Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Evrópumálin hafa reynst Vinstri
grænum óþægur ljár í þúfu og stefnir
í að flokkurinn tapi mörgum af þeim
14 þingmönnum sem 21,7% atkvæða í
síðustu kosningum skilaði.
Sunnudaginn 26. apríl 2009, dag-
inn eftir stærsta kosningasigur
vinstrimanna í lýðveldissögunni,
ræddi Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, við Morgunblaðið um
vægi Evrópuumræðunnar í kosn-
ingabaráttunni og komst þá svo að
orði að „útblásin Evrópuumræða“
hefði „heltekið fjölmiðlana“ á síðustu
dögum kosningabaráttunnar.
Villa ekki á sér heimildir
„Mjög mikið af okkar stuðnings-
fólki vildi fullvissu um að við stæðum
á okkar stefnu í Evrópumálum …
Hvort fleiri hefðu kosið okkur ef við
hefðum haft þetta opnara er önnur
saga en við erum ekki flokkur sem
villir á sér heimildir,“ sagði hann.
Tæpum þrem mánuðum síðar
lögðu íslensk stjórnvöld formlega
fram umsókn um aðild að Evrópu-
sambandinu, skref sem leiddi til þess
að Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Norðvesturkjördæmis, kaus
að yfirgefa VG og ganga í framsókn.
VG mældist með 12% fylgi í síðasta
Þjóðarpúlsi Gallup og ef marka má
hljóðið í flokksmönnum úti á landi
ríkir ekki mikil bjartsýni um að
flokknum takist að endurheimta fylg-
ið í tæka tíð fyrir næstu kosningar,
nema svo gott sem endir verði bund-
inn á umsóknarferlið við ESB.
Hlýtur að hafa afleiðingar
Gísli Árnason, formaður VG í
Skagafirði, segir komið að leiðarlok-
um. „Krafan hlýtur að vera sú að við-
ræðunum verði slitið nú þegar. Málið
liggur fyrir. Ef menn telja ásættan-
legt að halda því til streitu í næstu
kosningum eru önnur sjónarmið uppi
en fyrir kosningarnar 2009. Ef menn
segja eitt og gera svo annað hlýtur
það að hafa afleiðingar.“
Andrés Rúnar Ingason, formaður
VG í Árborg, tekur í sama streng.
„Það væri æskilegt að geta kosið
um málið fyrir næstu kosningar. Það
er komið það langt að það er vel hægt
að kanna hug fólks til þess,“ segir
Andrés Rúnar sem telur óraunhæft
að VG fái sama fylgi og í síðustu
kosningum í Suðurkjördæmi.
„Það eru mjög margir þættir sem
valda því og þá kannski umfram allt
nýju framboðin sem eru til vinstri.
Miðað við hvernig fylgið mun reytast
aftur niður verður mjög erfitt að ná
inn þingmanni. Við erum ekki viss
um að við náum inn þingmanni. Þetta
er erfiðasta kjördæmi VG,“ segir
Andrés Rúnar en VG fékk 17,1% at-
kvæða og einn þingmann í Suður-
kjördæmi í síðustu kosningum.
Þormóður Sigurðsson, formaður
VG í Fjallabyggð, tekur undir þetta.
„Ég hef alltaf verið andvígur ESB
og Evrópusambandsaðild. Ég sé ekki
að farið verði með málið í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Viðræðurnar munu
stöðvast áður. Mér finnst að það
þurfi að ljúka þessu máli fyrir kosn-
ingar,“ segir Þormóður.
Forystan íhugi stöðu sína
Bjarni Jónsson var kosningastjóri
VG í Norðvesturkjördæmi og er for-
seti sveitarstjórnar í Skagafirði.
„Ef menn rifja upp stefnu flokks-
ins og fylgja henni eftir óttast ég ekki
útkomuna í næstu kosningum. For-
ystan þarf að huga að stefnu flokks-
ins og fylgja henni. Að öðrum kosti
þarf hún að velta stöðu sinni fyrir
sér. Fyrir síðustu kosningar voru
birtar auglýsingar hér í kjördæminu
þar sem dregið var í efa að Vinstri
grænir myndu standa við loforðið um
að sækja ekki um aðild að Evrópu-
sambandinu. Þetta var eitt stærsta
málið í þessu kjördæmi og kannski
stærra en í flestum öðrum,“ segir
Bjarni en VG fékk þrjá þingmenn í
kjördæminu síðast, að Ásmundi Ein-
ari Daðasyni meðtöldum. „Það er
ekki valkostur að láta málið dragast
frekar. Það verður VG mjög þungt að
fara inn í kosningar ef þessi mál
verða ekki kláruð á næstunni.“
Ölver Guðnason, meðstjórnandi
hjá VG á Austfjörðum, segir Evrópu-
málin hafa haft „hroðalega slæm
áhrif“ á flokkinn.
„Flokkurinn fékk gott tækifæri en
spilaði því algjörlega úr höndunum.
Ég get ekki séð neitt sem liggur eftir
okkur. Við fengum þrjá þingmenn.
Við fáum kannski einn í næstu kosn-
ingum. Þetta er alveg búinn flokkur
hérna,“ segir Ölver um dræmar horf-
ur VG í Norðausturkjördæmi.
Óttast ekki nýju framboðin
Sigurbergur Árnason, formaður
VG í Hafnarfirði, telur að þó VG
kunni að tapa fylgi í Suðvesturkjör-
dæmi eigi VG samt möguleika á að
halda tveim þingsætum. Hann óttast
hvorki ný framboð né Evrópumálin.
„Ég hef enga trú á að Evrópumál-
in verði til trafala. Það er annar aðili
sem mun taka þann glæp af öllum.
Ég hef trú á því að ESB sé sjálft að
klúðra því ferli með aðkomu sinni að
Icesave-málinu núna. Ég held að
þetta verði eins og þorskastríðin, að
allir Íslendingar muni sameinast.“
Staða VG úti á landi í uppnámi
Þolinmæði flokksmanna á landsbyggðinni vegna Evrópumálanna er á þrotum Vaxandi krafa um
uppgjör fyrir næstu kosningar Fulltrúi VG í Hafnarfirði líkir inngripi ESB í Icesave við þorskastríðin
Morgunblaðið/Kristinn
Frá einum flokksráðsfunda VG Steingrímur og Árni Þór vilja nú hraða aðildarferlinu fyrir næstu kosningar.
Þótt ekki sé langt um liðið hefur
mikið vatn runnið til sjávar síð-
an bæklingnum Aðgerðir og ár-
angur ríkisstjórnar Samfylk-
ingar og Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs 2009-2011
var dreift á flokksráðsfundi VG
dagana 24.-25. febrúar í Reykja-
vík. Var aðildarferlinu lýst svo:
„Samningaferlið hefur gengið
greiðlega og góð sátt er um
hinn efnislega þátt viðræðn-
anna. Íslensk stjórnvöld hafa
svarað spurningalistum ESB um
íslenska löggjöf, farið var gegn-
um ýtarlega rýnivinnu þar sem
borin voru saman íslensk lög og
regluverk Evrópusambandsins
og formlegar samningaviðræð-
ur hófust 27. júní í sumar. Í árs-
lok verður búið að opna allt að
helming samningskafla,“ sagði í
bæklingnum með vísan til at-
burða á árinu 2011.
Rúmri einni og hálfri klukku-
stund eftir að fundargestir
fengu bæklinginn í hendur flutti
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra ræðu á fundinum þar
sem hann krafðist þess að að-
ildarviðræðum yrði lokið fyrir
þingkosningarnar vorið 2013.
Eftir ræðuna tók Jón Bjarna-
son, fráfarandi sjávarútvegs-
ráðherra, undir þessa kröfu í
samtali við Morgunblaðið.
Um og eftir páska lýstu þeir
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, og Árni Þór Sigurðs-
son, formaður utanríkismála-
nefndar, því yfir að þeir vilji
sjávarútvegskaflann á hreint
fyrir næstu þingkosningar.
Viðræður
„gengið
greiðlega“
SÝN VG Á UMSÓKNINA
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Hilton Reykjavík
Nordica miðvikudagurinn 25. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni,
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast
stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Reykjavík 10. apríl 2012,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 012
www.gildi.is
Látinn er í Reykjavík
Agnar Tryggvason,
fyrrv. framkvæmda-
stjóri Búvörudeildar
SÍS, á 94. aldursári.
Hann var sonur
hjónanna Önnu Klem-
ensdóttur húsfreyju og
Tryggva Þórhallssonar,
prests, ritstjóra, ráð-
herra og bankastjóra.
Agnar ólst upp í
Reykjavík, tók stúd-
entspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1938 og varð viðskiptafræðingur frá
Handelshöjskolen í Kaupmannahöfn
1940. Hann var framkvæmdastjóri
danskra fyrirtækja í Kaupmanna-
höfn 1942-7. Eftir það starfaði hann
óslitið til eftirlaunaaldurs hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga,
fyrst sem framkvæmdastjóri véla-
deildar frá 1947-9, þá fram-
kvæmdastjóri skrifstofu SÍS í New
York til 1953, í Kaupmannahöfn til
1957 og þá Hamborg til 1962. Þá tók
hann við framkvæmdastjórn búvöru-
deildar Sambandsins á aðalskrifstofu
í Reykjavík og gegndi því starfi til
ársins 1984. Búvörudeildin annaðist
á starfstíma Agnars umfangsmikla
starfsemi við þjónustu íslensks land-
búnaðar, við vinnslu og sölu búfjár-
afurða og annarra landbúnaðar-
afurða hérlendis og erlendis, út-
flutning hrossa og fl. Eftir að Agnar
og fjölskylda hans
komu alkomin til Ís-
lands fluttu þau á
Sunnubraut í Kópa-
vogi. Agnar og kona
hans fluttu árið 1998 í
Laufás við Laufásveg,
Reykjavík, æskuheimili
hans, í hús sem afi hans
og amma reistu. Síð-
ustu mánuðina bjó
Agnar á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund við gott atlæti.
Á náms og dvalar-
árum Agnars í Kaupmannahöfn tók
hann virkan þátt í félagsstarfi Ís-
lendinga og var m.a. um skeið for-
maður Íslendingafélagsins þar. Þá
var Agnar heiðursfélagi í Landsam-
bandi hestamanna en Agnar var
brautryðjandi við markaðssetningu
íslenska hestsins erlendis.
Agnar gengdi margháttuðum
störfum fyrir opinbera aðila, sat m.a.
í mörgum samninganefndum vegna
viðskipta Íslendinga við erlend ríki,
ekki síst gömlu austantjaldsríkin.
Kona Agnars var Hildur Sólveig
Þorbjarnardóttir, húsmóðir, frá
Geitaskarði í Langadal, sem lést árið
2006. Hún var dóttir Þorbjarnar
Björnssonar óðalsbónda og Sigríðar
Árnadóttur húsfreyju.
Börn Agnars eru Guðrún Helga,
Anna, Björn og Tryggvi og lifa þau
öll föður sinn.
Andlát
Agnar Tryggvason