Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Á þessu ári eru 250 ár frá fæð- ingu Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings. Minning Sveins er heiðruð með því að dagur umhverf- isins er haldin ár hvert 25. apríl. Af- mælisins verður minnst með ýmsum hætti. 24. apríl verður haldið mál- þing í Háskóla Íslands þar sem fræðimenn fara yfir hin margvíslegu störf Sveins. Á afmælisdaginn mun síðan umhverfisráðherra afhjúpa minnis- varða í Vík sem Mýrdalshreppur hefur látið reisa og i kjölfarið verður haldin hátíðardagskrá í Leikskálum í Vík. Þó að kalt sé í veðri má sjá ýmis merki þess að vorið sé í nánd, fuglarnir streyma til landsins og grænn litur er kominn á tún og eitt og eitt lamb er farið að fæðast í heiminn. Víkurprjón var nýlega selt nýj- um aðilum, Drífu í Garðabæ. Ekki eru áætlaðar neinar meiriháttar breytingar á fyrirtækinu.    Karlakór Vestur-Skaftfell- inga er nú að ljúka öðru starfsári sínu með tónleikum í Vík, Kirkju- bæjarklaustri og á Hvolsvelli. Efnis- skráin er fjölbreytt allt frá hefð- bundnum karlakórslögum til eurovision-slagara. Félagar í kórn- um eru úr allri sýslunni og stjórn- endur þeir Kári Gestsson og Brian R. Haroldsson.    Félag sauðfjárbænda í Vestur- Skaftafellssýslu bauð sauðfjárbænd- um til kynningar og skemmtiferðar nú í byrjun apríl. Farið var í ullar- vinnslustöðina hjá Ístex í Mosfells- bæ og fengu bændur þar fræðslu um hvað verður um ullina af kindunum eftir að búið er að þvo hana. Síðan var skoðuð sauðfjársæð- ingarstöð Suðurlands og hrútakost- ur hennar, ásamt stórglæsilegu hesthúsi sem áður hýsti nautaupp- eldisstöðina. Að lokum voru svo Jöt- unvélar á Selfossi skoðaðar en þar var hópnum boðið til glæsilegs kvöldverðar. Móttökur allra þessara aðila sem voru heimsóttir voru til mikillar fyrirmyndar.    Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu er um þessar mundir að reisa 172 fermetra stálgrinda- skemmu sem verður klædd með yleiningum og mun húsið gjörbreyta allri aðstöðu sveitarinnar. Minnast 250 ára afmælis Sveins Pálssonar læknis Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýtt hús Björgunarsveitarmenn í Skaftártungu eru að reisa 172 fer- metra stálgrindaskemmu sem mun gjörbreyta allri aðstöðu sveitarinnar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Eimskip Íslands ehf. átti lægsta til- boðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í gær. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf. með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem opnuð eru tilboð í rekstur ferjunnar, en ekkert tilboðanna upp- fyllti kröfur Vegagerðarinnar að fullu og því var efnt til seinni opnunar og tilboðsgjöfum gefið færi á að bæta úr formgöllum tilboðanna og þess vegna að breyta tilboðsupphæðinni sem þau og gerðu. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboð- um: Sæferðir, Samskip og Eimskip. Á vef Eyjafrétta segir að Eimskip hafi boðið tæpa 681 milljón króna. Athygli vekur að tilboð Eimskips nú er 178 milljón krónum lægra en í fyrstu opn- un tilboða. Sæferðir ehf. sendi inn tilboð upp á 903 milljón krónur og tvö frávikstil- boð upp á 855 milljónir og 772 millj- ónir. Samskip sendi inn tilboð upp á 755 milljón krónur en áætlaður verk- takakostnaður var tæpar 832 milljón- ir. Til samanburðar hljóðaði fyrsta til- boð Samskipa upp á 602 milljónir, tilboð Eimskips var upp á 859 millj- ónir og tvö frávikstilboð upp á 839 og 858 milljónir. Sæferðir buðu 903 millj- ónir í reksturinn, eins og nú, og tvö frávikstilboð upp á 821 og 876 milljón króna. Eimskip hefur séð um rekstur Herjólfs síðustu ár, en Samskip voru áður með rekstur ferjunnar. Eimskip bauð lægst í Herjólf Skúli Hansen skulih@mbl.is „Inni í spurningunni sjálfri er undir- liggjandi staðhæfing sem stenst ekki. Sú undirliggjandi staðhæfing er í þá veru að þáttagerðarmenn á RÚV séu að gefa út yfirlýsingar eða lýsa skoð- unum sínum í pólítískum deilumálum á opinberum vettvangi og síðan að stjórna þáttum sem að fjalla um þessi sömu deilumál,“ segir Páll Magnús- son, útvarpsstjóri, spurður út í nið- urstöður könnunar sem greint var frá í grein Bergþórs Ólasonar í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Að sögn Páls er umrædd staðhæf- ing gefin í könnuninni og síðan spurt hvort þetta sé eðlilegt. „Sjálfur myndi ég svara spurningunni eins og meiri- hluti þáttakenda hennar gerir, þ.e. „Nei, þetta væri óeðlilegt,““ segir Páll og bætir við: „Staðhæfingin sem ligg- ur inni í spurningunni er hinsvegar röng. Þáttargerðarmenn á RÚV ástunda það ekki að lýsa yfir skoð- unum sínum á opinberum vettvangi í deilumálum og fjalla síðan um sömu mál í þáttum sínum.“ Páll segir að þó svo að það komi hvergi berum orðum fram í grein Bergþórs þá virðist vera undirliggjandi að Bergþór hafi verið að tiltaka Egil Helgason og blogg sem hann heldur úti á vefsíðunni Eyjan.is. „Nú þyrfti þá að benda mér á þá staði í þessu bloggi þar sem Egill tekur af- stöðu með eða á móti einstökum deilu- málum í landinu,“ segir Páll og bendir á að yfirleitt sé Egill að vega á báða bóga í pólitískum deilumálum. Hins- vegar segir Páll að það megi leiða að því gild rök að það sé ekki við hæfi að þáttastjórnendur haldi úti bloggsíð- um af þessu tagi yfir höfuð, það séu bæði sjónarmið sem vegi með og á móti slíku. Gagnrýni skýtur skökku við Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að þingmennirn- ir Birgir Ármannsson og Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndu RÚV fyr- ir það að skoðanir starfsmanna þess hefðu stundum haft áhrif á umfjöllun. Að eigin sögn finnst Páli þessi gagn- rýni þeirra skjóta svolítið skökku við. „Aldrei hefur álit fólks á Alþingi og al- þingismönnum risið lægra heldur en í dag,“ segir Páll og bætir við að nú sé kastað steinum að RÚV sem njóti yf- irburðartrausts á meðal landsmanna. Gunnar Bragi sagði við Morgunblaðið sl. fimmtudag að hann teldi að RÚV hefði brugðist sem sjálfstæður, eða hlutlaus, fjölmiðill í mörgum stórum málefnum á Íslandi. Spurður út í þessi ummæli Gunnars segir Páll að ef þetta væri rétt þá ætti það að sjást á reglulegum mælingum á trúverðug- leika fjölmiðla. „Þetta kann að vera upplifun þingflokksformanns fram- sóknarmanna, ég dreg það ekki í efa, þetta er hinsvegar ekki upplifun al- mennings á Íslandi,“ segir Páll. Páll hafnar gagnrýni á starfsmenn RÚV Morgunblaðið/Árni Sæberg Traust Páll Magnússon segir RÚV njóta trauts á meðal landsmanna. Í tilefni 100 ára afmælis framhjágöngunnar, sem Þórbergur lýsir svo skemmtilega í Íslenskum aðli, býður Endurmenntun Háskóla Íslands upp á spennandi námskeið um þessa merkustu göngu íslenskra bókmennta. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444. FJÖRUGAR FRÁSAGNIR ÞÓRBERGS www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja, verður formlega afhent á þriðju- daginn kemur, 17. apríl. Skipið var smíðað í ASMAR-skipasmíðastöð- inni í Síle. Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, gerir ráð fyrir því að skipið leggi af stað í siglinguna heim til Íslands í næstu viku. Áætl- að er að siglingin taki um þrjár vik- ur. Þegar skipið kemur heim verð- ur farið að búa það veiðarfærum og stilla ýmsan búnað. „Það er heil- mikið sem þarf að gera til að koma skipinu í stand,“ sagði Stefán. Hann sagði að ef enn verður kolmunna- veiði þegar skipið kemur til lands- ins gæti vel verið að það yrði farinn einn túr á kolmunna til prufu. Skipstjóri verður Ólafur Ein- arsson og mun hann sigla skipinu heim ásamt áhöfn. gudni@mbl.is Ljósmynd/Eyþór Harðarson Ný Heimaey VE 1 verður afhent á þriðjudaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.