Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma, og hvatti til þess að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt vegna lýðræðisumbóta stjórnvaldanna. Suu Kyi fagn- aði ummælum forsætisráðherrans eftir fund þeirra í Rangoon og sagði að afnám refsiaðgerð- anna myndi styrkja stöðu lýðræðissinna. Áður hafði Cameron rætt við Thein Sein, for- seta Búrma, og sagt honum að ríkisstjórn lands- ins þyrfti að sýna að lýðræðisumbæturnar væru „óafturkallanlegar“. Herforingjastjórn var ein- ráð í Búrma í tæpa hálfa öld en hún linaði tökin í fyrra og tímamót urðu í aukakosningum til þingsins 1. apríl þegar flokkur Suu Kyi vann mikinn sigur. Cameron er fyrsti breski forsætisráðherrann sem farið hefur í opinbera heimsókn til Búrma. Hvetur til þess að refsiaðgerðunum verði aflétt Reuters Fyrsta heimsókn bresks forsætisráðherra til Búrma Stærsti hundur heims, „Giant George“, hefur vakið mikla at- hygli í Banda- ríkjunum og viðbúið er að frægð hans auk- ist því eigandi hans hefur skrif- að bók um hann. Risahundurinn er 1,09 metra hár, vegur 111 kíló og er stærsti hundur sögunnar sam- kvæmt Heimsmetabók Guinness. Eigandi risans, Dave Nasser, sem býr í Tuscon í Arizona, segir hundinn éta um 90 kíló af mat á mánuði. Stærsti hundur heims slær í gegn BANDARÍKIN Japönsk kona, sem nefnd hefur verið „svarta ekkjan“, var dæmd til dauða í gær fyrir að myrða þrjá menn eftir að hafa tál- dregið þá og haft af þeim fé. Með svörtu ekkjunni er vísað til köngu- lóar sem drepur karldýrið að loknum mökum. Kanae Kijima, 37 ára, kynnt- ist mönnunum í gegnum stefnumóta- síður á netinu. Hún gaf þeim svefnlyf áður en hún myrti þá með eitur- gufum. Hún játaði að hafa myrt þá eftir að þeir kröfðu hana um peninga sem hún hafði fengið hjá þeim. Svarta ekkjan dæmd til dauða Kanae Kijima JAPAN w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT TEG: CHROME HEARTS TEG: RAY•BAN OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullkomnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.