Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,
heimsótti í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga
stjórnarandstæðinga í Búrma, og hvatti til þess
að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt vegna
lýðræðisumbóta stjórnvaldanna. Suu Kyi fagn-
aði ummælum forsætisráðherrans eftir fund
þeirra í Rangoon og sagði að afnám refsiaðgerð-
anna myndi styrkja stöðu lýðræðissinna.
Áður hafði Cameron rætt við Thein Sein, for-
seta Búrma, og sagt honum að ríkisstjórn lands-
ins þyrfti að sýna að lýðræðisumbæturnar væru
„óafturkallanlegar“. Herforingjastjórn var ein-
ráð í Búrma í tæpa hálfa öld en hún linaði tökin í
fyrra og tímamót urðu í aukakosningum til
þingsins 1. apríl þegar flokkur Suu Kyi vann
mikinn sigur.
Cameron er fyrsti breski forsætisráðherrann
sem farið hefur í opinbera heimsókn til Búrma.
Hvetur til þess að refsiaðgerðunum verði aflétt
Reuters
Fyrsta heimsókn bresks forsætisráðherra til Búrma
Stærsti hundur
heims, „Giant
George“, hefur
vakið mikla at-
hygli í Banda-
ríkjunum og
viðbúið er að
frægð hans auk-
ist því eigandi
hans hefur skrif-
að bók um hann. Risahundurinn er
1,09 metra hár, vegur 111 kíló og
er stærsti hundur sögunnar sam-
kvæmt Heimsmetabók Guinness.
Eigandi risans, Dave Nasser, sem
býr í Tuscon í Arizona, segir
hundinn éta um 90 kíló af mat á
mánuði.
Stærsti hundur
heims slær í gegn
BANDARÍKIN
Japönsk kona,
sem nefnd hefur
verið „svarta
ekkjan“, var
dæmd til dauða í
gær fyrir að
myrða þrjá menn
eftir að hafa tál-
dregið þá og haft
af þeim fé. Með
svörtu ekkjunni
er vísað til köngu-
lóar sem drepur karldýrið að loknum
mökum. Kanae Kijima, 37 ára, kynnt-
ist mönnunum í gegnum stefnumóta-
síður á netinu. Hún gaf þeim svefnlyf
áður en hún myrti þá með eitur-
gufum. Hún játaði að hafa myrt þá
eftir að þeir kröfðu hana um peninga
sem hún hafði fengið hjá þeim.
Svarta ekkjan
dæmd til dauða
Kanae Kijima
JAPAN
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT
TEG: CHROME HEARTS
TEG: RAY•BAN
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Verslaðu á hagstæðara verði
í okkar fullkomnu gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A