Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Menntunarfræðingurinn, markþjálfinn og feng shui-ráðgjafinn Jóna Björg Sætran hjá Námstækni ehf. er sextug í dag og ætlar að gera sér dagamun í faðmi fjölskyldunnar. „Maður á að halda upp á sína afmælisdaga, njóta lífsins, og það er hægt að gera það á ýmsa vegu, það þarf ekki stórveislu til,“ segir hún. Jóna Björg segir aðalatriðið að njóta þess alltaf að vera maður sjálfur og hún sé svo heppin að geta samtvinnað menntun og áhuga- mál. „Ég vinn að því að hjálpa fólki við að ná markmiðum sínum, að hjálpa fólki til þess að öðlast betra líf, að líða betur.“ Hún leggur áherslu á að fólk leiti ekki langt yfir skammt heldur njóti þess góða sem það hafi, virði það og geri það besta úr því hverju sinni. „Þetta er mjög gefandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi nóg að gera í ráðgjöfinni, jafnt heima sem erlendis. Auk þess vinnur hún líka með næringu og góða heilsu í gegnum alþjóðlegt fyrirtæki. „Ég nýt þess að geta leyft mér að vinna hjá sjálfri mér og vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og gefandi. Þannig nýt ég dagsins alla daga, að geta hlakkað til að vakna að morgni og vita ekki hvað dagurinn ber í skauti sér.“ Einkunnarorð Jónu Bjargar eru: Blómstraðu, njóttu þess að vera þú. Hún segist hafa þetta í huga í golfinu, þar sem hún sé algjör ný- græðingur, og í garðinum. „Lífið er yndislegt.“ steinthor@mbl.is Jóna Björg Sætran 60 ára Afmælisbarn dagsins Blómstraðu, njóttu þess að vera þú, eru ein- kunnarorð Jónu Bjargar Sætran, menntunarfræðings með meiru. Aðalatriðið að njóta lífsins daglega M agnús Björn Jóns- son, sveitarstjóri á Skagaströnd, fædd- ist á Skagaströnd og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1974, stundaði kennararéttindanám við Kenn- araskóla Íslands 1980-82 og síðar stjórnunarnám Háskólans á Ak- ureyri og Eyþings 2005-2006. Þaulsætinn, vinsæll bæjarstjóri Magnús stundaði sjómennsku og var í sumarvinnu við vegagerð á vinnuvélum 1969-85. Hann var kenn- ari við Barnaskóla Sauðárkróks og Grunnskólann á Skagaströnd 1974- 86, framkvæmdastjóri verktakafyr- irtækisins Hvítserks hf. 1985-88, starfsmaður Búnaðarbankans á Skagaströnd 1988-90 og hefur verið sveitarstjóri Höfðahrepps frá 1990. Einungis tveir núverandi sveit- arstjórar á landinu hafa verið þaul- sætnari en Magnús og bíða Skags- trendingar þess nú spenntir hvort hann eigi ekki eftir að slá metið. Úr pólitík í embættismennsku Magnús sat í hreppsnefnd Höfða- hrepps 1982-2006 og er nú ópólitísk- ur bæjarstjóri, sat í Héraðsnefnd og héraðsráði Austur-Húnavatssýslu 1990-2006, í námsstyrkjanefnd 1992- 2012, var formaður Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum frá stofnun þeirra 1995-2007, sat í stjórn Skags- trendings 1994-2003, var varaþm. Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra 1995-1999 og hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum á vegum sveitarfé- laga. Magnús sat í stjórn Norðuráls bs. 2005-2012, í stjórn félags- og skóla- þjónustu frá 1998-2012, hefur verið formaður stjórnar Lánasjóðs sveit- arfélaga frá 2003 til dagsins í dag, sat í stjórn Heilbrigðisstofnunar- innar á Blönduósi 1992-96, var framkvæmdastjóri Byggingafélags- ins Strandar ehf. 1991-96 og sat í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 1992-96. Þá hef- ur hann setið í ritnefnd Húnavöku- rits 1983-2012. Magnús B. Jónsson 60 ára á laugardag Ítalskur snjór Hjónin Magnús og Guðbjörg Vigdís í skíðaferð á Ítalíu. Sveitarstjóri við ysta haf Hjónin og synirnir Fjölskyldan saman komin: Magnús og Guðbjörg Vigdís ásamt sonunum þremur, Viggó, Baldri og Jóni Atla. Reykjavík Nanna fæddist 28. sept- ember kl. 13.35. Hún vó 3.900 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Ragnarsdóttir og Gunnlaugur Jóns- son. Nýir borgarar Hafnarfjörður Natalie Nótt fæddist 30. september kl. 0.06. Hún vó 3.650 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Dís Magnúsdóttir og Tommy F. Nielsen. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar verður einnig sagt frá öðrum merkum við- burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Mánudagur Rjómalöguð broccoli súpa Sænskar kjötbollur á spaghetti með tómatkryddsósu, salati í ávaxtarsafa Þriðjudagur Kakósúpa með tvíböku 1.Gratineraður plokkskur með soðnum kartöflum, rófu og rúsínusalat, appelsínubát 2.Heitt Nautaburitos með salsa, sýrðum rjóma, hrisgrjónum og salati, Ávaxtabakki * Miðvikudagur Rjómalöguð blómkálssúpa 1.Stroganoff í rjómasósu með græn- meti, kartöflumús, kryddhrisgrjónum og smábrauði. 2.Bayonskinka með eplasalati, maiskorni, fersku salati, BBQ sósu, smábrauði og smjöri. Fimmtudagur Heimalagað Jógúrt 1.Austurlenskt skiragú í kókos karrýsósu með grænmeti og ávöxtum, hrisgrjón og salati í ávaxtasafa. 2.BBQ grísaabátur með frönskum, tómatsósu og fersku salati Föstudagur Rjómalöguð aspassúpa Steiktur kjúklingur með sveppasósu, maískorni, kartöflusalati.Muffins Léttsöltuð skstykki með sætri kartöflumús, pesto og fersku salati. Laugardagur Rjómalöguð sellerísúpa Ítalskar kjötbollur með risotto, papriku kartöflum, Romesco sósu(tómat krydd- sósa), fersku salati Léttsöltuð skstykki með sætri kartöflumús, pesto og fersku salati. Sunnudagur. Rjómalöguð sveppasúpa Londonlamb með rjómasósu, st. kartöflum, grænmeti og rauðkáli VALRÉTTIR ALLA DAGA 1. Soðin ýsuflök með soðnum kartöflum, gulrótum, rúgbrauði og smjöri. 2. Hamborgari með osti, grænmeti, frönskum kartöflum, salati og sósu. 3. Grísasnitsel með st. kartöflum, sósu, grænmeti og salati. 4. Léttur biti, sjálfstæður réttur fyrir hvern dag vigtar frá 600 - 650 gr. að jafnaði. Ávaxtabakki ca. 0,5kg. banani, appelsína, epli, melóna, vínber. www.veislulist.is HÁDEGISMATUR DÆMI UM MATSEÐIL FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR HEILSUBAKKAR ERU RÉTTIR SEM SAMANSTANDA AF LÉTTU FÆÐI. ( SJÁ MATSEÐIL Á VEFSÍÐU ) VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Skútan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.