Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Mjólkursamsalan (MS), sem er af-
urðafyrirtæki í eigu íslenskra kúa-
bænda, hyggst á næstu mánuðum
ráðast í 1,5 til 2 milljarða fjárfest-
ingar og breytingar á skipulagi í
stærstu afurðastöðvum sínum. Fram
kemur í fréttatilkynningu að mark-
miðið sé að ná fram frekari hagræð-
ingu, sem ætlað er að skili sér í vöru-
verði til neytenda og hráefnisverði til
bænda, auk þess að skapa nýja
möguleika til að flytja út skyr, osta
og mysuafurðir.
Gert er ráð fyrir að endurnýja og
stækka ostaframleiðslu á Akureyri,
endurnýja framleiðslu á sýrðum
mjólkurvörum á Selfossi, færa sam-
an á Selfossi mjólkurpökkun sem
hefur verið þar og í Reykjavík og
endurnýja ostapökkun í Reykjavík
og byggja þar upp stóra birgða- og
dreifistöð.
Í tilkynningu er haft eftir Einari
Sigurðssyni, forstjóra félagsins, að
Mjólkursamsalan hafi „á undanförn-
um árum náð umtalsverðum árangri
í hagræðingu og sparnaði. Kostnað-
ur við söfnun, vinnslu og dreifingu
mjólkur og mjólkurafurða hefur ver-
ið lækkaður um 2 milljarða króna á
ársgrunni. Þessi ávinningur hefur
átt mestan þátt í að halda hér niðri
verði mjólkurvara á sama tíma og
eldsneytisverð, orkuverð, erlend að-
föng og hráefnisverð til bænda hefur
hækkað verulega.“
Með því að setja nýjar mjólkur-
pökkunarvélar niður á Selfossi skap-
ast möguleikar til að byggja upp
stóra birgða- og dreifistöð í núver-
andi húsnæði félagsins á Bitruhálsi.
Markmið félagsins er að þessum
breytingum verði lokið fyrir mitt ár
2013. Gert er ráð fyrir að breyting-
arnar í starfseminni leiði til þess að á
nokkrum misserum verði fækkun í
starfsliði Mjólkursamsölunnar, sem
mest kemur fram í Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn
MS Byggja á stóra birgða- og dreifistöð í húsnæði félagsins á Bitruhálsi.
MS ræðst í milljarða
króna fjárfestingu
Þrátt fyrir að meðalgengi erlendra
gjaldmiðla hafi hækkað á milli fimm
og sex prósent gagnvart íslensku
krónunni á síðustu tólf mánuðum þá
hafa helstu hækkunarliðir neyslu-
verðsvísitölunnar á sama tíma verið
innlendir. Þetta kemur fram í Vís-
bendingu, vikuriti um viðskipti og
efnahagsmál, en þar segir að í ljósi
þess að tólf mánaða verðbólga á
EES-svæðinu er 2,9%, borið saman
við 6,4% á Íslandi, þá hefði mátt ætla
að erlendar vörur hefðu hækkað um
8,5%. Reyndin sé hins vegar önnur.
Þótt hækkun á bensínverði, sem
má rekja að stærstum hluta til verð-
hækkana erlendis, hafi verið um
13% á undanförnum tólf mánuðum
þá hefur sú hækkun verið meiri í
prósentum talið erlendis en sem
nemur hækkuninni á Íslandi.
Það vekur aftur á móti athygli,
segir í grein Vísbendingar, hvaða
liðir hækka mest fyrir utan bensínið.
Opinber þjónusta hækkaði um
11,1%, búvörur um 9% og þjónusta
almennt um 7,4%. Helstu hækk-
unarliðirnir eru því allir innlendir
og er hækkunin umfram það sem
tólf mánaða verðbólga mældist yfir
sama tímabil. Með öðrum orðum
virðist verðbólgan því ekki vera inn-
flutt, eins og svo oft áður, heldur
fremur beinlínis upprunnin á Ís-
landi.
Vísbending bendir ennfremur á
að það veki sérstaka athygli að er-
lendar mat- og drykkjarvörur hafa
ekki hækkað á síðastliðnu ári sem
neinu nemur. Þetta þýðir því að er-
lendir birgjar, innflytjendur og smá-
salar, hafa tekið á sig þá 8-9% hækk-
un sem hefði að öðrum kosti átt að
falla á neytendur ef aðeins er litið á
veikingu krónunnar og erlendar
verðhækkanir. hordur@mbl.is
Tólf mánaða hækkun á helstu vöruflokkum
á Íslandi mars 2011-12
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
Bú
vö
ru
r á
n
gr
æ
nm
et
is
Gr
æ
nm
et
i (
in
nl
en
t o
g i
nn
flu
tt)
Að
ra
r i
nn
len
da
rm
at
v.
Að
ra
r i
nn
len
da
r v
ör
ur
In
nfl
.m
at
- o
g d
ry
kk
jar
vö
ru
r
Ný
r b
íll
og
va
ra
hl
ut
ir
Be
ns
ín
In
nfl
ut
ta
r v
ör
ur
að
ra
r
Áf
en
gi
og
tó
ba
k
Hú
sn
æ
ði
Op
in
be
r þ
jó
nu
st
a
Ön
nu
r þ
jó
nu
st
a
Heimild: Vísbending - vikurit um viðskipti og efnahagsmál
Verðbólgan er
ekki innflutt
Cosmetic without limits
Facial Mask
www.casmara.is
Snyrtivörumerkið Casmara
með sinn heimsþekkta
“Gummí mask” leitar að
nýjum umboðs og dreifin-
garaðila fyri Ísland.
Möguleikarnir og
tækifærin eru gífurlega
spennandi fyrir fyrirtæki
eða aðila sem hefur
vilja og áhuga.
Vörurnar hafa fengist
á Íslandi í nokkur ár
og eru því þekktar.
Nánari upplýsingar
info@casmara.is
0046 70 44 55 300
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111