Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ætlar ekki að giftast barnabarni… 2. Ráðherra hélt málinu leyndu 3. Losaði sig við kærastann 4. Konan flutt á gjörgæslu  Háskólakórinn heldur vortónleika í Neskirkju í dag kl. 16.00. Á efnisskrá eru einkum íslensk og ungversk kór- lög enda undirbýr kórinn söng- ferðalag til Ungverjalands í sumar. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Háskólakórinn syngur í Neskirkju  Söngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir mun í dag syngja íslenska þjóðsönginn við setningu hátíðar sem helguð er menningu og sögu Norður- landa, Scand- inavian Festival 2012, í Scandinavian American Cultural and Historical Fo- undation í Thousand Oaks í Kali- forníu. Frá þessu segir Anna Mjöll á Facebook-síðu sinni. Syngur þjóðsönginn við setningarathöfn  Hljómsveitin Sigur Rós heldur í sumar í tónleikaferð um heiminn og hefst hún 30. júlí í Norður-Ameríku, með tónleikum í The Mann í borginni Phila- delphia í Bandaríkj- unum. Þaðan er för- inni m.a. heitið til New York, Toronto og Montréal. Hljómsveitin mun halda fjölda tónleika í Evrópu auk Japans. Tónleikaferð Sigur Rósar hefst 30. júlí FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 3-8 m/s og stöku skúrir S- og A-lands, en annars yf- irleitt léttskýjað. Hiti 1 til 6 stig S- og V-til að deginum, en frost annars 0 til 7 stig. Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp SV-lands, en annars hægviðri og léttskýjað. Hiti víða 1 til 6 stig, en vægt frost NA-til. Á mánudag Suðaustan- og austan 10-15 m/s og dálítil rigning S- og V-lands, en annars hægara og þurrt að kalla. Hiti 1 til 6 stig. Ævintýri íslenska karlalandsliðsins í íshokkí hélt áfram í gærkvöld þegar það sigraði Serbíu í fyrsta skipti í sögunni, 5:3, og gulltryggði sér með því áframhaldandi sæti í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins. Nú getum við sett stefnuna á að reyna að næla í verðlaun,“ segir markvörð- urinn Dennis Hedström sem hafði nóg að gera í markinu. » 1 Sætur sigur á Serbum og stefnt á verðlaun „Tilfinningin er rosalega góð. Maður býst aldrei við þessu en ég ætlaði að ná lágmarkinu. Það er bara svo gaman að sjá tímann uppi á töflunni,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgun- blaðið eftir að hún varð í gær fyrsti íslenski sund- maðurinn til að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíu- leikunum í London í sumar. »3 Tilfinningin er rosalega góð Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tveir Íslendingar, Einar Guðlaugsson og Guðlaug dóttir hans, fylgdu ís- lenska karlalandsliðinu í handbolta til Króatíu um páskana og vöktu mikla athygli enda leystu heimamenn feðg- inin út með gjöfum í Varazdin eftir síðasta leik liðsins í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í London í sumar. „Framkvæmdastjóri hallarinnar færði okkur gjafir, innrammaðar myndir og fleira, með þeim orðum að þeir vildu hafa þúsund stuðningsmenn eins og okkur þegar Króatía spilaði,“ segir Einar. Gjafirnar eru væntan- legar til landsins með DHL eftir helgi og þurfti Einar að borga um 300 evrur fyrir flutninginn, um 50 þúsund krón- ur. „Þetta var skemmtilegt og þess virði,“ segir hann. „Ég er frekar naut og tuddi en varð klökkur þegar við vorum verðlaunuð.“ Að sögn Einars hafði hann hugleitt í mörg ár að fylgja landsliðinu á stór- mót en það hafi ekki orðið að veru- leika fyrr en á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2007. Síðan hafi hann farið með fjölskyldumeðlimum eða tveimur vinum á öll stórmót með íslenska lið- inu nema Ólympíuleikana í Peking 2008. „Þá ákvað ég frekar að borga upp bílaleiguna, leist orðið ekkert á ástandið í þjóðfélaginu,“ segir Einar en hann rekur einnig gistiheimilin Travel Inn í Reykjavík. Sigurgleði og athyglissýki Ánægjan sem fylgir sigrum er helsta ástæða þess að Einar sækir stórmótin með íslenska landsliðinu. „Ætli þetta sé ekki einhver athygl- issýki líka,“ heldur hann áfram. „En ég gæti svo sem fylgt eftir íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, vegna þess að því gengur vel. Einnig gæti ég elt íslenska kvennalandsliðið í fótbolta og kvennalandsliðið í handbolta er að koma til. Aðalatriðið er að geta reigt höfuðið og látið rigna upp í nefið, ganga þannig um á meðal hinna. Vera merktur og láta sjá að við erum Íslendingar.“ Einar segir að dæturnar hafi ekki komist á HM í Svíþjóð í fyrra og þá hafi þau ákveðið að heita á liðið, borga svo og svo mikið fyrir mörk og markvörslu. „Ég gerði upp við HSÍ fyrir áramót, um 183 þúsund krón- ur.“ Stundum hefur dæmið ekki gengið upp en Einar segir að þá þýði ekkert annað en að öskra meira og hvetja strákana til dáða. „Þegar við lékum við Slóvena á Evrópumótinu í Serbíu í vetur fór ég inn í hóp þeirra fyrir aftan Björgvin í markinu og þeir hnipptu aðeins í mig. Þá bauð ég þeim bara í krók, brosti og hló og þeir svöruðu á sömu lund.“ Ólympíuleikarnir eru næst á dag- skrá. „Ekki er langt til London, en ég kemst í mesta lagi frá vinnu í þrjá daga þannig að ég get náð tveimur leikjum,“ segir Einar. Á við þúsund stuðningsmenn  Fylgir karla- landsliðinu í hand- bolta á öll stórmót Ljósmynd/Marlon Janicek Stuðningsmenn Feðginin Einar Guðlaugsson og Guðlaug, einu stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Króatíu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Feðgin Margrét, Guðlaug og Einar tilbúin í næsta verkefni. Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritz- son voru í gær ráðnir þjálfarar hand- knattleiksliðs Akureyrar til næstu tveggja ára. „Við erum báðir baráttu- hundar og báðir með mjög sterkar skoðanir,“ sagði Heimir um þá Bjarna. „Við áttum því langa og góða fundi til þess að komast að því hvort þetta væri hægt og í ljós kom að við höfum ótrúlega líkar skoðanir. Þetta er því alveg hrikalega spennandi verkefni,“ sagði Heimir við Morg- unblaðið. »2 Baráttuhundar með sterkar skoðanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.