Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 48

Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Söngfjelagið stendur fyrir söngskemmtun og dansiballi í Iðnó síðasta vetrardag, miðviku- daginn 18. apríl, kl. 20:30, þar sem tekið verð- ur fagnandi á móti sumri. Auk Söngfjelagsins koma fram Barmahlíðarkórinn, Ljótikór og Karlakór Kjalnesinga, auk þess sem hljóm- sveitin Belleville tekur lagið. Þegar kórarnir fjórir hafa sungið nokkur lög, verður sal- urinn ruddur og gert klárt fyrir dansleik. Inn á milli atriða verður fjöldasöngur í sal, leidd- ur af kórunum og harmónikkuleikurum úr þeirra röðum. Í seinni hálfleik verður dansað inn í sumarnóttina. Þá leika fyrir dansi hljómsveitirnar Staðaruppbótin, HR-bandið og Blek og byttur. Miðasala fer fram í Iðnó. Fögnuður Frá aðventutónleikum Söngfjelagsins. Söngur og dans í Iðnó Unndór Egill Jónsson opn- ar sýninguna Gandhi vs. Manson í Galleríi Klósetti í kvöld kl. 19. „Á klósettinu skarast þráhyggja vest- ræns samfélags við að deila heiminum upp í hið góða og illa að hætti krist- innar menningar við vís- indalegan skilning á virkni náttúrunnar. Getur sið- fræði nútímans sætt sig við miskunnarleysi lífkeðjunnar? Hér mætast holdgervingar hins góða og hins illa í barátt- unni um hvor sé betri grænmetisbóndi,“ segir m.a. í tilkynningu frá sýningarhöldurum. Gandhi vs. Manson Unndór Egill Jónsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Öll sköpun og allar breytingar skapa ákveðinn hita. Það eru alltaf árekstrar, en þeir geta líka verið mjög skapandi. Út úr þeim getur alltaf komið eitthvað sem við vitum ekki hvað er, en get- ur skipt miklu máli,“ segir Kristinn E. Hrafnsson, einn þriggja sýningarstjóra sýningar sem nefnist Nún- ingur og opnuð verður í Listasafni ASÍ í dag kl. 15. Sýningarstjórar með Kristni eru Einar Garibaldi Eiríksson og Ólaf- ur S. Gíslason. Aðrir sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásmund- ur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Brynjar Helgason, Christian Hasucha, Elin Wikstr- öm, Gunnar J. Árnason, Hjálmar Sveinsson, Hlynur Hallsson, Indr- iði Arnar Ingólfsson, Ingirafn Steinarsson, Ívar Glói Gunn- arsson, Karl Torsten Stallborn, Katrín Eyjólfsdóttir, Katrína Mo- gensen, Margrét H. Blöndal í sam- starfi við Harald Jónsson og Hörpu Árnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Nína Óskarsdóttir, Páll Haukur Björnsson, Ósk Vil- hjálmsdóttir, Ragna Sigurð- ardóttir, Stefán Óli Baldursson, Una Ösp Steingrímsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Þorvaldur Þor- steinsson, Þröstur Valgarðsson og Æsa Sigurjónsdóttir. Að sögn Kristins er meginþema sýningarinnar núningur borgar og menningar og birtingarmyndir listarinnar í samfélaginu. Sýningin hverfist þannig um hugmyndir listamanna sem nýta sér þær sér- stæðu aðstæður sem borgin býður uppá, allt frá einfaldri framsetn- ingu borgarinnar í myndlist til hverskonar vinnu með staðhætti, inngrip í opinber rými, jafnt sem flóknari samfélagslegar tengingar. Líta á sýninguna sem vinnustofu „Við sýningarstjórarnir fórum að stinga saman nefjum sl. haust og ræða um ástandið í myndlist- arheiminum og myndlistina sem tengist samfélaginu með beinum hætti. Við höfðum af því áhyggjur að listamenn væru að lokast inni með sínar hugmyndir. Út af ástandinu hefur verið samdráttur á öllum sviðum og ekki mikið leitað til listamanna þegar kemur að um- ræðu um borgina og borgarmál- efni. Við vildum varpa ljósi á þetta,“ segir Kristinn þegar hann er spurður um tildrög sýning- arinnar. „Við lítum á sýninguna sem vinnustofu, þannig að við vissum ekki og vitum í raun ekki full- komlega ennþá hvernig sýningin verður, en okkur sýnist á öllu að flestir listamennirnir leggi fram margskonar hugmyndir um það hvað mætti skoða í borginni og birta nýja sýn, enda snýst þetta bara um að nota frjótt fólk til að hafa áhrif á umhverfið,“ segir Kristinn og tekur fram að nokkur verkanna verði aðeins kynnt á sýn- ingunni en sett upp á ólíkum tím- um og í margvíslegum birting- armyndum á víð og dreif um borgina síðar á þessu ári. Þeirra er borgin Athygli vekur að í sýningunni taka ekki aðeins þátt listamenn heldur líka fræðimenn. „Snertiflet- irnir eru mjög margir þegar farið er að velta fyrir sér eðli borg- arinnar sem og hvar og hvernig listin getur birst. Okkur þótti áhugavert að fá inn á sýninguna faglegar bollaleggingar fræði- manna sem skrifa um myndlist, skipulagsmál og heimspeki. Við vorum því ekki að biðja fræði- mennina að skrifa um sýninguna heldur um hugmyndina að baki sýningunni,“ segir Kristinn. Sem lið í því að skapa umræðu verður vikulega á sýningartím- anum boðið til umræðna og mál- þinga um hugmyndir og verkefni listamannanna og málefni þeim tengd. „Við lítum svo á að lista- menn séu hluti af samfélaginu og að þetta sé ákveðin tegund af sam- félagsumræðu sem getur farið fram milli listamanna og borg- arinnar eða meðal fólks almennt og út úr því geti komið áhugaverðir fletir. Það er hægt að ræða fræði- legu ritgerðirnar sem birtast í sýn- ingarskránni, sjónarmið annarra hópa og verkin sjálf. Það eru því mjög margir fletir á þessu sem geta komið fram. Okkur langar til að halda því til streitu út sýning- artímann að listamenn verði þarna á ákveðnum tímum og á staðnum sé umræðuborð,“ segir Kristinn og tekur fram að ekki sé útilokað að sýningin breytist á sýningartím- anum. Nokkrir þeirra listamanna sem þátt taka í sýningunni hafa komið að kennslu í vinnustofu á vormiss- eri við Listaháskóla Íslands, þar sem nemendur hafa tekist á við tengdar listhugmyndir og þróað út frá þeim verk á sínum forsendum fyrir sýninguna. „Okkur fannst þetta mikilvæg tenging enda mikill suðupottur í Listaháskólanum og aðkoma nemendanna er ekki síst mikilvæg, því þeirra er borgin.“ Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgang- ur er ókeypis. Skapandi árekstrar  Sýningin Núningur verður opnuð í Lista- safni ASÍ í dag kl. 15 Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðupottur „Við lítum á sýninguna sem vinnustofu,“ segir Kristinn og útilokar ekki að sýningin geti tekið breytingum á sýningartímanum. Nokkur verkanna verða aðeins kynnt á sýningunni en sett upp síðar á árinu. Kristinn E. Hrafnsson Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru eingöngu lög við texta Halldórs Laxness í tilefni af 110 ára afmæli skáldsins. Á tónleikunum verða flutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda. Tónleikarnir á Siglufirði eru eins konar inngangur kórsins að tónleikum sem kórinn heldur í Hörpu sunnudaginn 22. apríl í tengslum við sérstaka hátíðardagskrá sem safnið á Gljúfrasteini stendur fyrir dagana frá 19. apríl til 9. maí. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Úr ljóðum Laxness Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2012 verður sett í kirkjunni í dag kl. 15 og stendur fram til 28. apríl nk. Að sögn skipuleggjenda hefur sérstaklega verið vandað til hátíðarinnar í ár í tilefni þess að 20 ár eru frá því að hún var fyrst haldin. Í setningarathöfninni í dag mun formaður listahátíðarnefndar, dr. Gunnlaugur A. Jóns- son prófessor, fjalla um þema hátíðarinnar sem að þessu sinni er Biblían og menningin. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mun flytja erindi um Karólínu Lárusdóttur, en hún er myndlistarmaður hátíðarinnar og verður í kjölfar erindisins opnuð sýning í kirkjunni og safnaðarheimilinu á nýjum vatnslitamyndum eftir Karólínu. Þá munu Guðrún Helga Stef- ánsdóttir sópran, Friðrik Vignir Stefánsson organleikari og Fanný K. Tryggvadóttir þver- flautuleikari flytja aríur úr Mattheusar- og Jóhannesarpassíum J.S. Bachs. Dagskrá Listahátíðar Seltjarnarneskirkju er birt í heild sinni á www. seltjarnarneskirkja.is og www.kirkjan.is. Listahátíð Seltjarnarneskirkju haldin fyrst fyrir tuttugu árum Hátíð Boðið verður upp á m.a. tónleika, fyrirlestra og ljóðalestur í kirkjunni á næstu tveimur vikum meðan hátíðin stendur. Morgunblaðið/Ómar Um helgina lýkur í Hafnarborg sýn- ingu á íslenskri skartgripahönnun sem ber yfirskriftina Rætur. Í dag kl. 15 mun Tinna Gunnarsdóttir hönnuður taka þátt í leiðsögn um sýninguna. Línan sem Tinna sýnir á Rótum ber heitið Ómur (2012) og samanstendur af hálsmenum, eyrna- lokkum og hring úr ródíumhúðuðu silfri. Tinna hannar skartgripalín- una í samstarfi við Asa, íslenskt fyr- irtæki sem sérhæfir sig í hönnun skartgripa. Á sýningunni eru 26 höf- undar og flestir gripanna eru sér- staklega unnir fyrir hana. Höfund- arnir nota fjölbreytt efni, allt frá dýrum málmum og gimsteinum til timburs og mosa. „Þannig endur- speglar sýningin mikla grósku á þessu sviði hér á landi og vísar jafnt til náttúrunnar sem og menning- arlegra eða persónulegra róta höf- unda,“ segir m.a. í tilkynningu frá sýningarhöldurum. Leiðsögn og sýningarlokPÖNTUNARTÍMIAUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 27. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 4. maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2012. ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2012 –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.