Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 4. A P R Í L 2 0 1 2
FARSÆLD
10CC VAR
ÓMEÐVITUÐ
ÞEGAR LJÓNS-
HJÖRTUN SIGRUÐU
AMERÍKU
Í NÚINU ER
HÆGT AÐ GERA
SITT BESTA
SUNNUDAGSMOGGINN HUGLEIÐSLUKENNARI 10MIKLIR SMELLASMIÐIR 51
Stofnað 1913 87. tölublað 100. árgangur
gerir grillmat að hreinu lostæti!
HANDHÆGARUMBÚÐIR
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorskur Þeir sem urðu fyrir skerðingu eigi
að njóta aukningarinnar.
„Núna er ekki gert ráð fyrir að
þeir sem tóku á sig skerðinguna
njóti aukningarinnar, nema að
hluta, þegar hún loksins kemur,“
segir Einar K. Guðfinnsson, alþing-
ismaður og fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra, um aukningu afla-
heimilda í þorski.
Einar segir að þetta hafi verið
rætt í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar sem hann átti sæti
í. Einnig segist hann hafa sagt
margoft á opinberum vettvangi að
þeir sem þyrftu að sæta skerðingu
á þorskkvóta myndu njóta aukning-
arinnar þegar til hennar kæmi.
„Það er einfaldlega þannig að til
þess að menn hafi hagsmuni af því
að ganga vel um auðlindina verða
menn líka að fá að njóta þess þegar
betur árar,“ segir Einar K. Guð-
finnsson. aij@mbl.is »6
Þeir sem urðu fyrir
skerðingu njóti
aukningarinnar
Kom Jóhönnu á óvart
» Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra vissi fyrst af
bréfi ESB er sagt var frá því í
fjölmiðlum í vikunni.
» Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra segist hafa reikn-
að með að þingmenn fylgdust
með málinu.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Við vorum mjög á einu máli um að
þetta væri fáheyrð ósvífni,“ segir
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra um þingflokksfund VG í gær
en báðir stjórnarflokkarnir boðuðu
til skyndifunda þar sem m.a. var
rætt bréf framkvæmdastjórnar ESB
um aðkomu þess að Icesave-deilu
fyrir EFTA-dómstólnum.
„Mér finnst full ástæða til þess að
setjast yfir endurskoðun á þessu við-
ræðuferli öllu,“ segir Ögmundur.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG, segir bréf ESB óhjákvæmilega
hafa áhrif á andrúmsloft samskipta
við Evrópusambandið.
„Mér finnst auðvitað að ríkis-
stjórnin öll eigi að segja af sér, en
klúður í þessu sambandi er í mínum
huga enn eitt kornið í þann mæli,“
segir Birgir Ármannsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, aðspurður
hvort utanríkisráðherra beri að
segja af sér embætti í ljósi þess að
honum láðist að hafa samráð við Al-
þingi um Icesavemálið en eins og
kom fram í fréttum í gær þá hafði
ráðherrann fengið að vita um áætl-
anir ESB í þeim efnum með bréfi
dagsettu hinn 27. mars sl. Birgir tel-
ur að ljóst sé að endurskoða þurfi að-
ildarviðræðurnar. „Það er annað-
hvort barnaskapur eða hreinn
blekkingaleikur ef menn halda því
fram að þessi fjandsamlega aðgerð
af hálfu ESB hafi engin áhrif á aðild-
arviðræðurnar,“ segir Birgir.
Endurskoði aðildarviðræður
Kallað eftir afsögn ríkisstjórnarinnar vegna viðbragða við bréfi ESB For-
maður VG segir bréfið hafa áhrif á samskiptin Skyndifundir í þingflokkunum
MAðkoma ESB að Icesave »2,4
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Makríldeilan og inngrip fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins í Icesave-deiluna hafa aukið á
titringinn á meðal óbreyttra flokks-
manna VG á landsbyggðinni sem ótt-
ast áhrif aðildarviðræðna við ESB á
útkomuna í næstu kosningum. VG
fékk 14 þingsæti eftir kosningarnar í
apríl 2009 og komu þar af níu frá
kjördæmunum fjórum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Ölver Guðnason,
meðstjórnandi VG á Austurlandi,
segir tvö þing-
sæti þar í hættu.
„Við fengum þrjá
þingmenn. Við
fáum kannski
einn í næstu
kosningum.
Þessi flokkur er alveg búinn hérna,“
segir Ölver.
„Eins og þorskastríðin“
Sigurbergur Árnason, formaður
VG í Hafnarfirði, segir aðkomu
framkvæmdastjórnar ESB að Ice-
save-deilunni valda straumhvörfum í
baráttunni gegn aðild. „Ég hef enga
trú á að Evrópumálin verði til traf-
ala. Það er annar aðili sem mun taka
þann glæp af öllum. Ég hef trú á því
að ESB sé sjálft að klúðra því ferli
með aðkomu sinni að Icesave-málinu
núna. Ég held að þetta verði eins og
þorskastríðin, að allir Íslendingar
muni sameinast.“
Rætt er við þrjá aðra formenn
svæðisfélaga Vinstri grænna á
landsbyggðinni í Morgunblaðinu í
dag og gera þeir allir kröfu um að
Evrópumálin verði gerð upp í næstu
þingkosningum. »14
Krafa um uppgjör hjá VG
Aukinn titringur vegna inngrips ESB í Icesave-deilunni
Jóhannes V. Reynisson naut aðstoðar frá Karla-
kórnum Þröstum í gær við að mála nagla fyrir
Bláa naglann, átak til vitundarvakningar um
blöðruhálskrabbamein. Þeir verða síðar seldir til
að safna fyrir geislalækningatæki á Landspít-
alanum. „Þetta eru hörkuduglegir menn og okk-
ur tókst að mála 14.300 nagla á 45 mínútum,“
segir Jóhannes en upplagið er 60 þúsund stykki.
Naglarnir fara í sölu 19. apríl nk.
Hörkuduglegir naglar máluðu 14.300 nagla bláa
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Af öllu því áli
sem hefur verið
búið til frá því
það var fyrst
framleitt árið
1888 hafa 75% af
því verið endur-
unnin eða eru
enn í notkun.
Þetta segir
Rosa Garcia Pineiro, fram-
kvæmdastjóri umhverfis-, heil-
brigðis- og öryggismála frumfram-
leiðslu Alcoa í Evrópu. Þegar allt
ferlið sé skoðað frá upphafi til enda
sé álið umhverfisvænt að hennar
mati. borkur@mbl.is »24
75% allrar álfram-
leiðslu endurunnin