Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 23
eyrir lengur Morgunblaðið/Ómar FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir það harðlega að samn- ingurinn milli ríkisins og sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu feli í sér að öllum meiriháttar sam- gönguframkvæmdum verði slegið á frest næstu tíu árin. „Kynning á samkomulaginu hef- ur gengið út á að það sé verið að efla almenningssamgöngur og setja fjármagn sérstaklega til þess verk- efnis og það er auðvitað mjög já- kvætt og gott að verið sé að auka stuðning við þær. En það þarf líka að koma fram að á sama tíma er bú- ið að slá samgöngumannvirkjagerð á höfuðborgarsvæðinu út af borð- inu þar til 2022,“ segir Júlíus. Markmiðið með samkomulaginu er m.a. að auka notkun almennings- samgangna a.m.k. tvöfalt og segir Júlíus hugsunina á bakvið fyrir- komulagið þá að ef fólk nýti sér al- menningssamgöngur í auknum mæli, dragi það úr þörfinni fyrir samgöngumannvirkjagerð. Dæmið gangi þó ekki upp. „Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun t.d. fjölga um 17 þúsund á þessu tímabili og þannig mun engu að síður verða aukning í um- ferðarkerfinu. Bættar almenn- ingssamgöngur koma ekki í stað- inn fyrir bygg- ingu umferðar- mannvirkja,“ segir Júlíus. Hann segir höfuðborgarsvæðið aðeins hafa fengið um 10% af fram- kvæmdafé til vegamála undanfarin ár og að með samningnum verði það hlutfall ekki bara fest heldur veitt til annarra verka. Þá telur hann útilokað að slá á frest fram- kvæmdum sem tengjast gatnakerf- um sem liggja að Landspítala. „Árið 2017 er gert ráð fyrir að 97 þúsund fm bygging muni rísa við Landspítalann og það er alveg ljóst að það mun kalla á gífurlega aukn- ingu umferðar um svæðið. Og það er óábyrgt að reikna ekki með framkvæmdum því tengdum.“ Útilokað að fresta framkvæmdum Júlíus Vífill Ingvarsson Slegið á frest » Hringvegur – mislæg gatna- mót við Hallsveg/Úlfarsfells- veg, Korpúlfsstaðabraut og Skarhólabraut. » Hringvegur – mislæg gatna- mót við Breiðholtsbraut og Norðlingaholt. » Hafnarfjarðarvegur – mislæg gatnamót við Kringlumýrar- braut – breikkanir. » Reykjanesbraut – breikkanir sunnan Breiðholtsbrautar – mislæg gatnamót við Bústaðav. » Nesbraut – stokkalausn frá Lönguhlíð að Stakkahlíð. » Hlíðarfótur – göng undir Öskjuhlíð. » Ofanbyggðavegur. » Vífilsstaðavegur. » Höfðabakki – breikkun hluta Stekkjarbakka. » Hallsvegur – milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar. » Sundabraut – nýr vegur frá Sæbraut að Hringvegi á Kjal- arnesi. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Umhverfisstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfisstyrkja er að styðja við umhverfis- og náttúruvernd. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2012. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.  Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.  Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.  Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.  Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.  Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með 30. apríl 2012. Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfis- verndar. Sótt er um umhverfisstyrki rafrænt, á landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja: Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótel- verkefni í miðborginni KONTAKT fyrirtækjaráðgjöf hefur verið falið að annast sölu á glæsilegu húsnæði á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur sem hentar mjög vel sem 100 herbergja hótel en gæti einnig komið vel út sem hostel með mun fleiri gistirýmum. Húsnæðið er laust til afhendingar og tilbúið til innréttinga. Endanleg hönnun og útfærsla yrði í höndum kaupanda. Spennandi verkefni fyrir fjárfesta, verktaka eða aðila í ferðaþjónustu. H a u ku r 0 4 .1 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.