Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 6

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is • OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, Lau frá kl. 11-17 og sun frá kl. 13-16 Shape by Nature bedding MJÚKUR • Alhliða heilsukoddi ShapeComfort kr. 4.900,- ÞÉTTUR • Ótrúlega þægilegur ShapeClassic kr. 5.900,- STUÐNINGS LAG • Veitir réttan stuðning ShapeOriginal kr. 8.900,- Shape heilsukoddarnir gefa þann stuðning og þægindi sem tryggja þér góða næturhvíld. Shape heilsukoddarnir eru gerðir úr byltingarkenndu Visco-Elastic þrýstijöfnunarefni. Shape heilsukoddarnir tryggja að höfuð þitt er í náttúrulegri svefnstöðu og létta því á öxlum. Byltingarkennda Shape Visco-Elastic þrýstijöfnunarefnið tryggir góða öndun í heilsukoddanum. AloeVera áklæði fyrir einstaka mýkt og öndun. Komdu núna ! Þ egar ég fermdist í Silfrastaðakirkju í Skagafirði vorið 1989 var ég full efasemda. Fannst ég varla hafa öðlast þann skilning á trúarlífinu að ég gæti tekið svo stóra ákvörð- un sem fermingin alltaf er. En á endanum ákvað ég að stíga þetta skref og sé ekki eftir því. Þetta var ákvörðun sem markaði skil og þegar í framhaldsskóla ákvað ég svo að leggja guðfræðina fyrir mig,“ segir sr. Sigríður Gunn- arsdóttir, sóknarprestur á Sauð- árkróki. Dýrmætir dagar Alls 32 börn fermast á Krókn- um þetta vorið. Fræðslan hefur staðið yfir alveg frá því í ágúst- lok, hefðinni samkvæmt hófst hún á því að þorri fermingarbarna í Skagafirði og Húnavatnssýslum – nærri 100 krakkar – fór með prestunum sínum í fimm daga námskeið i Vatnaskógi. „Dagarnir í Vatnaskógi eru afskaplega dýr- mætur tími; nám og leikur í rétt- um hlutföllum auk þess sem þarna gefst gott tækifæri til að kynnast krökkunum, viðhorfum þeirra og væntingum,“ segir Sig- ríður sem hefur þjónað sem prestur á Króknum síðastliðin fimm ár. „Fermingarundirbúningurinn er með talsvert öðrum hætti úti á landi en fyrir sunnan gæti ég ímyndað mér. Þegar ég var í guð- fræðideildinni starfaði ég vetr- arlangt sem fræðari ferming- arbarna í stórri sókn í borginni, enda komust prestarnir þar ekki nema að litlu leyti yfir að sinna fræðslunni jafnhliða öðrum anna- sömum störfum. Úti á landi þykir hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að prestarnir hafi þetta starf með höndum enda ekki annað í boði, og þar ræður einfaldlega stærð safnaðanna,“ segir Sigríður sem finnst það auðvelda ferming- arfræðsluna á Króknum mjög hve gott samstarf sé við stjórnendur grunnskóla bæjarins, Árskóla. „Ég finn fyrir miklum velvilja í skólanum. Þarna eru alls ekki þessar girðingar milli skóla og kirkju sem hefur víða verið komið upp, til dæmis í Reykjavík. Þess hafa líka verið dæmi að eigi ferm- ingarbörn einhverra aðstæðna vegna ekki möguleika á að kom- ast í safnaðarheimilið, þar sem fermingarfræðslan alla jafna fer fram, þá hef ég fengið að vera í grunnskólanum. Þetta samstarf finnst mér alveg frábært enda er það allra hagur.“ Alls 35 ár eru síðan kennslubókin Líf með Jesú var fyrst notuð í ferming- arfræðslu hér á landi. Höfundur bókarinnar, Jan Carlquist, er sænskur en það voru svo bræð- urnir Einar og Karl Sigurbjörns- synir sem þýddu bókina og stað- færðu. Þúsundir íslenskra fermingarbarna í meira en heila kynslóð hafa því kynnst þessari bók sem hefur reynst vel. „Að vísu hefur þessi bók verið heldur á undanhaldi síðustu árin og margir prestar eru komnir með annað efni. Ég hef hins veg- ar haldið mig við þessa bók, enda finnst mér þurfa að vera kjöt á beinunum í svona bókum. Eitt- hvað sem stendur eftir og er dýr- mætt að krakkarnir læri. Líf með Jesú er bók sem stendur undir væntingum að því leyti,“ segir Siguríður sem finnst að börnin komi inn í fermingarfræðsluna með afar ólíkan bakgrunn. Sum þeirra hafi kynnst bænalífi og kirkjusókn, séu handgengin helgi- haldi og fyrir vikið hafi þau for- skot þegar að fermingar- fræðslunni kemur. Þess séu svo líka dæmi að börnin hafi lítil sem engin kynni af þeim menningar- arfi og lífi sem kristinni trú fylgi. Fræðist en fermist ekki „Auðvitað vil ég að sem flest börn fermist, þó ég hafi líka alveg skilning á því ef krakkarnir með foreldrum sínum taka aðra af- stöðu. Til dæmis er ein stúlka í hópnum sem ætlar ekki að ferm- ast en hefur eigi að síður mætt í alla tímana í fermingarfræðslunni, einfaldlega til þess að kynna sér hina kristnu trú. Mér finnst sú af- staða mjög virðingarverð,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir. „Og þá komum við að ferming- unni sjálfri og inntaki hennar, sem er eðlilega að Jesús verði að merkingarbærri persónu í lífi hvers og eins og boðskapur hans eitthvað sem skiptir máli. Einmitt þá hlýtur kærleikurinn að vera virkur í verki og svo efinn hin hliðin á peningnum þegar kemur að trúmálum. Spyrja spurninga um allt og taka ekki afstöðu nema spyrja spurninga. Mér finnst sömuleiðis mikilvægt að trúin verði eðlilegur hluti af lífi ung- mennanna og þau verði hand- gengin kristindómnum með því að biðja bænir og iðka trú sína. Það skipir svo sannarlega máli.“ sbs@mbl.is Jesús verði merkingarbær persóna Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson Króksklerkur „Fannst ég varla hafa öðlast þann skilning á trúarlífinu að ég gæti tekið svo stóra ákvörðun sem fermingin alltaf er. En á endanum ákvað ég að stíga þetta skref,“ segir sr. Sigríður Gunnarsdóttir. ’Þess hafa líka veriðdæmi að eigi ferm-ingarbörn einhverra að-stæðna vegna ekkimöguleika á að komast í safnaðarheimilið, þar sem fermingarfræðslan alla jafna fer fram, þá hef ég fengið að vera í grunnskólanum. Þetta samstarf finnst mér al- veg frábært Börnin verði handgengin kristindómnum, segir sr. Sigríð- ur Gunnarsdóttir á Sauðárkróki. 32 börn þar í vor. Gott samstarf kirkju og skóla. Börn með ólíkan bakgrunn. Bókin Líf með Jesú stendur alltaf undir væntingum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Guðshús Sauðárkrókskirkja er falleg og setur sterkan svip á bæinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.