Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 5

Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 5
Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á leið á miðin Mörg uppsjávarskipanna eru þessa dagana á kolmunnaveiðum í grennd við Færeyjar, en makrílvertíð hefst eftir um tvo mánuði. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um makrílveiðar ársins, sem reikna má með að hefjist eftir um tvo mánuði. Heildarkvótinn verður rúmlega 145 þúsund tonn og fara 105.057 lestir til uppsjávarskipa með aflareynslu árin 2007-2009 og 31.259 tonn til vinnsluskipa, sem stunduðu þessar veiðar í fyrra. Þessir flokkar eru lokaðir, en allir fjórir flokkar skipa á makrílveiðum sæta hlutfallslegri skerðingu frá síðasta ári, en þá var kvótinn um tíu þúsund tonnum meiri. Hvað vinnsluskipin varðar er nú miðað við stærð skipanna, en í fyrra var m.a. miðað við frystigetu um borð. Langflest þeirra eru á bilinu 800-2400 lestir að stærð. Þessi flokkur er nú lok- aður eins og áður sagði. Í hlut skipa sem ísa makrílaflann um borð koma 8.066 tonn og um 80% af þeim afla fara til skipa sem eru yfir 200 tonnum að stærð. 1500 tonn voru í ár flutt frá bátum sem stunda veið- arnar með línu eða handfærum til ís- fiskskipanna. Í hlut minni bátanna koma nú 845 lestir, en smábátarnir lönduðu í fyrra aðeins rúmlega 300 tonnum. Aflahæsti báturinn landaði rúmlega 64 tonnum og komu níu bátar með meira en tíu tonn að landi. Frá og með 25. ágúst er vinnslu- skipum og uppsjávarskipum heimilt að flytja heimildir milli allra skipa ef þau eru í sama flokki og hafa uppfyllt 50% veiðiskyldu. Einnig er ráðherra heimilt að leyfa flutning milli flokka ef sýnt þykir að aflaheimildir nýtist ekki með öðrum hætti. Eins og áður er lögð áhersla á vinnslu aflans og er skylt er að ráð- stafa mánaðarlega 70% af makrílafla einstakra skipa til vinnslu. FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Hafrannsóknastofnun ráðgerir síð- sumarsleiðangur til rannsókna á útbreiðslu makríls. Um samvinnu- verkefni Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna er að ræða og er að svo stöddu reiknað með einu rann- sóknaskipi frá hverri þjóð. Tvö síð- ustu sumur hefur um 1,1 milljón tonna af makríl mælst innan ís- lenskrar lögsögu. Í fyrrasumar gekk hann lengra vestur á bóginn en áður. Makríll hrygnir á tímabilinu frá janúar og fram í júní, frá ströndum Portúgals og allt norður í Norð- ursjó, og gengur síðan hratt norð- ur á bóginn í ætisleit. Í eggjaleið- angri vorið 2010 kom í ljós að hrygning átti sér stað í íslenskri lögsögu. Næst verður farið í sam- bærilegan eggjaleiðangur vorið 2013. Í vetur hafa borist fréttir um að ungur makríll hafi komið í veið- arfæri og þá einkum í hlýrri sjó frá suðausturmiðum og vestur undir Snæfellsnes. Mest af þessum mak- ríl er úr hrygningunni sumarið 2010 og 2011, en makríllinn vex mjög hratt fyrsta árið og ársgam- all er hann oft 18-20 sentimetrar. Í togararallinu sem nýlega er lokið varð vart við makríl á fyrrnefndu svæði. Makríll hefur sést í vetur ÚTBREIÐSLAN KÖNNUÐ SÍÐSUMARS  Miðað við stærð vinnsluskipa en ekki frystigetu  Heimildir minni báta skertar Flokkun stærstu skipanna á makrílveiðum lokað Leikskólakennarar í a.m.k. nokkrum leikskólum í Breiðholti ætla að af- þakka boð á viðburði Barnamenn- ingarhátíðar sem verður haldin 17.- 22. apríl. Leikskólakennararnir eru með þessu að mótmæla því að greiðslur vegna neysluhléa voru felldar niður hjá þeim, einum starfs- manna leikskólanna. Þeir ætla m.a. ekki að mæta með leikskólabörnin á leikritið Ástarsaga úr fjöllunum sem verður sýnt í Gerðubergi. Börnum í Breiðholti var sérstaklega boðið á sýninguna. Móð- ir leikskólabarns í Breiðholti sagði í samtali við Morgunblaðið að henni þætti það sorglegt að kjarabarátta bitnaði á börnunum með þessum hætti. „Ég get ekki séð að þetta bitni á neinum öðrum,“ sagði móðirin. Fanný Heimisdóttir, leikskóla- stjóri í Hraunborg í Efra-Breiðholti, kvaðst vita til þess að starfsfólk á leikskólum nokkuð víða í Breiðholti hefði rætt um að sniðganga Barna- menningarhátíð, þar á meðal leik- sýninguna. Sjálf er Fanný í Félagi stjórnenda í leikskólum. „Þetta er ekki eitthvað sem Félag leikskólakennara er að skipuleggja,“ sagði Haraldur F. Gíslason, formað- ur félagsins. Hann kvaðst hafa heyrt af þessum aðgerðum og sagði að leikskólakennarar í Reykjavík og Félag leikskólakennara væru mjög óánægð með niðurfellingu neyslu- hlésins. „Sérstaklega þá staðreynd að það eru bara félagar í Félagi leik- skólakennara sem missa þessar greiðslur en ekki aðrir starfsmenn á leikskólum, þar á meðal leikskóla- kennarar sem geta verið í öðrum stéttarfélögum.“ gudni@mbl.is Hunsa boð á barna- leikrit  Barnamenning- arhátíð sniðgengin landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður líf- eyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparn- aði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyris- sjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og fjölbreytt- ar ávöxtunarleiðir. Innlánsreikningur fyrir líf- eyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Meðalávöxtun þriggja ára* Meðalávöxtun þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans 1Líf Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma. Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók 13,0% 2Líf Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af starfsævi. 12,3% 3Líf Hentar þeim sem eiga skammantíma eftir af söfnunartíma. 11,9% 4Líf Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út. 11,6% 9,7% Sameign Verðtryggt Óverðtryggt Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignasparnað. 8,7% 6,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.