Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Undanfarna daga
hefur átt sér stað um-
ræða í fjölmiðlum sem
snúist hefur um út-
flutning og verðlagn-
ingu á dilkakjöti í Nor-
egi. Upphaf
umræðunnar má rekja
til orða Guðna Ölvers-
sonar á facebook-síðu
hans um verðlagningu
á dilkakjöti í Noregi
þar sem hann staðhæfir að hann
hafi keypt lambalæri á rúmlega
1.000 kr. íslenskar kílóið. Þakkar
hann jafnframt íslenskum skatt-
greiðendum verðlagninguna á kjöt-
inu í viðtali á Bylgjunni hinn 10.
apríl og lætur að því liggja að ís-
lenskir skattgreiðendur greiði í
stórum stíl niður kjöt fyrir norskan
markað. Reyndar var kílóverðið 58
krónur norskar sem liggur nær
1.300 íslenskum, auk þess sem verð-
ið var tilboðsverð.
Staðreyndin er sú að útflutnings-
bætur voru afnumdar árið 1992 og
er því lambakjöt ekki greitt sér-
staklega niður fyrir erlenda mark-
aði. Í gildi eru búvörusamningar
milli bænda og ríkisvaldsins sem
eru ákveðinn grunnur að sauðfjár-
framleiðslu í landinu og á þeim for-
sendum er bændum greiddur stuðn-
ingur til framleiðslunnar. Hvergi er
kveðið á um í þeim samningum sér-
staka niðurgreiðslu á útfluttum
sauðfjárafurðum. Stuðningur við ís-
lenska sauðfjárrækt fer eftir
ákveðnum reglum en er ekki tengd-
ur framleiðslu. Heildargreiðslur til
greinarinnar breytast
ekki þótt framleiðsla
aukist eða minnki.
Langmestur hluti
framleiðslunnar fór á
innanlandsmarkað á
síðasta ári eða um
5.443 tonn af lamba-
kjöti auk annars kinda-
kjöts. Þær sauðfjár-
afurðir sem ekki eru
afsettar á innanlands-
markaði eru seldur til
útflutnings sem á síð-
asta ári skapaði um 3,3
milljarða króna í gjaldeyristekjur til
handa þjóðarbúinu í heild sinni.
Tekjurnar voru 16% meiri en árið
2010, þrátt fyrir minni kjötútflutn-
ing, en gott verð fékkst fyrir gærur
og ýmsar aðrar afurðir. Útflutnings-
verð (FOB) á lambakjöti í heilum
skrokkum frá Íslandi til Noregs er
um 1.000 kr. kílóið. Verðlagning á
smásölumörkuðum í Noregi er á
höndum aðila þar ytra.
Ef staðreyndin er sú að hægt hafi
verið að fá lambakjöt á því verði
sem Guðni Ölversson heldur fram
að hann hafi keypt lambalærið á er
sú verðlagning á ábyrgð REMA
1000 og má þá einfaldlega spyrja sig
hvort ekki sé verið að selja kjötið á
undirverði, sem er ekki á valdi ís-
lenskra bænda eða afurðastöðva að
stjórna.
Eins og oft áður þegar umræða
sem þessi fer af stað virðist sem
aðalatriðin hverfi og sjónir manna
fara að beinast að hlutum sem virð-
ast oft úr lausu lofti gripnir. Þó að
það megi segja að einhver hluti
þeirrar framleiðslu sem er seld á er-
lenda markaði sé studd með opin-
berum framlögum frá ríkisvaldinu
eru þau matvæli sem flutt eru hing-
að til lands það líka, þótt sá stuðn-
ingur komi ekki frá íslenskum
stjórnvöldum. Það er nefnilega stað-
reynd að landbúnaður er studdur
ýmist með beinum fjárframlögum
eða í formi tollverndar í flestum
löndum heims. Skattgreiðendur í
öðrum löndum greiða þannig niður
matvæli handa okkur Íslendingum
og virðist það þykja sjálfsagt mál af
okkar hendi, en þegar við flytjum út
matvæli virðist oft sem íslenskir
skattgreiðendur vilji ekki taka þátt í
hinni stóru keðju matvælafram-
leiðslunnar á heimsvísu. Er sann-
leikurinn sá að við viljum aðeins
þiggja en ekki gefa? Ekki verður
þeirri spurningu svarað hér og nú
en eitt er víst, að í samfélagi sið-
menntaðra þjóða getum við Íslend-
ingar ekki látið þannig að við séum
ekki að þiggja ríkisstuðning annarra
þjóðríkja þegar við förum út í búð
og kaupum í matinn þótt við viljum
ekki láta af hendi part af okkar
framleiðslu á erlenda markaði.
Lambakjöt á diskinn þinn
Eftir Helga Hauk
Hauksson »Eins og oft áður þeg-
ar umræða sem
þessi fer af stað virðist
sem aðalatriðin hverfi
og sjónir manna fara að
beinast að hlutum sem
virðast oft úr lausu lofti
gripnir.
Helgi Haukur Hauksson
Höfundur er formaður Samtaka
ungra bænda.
Með heimildar-
myndinni um afrek
mæðginanna á Vetur-
húsum í janúar 1942
er skráður nýr og
stórmerkilegur kafli í
sögu hernámsins
eystra. Loksins, loks-
ins eftir 70 ár fær
fólkið á Veturhúsum
viðurkenningu og
þakklæti frá bresku
þjóðinni fyrir að
bjarga 48 hermönnum úr bráðum
lífsháska þessa örlaganótt. Fyrir
okkur, sem lifðum þessa tíma og
þekkjum allar aðstæður, er mynd-
in eins konar himnasending, lif-
andi lýsing á atburðum, sem við
höfum þekkt frá upphafi þeirra.
Ég hef þekkt Magnús Pálsson
frá æskudögum okkar eystra.
Hann er hógvær maður og leggur
áherslu á það, að Páll bróðir hans
hafi verið hetja næturinnar og
víst er það rétt. Páll var vel gerð-
ur til líkama og sálar eins og Vet-
urhúsasystkinin öll. Magnús að-
eins 15 ára, þreyttur eftir
daglangt starf við uppskipun á
kolum og salti, gengur fumlaust
út í sortann við hlið bróður síns
og vinnur alla nóttina við björg-
unarstörfin. Slíkum manni er ekki
fisjað saman. Hér sýndi þessi ungi
maður bæði andlegt og líkamlegt
þrek. Það var alsiða til sveita hér
áður fyrr að hafa ljós í glugga, ef
einhver kynni að vera á ferðinni
og veður öll válynd. Þótt fráleitt
þætti, að nokkur mannvera væri á
ferðinni í þessu aftakaveðri, ákvað
móðirin, Þorbjörg Kjartansdóttir,
að hafa ljós í herbergi sínu og
lýsti inn til heiðarinnar. Það var
happasæl ákvörðun. Þá er það
þáttur Páls. Hvers vegna unni
hann sér ekki hvíldar fyrr en
hann væri búinn að huga að dyr-
um útihúsanna? Tilviljun, segja
menn. Gott og vel. Tilviljun á rétt-
um tíma, á réttum stað. Hér var
úrslitastundin runnin upp. Á
þessu augnabliki voru
örlög ensku her-
mannanna í höndum
Páls, hvorki meira né
minna.
Mín skoðun er sú,
að hér hafi hulinn
verndarkraftur verið
að verki í lífi Páls og
vísað honum, syst-
kinum hans og móður
til þeirrar gæfu að
bjarga lífi hátt á
fimmta tug manna í
neyð.
Fyrir utan þátttöku Magnúsar í
myndinni, en hann skilaði sínu
hlutverki með prýði, var það ein-
stakur happafengur að fá enska
hermanninn, Ron Davies, við töku
myndarinnar að ógleymdum dag-
bókum hans, sem eru frábærar
heimildir frá dvöl hans á Reyð-
arfirði stríðsáranna. Þökk sé öll-
um aðstandendum myndarinnar,
þeim Sturlu Pálssyni og félögum
hans og Þorsteini J. og samstarfs-
mönnum hans. Með þessari mynd
ásamt rituðum samtímaheimildum
Bergþóru og Magnúsar Pálsbarna
er gulltryggt, að hetjudáðir fólks-
ins á Veturhúsum örlaganóttina
20. janúar 1942 falla ekki í
gleymskunnar dá. Nú eru það ekki
bara við fyrir austan, sem vitum
um þennan atburð, nú veit öll
þjóðin það – og var kominn tími
til.
Veturhús
Eftir Guðmund
Magnússon
Guðmundur
Magnússon
»Mín skoðun er sú, að
hér hafi hulinn
verndarkraftur verið að
verki í lífi Páls og vísað
honum, systkinum hans
og móður til þeirrar
gæfu að bjarga lífi hátt
á fimmta tug manna í
neyð.
Höfundur er fyrrverandi
fræðslustjóri Austurlands.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
veislusalir
Tökum á móti litlum og stórum
hópum í rómaðar veislur
Suðræn stemming
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook