Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 5
Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á leið á miðin Mörg uppsjávarskipanna eru þessa dagana á kolmunnaveiðum í grennd við Færeyjar, en makrílvertíð hefst eftir um tvo mánuði. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um makrílveiðar ársins, sem reikna má með að hefjist eftir um tvo mánuði. Heildarkvótinn verður rúmlega 145 þúsund tonn og fara 105.057 lestir til uppsjávarskipa með aflareynslu árin 2007-2009 og 31.259 tonn til vinnsluskipa, sem stunduðu þessar veiðar í fyrra. Þessir flokkar eru lokaðir, en allir fjórir flokkar skipa á makrílveiðum sæta hlutfallslegri skerðingu frá síðasta ári, en þá var kvótinn um tíu þúsund tonnum meiri. Hvað vinnsluskipin varðar er nú miðað við stærð skipanna, en í fyrra var m.a. miðað við frystigetu um borð. Langflest þeirra eru á bilinu 800-2400 lestir að stærð. Þessi flokkur er nú lok- aður eins og áður sagði. Í hlut skipa sem ísa makrílaflann um borð koma 8.066 tonn og um 80% af þeim afla fara til skipa sem eru yfir 200 tonnum að stærð. 1500 tonn voru í ár flutt frá bátum sem stunda veið- arnar með línu eða handfærum til ís- fiskskipanna. Í hlut minni bátanna koma nú 845 lestir, en smábátarnir lönduðu í fyrra aðeins rúmlega 300 tonnum. Aflahæsti báturinn landaði rúmlega 64 tonnum og komu níu bátar með meira en tíu tonn að landi. Frá og með 25. ágúst er vinnslu- skipum og uppsjávarskipum heimilt að flytja heimildir milli allra skipa ef þau eru í sama flokki og hafa uppfyllt 50% veiðiskyldu. Einnig er ráðherra heimilt að leyfa flutning milli flokka ef sýnt þykir að aflaheimildir nýtist ekki með öðrum hætti. Eins og áður er lögð áhersla á vinnslu aflans og er skylt er að ráð- stafa mánaðarlega 70% af makrílafla einstakra skipa til vinnslu. FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Hafrannsóknastofnun ráðgerir síð- sumarsleiðangur til rannsókna á útbreiðslu makríls. Um samvinnu- verkefni Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna er að ræða og er að svo stöddu reiknað með einu rann- sóknaskipi frá hverri þjóð. Tvö síð- ustu sumur hefur um 1,1 milljón tonna af makríl mælst innan ís- lenskrar lögsögu. Í fyrrasumar gekk hann lengra vestur á bóginn en áður. Makríll hrygnir á tímabilinu frá janúar og fram í júní, frá ströndum Portúgals og allt norður í Norð- ursjó, og gengur síðan hratt norð- ur á bóginn í ætisleit. Í eggjaleið- angri vorið 2010 kom í ljós að hrygning átti sér stað í íslenskri lögsögu. Næst verður farið í sam- bærilegan eggjaleiðangur vorið 2013. Í vetur hafa borist fréttir um að ungur makríll hafi komið í veið- arfæri og þá einkum í hlýrri sjó frá suðausturmiðum og vestur undir Snæfellsnes. Mest af þessum mak- ríl er úr hrygningunni sumarið 2010 og 2011, en makríllinn vex mjög hratt fyrsta árið og ársgam- all er hann oft 18-20 sentimetrar. Í togararallinu sem nýlega er lokið varð vart við makríl á fyrrnefndu svæði. Makríll hefur sést í vetur ÚTBREIÐSLAN KÖNNUÐ SÍÐSUMARS  Miðað við stærð vinnsluskipa en ekki frystigetu  Heimildir minni báta skertar Flokkun stærstu skipanna á makrílveiðum lokað Leikskólakennarar í a.m.k. nokkrum leikskólum í Breiðholti ætla að af- þakka boð á viðburði Barnamenn- ingarhátíðar sem verður haldin 17.- 22. apríl. Leikskólakennararnir eru með þessu að mótmæla því að greiðslur vegna neysluhléa voru felldar niður hjá þeim, einum starfs- manna leikskólanna. Þeir ætla m.a. ekki að mæta með leikskólabörnin á leikritið Ástarsaga úr fjöllunum sem verður sýnt í Gerðubergi. Börnum í Breiðholti var sérstaklega boðið á sýninguna. Móð- ir leikskólabarns í Breiðholti sagði í samtali við Morgunblaðið að henni þætti það sorglegt að kjarabarátta bitnaði á börnunum með þessum hætti. „Ég get ekki séð að þetta bitni á neinum öðrum,“ sagði móðirin. Fanný Heimisdóttir, leikskóla- stjóri í Hraunborg í Efra-Breiðholti, kvaðst vita til þess að starfsfólk á leikskólum nokkuð víða í Breiðholti hefði rætt um að sniðganga Barna- menningarhátíð, þar á meðal leik- sýninguna. Sjálf er Fanný í Félagi stjórnenda í leikskólum. „Þetta er ekki eitthvað sem Félag leikskólakennara er að skipuleggja,“ sagði Haraldur F. Gíslason, formað- ur félagsins. Hann kvaðst hafa heyrt af þessum aðgerðum og sagði að leikskólakennarar í Reykjavík og Félag leikskólakennara væru mjög óánægð með niðurfellingu neyslu- hlésins. „Sérstaklega þá staðreynd að það eru bara félagar í Félagi leik- skólakennara sem missa þessar greiðslur en ekki aðrir starfsmenn á leikskólum, þar á meðal leikskóla- kennarar sem geta verið í öðrum stéttarfélögum.“ gudni@mbl.is Hunsa boð á barna- leikrit  Barnamenning- arhátíð sniðgengin landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður líf- eyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparn- aði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyris- sjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og fjölbreytt- ar ávöxtunarleiðir. Innlánsreikningur fyrir líf- eyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Meðalávöxtun þriggja ára* Meðalávöxtun þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans 1Líf Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma. Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók 13,0% 2Líf Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af starfsævi. 12,3% 3Líf Hentar þeim sem eiga skammantíma eftir af söfnunartíma. 11,9% 4Líf Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út. 11,6% 9,7% Sameign Verðtryggt Óverðtryggt Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignasparnað. 8,7% 6,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.