Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Bjarney Guð-rún Jónsdóttir fæddist á Folafæti í Ísafjarðarsýslu 14. júlí 1921. Hún lést þann 9. apríl 2012 á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar. Foreldrar henn- ar voru: Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 23. ágúst 1892 á Skarði á Snæ- fjallaströnd, N-Ís., d. 30. sept. 1943 og Halldóra María Krist- jánsdóttir, f. 1882 í Laugalands- seli, Nauteyrarhreppi, N- Ísafjarðarsýslu, d. 19. maí 1944. Systkini Bjarneyjar voru: Hallfríður Kristín, f. 1920, d. 1985, Kristín Guðrún, f. 1928, Pálína, f. 1925, d. 2011, Halldóra Margrét, f. 1930, d. 1965, Her- mann, f. 1931, d. 1932, Kristinn Jón, f. 1934, d. 2003, Höskuldur, f. 1937. Bjarney Guðrún giftist þann 23.10. 1941 Þórarni Ás- mundssyni bónda að Vífils- stöðum í Hróarstungu, f. 17. jan- úar 1915, d. 26. október 1997. Börn þeirra eru: 1) Ásmundur Þórarinsson, f. 19. maí 1942, hans kona er Auðbjörg Halldís Hrafnkels- dóttir, f. 2. júlí 1948. Þau eiga fjög- ur börn, 12 barna- börn og eiga heima á Heykollsstöðum í Hróarstungu. 2) Jón Þórarinsson, f. 30. júní 1943, hans kona er Ólafía Herborg Jó- hannsdóttir, f. 9. mars 1945, þau eiga þrjár dætur, tvö barnabörn og eiga heima í Fellabæ. 3) Ey- þór Þórarinsson, f. 12. júlí 1945, hans kona er Sigurlaug Alberts- dóttir, f. 14. febrúar 1950, þau eiga fjögur börn, sex barnabörn og eiga heima í Kópavogi. 4) Veigur Þórarinsson, f. 4. júní 1947, hans kona er Elín Tryggvadóttir, þau eiga eina dóttur, tvö barnabörn og eiga þau heima á Egilsstöðum. Jarðarför Bjarneyjar fer fram frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu í dag, 14. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveð ég ömmu mína. Það er sárt að missa nákominn og engu skiptir ef viðkomandi var kominn á efri ár. Dauðinn ýtir við manni og opnar hugarheiminn fyrir hugleiðingum um tilgang lífsins og dauðann. Líklega upp- hófust trúarbrögð einmitt vegna þessara sömu vangaveltna fyrir árþúsundum. Líklega hefur verið jafn erfitt þá eins og núna að kveðja ástvin. Amma var ótrúleg kona sem ólst upp við mikla fátækt vestur á fjörðum en um tvítugt lagði hún land undir fót og fluttist austur á land þar sem hún gerðist kaupa- kona hjá langafa mínum og ömmu á Vífilsstöðum í Hróars- tungu. Stuttu síðar giftist hún afa og saman eignuðust þau fjóra syni. Ég ber sterkar taugar til Víf- ilsstaða vegna þess að ég var svo heppinn að fá að dvelja hjá ömmu og afa hvert sumar frá unga aldri og fram á unglingsárin. Allt mitt líf hef ég dvalið í ömmubæ á sumrin og geri enn. Undursam- legar minningar mínar frá dvöl- inni þar eru sveipaðar ljóma og ylja mér um hjartarætur. Amma kemur við sögu í stórum hluta minningabrotana enda var hún mér einstaklega góð og þolin- mæðin sem hún sýndi mér og öðrum var einstök. Amma gaf aldrei neitt annað í skyn en að barnabörnin væru velkomin til sumardvalar þótt eflaust höfum við stundum þvælst fyrir í önnum sveitastarfsins. Amma mín var einstök kona og í minningum mínum konan sem bakaði bestu súkkulaðisnúða sem ég hef smakkað og prjónaði fallegar lopapeysur, kenndi mér vísur og að leggja kapal. Hún var hörku- dugleg kona sem aldrei kvartaði og aldrei talaði illa um nokkurn mann. Amma var hæglát kona sem vildi öllum vel. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar ég, borgarstelpan í sveitinni hjá ömmu og afa, bað ítrekað um „fernumjólk“ en ekki „kúamjólk“ og til að bregðast við þessum kröfum borgarbarnsins fyllti hún mjólk á gamlar fernur og bauð borgarbarninu sem ekkert kvart- aði eftir það um skrítið bragð af mjólkinni. Þannig var amma gerð. Þrátt fyrir að hafa eflaust hlegið að vitleysunni í mér þegar ég ekki sá til var ótrúlegt hvað hún var tilbúin að fara eftir duttl- ungum barnabarnsins og hvað hún lagði sig fram til að gera dvölina í sveitinni sem allra besta. Í minningum mínum var ávallt sumar og sól í sveitinni og í þeirri ímynd kristallast dvöl mín hjá ömmu og afa og skilur eftir spor ánægjunnar í sálu minni. Síðustu árin glímdi amma við elliglöp og það var erfitt að heim- sækja hana og upplifa að stund- um mundi hún ekkert hver ég var. Þrátt fyrir það er ég viss um að hún hafi vel vitað og fundið að við vorum tengdar sterkum blóð- böndum. Aðeins örfáum dögum fyrir andlátið brosti hún framan í mig og strauk vanga minn. Þá var ég viss um að hún þekkti mig þó hún hefði ekki haft orku til að segja neitt. En ég fann það. Dauðinn tilheyrir litrófi lífsins og neyðir mann til að hjúfra sig um stund í sorginni. Sorgin ligg- ur þrátt fyrir allt á landamærum gleðinnar þar sem mætast ólíkar tilfinningar og takast á hið innra en þegar upp er staðið sitja eftir góðar minningar um ástvin og tíminn deyfir sorgina og að lok- um ríkir sátt. Hvíl í friði, amma mín. Eyrún Eyþórsdóttir. Elsku amma. Þegar við lítum til baka þá eru margar af okkar bestu og skemmtilegustu minningum tengdar ömmu og þeim tímum sem við dvöldum hjá henni og afa á Vífilsstöðum. Amma hafði svo góða nærveru og var alltaf svo létt og kát, hóg- vær, lífsglöð, umhyggjusöm, þol- inmóð og góð. Það var aldrei stress í kringum ömmu og ein- hvern veginn fann hún alltaf nægan tíma til að sýna og segja frá svo mörgu skemmtilegu þó að eftir á að hyggja hefði verið gam- an að vita miklu meira um hana og hennar líf. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og þar upp- lifðum við okkur oft eins og prins- essur því að amma dekraði alltaf við okkur þegar við komum. Það var alltaf kandís í búrinu og kakó- malt með öllum mat þegar við vildum ekki sveitamjólkina. Það voru ormasúpur eða hvað sem okkur langaði í að borða og það að vera matvandur var ekki til í orðaforða ömmu. Amma var líka dugleg að kenna okkur að spila og að leggja kapla og hún passaði alltaf upp á að það væru ekki kaldar tær undir sænginni þegar við fórum að sofa. Amma nuddaði þær alltaf með hlýju mjúku hönd- unum um leið og hún fór með kvöldbænina Sitji guðs englar. Amma var mikil prjónakona og þær eru ófáar flíkurnar sem hún gaukaði að okkur í gegnum tíðina, auk þess sem það dugði alltaf að fara (viljandi) í heimsókn í götóttum ullarsokkum til þess að fá þá til baka eins og nýja. Ein- hvern veginn náði amma að gera við þá á meðan á heimsókninni stóð auk þess að bera fram kaffi, kökur, mat og allt sem mögulega var hægt að tína fram. Við fórum aldrei svangar né í götóttum sokkum frá ömmu. Það eru margar góðar minn- ingar sem við eigum um ömmu og við búum ætíð að því að hafa átt svona yndislega konu að. Amma sem var alltaf til staðar þegar við komum austur og einhvern veg- inn fannst okkur að svona yrði þetta alltaf. Síðustu árin hefur sú amma sem við minnumst smátt og smátt horfið og lítið orðið eftir af því sem við þekktum hérna áð- ur fyrr. En við geymum allar minning- arnar innra með okkur og hugs- um með hlýju og þakklæti til ömmu okkar sem gerði líf okkar og fjölskyldna okkar svo miklu betra með nærveru sinni og hlýju. Við söknum þessarar ein- stöku konu sem gerði heiminn að betri stað bara með því að vera til. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðrún Bjarney, Eygló Huld, Sandra Mjöll Jónsdætur og fjölskyldur. Elsku Eyja amma mín. Nú ert þú farin og margs er að minnast. Minningarnar eru allar góðar og það var alltaf gott að vera hjá þér. Elsku amma mín takk fyrir allt, þú varst alltaf yndislega góð við mig og það var dýrmætt að fá að hitta þig um daginn, ég er svo glöð að hafa getað kysst þig bless og haldið í hlýju hendurnar þínar. Margt væri hægt að læra af þínum kostum, þú varst geðgóð, dugleg, nægjusöm, einstaklega gestrisin, hugsaðir vel um fólkið í kringum þig og kvartaðir aldrei. Þú varst vestfirskur dugnaðar- forkur. Mig langar að enda þetta á bæn sem einmitt þú kenndir mér þegar ég var lítil stelpa í sveitinni hjá þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Takk fyrir allt og blessuð sé minning þín. Kveðja, María Veigsdóttir og fjölskylda. Hún Bjarney tengdamóðir mín ólst upp að Mýri í Eyrarsókn í hópi glaðlyndra systkina sem eru nú einungis tvö af sjö á meðal okkar. Foreldrar hennar látast með einungis sex mánaða milli- mili. Eins og oft gerist á þessum árum tvístrast syskinahópurinn til ættinga og venslamanna. Elstu systurnar voru byrjaðar sinn búskap en hinar systurnar voru einungis unglingar og yngstu bræðurnir sjö og tíu ára. Þrátt fyrir þennan aðskilnað var ætíð sterkt og gott samband milli þeirra allra. Bjarney kom sem kaupakona í Vífilsstaði rétt 19 ára gömul en þar gripu örlögin fram fyrir hendurnar á henni og réðu hennar framtíð. Hún hafði að beiðni vinkonu sinnar farið með henni niður á ráðningar- skrifstofu fyrir bændur til að at- huga með sumarstarf fyrir vin- konuna. Þar var staddur kunningi Þórarins á Vífilsstöðum og hafði sá lofað að útvega Þór- arni kaupakonu fyrir sumarið. Kunningjanum leist svo vel á Bjarneyju að hann leitaði eftir því við hana að fara í Vífilsstaði og niðurstaðan var sú að Bjarney réð sig kaupakonu austur í Vífils- staði en vinkonan fór aðrar leiðir um sumarið. Fljótlega takast með þeim ástir unga bóndasyn- inum á Vífilsstöðum og vestfirsku kaupakonunni og giftast þau um haustið 1941. Elsti sonurinn af fjórum fæðist svo vorið eftir. Bjarney tók mikinn þátt í bú- störfum bæði úti og inni og fóru henni öll verk vel úr hendi svo að oft var hún búin að framkvæma hlutina meðan aðrir voru að hugsa um hvernig ætti að fram- kvæma. Hún tók einnig mikinn þátt í m.a. í kvenfélaginu og var þar valin til forustustarfa sem og annars staðar. Hún ól upp sína fjóra syni í góðum siðum með þeirri hóværð sem henni var eðl- islæg. Ég sem þetta rita man en þann dag í dag þegar ég fór í fyrstu heimsóknina í Vífilsstaði með elstu dóttur okkar Jóns, Guðrúnu Bjarneyju, sem er fædd 8.mars 1969. Bjarney var strax svo hlý og yndisleg við okkur mægður og tók stúlkunni sem átti að fá nafnið hennar með sömu væntumþykju og hún sýndi þeim systrum öllum og reyndar öllum sem hún átti samskipti við. Hún var ætíð sú amma sem öll börn ættu að eiga þess kost að eiga og ein systurdóttir mín vildi til dæmis ekki taka annað í mál en að hún væri líka amma sín þó að svo væri alls ekki. Hún var alltaf til í að sinna barnabörnun- um, ef þau vildu eitthvað sérstakt að borða var það komið á borðið án þess að tekið væri eftir því. Ef þau vildu að lesið væri fyrir þau var það gert eins og ekkert væri annað að gera. Ef henni fannst þau vanta sokka var búið að prjóna sokka án þess að á það væri minnst. Ef þau vildu fara í leiki var hún búin að koma þeim leik af stað án þess að þyrfti að orða það meir og tók gjarnan virkan þátt í þeim leikjum sjálf eins og hún væri sjálf barn. Fram á seinasta dag var hún ánægð með sitt hlutskipti og tók því sem sjálfsögðum hlut að gera öðrum til geðs. Megi hún tengdamóðir mín hafa þakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur fjölskyld- una. Megi allar góðar vættir styðja og vernda alla eftirlifandi ástvini. Ólafía Herborg. Bjarney Guðrún Jónsdóttir Við Solveig Jónsdóttir kynnt- umst þegar við bjuggum í samein- ingu til prentunar nýtt kvæðasafn föður hennar, Jóns Helgasonar, Úr landsuðri og fleiri kvæði sem út kom árið 1999 þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans. Við smullum eiginlega strax saman og tókst með okkur góð vinátta; ég kunni vel að meta góðan húmor hennar og ísmeygilega laun- fyndni, sem var af sama tagi og hjá föður hennar. Ég þekkti auð- vitað til Solveigar og hafði reynd- ar veitt því eftirtekt hvað hún var snjall höfundur, til dæmis minn- ingagreina; málbeiting, smá- fyndni og persónulýsingar voru svo góðar að sat í manni. Jafn- hliða því sem við fórum í gegnum pappíra Jóns rifjaði Solveig upp ýmsar sögur af sjálfri sér og föður sínum, meðal annars gamansögur af honum og Halldóri Laxness. Af þeim að dæma voru þeir fóst- bræður ekki miklir hæfileika- menn í eldhúsi eða við önnur Solveig Jónsdóttir ✝ Solveig Jóns-dóttir fæddist í Kaupmannahöfn 31. október 1932. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 3. apríl 2012. Útför Solveigar Jónsdóttur fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 13. apríl 2012. heimilisstörf. Þessar sögur og almennir frásagnarhæfileikar Solveigar urðu til þess að ég hóf við- stöðulítinn áróður fyrir því að hún skrifaði minningar sínar – og naut við það stuðnings fjöl- skyldu hennar sem vissi auðvitað miklu betur hvað í Sol- veigu bjó. Raunar var eins og við værum í ólögmætu samráði um að þjarma að Solveigu úr öllum átt- um til þess að hvetja hana til skrifta. Ég fann reyndar að hún var ekki alveg frábitin bókarskrif- um, og hún sýndi mér hluti sem lofuðu sannarlega góðu. Hún dró samt úr og í, var bæði með láta- læti og stríðni, eins og hennar var háttur. Stundum brast á með kvenlegum úrdráttum eins og: „Ég kann ekkert að skrifa, hvað heldurðu að ég geti staðið í þessu,“ sem auðvelt var að hrekja, svo frábær penni sem hún nú var. Öðrum mótbárum var erfiðara að andæfa, að minnsta kosti fyrir mig, eins og þessari: „Æ, ég er orðin svo leið á honum pabba, ég nenni ekki að hugsa meira um hann í bili“. En svo fann hún krók á móti bragði. Hún hafði komið sér upp þeirri skoðun að ég ætti að skrifa ævisögu Gríms Thom- sen, og ævinlega þegar við hitt- umst og ég innti hana eftir því hvernig gengi að skrifa, þá spurði hún mig að bragði: „Hvernig gengur þér með Grím?“ Sem var fljótsvarað af minni hálfu og stóðu þá leikar jafnir. Þá gátum við snú- ið okkur að léttara hjali um menn og málefni, sem ávallt var gleði- legt og upplífgandi, því Solveig gat verið óborganlega fyndin. Um leið og ég þakka ánægjuleg kynni og vináttu færi ég Jóni, börnum hennar og fjölskyldu allri hugheilar samúðarkveðjur. Páll Valsson. Lengst af hugsaði ég um Sol- veigu sem konuna hans Jóns frænda, og mömmu Hjálms, Ólaf- ar og Sigga. Hún umvafði allt sitt fólk – og barnabörnin þegar þau komu. En alveg óvænt uppgötvaði ég hana sjálfa. Ég las eftir hana grein og sá ég þá í einni sviphend- ingu hver hún var – eins og hún hafði vitaskuld blasað við mér alla tíð. Stílsnjöll og skarpskyggn, með ríkt innsæi og frásagnargáfu, fundvís á skemmtileg sjónarhorn, kímin, hreinskilin í dómum, og skapstór. Mér fannst búa í henni höfundur. Hún bar með sér margslungna sögu foreldra sinna og æskuheim- ilis í Kaupmannahöfn. Sú saga var allt í senn þeirra saga og saga Ís- lendinga í Höfn; saga aldalangrar sambúðar Íslendinga og Dana. Hún óx upp af íslenskri rót í Dan- mörku – en bar sín blóm heima. Æskuslóðirnar fylgdu henni þó alla tíð. Mér fannst skemmtilegt að örlögin skyldu leiða börn Jóns Helgasonar og Sigurðar afa míns saman – þeir voru vissulega ólíkir menn, en hvor um sig auðgaði ís- lenskar bókmenntir og íslensk fræði á djúpan og afar persónu- legan hátt. Solveig var ung þjálfuð í list samtalsins. Hún gaf máske engar sögur út á bók, en hún hafði lag á því að segja frá og draga upp óvæntar myndir af fólki. Hún var afdráttarlaus í skoðunum og hisp- urslaus í orðavali sem er auðvitað nauðsynlegt í góðri sagna- skemmtun. Sumum þótti dómar hennar beittir, en hláturinn var skemmtilegt mótvægi og hann hafa sumir afkomendur erft. Sem betur fer voru skráðar eftir henni minningar um heimilið í Höfn, vináttu Halldórs Laxness og for- eldra hennar, því ekki var vin- skapur Halldórs síður við móður hennar. Ég sakna þess að hún skyldi ekki skrifa þá sögu sjálf; en henni fannst fordild að manni skyldi detta það í hug. Jón og Solveig áttu fallegt líf og ég veit að Jón hefði ekki unnið verk sín án hennar. En ég veit líka að henni hefði þótt rangt að leggja áherslu á þátt hennar í einstakri tónsköpun hans, svo mikið var ástríki hennar í hans garð. Þau voru einfaldlega heppin að eiga hvort annað. Hún var líka hænd að börnum. Hún var góð Kristínu dóttur minni. Ef hún hringdi án nokkurs fyrirvara á bjölluna var hún umsvifalaust drifin inn og bent að fara stystu leiðina í búrið þar sem blöstu við sætindi og góð- gæti af öllum sortum. Slíkum móttökum gleymir barnið ekki. Ég spurði hana aldrei um nafn- ið sem foreldrar hennar gáfu henni – sem gaf henni sérstakan og fallegan blæ. Það lá ekki í aug- um uppi hvernig skyldi stafsetja það – ekki frekar en að hún sjálf birtist umsvifalaust þeim sem kynntust henni. En nafnið hæfði henni. Guðrún Nordal. Solveig Jónsdóttir var ein þeirra fjölmörgu sem nýttu tæki- færið sem skapaðist með tilkomu öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð á áttunda áratugn- um. Lauk hún stúdentsprófi frá skólanum, fór í háskólanám og gerðist síðan dönskukennari við MH árið 1986, þá komin á miðjan aldur. Ekki fer sögum af byrjun- arörðugleikum hennar sem nýliða í kennslustarfinu enda bjó hún að traustum grunni. Hún var alin upp á íslensku menningarheimili í Kaupmannahöfn og hafði því í bland við hinn íslenska menning- ararf tileinkað sér danska tungu og menningu þegar á æsku- og uppvaxtarárum, var með viðeig- andi próf í farteskinu og reynd í skóla lífsins. Skemmst er frá því að segja að Solveig varð fljótt farsæll kennari og naut sín prýðilega á nýjum vettvangi. Hún átti auðvelt með samskipti og fas hennar ein- kenndist af velvild, festu og hlý- leika. Því var auðvelt að leita til hennar hvort sem í hlut áttu nem- endur, samkennarar eða stjórn- endur skólans. Hennar er minnst sem mikillar fagmanneskju og fróðleiksbrunns um danska sögu og menningu. Markaði hún slík spor að enn mun haft á orði í dönskudeildinni þegar erfiðar spurningar eða álitamál koma upp: „Hvað ætli Solveig hefði nú sagt um þetta?“ Solveig lét af föstu starfi við skólann 1998 en tengdist honum þó reglulega í nokkur ár til við- bótar með störfum við prófgæslu. Frá þeim tíma minnist ég nota- legra spjallstunda með Sólveigu yfir kaffibolla og báðum var okk- ur ljúft að leiða talið að einhverju viðkomandi Danmörku. Ég var náttúrlega fyrst og fremst þiggj- andi enda gat einföld spurning af minni hálfu kallað fram ófyrirséða fræðslustund um málefnið krydd- aða þeirri kímni og bliki í augum sem Sólveigu einni var lagið. Að leiðarlokum er mér efst í huga persónulegt þakklæti fyrir þær stundir sem leiðir okkar sköruðust og fyrir hönd skólans og starfsfólks hans leyfi ég mér að þakka góð störf gengins kennara. Innilegar samúðarkveðjur til eft- irlifandi eiginmanns og velgjörða- manns skólans, Jóns Nordals, og barna þeirra. Lárus H. Bjarnason. Þeir voru skemmtilegir, hóp- arnir sem flykktust í Menntaskól- ann við Hamrahlíð fyrstu árin eft- ir að öldungadeild skólans var stofnuð, en hún opnaði leið að stúdentsprófi fyrir aðra en ung- linga. Mér fannst ég vera á réttri braut þegar ég sá Solveigu Jóns- dóttur við innritunina haustið 1972 – en ég þekkti til hennar frá þeim árum þegar hún og fjöl- skylda hennar átti heima við Kleppsveg. Og þegar heim var komið eftir innritunina var það ekki verra að geta sagt bónda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.