Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 35
astan hans Torfa frænda í Stór- holtinu alltaf reynst mér einstak- lega vel, ég leit mjög upp til hennar og reyndi að taka mér hana til fyrirmyndar. Ekki spillti að þær mamma voru einstaklega góðar vinkonur og nánast eins og systur alla tíð. Það var líf og fjör í Faxatúninu, fullt af börnum sem óðu yfir hálfkláraðar lóðir og hálfbyggð hús og mér fannst ég ómissandi í barnagæslunni og lagði ýmislegt á mig til að sinna henni sem best. Bara það að að fara út á blett með teppi og fá að drekka úti öll saman var ótrúlega gaman og í minningunni var allt- af sól. Í Faxatúninu bjó margt fólk sem hefur nú kvatt þessa jarðvist en við minnumst með hlýhug eins og Sigrid og Dóri frændi og dóttir þeirra Halldóra, Ásta Guðmunds, Svanhvít og Bjössi og börn þeirra og ýmsir fleiri. Það dimmdi þó yfir þessari litlu fjölskyldu þegar þau hjónin misstu tvo unga syni sína með stuttu millibili, þá Halldór Rúnar og Jóhann Trausta, og mikil sorg lagðist yfir okkur öll. Nokkru síðar fluttist ég með fjölskyldu minni til Ísafjarðar og var engan veginn sátt við þá ráð- stöfun í lífi mínu. Þá varð það að ráði að stelpan fékk að vera hjá þeim hjónum yfir sumarið meðan reynt var að sætta þessi erfiðu örlög hennar. Og sumrin urðu fleiri og alltaf var pláss fyrir mig í Faxatúninu þegar ég kom suður, hvort sem var til náms eða vinnu. Á þessum árum var enginn sem mótaði mig eins og hún, það var ekki lítil ábyrgð sem lögð var á unga konu að líta til með stúlku á gelgjuskeiði og ég er þeim hjón- um eilíflega þakklát fyrir þetta tímabil í lífi mínu. Þegar Torfi féll fyrirvaralaust frá árið 1977 reyndi svo sannar- lega enn á þessa konu og aftur kom hennar innri styrkur fram og hún hélt á ný fram veginn með drengina sína tvo. Nokkrum ár- um síðar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Sváfni Svein- bjarnarsyni. Það er ekki tilgangur þessarar stuttu greinar að rekja lífshlaup vinkonu minnar, heldur að minn- ast þeirra góðu stunda sem við áttum og þakka fyrir það sem hún gaf mér. Fjarlægðin vestur á firði var meiri en hún er í dag í mörgu tilliti, en alltaf vorum við í nánu sambandi og hún fylgdist einstaklega vel með mér og minni fjölskyldu fyrir vestan og reynd- ist börnum mínum sömuleiðis af- ar vel. Ég á eftir að sakna allra símtalanna sem við áttum, yfir- leitt mjög langra, en þannig var Dídí, hún hafði alltaf tíma fyrir alla. Nú er tíminn þrotinn og við kveðjumst. Sonum hennar, eiginmanni og ástvinum öllum færi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Hildigunnur Lóa Högnadóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þær eru margar dýrmætu perlurnar sem við vinkonurnar eigum eftir áratuga vináttu frá æskuárum í Norðurmýrinni, skólagöngu í Austurbæjarbarna- skólanum, Gaggó Aust. og allar götur síðan. Það væri að æra óstöðugan að rifja það allt upp. En þarna voru hnýtt vináttu- og kærleiksbönd, sem hafa haldið í blíðu og stríðu og svo sannarlega fór Dídí vinkona okkar, sem hér er kvödd, ekki varhluta af stríð- unum í lífinu. En alltaf reis hún upp eins og fuglinn Fönix og á endanum átti hún hamingjuríka þrjá áratugi með Sváfni sínum, sem prófastsfrú á Breiðabólstað í Fljótshlíð og á Hvolsvelli þangað sem þau Sváfnir fluttu eftir að hann lét af störfum og þar var Dídí á fullu í félagslífinu. Fjöl- skyldan átti hug og hjarta vin- konu okkar og það var engin smáfjölskylda. Var vakin og sofin yfir þeim öllum og þau hjón ávallt samstiga og ótrúlegt hvað þau komust yfir. Saman ræktuðu þau svo sannarlega garðinn sinn. Hún hét fullu nafni Ingibjörg Þórunn Halldórsdóttir, en hjá okkur var hún alltaf bara Dídí vinkona. Við höfum fylgst með baráttu vinkonu okkar síðustu mánuðina. Baráttan var snögg og hörð en baráttuþrekið mikið. Sváfnir og fjölskyldan öll stóðu sem klettur við hlið hennar. Við þökkum af öllu hjarta fyrir þær stundir sem við áttum með vinkonu okkar þessar síðustu erfiðu vikur og höfum misst mikið. Það er ekki sjálfgefið að halda sambandi eins og okkur hefur tekist frá bernskuárum, þekkja foreldra, systkini, maka og börn hver ann- arrar og ekkert verið okkur óvið- komandi hverri hjá annarri. Meira en nokkurn grunar. Við vorum fimm svona nánar, nú er- um við þrjár eftir. Í bókinni Bestu vinir í samantekt Hulton Getty, sem við allar eigum, og er óður til vináttunnar, segir Plút- arkos: – vinátta deilir sorginni og margfaldar gleðina. – Það höfum við vinkonurnar sannreynt í gegnum árin. Kæri Sváfnir, Guðbjartur og fjölskylda, Ásbjörn og fjölskylda, Nonni okkar, Sváfnisbörn og fjöl- skyldur. Hún elskaði ykkur öll og bar hag ykkar fyrir brjósti. Guð gefi ykkur og okkur öllum styrk og æðruleysi til að takast á við missinn og leyfum góðum minn- ingum að ylja okkur um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir öll árin eru frá Einari Gunnari, Einari og Deisa vini okkar svo og börnun- um okkar allra. Elsku vinkona, vertu kært kvödd og guð gefi þér góða ferð og góða heimkomu. Þínar Guðrún Bjarnadóttir (Gunna), Ingibjörg Björnsdóttir (Inga) og Sigrún Hjaltested (Lilla). Það er með djúpum söknuði sem við kveðjum í dag heiður- skonuna Ingibjörgu Halldórs- dóttur. Minningarnar eru bjartar um glæsilega konu sem kom að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Heim- ili þeirra Sváfnis var gestkvæmt, erilsamt og fjölskyldan stór. Með dugnaði og smekkvísi bjó hún þeim hlýlegt og fallegt heimili. Þar tóku þau hjón á móti miklum fjölda gesta af myndarskap og gestrisni. Sérstaklega ber að nefna áhuga Ingibjargar á garð- rækt og gróðri. Í garði hennar uxu ógrynni litfagurra blóma og runna. Ingibjörg var listræn og félagslynd. Það var gott að njóta nærveru hennar á ánægjulegum samverustundum og stuðnings á erfiðum tímum. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að fá að kynnast ljúfmennsku hennar, hlýju og kærleika. Við, systkinin frá Lambey og fjölskyldur, sendum öllum ást- vinum hennar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðbjörg Jónsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Dídí mín, ég þakka þér fyrir ómetanlega vináttu og hlýju, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér. Elsku Sváfnir, Guðbjartur, Ásbjörn og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Þín vinkona, Hafdís (Haddý). Kveðja frá Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu Í dag kveðjum við yndislega og frábæra samstarfskonu okkar í stjórn félagsins til margra ára. Þú varst einlæg og fús þátttak- andi í öllum deildum félagsins, í kórnum Hringnum, í handverk- inu, í púttinu, í skemmtinefndinni og öllum ferðalögunum. Alltaf varstu reiðubúin að leggja lið, hvenær sem til þín var leitað. Það var okkur því mikið áfall, þegar þú veiktist snögglega, en alltaf héldum við í von um bata þinn og endurkomu til starfa að nýju. Sá vonarneisti lifði því enn, er ég, um hádegisbil hinn 4. apríl, ræddi við eiginmann þinn, séra Sváfni Sveinbjörnsson, um heilsufar þitt. En sá neisti slokknaði um kvöldið, er fréttin barst um and- lát þitt. Eftirsjá okkar er mikil og ein- læg. Við biðjum góðan Guð að blessa eiginmann þinn og aðra eftirlifandi ættingja í sorg þeirra. Hilmar E. Guðjónsson, formaður. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Jón SigfúsGunnlaugsson fæddist 16. júlí 1921 í Bót, Hró- arstungu. Hann lést á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum 31. mars 2012. Foreldrar hans voru Hjálmar Gunnlaugur Ei- ríksson, f. 19. jan- úar 1888, d. 23.4. 1974 og Anna Bjarnheiður Sig- fúsdóttir, f. 24. mars 1892, d. 4. júní 1942. Jón Sigfús ólst upp á Setbergi í Fellum frá 1922. Sig- fús var þriðji í aldursröð systk- inanna, Guðrún f. 9. maí 1918, d. 5. maí 1919, Ingólfur Ei- ríkur, f. 29. apríl 1920, d. 17. mars 1942, Haraldur, f. 29. janúar 1924, d 15. ágúst 1986, Bragi, f. 28. nóv- ember 1931. Seinni eiginkona Hjálmars Gunnlaugs var Anna Bjarnrún Jónsdóttir, f. 23.3. 1905, d. 7. september 1999 frá Hreið- arsstöðum, sonur þeirra er Jón Atli, f. 16. febrúar 1945. Eftirlifandi eiginkona er Sig- urrós Lára Guðmundsdóttir, f.16. júlí 1921 að Húnstöðum, Fljótum. Þau gengu í hjóna- band 19. nóvember 1950. Börn þeirra eru: Anna f. 21. júní. 1951 Hennar sonur er Sigfús Fannar Stefánsson, fæddur 24. maí 1969, faðir Stefán Pétur Jónsson. Guðmundur, f. 4. sept- ember 1957. Maki Sveinbjörg Ólafsdóttir, f. 26. ágúst 1960. Börn þeirra eruHafþór Húni, f. 25. júní 1982, Lára, f. 25.6. 1984, maki Einar Már Ein- arsson, f. 2. maí 1979 og Frey- dís Selma, f. 15. desember 1992. Sigfús var bóndi á Mælivöll- um, Jökuldal 1952 til 1967 er þau flytja í Egilsstaði og hann fer að vinna hjá Brúnási hf. og síðar hjá Miðási ehf. Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 14. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Ég lít um öxl þegar þú, Fúsi frændi minn, kveður þennan heim og margar góðar minningar koma í hugann. Árið 1952 skrifaði faðir minn í dagbók eftirfarandi: „Fúsi bróðir keypti í sumar hlut í jörðinni Hnefilsdal á Jökuldal (Mælivelli) og er nú byrjaður að búa og byggja þar ásamt konu sinni Láru Guðmundsdóttur frá Karlsá í Eyjafirði og Önnu litlu dóttur þeirra.“ Á Mælivöllum bjugguð þið, þú varst góður bóndi og dugnaður- inn nýttist þér vel. Þú þoldir ekki heyrykið og því selduð þið jörð- ina og fluttuð í Egilsstaði. Ég var sjö ára þegar þið fluttuð á Sel- ásinn með viðkomu á Flúðum í nokkra daga. Ég man eftir þess- um dögum, það var fullt af fólki og farangri að koma og fara. Þú stjórnaðir af röggsemi eins og þín var von og vísa. Árið 1971 skrifaði faðir minn í dagbók sína: „Fúsi og Bói komu ríðandi á merum sínum. Við Ing- ólfur lögðum á Stiklu, Létti og Lipurtá (Yrpu) og fylgdum þeim austur á Flugvallarvegamót, höfðum þar hestaskipti. Þeir fóru með Lipurtá í tamningu, lögðum á hana hnakk og Fúsi teymdi hana undir Bóa en reið á Mósu, en ég tók Brúnku Fúsa og fór með hana hingað.“ Mikill samgangur var milli heimilanna og komuð þið oft til að hjálpa til við búskapinn á Flúðum og síðar Setbergi. Ég læt hugann reika og hugsa um haustdag á Setbergi. Það stendur mikið til, í dagrenningu er fénu hóað í hús, það á að láta lömb til slátrunar og meta ásetningslömbin. Á dögum sem þessum komst þú oft til að- stoðar. Það var eins og vottaði fyrir kvíða hjá bróður þínum, verðið þið sammála um búskap- inn í dag. Það gustaði af ykkur Setbergsbræðrum á þessum ár- um en báðir sögðuð þið samferða- mönnum skoðun ykkar hispurs- laust án þess að draga neitt undan. Þú ráðlagðir föður mínum við búskapinn en hann er ekki alltaf tilbúinn að taka tilsögn. Ég held að undir hrjúfu yfirborðinu hafið þið verið vinir og borið virð- ingu hvor fyrir öðrum. Einbeittur gekkstu að því eins og hverri annarri vinnu að halda þér í líkamlegu formi er aldurinn færðist yfir. Fórst dag hvern í sund og syntir bringusund og baksund með sundhettu, eins og þjálfaður íþróttamaður. Hjólaðir langt inn á Velli og sást síðan á kraftgöngu í íþróttagalla með göngustafi. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson.) Þakka þér samfylgdina, frændi minn. Elsku Lára, Anna, Bói og fjöl- skyldur, ykkur votta ég samúð mína. Anna H. Bragadóttir. Jón Sigfús Gunnlaugsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KOLBEINSDÓTTIR Sóltúni 12 Reykjavík lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut, þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Margrét Árný Sigursteinsdóttir, Sigurður Leifsson, Þórir Sigursteinsson, Birna Einarsdóttir, Gunnar Hersveinn, Friðbjörg Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐNADÓTTIR, lést á heimili sínu að Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. apríl kl. 13.00. Jónína Valtýsdóttir, Emil Þór Eyjólfsson, Valdís María Emilsdóttir, Ólafur Daníelsson, Karen Emilsdóttir, Hilmir Heiðar Lundevik, Sandra Dís, Heiðar Örn og Emil Gauti. ✝ Móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kollafjarðarnesi, síðar Stórholti, Dalasýslu, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, fimmtudaginn 12. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, mágkona og frænka, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Laufengi 8, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi á föstudaginn langa, 6. apríl, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 15.00. Björn H. Þ. Ingvarsson, Guðmundur Björnsson, Unnar Elías Björnsson, Jón Ingi Björnsson, Ása Guðmundsdóttir, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Sigurður Ársælsson, Gylfi Guðmundsson, Nína Karen Grjetarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Margrét Sigurmonsdóttir, systkinabörn og tengdafólk. ✝ Mamma okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 7. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 16. apríl kl. 13.00. Ykkur, sem viljið heiðra minningu hennar, er vinsamlega bent á Barnaspítala Hringsins. Soffía Grímsdóttir, Hjörtur Grímsson, Jón Grímsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR TRYGGVASON fyrrv. framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 11. apríl. Útför verður auglýst síðar. Guðrún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjánsson, Anna Agnarsdóttir, Björn Agnarsson, Sigríður Agnarsdóttir, Tryggvi Agnarsson, Steingerður Þorgilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.