Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
úrval einstakra málverka og listmuna
eftir íslenska listamenn
1987-2012
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
hafnað kröfu Þjóðleikhússins um að
ógilda samkomulag milli JÁ og Borg-
arleikhússins í tengslum við útgáfu
símaskrárinnar. Þjóðleikhúsið taldi
að í samkomulaginu fælist markaðs-
legt ranglæti með því veita Borgar-
leikhúsinu aðgang að símaskránni og
einnig bæri að skoða hvort reglur og
lög stæðust í öllum tilfellum.
Í ákvörðun sinni kemst PFS að
þeirri niðurstöðu að öllum lögum og
reglum hafi verið fylgt. Í ákvörðun
PFS segir að Þjóðleikhúsið kvarti yf-
ir ákvörðun JÁ um að fara í samstarf
við Borgarleikhúsið, með því sé aðila
á leikhúsmarkaði veitt samkeppnis-
forskot. Samkvæmt ákvörðun PFS
þá eru afskipti af daglegum rekstri
fjarskiptafyrirtækja, t.d. markaðs-
starfsemi, ekki hlutverk stofnunar-
innar. Auk þess segir í ákvörðuninni
að engar reglur eða kröfur séu settar
upp um gæði útgáfu símaskrár varð-
andi prentun eða markaðssetningu.
Að lokum kemur fram í ákvörðuninni
að ekkert hafi komið fram sem bendi
til þess að JÁ hafi ekki uppfyllt þær
skyldur sem fyrirtækið hefur sam-
kvæmt alþjónustuútnefningu.
Aðspurður segir Magnús Geir
Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleik-
hússins, kvörtun Þjóðleikhússins
hafa komið á óvart. „Okkur þótti
ánægjulegt að ákveðið hefði verið að
í símaskránni 2012 væri sjónum
beint að leiklistinni. Okkur þótti við-
blasandi að slíkt væri jákvætt fyrir
allar sviðslistir í landinu. Það kom
því á óvart að Þjóðleikhúsið kysi að
vinna gegn þessu jákvæða samstarfi.
Auk þess vekur það athygli að Þjóð-
leikhúsið telji að þetta samstarf
skekki samkeppnisstöðu á leikhús-
markaði þegar Þjóðleikhúsið hlýtur
mun hærri opinbera styrki en aðrir
aðilar á íslenskum leikhúsmarkaði.“
Samkomulag JÁ og Borgarleik-
hússins felur í sér að Borgarleikhús-
ið stýrir myndskreytingu forsíðu
skrárinnar og ritstýrir öðrum efnis-
þáttum hennar. „Við kusum að halda
Borgarleikhúsinu sem slíku í auka-
hlutverki en beina kastljósinu að
leiklist í landinu og þeim áhrifum
sem hún hefur á þjóðina og sam-
félagið.“
Framkvæmdastjóri Þjóðleikhúss-
ins vildi ekki tjá sig um málið.
Vildi banna Borgar-
leikhúsið í símaskrá
Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði kröfum Þjóðleikhússins
Samstarf Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri JÁ, undirrita
samstarfssamning um símaskrána. Kröfu Þjóðleikhússins um ógildingu samningsins var hafnað.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Hættan er sú að þetta setji mikla
pressu á að menn virki allt sem hægt
er að virkja ef við fáum svo stóran
markað að hann geti í raun tekið
endalaust við,“ segir Guðmundur
Hörður Guðmundsson, formaður
Landverndar, um hugmyndir
Landsvirkjunar um að leggja sæ-
streng til Evrópu og selja þangað
orku. Hörður Arnarson, forstjóri
fyrirtækisins, sagði þetta vera
stærsta viðskiptatækifæri sem Ís-
lendingar stæðu frammi fyrir á árs-
fundi Landsvirkjunar á miðvikudag.
Guðmundur segir að ef af þessu
yrði þyrfti að vera búið að kortleggja
vandlega hvað ætti að virkja og hvað
ekki. Sú umræða þyrfti að vera
vandaðri en sú sem hefur átt sér stað
um rammaáætlun svo að hinn raun-
verulegi vilji þjóðarinnar komi fram í
þessum efnum.
Þá segist hann velta fyrir sér
hversu mikil orka sé í spilunum til að
flytja úr landi. Svo virðist sem það
hafi verið að renna upp fyrir mönn-
um að virkjunarmöguleikar hafi ver-
ið ofmetnir á undanförnum árum og
áætlanir hafi verið byggðar á litlum
rannsóknum. Menn hafi til dæmis
tekið inn í jökulsár sem mjög um-
deilt væri að virkja
„Spurning er hvort við ætlum að
eiga ósnortin jökulfljót eða nýta þau
nær öll til raforkuframleiðslu? Ég
held að það verði miklum vandkvæð-
um bundið að virkja mjög mikið til
viðbótar, hvað þá að tvöfalda orku-
framleiðslu á næstu 15 árum eins og
Landsvirkjun hefur boðað.“
Auðlindirnar frekar nýttar hér
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segir það
meinalaust af sinni hálfu að kanna
möguleika á að flytja út orku með
sæstreng en hann líti ekki á það sem
neitt forgangsmál.
„Ég hefði talið það forgangsverk-
efni í þessum efnum að sjá til þess að
orkuauðlindir landsins væru nýttar
til þess að auka tekjur og verðmæta-
sköpun hér heima fyrir áður við
horfum til þess að straumlaus stjórn-
völd geri tilraun til að flytja út orku
sem þau vilja ekki einu sinni búa til
samkvæmt nýjustu drögum að
rammaáætlun,“ segir Kristján Þór.
Þá segir hann að skoða þurfi hugs-
anlega áhrif útflutnings á orkuverð
hér heima. Þar hljóti að þurfa að líta
í reynslubanka Norðmanna af orku-
útflutningi á erlendan markað en þar
hafi orkuverð stórhækkað í kjölfarið.
„Ein spurning er undir hvaða skil-
málum Landsvirkjun hefði heimild
til að selja orku til almennings og
fyrirtækja í ESB á öðru verði en til
heimila og fyrirtækja á Íslandi.
Þetta er atriði sem þarf að skoða,“
segir Kristján Þór.
Sæstrengur
gæti kallað á
fleiri virkjanir
Formaður Landverndar óttast áhrif
orkuútflutnings til Evrópu
Morgunblaðið/Steinunn
Í grænum sjó Frá lagningu FA-
RICE-sæstrengsins við Seyðisfjörð.
Sæstrengur til Evrópu
» Áætlaður kostnaður við að
leggja 700 MW sæstreng yfir
hafið nemur á bilinu 251-335
milljörðum króna.
» Rannsóknir og fram-
kvæmdir gætu tekið 6-7 ár.
» Hækkandi raforkuverð í Evr-
ópu og grænir styrkir vegna
umhverfismarkmiða ESB eru
sagðir auka verðmæti íslenskr-
ar orku.
» Þjóðleikhúsið spurði hvort
álitið væri að PFS væri hæft til
að fjalla um þann samning sem
stofnunin hafi gert við JÁ. PFS
áleit svo og vísaði í 10. gr. laga
um Póst- og fjarskiptastofnun.
» JÁ getur talist sem fjar-
skiptafyrirtæki, sbr. lög um fjar-
skipti, segir í ákvörðun PFS.
» Kröfu Þjóðleikhússins um
afturköllun PFS á útnefningu al-
þjónustuskyldu JÁ var hafnað.
» Kröfu Þjóðleikhússins um
ógildingu samkomulags JÁ og
Borgarleikhússins var hafnað.
» Ákvörðun PFS er kæranleg til
úrskurðarnefndar fjarskipta og
póstmála.
Öllu hafnað
af PFS
KVARTANIR
ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Unnið er að mikl-
um endurbótum á
Laugardalslaug
og vegna fram-
kvæmdanna verð-
ur laugin lokuð í
þrjá daga frá
mánudegi til mið-
vikudags. Hún
verður opnuð á
ný kl. 8 sumardaginn fyrsta, fimmtu-
daginn 19. apríl.
Viðgerðir hafa staðið yfir und-
anfarna mánuði og hafa þær gengið
vel þrátt fyrir tíðarfar, að sögn
Reykjavíkurborgar. Tjaldað var yfir
stóran hluta framkvæmdasvæðis svo
mögulegt væri að vinna verkið á
þessum árstíma.
Meðal þess sem verður gert á
meðan laugin er lokuð er að slá und-
an nýrri göngubrú, taka að mestu
niður vinnuaðstöðu og yfirbreiðslur,
mála potta, tengja nuddpott og
koma fyrir nýju öryggishandriði.
Laugin verður einnig tæmd og þrif-
in.
Laugin lok-
uð í 3 daga