Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Á Íslandi og um-
hverfis Ísland er allt
fullt af mat. Landið
er fullt af þekkingu
og orku til að sækja
fisk í hafið og vinna
úr honum hollar,
næringarríkar og
verðmætar kræs-
ingar.
Á Íslandi er sjávar-
útvegur arðbær at-
vinnugrein, sem þýðir
að greinin getur staðið undir eigin
vexti, endurnýjun og fjárfest-
ingum. En til samanburðar þá
styrkir Evrópusambandið sjávar-
útveg aðildarlanda sinna, m.a. til
úreldingar á skipum og tækni-
legrar aðstoðar.
Ímynd á erlendum mörkuðum
Á Íslandi er fiskveiðistjórn-
unarkerfið sett saman til að auka
arðsemi greinarinnar og til að
tryggja endurnýjun fiskistofnanna.
Mögulega þarf að endurskoða og
lagfæra það hvernig fisk-
veiðistjórnuninni er háttað. En
það má alls ekki henda barninu út
með baðvatninu. Núverandi rík-
isstjórn er að leggja fram þriðja
frumvarpið á nokkrum mánuðum
um breytingar á fiskveiðistjórnun
á Íslandi. Ríkisstjórnin lýsti því
yfir í stjórnarsáttmálanum að
breytingar yrðu gerðar á kerfinu.
Síðan þá hefur starfsemi sjávar-
útvegsfyrirtækja legið í láginni því
eigendur fyrirtækjanna vita ekki
hvernig rekstrarskilyrðin verða
undir nýrri fiskveiðistjórn-
unarlöggjöf.
Á Íslandi er ríkisstjórnin, meðal
annars, að reyna að finna leið til
að fjármagna rekstur ríkisins með
auknu framlagi úr greininni. Í
nýju frumvarpi er lagt til að grein-
in leggi rekstri ríkisins til stóran
hluta af hagnaði sínum, jafnvel all-
an hagnaðinn – meira en allan
hagnaðinn.
Á Íslandi hefur þetta gengið
svona í þrjú ár. Óvissa. Afleiðing-
arnar eru þær að fjárfesting í
sjávarútvegi hefur verið lítil – fjár-
magnið fer því ekki af stað út úr
fyrirtækjunum í uppbyggingu í
greininni sjálfri með
tilheyrandi sköpun
starfa. Önnur afleið-
ing er sú að íslensk-
um sjávarafurðum er
ekki sköpuð ímynd á
erlendum mörkuðum.
Það kostar líka fé og
fyrirhöfn að styrkja
ímynd sína meðal
neytenda, þeirra sem
rölta í gegnum stór-
markaðina í Bret-
landi, Þýskalandi,
Frakklandi, Banda-
ríkjunum eða á Spáni
og velta fyrir sér kvöldmatnum.
Hverjir borða fiskinn?
Fiskurinn sem við veiðum við
Ísland er ekki matreiddur og
borðaður á Íslandi. Það gera fjöl-
skyldur og fólk á veitingastöðum
annars staðar í Evrópu, Ameríku,
Asíu og Afríku. Umræðan um það
hvernig sjávarútvegurinn á Íslandi
getur skilað meiru í rekstur rík-
isins fer fram á röngum for-
sendum. Umræðan minnir helst á
það að stjórnendur fyrirtækis, í
þessu tilviki ríkisins, takist á um
hvernig sameiginlegur kostnaður
við rekstur fyrirtækisins (ríkisins)
skuli borinn með gjaldfærslu þess
kostnaðar á verksmiðjuna (þegn-
ana) en ekki hvernig skuli afla
mestu teknanna (útflutningstekna
landsmanna). Rekstur slíks fyr-
irtækis er í röngum höndum,
byggður á röngum forsendum.
Tekjur félagsins verða að byggjast
á ánægðum kaupendum sem
standa undir kostnaði við rekst-
urinn. Ef okkur tekst vel til við
markaðssetningu, þá fáum við
aukna eftirspurn eftir íslenskri
framleiðslu. Þess vegna eru aug-
lýsingar milli þátta í sjónvarpinu, í
korter í bíó áður en myndin byrj-
ar, á hverri síðu á netinu og prent-
miðlum – til að selja ímynd og
vöru.
Ímynd íslenskra sjávarafurða
mótast af hreinleika hafsins í
kringum landið, stórfenglegum að-
stæðum. Á Íslandi er kaldur fersk-
leiki. Við erum ekki að vinna
markvisst að því að auka vitund
fólks sem raunverulega borðar
sjávarfangið okkar, um sjálfbærar
veiðar Íslendinga, í hreinum sjó
við stórfenglegar aðstæður, norð-
an við flest sem fólk þekkir. Við
ættum að vera að einbeita okkur
að því að auka verðmæti íslenskra
sjávarafurða meðal þeirra sem
borða fisk. Einn erlendur kaup-
andi gerði góðlátlegt grín að ís-
lenskum markaðsaðferðum, sagði
okkur minna á víkinga sem stíga á
land í mörgum litlum, skipulags-
lausum hópum.
Aukin verðmæti
Í Noregi vinna stjórnvöld og
sjávarútvegurinn saman. Þar var
stofnsett útflutningsráð fyrir
norskar sjávarafurðir árið 1991.
Ráðið er nú orðið að fyrirtæki og
þar vinna 50 manns um allan heim
við að greina markaðina, skilja
markaðina og miðla þeim upplýs-
ingum heim til Noregs, þar sem
sjávarútvegurinn framleiðir vöru í
samræmi við þarfir markaða.
Norskur sjávarútvegur fjár-
magnar eigin markaðssetningu en
norska ráðið hafði um átta millj-
arða íslenskra króna árið 2011 til
að markaðssetja ímynd norskra
sjávarafurða og auka verðmæti
þeirra. Enda halda margir neyt-
endur á okkar mörkuðum, að holl-
ar sjávarafurðir komi eingöngu frá
Noregi. Markaðssetningin er fjár-
mögnuð af greininni sjálfri og yf-
irlýst markmið ber vott um kjark.
Markmiðið er „strengthen the
value of Norwegian seafood“ og
hvorki meira né minna en „win the
world over to Norwegian seafood“.
Á Íslandi er tekist á um að-
ferðafræðina við að endurúthluta
verðmætunum. Í Noregi er haldið
út í heim, til að afla þekkingar og
auka verðmætin.
Allt fullt af mat
Eftir Kristin
Hjálmarsson »Upplýsum fólk sem
raunverulega borð-
ar sjávarfangið okkar
um sjálfbærar veiðar
Íslands, við stór-
fenglegar aðstæður,
norðan við flest sem
fólk þekkir.
Kristinn
Hjálmarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
About Fish.
Steingrímur J. Sig-
fússon, sjávarútvegs-,
landbúnaðar, efnahags-
og viðskiptaráðherra,
hefur lagt fram á Al-
þingi frumvarp til
nýrra heildarlaga um
stjórn fiskveiða. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að
allar aflaheimildir verði
þjóðnýttar af eigendum
þeirra og að þeim verði
síðan úthlutað eins og
stjórnmálamönnum á
hverjum tíma þóknast.
Ofan á þetta bætist svo
skattlagning sem virð-
ist taka nánast alla arð-
semi úr greininni að
mati óháðra sérfræð-
inga sem hafa skoðað
málið.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson, þingmaður
Samfylkingarinnar,
skrifaði pistil á heima-
síðu sína þar sem hann
samsamar sjálfan sig
þjóðinni og líkir útveg-
inum við leigjanda sem neitar að
borga leigu. Það þarf ekki að kafa
mjög djúpt í þessa líkingu hans til að
sjá að hún er fjarstæðukennd. Sig-
mundur áttar sig ekki á að það var
hvorki hann sem keypti eða byggði
húsið, heldur sá aðili sem hann kallar
leigjandann.
Þegar kvótakerfinu var fyrst komið
á var gætt að atvinnuréttindum þeirra
sem voru í greininni með því að út-
hluta kvótanum, sem til varð, til
þeirra. Úthlutun kvótans var því ekk-
ert annað en skilgreining á réttindum
sem þegar voru til staðar. Það var
auðvitað eina sanngjarna leiðin til að
úthluta þeim gæðum, sem óhjákvæmi-
lega verða til þegar slíkum kerfum er
komið á, til þeirra sem hafa fjárfest og
byggt upp atvinnu í greininni. Af
hverju ættu slíkar eignir að vera veitt-
ar mér eða Sigmundi, mönnum sem
hafa ekkert með sjávarútveg að gera,
eða jafnvel einhverjum sem hafa selt
sig út úr greininni – eins og frumvarp
Steingríms gerir ráð fyr-
ir?
Ekki er nóg með að
upphafleg úthlutun hafi
verið eina eðlilega leiðin
til að koma kerfinu á held-
ur hefur ýmislegt gengið á
síðan. Athuganir sýna að
87,5% kvótans hafa skipt
um eigendur frá því að
honum var fyrst úthlutað.
Þessir aðilar tapa því fé
sem þeir hafa lagt í þessar
fjárfestingar og sitja uppi
með skuldir sem stofnað
hefur verið til vegna
þeirra.
Vilji menn finna ein-
hverja líkingu sem á við
þessar aðstæður þá þurfa
menn ekki að leita lengra
en í sögu sem hvert ein-
asta barn las í skóla. Það
var litla gula hænan sem
fann fræið, sáði því, sló
hveitigrasið, þreskti hveit-
ið, malaði hveitið og bakaði
brauðið. Svínið, kötturinn
og hundurinn vildu ekki
gera neitt af þessu, heldur
bara borða brauðið. Nú er
því engu líkara en að
vinstristjórnin ætli að setja sig í hlut-
verk svínsins, kattarins og hundsins
með því að gæða sér á brauðinu sem
litla gula hænan hefur bakað.
Að sama skapi vilja vinstrimenn
núna að ríkið fái til sín allan arðinn af
þeirri uppbyggingu og fjárfestingu
sem sjávarútvegurinn hefur lagt í síð-
ustu áratugina. Samt var það sjávar-
útvegurinn, en ekki ríkið, sem tók
áhættu og fjárfesti í þekkingu, skip-
um, veiðarfærum, fiskvinnsluhúsum,
tækjum o.s.frv. Um leið og vinstri-
menn fá sínu framgengt og þeir sem
sá uppskera ekki þá hætta menn til
lengri tíma að sjá hag sinn í því að
leggja eitthvað af mörkum og allir
tapa. Að standa vörð um það að menn
fái að njóta ávaxtar erfiðis síns er alls
ekki sérhagsmunagæsla, heldur þvert
á móti snýst sú viðleitni um að standa
vörð um hagsmuni þjóðarinnar.
Litla gula hænan
þjóðnýtt
Eftir Davíð
Þorláksson
»Um leið og
vinstrimenn
fá sínu fram-
gengt og þeir
sem sá uppskera
ekki þá hætta
menn til lengri
tíma að sjá hag
sinn í því að
leggja eitthvað
af mörkum
Davíð Þorláksson
Höfundur er lögmaður og formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14
,
MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR
TRAU
ST
OG G
ÓÐ
ÞJÓN
USTA
Í YFIR
15 ÁR
T I L B O Ð
GLERAUGU
FRÁ 19.900,- Þrotabú Heiðrúnar ehf
auglýsir til sölu hluta fasteignarinnar
Ármúla 40, Reykjavík
Húsnæðið er ca 1.100 m2,
- Verslunarhúsnæði á 1. hæð (götuhæð),
ehl. 02-0101 og 02-0102 ca 550 m2
- Lagerhúsnæði og verkstæðisaðstöðu,
ehl. 01-0101 ca 320 m2
- Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
ehl. 02-0201 ca 230 m2
Eignin selst í því ástandi sem hún er í nú. Áskilinn er réttur til
að taka eða hafna hvaða tilboði sem er.
Nánari upplýsingar veitir, Jóhann Baldursson, hdl.
skiptastjóri þb. Heiðrúnar ehf, sími 896-5020