Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 6
VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var rætt í ríkisstjórn þó svo að formleg ríkisstjórnarsamþykkt væri ekki gerð um málið. Auk þess sagði ég það margoft á opinberum vett- vangi að þeir sem þyrftu að sæta skertum þorskkvóta myndu njóta aukningarinnar þegar til hennar kæmi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Einar stóð frammi fyrir því sem sjáv- arútvegsráðherra vorið 2007 að þurfa að skerða þorskkvóta veru- lega. „Menn hefðu ekki getað tekið á sig þessar skerðingar ef þeir hefðu ekki getað vænst þess að njóta aukn- ingarinnar þegar hún kæmi. Slíkt var auðvitað alger forsenda í þessari stöðu.“ Einar fagnar þeim árangri sem náðst hefur í uppbyggingu þorsk- stofnsins, en Hafrannsóknastofnun greindi frá því í fyrradag að stofn- vísitala þorsks hafi hækkað fimmta árið í röð og 2011-árgangurinn væri meðal stærstu árganga frá 1985. Gríðarleg breyting „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og staðfesta vísbendingar sem við höfum heyrt frá sjómönnum og hefur komið fram í fyrri mælingum Haf- rannsóknastofnunar að þorskstofn- inn er í miklum vexti.,“ segir Einar. „Þetta er gríðarleg breyting frá þeirri stöðu sem ég stóð frammi fyrir sumarið 2007, fyrir aðeins tæplega fimm árum. Þá var tillaga Hafrann- sóknastofnunar sú að þorskaflinn ætti að vera 130 þúsund tonn, en nú eru menn að tala um að hann verði um 200 þúsund tonn. Það var ekki nóg með það heldur var það líka mat Hafrannsóknastofn- unar að ef ekki yrði gripið til þessara aðgerða mætti vænta þess að miðað við ráðgjöf stofnunarinnar ætti kvót- inn að vera 114 þúsund tonn ári síðar. Við erum því að tala um að aflinn geti tæplega tvöfaldast frá þeirri stöðu sem við vorum að glíma við. Auðvitað fagna allir þessum árangri. Það sem er hins vegar alvarlegast í þessu er að núna er ekki gert ráð fyr- ir að þeir sem tóku á sig skerðinguna njóti aukningarinnar, nema að hluta, þegar hún loksins kemur. Þessi þró- un byrjaði því miður eftir að ný rík- isstjórn tók við völdum og enn á að bæta í. Það er líka mjög alvarlegt út frá sjónarhóli þeirra sem vilja ganga varlega um auðlindina og ég hefði haldið að þeir sem tala fyrir grænum viðhorfum eins og núverandi ríkis- stjórnarflokkar gera, ættu að skilja það. Það er einfaldlega þannig að til þess að menn hafi hagsmuni af því að ganga vel um auðlindina verða menn líka aða fá að njóta þess þegar betur árar. Með því frumvarpi sem nú ligg- ur fyrir í sjávarútvegsmálum er klippt á þann hvata sem mun þá stuðla að verri umgengni um auð- lindina.“ Fráleit stefna Einar bendir á að í þeim niður- stöðum sem Hafrannsóknastofnun kynnti í vikunni horfði ekki eins vel með til dæmis ýsu og steinbít. „Eng- inn talar um annað en að þeir sem hafa aflaheimildirnar í þessum teg- undum taki á sig skerðinguna. Þann- ig að stefnan virðist vera sú að þeir sem hafa kvótana taki alltaf á sig skerðingarnar, en fái ekki að njóta aukningarinnar,“ segir Einar. „Það er auðvitað fráleitt og alger- lega úr takti við það sem ég boðaði sem sjávarútvegsráðherra í sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar þegar ákvörðun var tekin um að skera niður og var auðvitað for- sendan fyrir því að hægt var að fara í þessar aðgerðir að þeir sem tækju á sig skerðingarnar fengju líka aukn- inguna.“ Óvarlega talað Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um þorskafla á næsta fiskveiðiári er væntanleg í byrjun júní og má vænta aukningar frá núverandi aflamarki sem er 177 þúsund tonn í þorski. Í fréttum RÚV í fyrrakvöld sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra að nýjar upplýsingar bentu til að hægt yrði að auka kvót- ann í 200 þúsund tonn. „Mér finnst að þær upplýsingar sem liggja fyrir frá Hafrannsókna- stofnun þess eðlis að ekki sé hægt að reikna út upp á kíló eða gramm hver verði líklegur kvóti á næsta fiskveiði- ári,“ segir Einar. „Þess vegna finnst mér sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hafa talað mjög óvarlega um mögulega tekjuaukningu áður en endanleg ráðgjöf liggur fyrir. Ég vek líka athygli á því að í nýju fiskveiðistjórnarfrumvarpi er þegar búið að reikna inn aukningu í þorsk- kvóta og það var gert áður en þessar upplýsingar komu fram og löngu áð- ur en hin endanlega ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar liggur fyrir. Þannig að mér finnst að sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra eigi ekki að hreykja sér af einhverri stað- festu varðandi nýtingu þorskstofns- ins eins og hann gerði í fjölmiðlum í vikunni.“ Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld fagnaði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra góðum árangri í uppbyggingu þorskstofnsins. Ráð- herra sagði m.a.: „Þetta er svo góð frétt að ég held að enginn geti, hversu fúll sem hann er, snúið út úr henni.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist ekki gera sér grein fyrir til hverra ráð- herra væri að vísa. „Ég geri ekki ráð fyrir að hann hafi átt við hinn glað- lega forsætisráðherra,“ sagði Einar. Málið var rætt í ríkisstjórn  Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, segist hafa rætt það í ríkisstjórninni að þeir sem sættu skertum aflaheimildum nytu líka kvótaaukningar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ráðherrar Stjórn Geirs H. Haarde tók við 2007. Í henni sátu m.a. Einar K. Guðfinnsson og Jóhanna Sigurðardóttir. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Atvinnuveganefnd Alþingis fjallaði um frumvörp sjávar- útvegsráðherra um fiskveiði- stjórnun og veiðigjöld á fundi sínum í gær. Meðal annars mættu fulltrúar Hagstofunnar á fundinn og gerðu grein fyrir út- reikningum sínum um sjávar- útveg, að sögn Einars K. Guð- finnssonar. „Það er ljóst mál að þeir út- reikningar sem Hagstofan hefur unnið í gegnum tíðina um stöðu sjávarútvegs og hafa mjög mikla þýðingu til að varpa ljósi á stöðu greinarinnar geta aldrei verið grundvöllur fyrir skatt- lagningu. Þeir eru einfaldlega unnir í allt öðrum tilgangi,“ seg- ir Einar ennfremur. Ekki skatta- grunnur ÚTREIKNINGAR HAGSTOFU Í áramótagrein í Morgunblaðinu 31. desember 2007 fjallaði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurskurð í aflaheimildum í þorski og sagði meðal annars: „Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var að tak- ast á við þau ótíðindi sem bárust snemma sumars um slæmt ástand þorskstofnsins. Hafrannsóknastofnun lagði til verulegan niðurskurð á þorskaflanum og öllum var ljóst að áhrifin yrðu gríðarlega mikil, einkum fyrir útgerðir og einstök byggðarlög. Sjávarútvegsráðherra tók þá ákvörðun, með fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar, að fara að tillögum vís- indamannanna og hljóta allir að vona að hún leiði til hraðari uppbyggingar þorskstofnsins en ella hefði ver- ið. Samhliða niðurskurðinum ákvað ríkisstjórnin að ráðast í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til þess að draga úr búsifjum af hans völdum. Mestu skiptir hins vegar að þeir sem nú taka á sig aflaskerðingu fái notið ávaxtanna þegar stofninn styrkist á nýjan leik.“ Í samtali við Morgunblaðið í gær lýsti Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, áhyggjum sínum af áformum ríkisstjórnarinnar við fiskveiðistjórnun og sagði meðal annars: „Áform stjórnvalda um að færa aflaheimildir frá þeim sem tóku á sig skerðingar þegar nauðsyn bar til og færa núna öðrum varpa hins vegar skugga á þessar góðu fréttir. Það má einfaldlega ekki gerast og við leggjum ofuráherslu á að þeir fái að njóta sem tóku á sig skerðingarnar. Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt að útgerðir, sjó- menn og fiskvinnslufólk um allt land sem tóku á sig skerðingar og það mikla tekjutap sem þeim fylgdi fái einnig að njóta að fullu þess árangurs sem aðgerðirnar skila í formi aukins aflamarks.“ „Fái notið ávaxtanna þegar stofninn styrkist“ EITT FYRSTA VERKEFNIÐ VAR AÐ TAKAST Á VIÐ ÓTÍÐINDI UM SLÆMT ÁSTAND ÞORSKSTOFNSINS Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðigjöld snerta starf Fiskistofu á margan hátt. Reikna má með fjölgun starfa hjá stofnuninni en þar starfa nú 75 manns. Starfsmenn Fiskistofu eru þessa dagana að fara yfir frumvörpin og verður umsögn send atvinnuveganefnd Alþingis fyrir lok næstu viku. Eyþór Björnsson fiski- stofustjóri segir að einkum sé horft til ýmissa fram- kvæmdaatriða sem muni breytast verði frumvörpin að lögum. Fiskistofu er áfram ætlað að innheimta veiði- gjöld, en ýmsar forsendur þeirra breytast samkvæmt frumvörpunum. Þá er gert ráð fyrir að hefja á ný starfsemi kvótaþings í umsjón Fiskistofu. Sérstöku gjaldi vegna kvótaþingsins er ætlað að standa undir þeirri starfsemi. Hvati til að ganga vel um auðlindina Hjá Hafrannsóknastofnun er eins og á Fiskistofu unn- ið að umsögn um fiskveiðistjórnarfrumvörpin. Jóhann Sigurjónsson forstjóri segir að í nýju frumvarpi sé Haf- rannsóknastofnuninni ætlað sama hlutverk og í núgild- andi lögum. Stofnunin hafi því litlar athugasemdir fram að færa en á síðasta ári gaf stofnunin umsögn um frumvarpið sem þá lá fyrir þinginu þar sem áherslan hafi verið á að við fiskveiðistjórnun þurfi að vera hvati til að ganga vel um auðlindina, m.a. að fylgt sé veiðiráðgjöf um sjálfbærar veiðar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnun vinnur að um- sögn um sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Undirbúa umsagnir um frumvörpinCOSTA TUNGUSÓFI ! betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík og Skeiði 1, Ísafirði Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Kominn aftur á 20% afslætti Til í svörtu og hvítu með hægri eða vinstri tungu einnig til í taui. Sjá tilboð á betrabak.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.