grétarsson,
Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
THEODÓR ÁRNI EMANÚELSSON,
Grundarbraut 18,
Ólafsvík,
lést af slysförum föstudaginn 2. mars á
heimili sínu.
Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 10. mars kl. 14.00.
Jarðsett verður á Búðum.
Emanúel Ragnarsson,
Magnús Guðni Emanúelsson, Lára Hallveig Lárusdóttir,
Unnur Emanúelsdóttir
og systkinabörn.