Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ofsaakstur við Ánanaust hefur fyrir löngu sprengt öll þolinmæðismörk íbúa á svæðinu og berast nú hörð við- brögð frá íbúum ann- arra hverfa í Reykja- vík. Eins og margoft hefur komið fram er þetta ekki nýtt af nálinni, en eftir að myndbands- upptökur birtust í sjónvarpi og á vefmiðlum þá spyrja sig margir hvernig slíkt getur viðgengist til lengri tíma. Þarna setja ökuþórar sjálfa sig, áhorfendur og grun- lausa vegfarendur í mikla og til- efnislausa hættu. Maður getur því ekki annað en velt fyrir sér raunveruleikatengslum þeirra sem stunda þennan akstur. Nýverið var haldinn aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vestur- og Mið- bæjar og var þetta mál ofarlega á baugi. Öll vorum við sammála um að aksturinn væri vandamál og að finna þyrfti lausn sem myndi binda enda á þessa óværu. Félag- ið sendi í kjölfarið frá sér eft- irfarandi ályktun: „Aðalfundur Félags sjálfstæðis- manna í Vesturbæ og Miðbæ skorar á lögreglu og borgaryf- irvöld að grípa þegar í stað til að- gerða gegn hinum mikla glæfra- akstri, sem viðgengst í hverfinu að kvöld- og næturlagi. Ástandið er hvað verst við Ánanaust og á Granda en kvartanir hafa einnig borist frá íbúum við Hringbraut og Mýrargötu. Um- ræddur glæfraakstur raskar næturró íbúa í stórum hluta Vest- urbæjar og stofnar lífi vegfarenda í hættu. Ekki er mælt með því að umræddar umferðargötur verði þrengdar eða hraða- hindranir settar á þær, heldur löggæsla hert og þannig komið í veg fyrir ofsaakst- ur.“ Persónulega tel ég ekki rétt að afmarka lausnina við þetta svæði enda vinnur það ekki á rót vandans. Til að finna var- anlega lausn tel ég mikilvægara að koma upp aðstöðu utan við bæjarmörk þar sem umræddur hópur, auk annarra áhugasamra, getur iðkað ökukúnstir sínar í sátt við samfélagið. Þetta tel ég vera þungamiðju málsins. Þetta heyrir að sjálfsögðu til auk hertr- ar löggæslu enda ber borgaryf- irvöldum og lögreglunni að upp- ræta þetta samfélag sem þarna hefur sprottið upp. Hvaða að- gerðir sem þau velja skulu þær vera af vandvirkni valdar enda mikil atvinnustarfsemi á Granda. Þar eru fyrirtæki sem stunda slíkan iðnað að greiður aðgangur flutningabíla og annarra vinnu- tækja er nauðsynlegur. Því má ekki leggjast í skotgrafir og berj- ast gegn almennri umferð á svæðinu. Nú er mál fyrir borgarstjórn að bregðast skjótt og örugglega við þeirri óværu sem Vest- urbæingar búa við enda löngu kominn tími á úrlausn. Einnig vil ég hvetja lögreglu til þess að láta ekki deigan síga í baráttunni gegn glæfraakstri og styð heils- hugar að henni verði veitt viðeig- andi vopn í þeirri baráttu. Eftir Ásmund Þór Sveinsson »Umræddur glæfra- akstur raskar næt- urró íbúa í stórum hluta Vesturbæjar og stofnar lífi vegfarenda í hættu. Ásmundur Þór Sveinsson Höfundur er formaður Sjálfstæð- isfélags Vestur- og Miðbæjar. Ofsaakstur í Vesturbæ Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 20% AFSLÁTTUR ÚT APRÍL AF DREAMBOX DM800se MEÐ 85 CM DISK gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Landsbankinn óskar eftir tilboðum í fasteignina Laugaveg 77 í Reykjavík Fasteignin er alls 4.729 m2 að stærð og er skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Nóg af bílastæðum þar sem umtalsverður byggingaréttur er fyrir bílageymslu og skrifstofuhúsnæði. Tilboð skulu berast fyrir kl. 17:00 þann 25. apríl í móttöku Landsbankans Hafnarstræti 5 merkt: Eignadeild Landsbankinn - Laugavegur 77 Hafnarstræti 5 Reykjavík b/t Valgeir Valgeirsson Nánari upplýsingar veita: Valgeir Valgeirsson sími 410 7840 Þorsteinn Egilson í síma 899 5254 eða í thorsteinn.egilson@landsbankinn.is Til sölu Laugavegur 77

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.