Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 45
Revíuhöfundur kvenfélagsins Magnús er mikill útivistarmaður og munar þar mest um hesta- mennskuna og samviskusamlega skíðaiðkun. Hann hefur haldið hesta um árabil, reynir að komast í hesta- ferðir á hverju ári og hefur yfirleitt farið í lengri eða skemmri hálend- isferðir á hverju sumri í mörg ár. Þá hefur hann verið einkar duglegur við að kenna barnabörnunum á skíði á undanförnum árum. Hann er auk þess býsna laghentur ef á reynir og haldinn prýðilegu verksviti. Í hámenningarmálum hefur Magnús áhuga á sögu og bók- menntum en er þó líklega sterkastur á svellinu þegar kemur að leiklist- inni. Hann nánast krefst þess að fá að koma að samningu skemmtiatriða þorrablóts Kvenfélagsins á Skaga- strönd þó þar sé yfirleitt gert grimmt grín að sveitarstjórninni. Þau hjónin eru nú í siglingu um Miðjarðarhafið í tilefni afmælisins. Fjölskylda Magnús kvæntist 26.12. 1977 Guð- björgu Bryndísi Viggósdóttur, f. 1.4. 1954, húsmóður. Hún er dóttir Vig- gós Brynjólfssonar, f. 3.5. 1926, vinnuvélstjóra, og Arndísar Ólafar Arelíusdóttur, f. 19.10. 1936, húm- óður. Börn Magnúsar og Guðbjargar eru Viggó Magnússon, f. 14.8. 1971, byggingatæknifræðingur, en kona hans er Magnea Ingigerður Harð- ardóttir, f. 21.6.1971, og eru dætur þeirra Telma Rán Viggósdóttir, f. 29.7. 1993, Glódís Perla Viggósdótt- ir, f. 27.6.1995, og Bára Bryndís Viggósdóttir, f. 20.11.1998; Baldur Magnússon, f. 3.8. 1974, sjómaður, en kona hans er Þórunn Valdís Rún- arsdóttir, f. 29.6.1980, og eru börn þeirra Magnús Sólberg, f. 26.11. 2003, Valdimar Viggó, f. 25.4. 2007, og Aþena Guðbjörg, f. 25.7. 2008; Jón Atli Magnússon, f. 29.7.1988, sölufulltrúi. Systkini Magnúsar eru Fjóla Jónsdóttir, f. 10.10. 1947, búsett á Skagaströnd; Gunnar Jón Jónsson, f. 23.12. 1956, búsettur í Danmörku; Ragnar Hlynur Jónsson, f. 28.12. 1963, búsettur í Bandaríkjunum. Foreldrar Magnúsar: Jón Jóns- son, f. 21.5. 1921 í Asparvík í Strandasýslu, d. 9.7. 1991, versl- unarmaður og framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd, og María Magnúsdóttir, f. 1.5. 1919 á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi, kenn- ari og verslunarmaður. Úr frændgarði Magnúsar B. Jónssonar Hólmríður Guðjónsdóttir húsfr. í Neðstabæ Albert Björnsson b. í Neðstabæ María Ögmundsdóttir húsfr. á Syðra-Hóli Guðrún Sigfúsdóttir frá Skarði Guðmundur Pálsson b. í Kjós, af Pálsætt Sigurrós Magnúsdóttir frá Veiðileysu Magnús B. Jónsson Jón Jónsson framkvæmdastj. á Skagaströnd María Magnúsdóttir kennari á Skagaströnd Magnús Björnsson kennari á Syðra-Hóli Jóhanna Albertsdóttir húsfr. á Syðra-Hóli Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Svanshóli Jón Kjartansson b. á Svanshóli Kjartan Guðmundsson b. á Skarði í Bjarnarf. Björn Magnússon b. á Syðra-Hóli Guðmundur Magnússon læknaprófessor Bjarni Jónsson b. í Bjarnarhöfn Jón Bjarnason fyrrv. ráðherra Hildibrandur Bjarnarson b. í Bjarnarhöfn Hestamaðurinn Sveitarstjórinn á góðri stundu með þrjá til reiðar. Hann heldur hesta og fer yfirleitt árlega í langar ferðir upp á örævi landsins. ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Laugardagur 80 ára Sigurður Einarsson Sæbjörg Jónsdóttir 70 ára Bryndís Þorsteinsdóttir Emil Ingólfsson Garðar Gíslason Herborg Káradóttir Hugrún Björk Þorkelsdóttir Jytte Frímannsson 60 ára Ámundi Grétar Jónsson Guðjón Þorbjörnsson Guðmundur R. Sveinsson Sólveig Steingrímsdóttir 50 ára Anna María Þorláksdóttir Ásgerður Ólafsdóttir Geir Sigurðsson Georg Birgisson Gísli Sigurður Gíslason Guðný Árnadóttir Gylfi Björn Hvannberg Karl Arnarson Kristín Magnúsdóttir Margrét Jónsdóttir Ómar Jónsson Pétur Karlsson Pétur Stefán Kristjánsson Sigríður B. Thorarensen Sigurður Árni Árnason Sigurður Kjartansson Sigurður Páll Guðjónsson Sigurveig María Ingvadóttir 40 ára Ásgeir Jón Ásgeirsson Bjarki Páll Einarsson Emil Andrés Sigurðsson Hafdís Hreiðarsdóttir Hilmir Agnarsson Páll Svavar Pálsson Sigurður Kr. Hjaltested Steinunn Rósa Einarsdóttir Þórður Sigurðsson Sunnudagur 80 ára Margrét Halldórsdóttir Sigurjón Bjarnason 70 ára Bjarni Sævar Sigurðsson Hörður Þórleifsson Inga Þorkelsdóttir 60 ára Aðalheiður Steinsdóttir Anna Jenny Rafnsdóttir Einar Schweitz Ágústsson Halla Snorradóttir Hallfríður Bára Einarsdóttir Lilja Vikar Loftur Guðmundsson Sigríður K. Hjálmarsdóttir Sigurður Örn Búason Viðar Kristmundsson Þorbjörg Skjaldberg Þorvaldur Ottósson 50 ára Atli Brynjar Sigurðsson Auður Pétursdóttir Ármann Birgisson Bryndís Ploder Eva Egilsdóttir Jóhann F. Þórhallsson Kristinn G. Hjaltalín Margrét V. Kristjánsdóttir Ólafur Thorarensen Þorbjörg Kristín Jónsdóttir Þráinn Lárusson 40 ára Dröfn Vilhjálmsdóttir Eva Jóhanna Óskarsdóttir Haukur Viðar Ægisson Jón Þröstur Jóhannesson Linda Þóra Grétarsdóttir Mikael Máni Snorrason Til hamingju með daginn 30 ára Óskar fæddist í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi, lauk prófum frá Margmiðlunarskólanum, er að ljúka námi í við- skiptafræði frá HÍ og starfar hjá Össuri. Eiginkona Dayla Lutz, f. 1985, starfsmaður hjá Hótel Grand. Foreldrar Daði Arn- grímsson, f. 1961, kaup- maður í Reykjavík, og Anna Óskarsdóttir, f. 1960, sjúkraliði. Óskar Márus Daðason 70 ára á sunnudag Sæv- ar fæddist í Landeyjum en býr á Rifi, var í útgerð og fengsæll minkabani. Fyrri kona Sigríður E. Guðjónsdóttir, f. 20.5. 1948, d. 12.12. 2003. Seinni kona Eygló Anna Þorkelsdóttir, f. 16.1. 1964. Sævar á sjö dætur og einn fósturson. Foreldrar Sigríður Jóns- dóttir, f. 1918, d. 1992 og Sigurður Jónsson, f. 1921, d. 1998. Sævar Sigurðsson Haraldur Bessason, fyrstirektor Háskólans á Ak-ureyri, fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. apríl 1931. Foreldrar hans voru Bessi Gíslason, hreppstjóri þar, og k.h., Elínborg Björnsdóttir kennari. Har- aldur var skyldur Davíð Stefánssyni í föðurætt en var af miklum presta- ættum í móðurætt og þar skyldur skáldunum Stefáni frá Hvítadal og Snorra Hjartarsyni. Eiginkona Haralds var Margrét Björgvinsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, en af fyrra hjónabandi átti Haraldur þrjár dætur og Mar- grét tvö börn. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951, cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1956, hélt síðan til Winnipeg í Kanada þar sem hann var prófessor við íslenskudeild Ma- nitobaháskóla í rúm þrjátíu ár. Haraldur sinnti mjög félags- málum og blaðamennsku í Vest- urheimi, var m.a. ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu og Tímarits Hins ís- lenska þjóðræknisfélags um árabil. Haraldur stóð fyrir grunnrann- sóknum á máli og menningu Vestur- Íslendinga, skrifaði greinar og bók- arkafla, m.a. um verk Halldórs Lax- ness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Com- monwealth (1974) eftir Jón Jóhann- esson og ritstýrði, ásamt Baldri Haf- stað, geinasöfnunum Heiðin minni og Úr manna minnum. Haraldur tók við starfi rektors Háskólans á Akureyri við stofnun skólans 1987 og gegndi því til 1994. Eftir það kenndi hann við skólann en þau Margrét fluttu vestur um haf á ný 2003 og var hann þar búsettur til dauðadags. Haraldur hlaut riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu, varð heið- ursfélagi Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadags- nefndar í Manitoba og heiðursborg- ari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við Há- skólann á Akureyri 1999. Hann lést í Toronto í Kanada 8. apríl 2009. Merkir Íslendingar Haraldur Bessason 30 ára Sólveig fæddist í Reykjavík, ólst upp á Álftanesinu og er að ljúka námi í tækniteiknun. Bræður Ragnar Karl Guð- jónsson, f. 1976, fram- kvæmdastjóri Panasonic Nordic í Danmörku; Þor- björn Jindrich Guð- jónsson, f. 1983, nemi. Foreldrar Guðjón Þor- björnsson, f. 1952, verk- taki, og Stepanka María Vavrickova, f. 1955, versl- unarmaður. Sólveig Valerie Guðjónsdóttir Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.