Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Kynslóð þeirra upplifði marga byltinguna. Að leiðarlokum langar mig að þakka Jónasi skemmtilega sam- fylgd, takk fyrir allt skutlið á ár- um áður og takk fyrir eftirminni- legar samverustundir fyrr og síðar. Heiðu, sonum þeirra og fjölskyldum sendum við Hildur innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Jafet. Þegar ég hitti Jónas í síðasta skipti fyrir um mánuði var hann glaðbeittur að vanda. En þá hafði liðið alltof langt á milli funda okk- ar. Ég er ekki viss um að hann hafi vitað upp á hár hver ég var þó hann gætti þess vandlega að láta mig ekki finna ókunnugleika. Það skipti þó ekki öllu máli þegar maður átti stund með Jónasi. Líf- ið hafði leyft honum að halda per- sónuleikanum til loka, með sinni glaðværð og orðheppni. Hann sat þar á dvalarheimilinu teinréttur í lopapeysu og með kaskeiti og gamanyrði á vör – sami gamli sjarmörinn sem lifði í minni mínu. Ég kynnti hann fyrir börnunum mínum sem manninn sem hafði kennt mér að sitja hest og hann brosti við þeim eins og hann hafði brosað við mér fyrir einhverjum árum. Ég man vitaskuld ekki hvenær ég hitti Jónas fyrst, hann var einn af þeim sem ég fæddist til og hef- ur verið með mér frá upphafi. Hann var bæði kvæntur föður- systur minni og bjó á næsta bæ við okkur. Af þeim sökum kemur hann fyrir á ótal stöðum í æsku- minningum mínum. Ég man eftir ótal ferðum á ýmsum merkum barnahestum á milli Bjarnarhafn- ar og Kóngsbakka að heimsækja Jónas og Heiðu, þar sem hann gantaðist við okkur krakkana á meðan hún bar kræsingar á borð. Þau skutu síðan góðlátlega hvort á annað eins og nýgift kærustu- par. Ég man einnig eftir ótal heimsóknum til þeirra með for- eldrum mínum þar sem stundum var setið við spil langt fram á nótt eða sagðar sögur. Ég man eftir ótal skiptum þar sem við gengum saman að ýmsum útiverkum, koma skepnum út í eyjar, heyja, nú eða að öðru sem fólkið á Bjarn- arhöfn og Kóngsbakka hjálpaðist að við. Ég var ákaflega hrifinn af Jón- asi sem barn, og var ekki sá eini í mínum aldurshópi, enda tók hann smáfólki sem jafningjum og sýndi því sömu athygli og virðingu og fullorðnum. Það var heldur ekki hægt annað en líta upp til hans sem hestamanns, enda virtist sem hann og hesturinn væru sam- vaxnir þegar hann sat á baki. Í okkur augum var Jónas sannur töffari í bestu merkingu þess orðs. Og það sem öllu samferða- fólki hans þótti vænst um var glaðværðin og persónutöfrarnir sem stöfuðu af honum. Helgafellssveit æsku minnar er að miklu leyti horfinn heimur, enda margir bæir þar vestra nú komnir í frístundaábúð. Ég sjálf- ur er líka löngu fluttur á brott. Ég sakna sveitarinnar á stundum, og það virðist ágerast með aldrinum. Mér er ljóst að maður hlýtur að draga einhvern dám af því fólki og því umhverfi sem ég ólst upp í fram á unglingsaldur. Fyrir mér er Jónas frá Kóngsbakka ímynd hinnar gömlu Helgafellssveitar, alla vega eins og ég vil muna hana, sem ég tel sjálfan mig hafa sprottið úr. Í mínum huga leikur alltaf ljómi um hann. Hann var það sem á ensku myndi kallast „orginal“ en ég hef enga þýðingu yfir á íslensku. Hann kvaddi mig kankvíslega í Stykkishólmi í síðasta skipti nú í mars þar sem hann sat í afbygg- ingu úr gleri. Og ég sá að hann leit út sömu athugulu augum og gamlir bændur líta ávallt út um glugga, eins og til að skyggnast eftir sauðfé. Ég horfði aftan á hann og bernskuminningar mínar úr fjarska. Ásgeir Jónsson. ✝ Klemens B.Sigtryggsson var fæddur 12.3. 1935 í Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 2. apríl 2012. Foreldrar hans voru Páll Sig- tryggur Björnsson frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá, fæddur 22.5. 1902, d. 11.12. 1991 og María Ólafs- dóttir frá Hvassafelli í Borg- arfirði syðri, fædd 28.10. 1905, d. 21.8. 1979. Systkini Klemens- ar eru: Guðborg Björk f. 28.7. 1931, Björn Jón f. 5.5. 1937, Kristinn Reynir f. 13.4. 1943, Arndís Sveinlaug f. 28.4. 1945 og Sigurbjörn f. 16.2. 1948, d. 9.7. 2009. Eiginkona Klemensar er Sigríður Björgvinsdóttir fædd 12.9. 1940 á Akureyri. Hún ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Björgvin Sigmar Stefánsson, fæddur 4.10. 1910, dáinn 9.11. 1972 og Kristín Böðvarsdóttir fædd 15.6. 1920, dáin 30.3. 1949. Fósturmóðir Sigríðar er Selma Böðvarsdóttir fædd 17.4. 1918, sem dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn Klemensar og Sigríðar eru: 1) Kristín Guðný Klemensdóttir f. 28.9. 1959. Börn hennar og fyrrv. eiginmanns, Hallgríms Harðarsonar eru: a) Klemens f. Klemens lauk sveinsprófi í júní 1960, fékk síðan meistararétt- indi 1964. Hann vann lengst hjá Leifi Haraldssyni rafvirkja- meistara á Seyðisfirði. Um tíma vann hann sjálfstætt og starfaði síðar hjá Rafveri í Reykjavík og hjá Jóhanni Jóhannssyni á Stöðvarfirði. Klemens stundaði ýmsar íþróttir á sínum yngri árum, þ.á m. skíði og fimleika hjá Birni Jónssyni. Hann hafði gaman af tónlist og söng í samkórnum Bjarma á Seyðisfirði. Leiðin lá til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó hjá Guðborgu systur sinni um tíma, þar kynnt- ist hann Sigríði, eftirlifandi eig- inkonu sinni. Sigríður og Klemens gengu í hjónaband 19. apríl árið 1959. Þau bjuggu fyrstu hjúskap- arárin í Hafnarfirði en fluttu síðan til Seyðisfjarðar árið 1963 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau hjónin áttu hlýtt og traust heim- ili sem alltaf var gott að koma á og oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Klemens naut sín vel þeg- ar börnin, tengdabörnin og barnabörnin voru öll saman komin á Bakkanum. Klemens hafði mikinn áhuga á tréút- skurði sem hann dundaði við á seinni árum og má sjá víða á heimili þeirra hjóna og barna þeirra. Hann var flinkur með blýantinn og gerði margar blý- antsteikningar á sínum yngri árum, elskaði garðinn sinn og var þar löngum stundum og Perla hundurinn okkar aldrei langt undan. Hann verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 14. apríl 2012 kl. 14 5.2. 1980. b) Sigfríð f. 14.11. 1986. 2) María Björg Klem- ensdóttir f. 4.10. 1961. Börn hennar og fyrrv. sambýlis- manns, Jóhanns Hlíðar Harð- arsonar, eru: a) Sindri f. 8.2. 1989. b) Lára Rut f. 5.11. 1992. 3) Selma Ragnheiður Klem- ensdóttir f. 9.11. 1965, gift Birni Hallgrímssyni f. 18.6. 1963. Börn þeirra eru: a) Guðrún Ljósbrá f. 2.9. 1989, b) Egill Örn f. 17.3. 1991 c) Ester Sif f. 14.3.1996. 4) Ólöf Birna Klem- ensdóttir f. 1.5. 1967, gift Sig- urði Bjarna Richardssyni f. 26.6. 1967, börn þeirra eru: a) Rich- ard Sæþór f. 27.9. 1997 b) Sig- ríður Lilja f. 10.7. 2001 c) Thelma Lind f. 3.3. 2004. 5) Arnar Ágúst Klemensson f. 21.10. 1970, í sambúð með Bryn- dísi Guðjónsdóttur f. 16.3. 1973, börn hennar eru Guðmundur Smári f. 31.10. 1991, Eva f. 23.3. 2002, Sóley f. 19.4. 2005 og Anna Marín 10.10.2008. Klem- ens flutti fjögurra mánaða gam- all til Seyðisfjarðar og ólst þar upp. Hann gekk í Seyðis- fjarðarskóla, síðan lá leiðin í Al- þýðuskólann á Eiðum. Klemens fór síðan til Keflavíkur og starf- aði á Keflavíkurflugvelli þar til hann fór í nám í rafvirkjun. Elsku pabbi. Við sitjum sam- an systkinin, hugsum til þín og rifjum upp allar minningarnar sem við áttum með þér, grátum og hlæjum til skiptis. Minning- arnar eru margar og ylja okkur um hjartarætur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, sagðir oft ekki margt, en varst kletturinn okkar. Það er tómlegt á Bakk- anum þegar stóllinn þinn er tómur. Það var síðasta óskin þín að biðja okkur að passa vel upp á mömmu, þú varst ekki alveg tilbúinn að fara frá henni strax. Við höldum vel utan um hana og pössum, og vitum að þú ert ekki langt undan. Dag eftir dag dreg ég að mér anda þinn anda að mér daglega út og inn já dag eftir dag. Fljúga um í huga mér augnablik er fleyta sér á tímans hafi fley sem áfram líða. Nótt eftir nótt læðast að mér hljóðlega laumast inn í huga minn næturljóð já nótt eftir nótt. Brjótast um í huga mér augnablik er breyta sér í bát er siglir um á tímans hafi. Sumarið kemur og fer staldrar haustið við síðan vetur, desember já svo kemur vor eftir langa bið sem betur fer birtir í huga mér. Það húmar að hljóðlega ég hverf á braut andi minn svo tímalaus fjarar út og hverfur í tímans haf Hvar svo sem heimurinn endar og himnarnir taka við mér voru sem barni kenndar bænir að góðum sið um engla og himnahlið sem opnast (Magnús Þór Sigmundsson.) Elsku pabbi, minningin lifir í hjörtum okkar. Kristín, María, Selma, Ólöf og Arnar Klemensbörn. Elsku yndislegi afi Mensi. Það er svo sorglegt hvað þú kvaddir snögglega. Við munum alltaf sakna þess að fá afaknús þegar við komum í heimsókn á Seyðis því þau voru svo góð. Það er erfitt að átta sig á því að þú sért farinn því það var eins og þú gætir hrist allt af þér og þess vegna munum við alltaf muna eftir hressa og sterka af- anum okkar sem gerði í því að ganga fram af fólki, það var yndislegt hvað þér var sama um hvað öðrum fannst. Við erum þakklát fyrir hvað við erum samheldin fjölskylda og hjálpumst að í gegnum þennan erfiða tíma, svo eigum við svo margar góðar minningar sem við getum yljað okkur við. Vonandi ertu í garðinum þín- um á bláu brókinni að baða þig í sól og hafa það notalegt, elsku afinn okkar. Nú ertu farinn afi minn kær en ég veit þú ert mér alltaf nær. Aldrei þér ég skal gleyma og minningarnar vel mun geyma. (EÖB) Ástar- og saknaðarkveðjur, Ljósbrá (Gunna þín), Egill Örn og Ester Sif. Elsku afi minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Ég veit þér líður vel núna. Þú vakir yfir okkur og passar okkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þín Lára Rut. Elsku afi. Mikið sakna ég þín, ég bíð alltaf eftir að þú takir á móti mér með kossi á Árbakkanum, setjist í stólinn þinn og gerir krossgátur. Það gerist víst aldr- ei aftur og á ég rosalega erfitt með að sætta mig við það. Það var svo mikið sem við áttum eftir að gera saman. Það er bú- ið að vera fullt af fólki hér á bakkanum síðan þú kvaddir en mikið er nú tómlegt án þín. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir að vera hluti af okkar yndislegu fjölskyldu sem er svo samheldin og að hafa átt svona dásamlegan afa, sem var líka svona góður vinur. Þú passaðir upp á þína og var hver sá drengur sem mætti með manni á bakkann vandlega yf- irheyrður af þér við eldhús- borðið. Það var aldrei langt í hlátur eða hnyttin ummæli frá þér, þú varst kletturinn í veik- indum þínum og ég fann nánast aldrei fyrir að þér liði illa, því þú varst duglegur að djóka og hlæja með okkur. Mamma hef- ur oft sagt við mig: „Sigfríð, þú ert alveg eins og afi þinn núna.“ Og er það oftar en ekki í til- fellum þar sem ég tala án þess að hugsa eða ég segi bara ná- kvæmlega það sem mér finnst, og yljar það mér um hjartaræt- ur að vera líkt við þig. Við skiptumst á að hugga hvert annað hér á bakkanum og yljum okkur við margar góðar minningar, nóg er nú til af þeim, elsku afi. Ég lofa þér að halda vel utan um ömmu og við verðum dugleg að knúsa hvert annað. Þetta eru ekki mín hinstu orð til þín, þar sem ég á pottþétt eftir að heyra brand- ara sem ég verð að segja þér, upplifa gleði, sorg og vilja hafa þig hjá mér. Ég veit að allir okkar fallegu englar hafa tekið vel á móti þér og að þér líður vel. Ég elska þig, afi minn. Þín alltaf, Sigfríð Hallgrímsdóttir (Stubba). Klemens móðurbróðir okkar hefur ávallt verið okkur kær og tengsl milli fjölskyldna okkar sterk. Árið 1935 fluttu systkinin til Seyðisfjarðar ásamt foreldr- um sínum frá Eiðaþinghá. Mamma man vel að þau komu í bíl með opnum palli en fengu að sitja inni í bílhúsinu. Hún var fjögurra ára, Klemens fjög- urra mánaða og amma sat með hann vafinn inn í sæng á leið- inni. Æ síðan voru tengslin sterk og hafa börnin í þessum fjölskyldum alist upp við það. Fjölskyldurnar bjuggu saman á Bjólfsgötu 6 og síðar í sama hverfi. Nálægðin gerði það að verkum að ótal minningar okk- ar eru samofnar Mensa og fjöl- skyldu. Börnin í báðum fjöl- skyldum á svipuðum aldri, vináttubönd mynduðust. Mamma átti ekki bara tengslin við bróður sinn því þegar Mensi eignaðist lífsförunaut, Siggu sína, þá sömuleiðis eign- aðist mamma vinkonu. Mesta lukkan í lífi Mensa var án efa að finna Siggu, þessa hjarta- hlýju konu sem hefur hvatt hann áfram í blíðu og stríðu. Enginn gæti átt betri sam- ferðamann í lífinu. Fyrir lítil börn var Mensi sá sem þau tóku eftir. Hann vann þau á sitt band þótt sum yrðu skelkuð við þennan skeggjaða karl. Ef ekki með stríðnispúka- hætti sínum var öruggt að óþrjótandi birgðir af súkkulaði dugðu til vinskapar. Athygli Mensa var alltaf á börnin. Við sáum börnin knúsa Mensa, rétt eins og við höfðum gert og sáum þau flissa þegar skeggið kitlaði kinnarnar. Hlýja hans og faðmlag stækkaði með ár- unum, enda gerður til að vera afi og hann talaði um demant- ana sína, börnin og barnabörn- in. Ein uppáhalds-barnæsk- uminning okkar er Mensagjöf- in. Á yngri árum ákváðu pabbi og Mensi að gefa ekki hvor öðr- um hefðbundnar jólagjafir eins og mamma og Sigga. Gjöfin átti að vera sprell og mátti ekki kosta mikið. Það gat verið pínulítill hlutur vafinn í enda- laust af dagblöðum í risastórum kassa. Innpökkunin og jóla- kortið var oftast aðalmálið, pabbi sat, teiknaði og ljósritaði myndir til að búa til rétta útlit- ið á gjöfina handa jólasvein- inum á Ljósafelli. Öll hersing heimilisins rölti yfir þegar leið á aðfangadags- kvöld með Mensagjöfina og svo kom Mensa-hersingin með gjöf til pabba. Í báðum tilfellum upphófst mikið leikrit hjá þeim að opna dularfullu gjöfina sem við hlökkuðum mest til að sjá. Gjöfin var heilt leikrit, þeir voru sprellikarlar kvöldsins og krakkarnir veltust um af hlátri yfir þessu öllu. Við vorum svo byrjaðar að safna hugmyndum í janúar fyrir pabba að næstu Mensagjöf. Við erum þakklátar fyrir all- ar þær minningar sem sam- veran með Mensa gaf okkur. Ekki síst síðustu minningarnar, að hafa hist þessa daga, knúsað og kysst á skeggjaðan vangann og fá að finna hlýju hans í síð- asta sinn. Við, fjölskyldur okkar, systk- ini og mamma sendum innileg- ustu samúðarkveðjur til þín, elsku Sigga, til Stínu, Mæju, Selmu, Ólafar, Arnars og fjöl- skyldna ykkar. Við þekkjum skarðið sem verður eftir í svona fjölskyldu, vitum að ekk- ert sem neinn segir bætir neinu í þetta skarð, það er og verður. Með tímanum lærir maður að lifa með því en söknuðurinn verður ávallt til staðar. Hugur okkar er með ykkur. Guðrún og Sigurveig Gísladætur. Meira: mbl.is minningar Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja vin minn og nágranna, Klemens Sigtryggsson. Ekki þekktumst við mikið áður en við fluttum í raðhúsið við Árbakka 1-9 en þá vildi svo til að okkar íbúðir lentu hlið við hlið og fljótlega urðu konur okkar bestu vinkon- ur og þá hófst okkar kunnings- skapur og samskipti sem aldrei rofnuðu. Sumum gat fundist Klemens nokkuð hrjúfur á yf- irborðinu en það var fljótt að hverfa við frekari viðkynningu og í kunningjahópi gat hann verið hverjum manni skemmti- legri, ekki síst innan fjölskyld- unnar, en þau hjónin voru mikið fyrir sína fjölskyldu. Nokkrar sólarlandaferðir fór- um við hjónin saman og þá gat margt skemmtilegt komið upp á, eins og t.d. þegar hann var að steikja beikonið okkar einn morguninn og gerði það svo hressilega að reykskynjarinn fór í gang og hálft þjónaliðið ruddist inn og hélt að það væri kviknað í hjá okkur. Á kvöld- göngunum okkar hafði hann mest gaman af að prútta við götusalana og gat teymt þá langar leiðir prúttandi, en oftar en ekki held ég að því hafi lokið með því að hann keypti eitthvað fallegt handa Siggu sinni. Síð- ustu ferðina fórum við fyrir um einu og hálfu ári, en þá var heilsan farin að bila en við nut- um ferðarinnar samt vel. Mikill samgangur var á milli heimila okkar og voru garðpartí frúnna á sumrin orðin víðfræg, sérstaklega ef einhverjir ætt- ingjar eða nágrannakonur voru í heimsókn, en þá héldum við Klemens okkur oft til hlés og kölluðum þetta kellingapartí, enda hvorugur okkar mikill partímaður. Sigga mín, ég veit að nokkur huggunarorð hafa lítið að segja á þessari stundu en þú ert búin að vera svo dugleg undanfarið gagnvart veikindum Klemensar og ég veit að þú verður það áfram. Við Guðríður og okkar fjölskyldur sendum þér og fjöl- skyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að milda sorg ykkar. Friðrik H. Aðalbergsson. Elsku Sigga og fjölskylda. Ég get ekki sett mig í ykkar spor í dag en aðeins ímyndað mér þann söknuð og þá sorg sem fylgir þessari kveðjustund. Þegar minnst er á Klemens kemur mér alltaf í hug húm- oristi sem var með röksterkar skoðanir á líðandi stund. Sam- tölin voru oft á tíðum ofin lúmskum húmor og ég man hvernig hann pírði augun og byrjaði að hlæja. Ég á góðar minningar úr æsku þegar ég var í heimsókn hjá ykkur. Ég man hvað garðurinn var Klemensi kær. Þetta man ég sérstaklega í kringum jarðar- berjauppskerurnar sem ég varð vitni að. Ég sé fyrir mér stífs- legið grasið, árnið og fjallasýn. Það var ævintýri líkast fyrir mig að njóta samverunnar með ykkur á Seyðisfirði, yndislega fjölskylda. Ég hugsa til þín með söknuði kæri Klemens. Þú hafð- ir að geyma sterkan persónu- leika og ég mun alltaf geyma minningu þína um mann sem var fastur fyrir og alltaf stutt í spaugið. Elsku Sigga, kæra fjölskylda. Guð veri með ykkur í sorg og gleðistundum minninganna Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.(V. Briem) Björgvin, Steinunn og börn. Klemens Baldvin Sigtryggsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.