Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 20

Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 20
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Á þessu ári eru 250 ár frá fæð- ingu Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings. Minning Sveins er heiðruð með því að dagur umhverf- isins er haldin ár hvert 25. apríl. Af- mælisins verður minnst með ýmsum hætti. 24. apríl verður haldið mál- þing í Háskóla Íslands þar sem fræðimenn fara yfir hin margvíslegu störf Sveins. Á afmælisdaginn mun síðan umhverfisráðherra afhjúpa minnis- varða í Vík sem Mýrdalshreppur hefur látið reisa og i kjölfarið verður haldin hátíðardagskrá í Leikskálum í Vík. Þó að kalt sé í veðri má sjá ýmis merki þess að vorið sé í nánd, fuglarnir streyma til landsins og grænn litur er kominn á tún og eitt og eitt lamb er farið að fæðast í heiminn. Víkurprjón var nýlega selt nýj- um aðilum, Drífu í Garðabæ. Ekki eru áætlaðar neinar meiriháttar breytingar á fyrirtækinu.    Karlakór Vestur-Skaftfell- inga er nú að ljúka öðru starfsári sínu með tónleikum í Vík, Kirkju- bæjarklaustri og á Hvolsvelli. Efnis- skráin er fjölbreytt allt frá hefð- bundnum karlakórslögum til eurovision-slagara. Félagar í kórn- um eru úr allri sýslunni og stjórn- endur þeir Kári Gestsson og Brian R. Haroldsson.    Félag sauðfjárbænda í Vestur- Skaftafellssýslu bauð sauðfjárbænd- um til kynningar og skemmtiferðar nú í byrjun apríl. Farið var í ullar- vinnslustöðina hjá Ístex í Mosfells- bæ og fengu bændur þar fræðslu um hvað verður um ullina af kindunum eftir að búið er að þvo hana. Síðan var skoðuð sauðfjársæð- ingarstöð Suðurlands og hrútakost- ur hennar, ásamt stórglæsilegu hesthúsi sem áður hýsti nautaupp- eldisstöðina. Að lokum voru svo Jöt- unvélar á Selfossi skoðaðar en þar var hópnum boðið til glæsilegs kvöldverðar. Móttökur allra þessara aðila sem voru heimsóttir voru til mikillar fyrirmyndar.    Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu er um þessar mundir að reisa 172 fermetra stálgrinda- skemmu sem verður klædd með yleiningum og mun húsið gjörbreyta allri aðstöðu sveitarinnar. Minnast 250 ára afmælis Sveins Pálssonar læknis Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýtt hús Björgunarsveitarmenn í Skaftártungu eru að reisa 172 fer- metra stálgrindaskemmu sem mun gjörbreyta allri aðstöðu sveitarinnar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Eimskip Íslands ehf. átti lægsta til- boðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í gær. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf. með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem opnuð eru tilboð í rekstur ferjunnar, en ekkert tilboðanna upp- fyllti kröfur Vegagerðarinnar að fullu og því var efnt til seinni opnunar og tilboðsgjöfum gefið færi á að bæta úr formgöllum tilboðanna og þess vegna að breyta tilboðsupphæðinni sem þau og gerðu. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboð- um: Sæferðir, Samskip og Eimskip. Á vef Eyjafrétta segir að Eimskip hafi boðið tæpa 681 milljón króna. Athygli vekur að tilboð Eimskips nú er 178 milljón krónum lægra en í fyrstu opn- un tilboða. Sæferðir ehf. sendi inn tilboð upp á 903 milljón krónur og tvö frávikstil- boð upp á 855 milljónir og 772 millj- ónir. Samskip sendi inn tilboð upp á 755 milljón krónur en áætlaður verk- takakostnaður var tæpar 832 milljón- ir. Til samanburðar hljóðaði fyrsta til- boð Samskipa upp á 602 milljónir, tilboð Eimskips var upp á 859 millj- ónir og tvö frávikstilboð upp á 839 og 858 milljónir. Sæferðir buðu 903 millj- ónir í reksturinn, eins og nú, og tvö frávikstilboð upp á 821 og 876 milljón króna. Eimskip hefur séð um rekstur Herjólfs síðustu ár, en Samskip voru áður með rekstur ferjunnar. Eimskip bauð lægst í Herjólf Skúli Hansen skulih@mbl.is „Inni í spurningunni sjálfri er undir- liggjandi staðhæfing sem stenst ekki. Sú undirliggjandi staðhæfing er í þá veru að þáttagerðarmenn á RÚV séu að gefa út yfirlýsingar eða lýsa skoð- unum sínum í pólítískum deilumálum á opinberum vettvangi og síðan að stjórna þáttum sem að fjalla um þessi sömu deilumál,“ segir Páll Magnús- son, útvarpsstjóri, spurður út í nið- urstöður könnunar sem greint var frá í grein Bergþórs Ólasonar í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Að sögn Páls er umrædd staðhæf- ing gefin í könnuninni og síðan spurt hvort þetta sé eðlilegt. „Sjálfur myndi ég svara spurningunni eins og meiri- hluti þáttakenda hennar gerir, þ.e. „Nei, þetta væri óeðlilegt,““ segir Páll og bætir við: „Staðhæfingin sem ligg- ur inni í spurningunni er hinsvegar röng. Þáttargerðarmenn á RÚV ástunda það ekki að lýsa yfir skoð- unum sínum á opinberum vettvangi í deilumálum og fjalla síðan um sömu mál í þáttum sínum.“ Páll segir að þó svo að það komi hvergi berum orðum fram í grein Bergþórs þá virðist vera undirliggjandi að Bergþór hafi verið að tiltaka Egil Helgason og blogg sem hann heldur úti á vefsíðunni Eyjan.is. „Nú þyrfti þá að benda mér á þá staði í þessu bloggi þar sem Egill tekur af- stöðu með eða á móti einstökum deilu- málum í landinu,“ segir Páll og bendir á að yfirleitt sé Egill að vega á báða bóga í pólitískum deilumálum. Hins- vegar segir Páll að það megi leiða að því gild rök að það sé ekki við hæfi að þáttastjórnendur haldi úti bloggsíð- um af þessu tagi yfir höfuð, það séu bæði sjónarmið sem vegi með og á móti slíku. Gagnrýni skýtur skökku við Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að þingmennirn- ir Birgir Ármannsson og Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndu RÚV fyr- ir það að skoðanir starfsmanna þess hefðu stundum haft áhrif á umfjöllun. Að eigin sögn finnst Páli þessi gagn- rýni þeirra skjóta svolítið skökku við. „Aldrei hefur álit fólks á Alþingi og al- þingismönnum risið lægra heldur en í dag,“ segir Páll og bætir við að nú sé kastað steinum að RÚV sem njóti yf- irburðartrausts á meðal landsmanna. Gunnar Bragi sagði við Morgunblaðið sl. fimmtudag að hann teldi að RÚV hefði brugðist sem sjálfstæður, eða hlutlaus, fjölmiðill í mörgum stórum málefnum á Íslandi. Spurður út í þessi ummæli Gunnars segir Páll að ef þetta væri rétt þá ætti það að sjást á reglulegum mælingum á trúverðug- leika fjölmiðla. „Þetta kann að vera upplifun þingflokksformanns fram- sóknarmanna, ég dreg það ekki í efa, þetta er hinsvegar ekki upplifun al- mennings á Íslandi,“ segir Páll. Páll hafnar gagnrýni á starfsmenn RÚV Morgunblaðið/Árni Sæberg Traust Páll Magnússon segir RÚV njóta trauts á meðal landsmanna. Í tilefni 100 ára afmælis framhjágöngunnar, sem Þórbergur lýsir svo skemmtilega í Íslenskum aðli, býður Endurmenntun Háskóla Íslands upp á spennandi námskeið um þessa merkustu göngu íslenskra bókmennta. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444. FJÖRUGAR FRÁSAGNIR ÞÓRBERGS www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja, verður formlega afhent á þriðju- daginn kemur, 17. apríl. Skipið var smíðað í ASMAR-skipasmíðastöð- inni í Síle. Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, gerir ráð fyrir því að skipið leggi af stað í siglinguna heim til Íslands í næstu viku. Áætl- að er að siglingin taki um þrjár vik- ur. Þegar skipið kemur heim verð- ur farið að búa það veiðarfærum og stilla ýmsan búnað. „Það er heil- mikið sem þarf að gera til að koma skipinu í stand,“ sagði Stefán. Hann sagði að ef enn verður kolmunna- veiði þegar skipið kemur til lands- ins gæti vel verið að það yrði farinn einn túr á kolmunna til prufu. Skipstjóri verður Ólafur Ein- arsson og mun hann sigla skipinu heim ásamt áhöfn. gudni@mbl.is Ljósmynd/Eyþór Harðarson Ný Heimaey VE 1 verður afhent á þriðjudaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.