Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is • OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, Lau frá kl. 11-17 og sun frá kl. 13-16 Shape by Nature bedding MJÚKUR • Alhliða heilsukoddi ShapeComfort kr. 4.900,- ÞÉTTUR • Ótrúlega þægilegur ShapeClassic kr. 5.900,- STUÐNINGS LAG • Veitir réttan stuðning ShapeOriginal kr. 8.900,- Shape heilsukoddarnir gefa þann stuðning og þægindi sem tryggja þér góða næturhvíld. Shape heilsukoddarnir eru gerðir úr byltingarkenndu Visco-Elastic þrýstijöfnunarefni. Shape heilsukoddarnir tryggja að höfuð þitt er í náttúrulegri svefnstöðu og létta því á öxlum. Byltingarkennda Shape Visco-Elastic þrýstijöfnunarefnið tryggir góða öndun í heilsukoddanum. AloeVera áklæði fyrir einstaka mýkt og öndun. Komdu núna ! Þ egar ég fermdist í Silfrastaðakirkju í Skagafirði vorið 1989 var ég full efasemda. Fannst ég varla hafa öðlast þann skilning á trúarlífinu að ég gæti tekið svo stóra ákvörð- un sem fermingin alltaf er. En á endanum ákvað ég að stíga þetta skref og sé ekki eftir því. Þetta var ákvörðun sem markaði skil og þegar í framhaldsskóla ákvað ég svo að leggja guðfræðina fyrir mig,“ segir sr. Sigríður Gunn- arsdóttir, sóknarprestur á Sauð- árkróki. Dýrmætir dagar Alls 32 börn fermast á Krókn- um þetta vorið. Fræðslan hefur staðið yfir alveg frá því í ágúst- lok, hefðinni samkvæmt hófst hún á því að þorri fermingarbarna í Skagafirði og Húnavatnssýslum – nærri 100 krakkar – fór með prestunum sínum í fimm daga námskeið i Vatnaskógi. „Dagarnir í Vatnaskógi eru afskaplega dýr- mætur tími; nám og leikur í rétt- um hlutföllum auk þess sem þarna gefst gott tækifæri til að kynnast krökkunum, viðhorfum þeirra og væntingum,“ segir Sig- ríður sem hefur þjónað sem prestur á Króknum síðastliðin fimm ár. „Fermingarundirbúningurinn er með talsvert öðrum hætti úti á landi en fyrir sunnan gæti ég ímyndað mér. Þegar ég var í guð- fræðideildinni starfaði ég vetr- arlangt sem fræðari ferming- arbarna í stórri sókn í borginni, enda komust prestarnir þar ekki nema að litlu leyti yfir að sinna fræðslunni jafnhliða öðrum anna- sömum störfum. Úti á landi þykir hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að prestarnir hafi þetta starf með höndum enda ekki annað í boði, og þar ræður einfaldlega stærð safnaðanna,“ segir Sigríður sem finnst það auðvelda ferming- arfræðsluna á Króknum mjög hve gott samstarf sé við stjórnendur grunnskóla bæjarins, Árskóla. „Ég finn fyrir miklum velvilja í skólanum. Þarna eru alls ekki þessar girðingar milli skóla og kirkju sem hefur víða verið komið upp, til dæmis í Reykjavík. Þess hafa líka verið dæmi að eigi ferm- ingarbörn einhverra aðstæðna vegna ekki möguleika á að kom- ast í safnaðarheimilið, þar sem fermingarfræðslan alla jafna fer fram, þá hef ég fengið að vera í grunnskólanum. Þetta samstarf finnst mér alveg frábært enda er það allra hagur.“ Alls 35 ár eru síðan kennslubókin Líf með Jesú var fyrst notuð í ferming- arfræðslu hér á landi. Höfundur bókarinnar, Jan Carlquist, er sænskur en það voru svo bræð- urnir Einar og Karl Sigurbjörns- synir sem þýddu bókina og stað- færðu. Þúsundir íslenskra fermingarbarna í meira en heila kynslóð hafa því kynnst þessari bók sem hefur reynst vel. „Að vísu hefur þessi bók verið heldur á undanhaldi síðustu árin og margir prestar eru komnir með annað efni. Ég hef hins veg- ar haldið mig við þessa bók, enda finnst mér þurfa að vera kjöt á beinunum í svona bókum. Eitt- hvað sem stendur eftir og er dýr- mætt að krakkarnir læri. Líf með Jesú er bók sem stendur undir væntingum að því leyti,“ segir Siguríður sem finnst að börnin komi inn í fermingarfræðsluna með afar ólíkan bakgrunn. Sum þeirra hafi kynnst bænalífi og kirkjusókn, séu handgengin helgi- haldi og fyrir vikið hafi þau for- skot þegar að fermingar- fræðslunni kemur. Þess séu svo líka dæmi að börnin hafi lítil sem engin kynni af þeim menningar- arfi og lífi sem kristinni trú fylgi. Fræðist en fermist ekki „Auðvitað vil ég að sem flest börn fermist, þó ég hafi líka alveg skilning á því ef krakkarnir með foreldrum sínum taka aðra af- stöðu. Til dæmis er ein stúlka í hópnum sem ætlar ekki að ferm- ast en hefur eigi að síður mætt í alla tímana í fermingarfræðslunni, einfaldlega til þess að kynna sér hina kristnu trú. Mér finnst sú af- staða mjög virðingarverð,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir. „Og þá komum við að ferming- unni sjálfri og inntaki hennar, sem er eðlilega að Jesús verði að merkingarbærri persónu í lífi hvers og eins og boðskapur hans eitthvað sem skiptir máli. Einmitt þá hlýtur kærleikurinn að vera virkur í verki og svo efinn hin hliðin á peningnum þegar kemur að trúmálum. Spyrja spurninga um allt og taka ekki afstöðu nema spyrja spurninga. Mér finnst sömuleiðis mikilvægt að trúin verði eðlilegur hluti af lífi ung- mennanna og þau verði hand- gengin kristindómnum með því að biðja bænir og iðka trú sína. Það skipir svo sannarlega máli.“ sbs@mbl.is Jesús verði merkingarbær persóna Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson Króksklerkur „Fannst ég varla hafa öðlast þann skilning á trúarlífinu að ég gæti tekið svo stóra ákvörðun sem fermingin alltaf er. En á endanum ákvað ég að stíga þetta skref,“ segir sr. Sigríður Gunnarsdóttir. ’Þess hafa líka veriðdæmi að eigi ferm-ingarbörn einhverra að-stæðna vegna ekkimöguleika á að komast í safnaðarheimilið, þar sem fermingarfræðslan alla jafna fer fram, þá hef ég fengið að vera í grunnskólanum. Þetta samstarf finnst mér al- veg frábært Börnin verði handgengin kristindómnum, segir sr. Sigríð- ur Gunnarsdóttir á Sauðárkróki. 32 börn þar í vor. Gott samstarf kirkju og skóla. Börn með ólíkan bakgrunn. Bókin Líf með Jesú stendur alltaf undir væntingum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Guðshús Sauðárkrókskirkja er falleg og setur sterkan svip á bæinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.