Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Össur Skarphéðinsson utanrík-isráðherra segir að „hugsan-
lega“ hefði hann átt að ræða um að-
ild ESB að málshöfðun gegn Íslandi
vegna Icesave við utanríkis-
málanefnd.
Þá segir hann aðhann beri
ábyrgð á að segja
forsætisráðherra frá
gangi mála, en í gær
upplýsti Jóhanna
Sigurðardóttir að
hún hefði ekki vitað
af þessari nýjustu
árás ESB á Ísland.
Jóhanna sér aðvísu ekkert at-
hugavert við árás-
ina, svo hún mun
ekki gera mikið úr þessum glöpum
Össurar. Hann verður þess vegna
líklega ekki látinn axla ábyrgð
vegna þessa máls, að minnsta kosti
ekki af hálfu forsætisráðherra.
En ætli einhver muni axlaábyrgðina á öðrum vettvangi?
Jafnvel gleymnir núverandi ráð-herrar muna sennilega eftir
sakamáli á hendur fyrrverandi sam-
ráðherra sínum sem þeir leyfðu að
yrði ákærður fyrir að hafa „látið far-
ast fyrir að framkvæma það sem fyr-
irskipað er í 17. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins um skyldu til að halda
ráðherrafundi um mikilvæg stjórn-
armálefni.“
Flokkast það ekki undir mik-ilvægt stjórnarmálefni að ESB,
sem ráðherrarnir hafa látið Ísland
sækja um aðild að, skuli með ósvífn-
um hætti taka þátt í málssókn gegn
landinu?
Hver ber ábyrgð á að málið varekki rætt á ráðherrafundi fyrr
en það var um seinan?
Össur
Skarphéðinsson
Ráðherraábyrgð?
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 3 heiðskírt
Akureyri 1 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 2 snjókoma
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk -5 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 skúrir
Stokkhólmur 2 skúrir
Helsinki 5 skúrir
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 11 skýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 11 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 11 léttskýjað
Vín 14 skýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 11 skýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg 7 skúrir
Montreal 12 léttskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 15 skýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:58 20:59
ÍSAFJÖRÐUR 5:54 21:13
SIGLUFJÖRÐUR 5:36 20:56
DJÚPIVOGUR 5:25 20:31
Ástrós Eyja
fæddist 1933
Í æviágripi Ástrósar Eyju Krist-
insdóttur í blaðinu í fyrradag var
sagt að hún hefði fæðst 7. nóvember
1922. Hið rétta er að hún fæddist
1933.
Einn afa átti ég
Í minningargrein í blaðinu í gær um
Gunnar Gíslason eftir Clöru Gunn-
arsdóttur urðu mistök í vinnslu.
Fyrsta setning greinarinnar átti að
hljóða svo:
Einn afa átti ég en stórbrotinn afa
ég átti og er ævinlega þakklát fyrir
þau árin sem ég hef fengið að njóta
með honum.
Eyvör var systir
Ingibjargar
Í Morgunblaðinu í gær var sagt í
pistlinum Merkir Íslendingar að Ey-
vör Snorradóttir hafi verið systir
Lárusar S. Tómassonar, skólastjóra
á Seyðisfirði. Þetta er ekki rétt.
Hún var systir tengdamóður hans,
Ingibjargar Snorradóttur, og eig-
inkona Gísla Wíum, snikkara og
skáldmærings. En dóttir þeirra
Ingibjargar og Gísla var Þórunn,
móðir Inga T. tónskálds.
Árétting
Gamla Slipphúsinu við Reykjavík-
urhöfn hefur verið breytt í hótel,
eins og fram kom í viðtali við for-
svarsmenn JE Skjanna bygg-
ingaverktaka í Morgunblaðinu í
fyrradag. Þeir sögðu að vinnan hafi
gengið snurðulaust fyrir sig en
helsta vandamálið hafi verið að fá
forsvarsmenn skipulags Faxaflóa-
hafna og skipulags Reykjavík-
urborgar að samþykkja fram-
kvæmdina. Þeir árétta að þeir hafi
aldrei komið að lokuðum dyrum,
hvorki hjá Faxaflóahöfnum né
skipulagsyfirvöldum í Reykjavík, og
samstarfið við forsvarsmennina hafi
verið frábært enda hafi þeir verið
þeim innan handar í einu og öllu.
Vandamálið sem vísað hafi verið til
hafi falist í samræmingu. Um sé að
ræða tvö stór og ábyrgðarmikil emb-
ætti sem bæði lúta umfangsmiklu
regluverki sem nauðsynlegt hafi
verið að finna sameiginlegan flöt á til
fá verkefnið til að ganga upp.
LEIÐRÉTT
Sætar franskar
frá McCain
Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega
bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í
ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með
girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna!
Nýtt!