Morgunblaðið - 27.04.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
www.golfkortid.is
Einstaklingskort
9.000 kr.
Fjölskyldukort
14.000 kr.
golfvöllur
- eitt kort31
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Krakkar úr Holtaskóla í Reykjanesbæ fagna hér sigri í
Skólahreysti 2012 en úrslitakeppnin fór fram í troð-
fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Holtaskóli fékk 62
stig og í öðru sæti varð Heiðarskóli úr sama sveitarfé-
lagi með 58 stig. Hagaskóli varð í þriðja sæti með 43
stig. Tólf skólar af öllu landinu tóku þátt í úrslitunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Krakkarnir úr Reykjanesbæ öflugir í úrslitunum í Skólahreysti
Gull til Holtaskóla – silfur til Heiðarskóla
Skatttekjur Sveitarfélagsins Álfta-
ness dugðu fyrir útgjöldum sveitar-
félagsins í fyrra og var það í fyrsta
skipti í mörg ár sem það hafði
gerst. Ársreikningur sveitarfé-
lagsins fyrir árið 2011 hefur verið
lagður fram til fyrri umræðu í bæj-
arstjórn, samkvæmt tilkynningu.
Rekstrarniðurstaða fyrir fjár-
magnsliði var jákvæð um 240 millj-
ónir. Rekstur málaflokka aðalsjóðs
án lífeyrisskuldbindingar, óvenju-
legra liða og fjármagnsliða, tók í
fyrra til sín 95% af skatttekjum en
um 103% árið á undan.
Hagur Sveitarfé-
lagsins Álftaness
fer batnandi
Alþjóðlega matsfyrirtækið Stand-
ard & Poor’s lækkaði í gær láns-
hæfismat spænska ríkisins um tvö
þrep, að sögn Wall Street Journal.
Lánshæfismatið er nú BBB+ en var
A fyrir lækkunina. Ástæðan var
sögð tvísýnar horfur í fjármálum
ríkisins og vaxandi áhyggjur af
getu héraða landsins til að draga úr
eyðslu.
Þegar efnahagsvandinn skall á
árið 2008 var Spánn með AAA-
lánshæfismat en það hefur verið
lækkað hvað eftir annað síðan.
Lánshæfismat
Spánar lækkað
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Öryggi lögreglumanna er stefnt í
hættu. Þeir eru farnir að vera einir á
bílum og þurfa oft á tíðum að eiga við
mjög erfið útköll,“ sagði Snorri
Magnússon, formaður Landssam-
bands lögreglumanna (LL). Þing LL
samþykkti í fyrradag ályktun um að
lögreglan yrði lögð niður. Snorri
kvaðst lengi hafa talað um ástandið í
löggæslumálum. Hann sagði boðað-
ar skipulagsbreytingar á lögreglunni
eiga þátt í óánægju lögreglumanna.
„Það er verið að hræra í sama
pottinum og búið er að hræra í und-
anfarin ár,“ sagði Snorri. Hann sagði
lögreglumenn vera orðna þreytta á
sífelldum skipulagsbreytingum sem
alltaf ættu að leiða til sparnaðar og
hagræðingar. Svo væru ekki gerðar
neinar úttektir á því hvort markmið
breytinganna hefðu náðst.
„Lögreglumenn eru ekki sann-
færðir um að þessar breytingar
verði til góðs, alls ekki,“ sagði Snorri
um nýjustu áformin. „Lögreglu-
menn eru orðnir langþreyttir á
ástandinu og því að það skuli ekki
vera hlustað á það sem þeir kalla eft-
ir.“
Kalla eftir óháðu mati
Snorri nefndi þingsályktunartil-
lögu sem Gunnar Bragi Sveinsson og
fleiri þingmenn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks lögðu fram á
liðnu hausti um grundvallarskil-
greiningar löggæslu á Íslandi og
gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland.
Þar er m.a. lagt til að skipuð verði
nefnd til að skilgreina öryggisstig
á Íslandi, þjónustustig lögreglu
og mannaflaþörf og að þörf lög-
reglu fyrir fjármagn verði skil-
greind. Tillagan er nú til um-
fjöllunar í allsherjar- og
menntamálanefnd.
„Við höfum líka kallað
eftir mati óháðra aðila á
þeirri leið sem farin hef-
ur verið alveg frá 1997
þegar Rannsóknarlögregla ríkisins
var lögð niður og embætti Ríkislög-
reglustjóra stofnað. En það þarf að
byrja á að skoða sameiningar- og
breytingaferlið sem hófst 2007 og
hvort þeim markmiðum sem lagt var
upp með þá hafi verið náð. Við leyf-
um okkur að efast um að svo hafi
verið,“ sagði Snorri.
Hann sagði lögreglumenn vera að
hætta í starfi vegna ástandsins,
hverfa til náms og annað. Til dæmis
hefði fækkað um ein 60 stöðugildi í
lögregluliði sem væri rúmlega 700
lögreglumenn í kringum árið 2007.
Það væri ekki lítil fækkun í ekki
stærra liði. Snorri kvaðst óttast að
þegar ástandið batnaði á vinnumark-
aði hyrfu lögreglumenn unnvörpum
úr starfi.
Segir öryggi lögreglu
vera stefnt í hættu
Lögreglumenn þreyttir á sífelldum skipulagsbreytingum
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglumenn Niðurskurður hefur komið hart niður á lögreglunni. Lög-
reglumenn hafa mótmælt niðurskurðinum og krafist betri aðbúnaðar.
Hæstiréttur hefur staðfest 16 ára
fangelsi yfir Redouane Naoui, fer-
tugum karlmanni, fyrir manndráp.
Hann stakk mann með hnífi á veit-
ingastað í miðborg Reykjavíkur. Na-
oui var einnig dæmdur til að greiða
dóttur hins myrta rúmar þrjár millj-
ónir króna í bætur.
Naoui bar við minnisleysi vegna
áfengisneyslu en meðal gagna máls-
ins voru upptökur úr örygg-
ismyndavél veitingastaðarins Monte
Carlo.
Lögregla lagði hald á hníf sem
fannst á vettvangi. Reyndist vera
um að ræða búrhníf með bjúgblaði,
sem mældist 25,8 cm á lengd. Sýni,
sem tekin voru úr bletti á skyrtu
ákærða og af hnífsblaði, gáfu já-
kvæða svörun sem blóð og voru send
til DNA-samanburðarrannsóknar
við Statens Kriminalteknisk La-
boratorium í Svíþjóð. Samkvæmt
greinargerð rannsóknastofunnar
reyndust tvö sýni sem tekin voru úr
skyrtunni og af hnífsblaðinu hafa
sama DNA-snið og sá myrti.
Sextán ára
dómur
staðfestur
Dæmdur fyrir
manndráp
„Öll opinber þjónusta hefur þurft
að sæta niðurskurði vegna þess að
tekjur ríkis og sveitarfélaga
hrundu,“ segir Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra. „Það
hefur bitnað á löggæslunni ekki
síður en á annarri mikilvægri
stofnþjónustu samfélagsins
eins og heilbrigðisþjónustu
og menntakerfi.“
Ögmundur telur að
löggæslan sé einn af
veigamestu grunn-
þáttum velferðarþjónustunnar til
að tryggja öryggi borgaranna. „Ég
er samstiga lögreglumönnum í
þeirri baráttu að færa þessi mál til
hins besta vegar og er að sjálf-
sögðu að vinna í því,“ segir Ög-
mundur.
Hann kveðst ekki vera sammála
því að skipulagsbreytingar hjá lög-
reglunni á undanförnum árum hafi
ekki skilað árangri. Hann er viss
um að skipulagsbreytingar sem nú
eru boðaðar skili árangri.
Er samstiga lögreglumönnum
ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA
Ögmundur
Jónasson
Íslendingar eru sú þjóð í Evrópu
sem telur síst líklegt að þeim muni
fjölga í heimalandinu sem þjást af
vinnutengdri streitu á næstu fimm
árum, samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun um vinnuverndarmál
sem unnin var fyrir Vinnuvernd-
arstofnun Evrópu. Um 27% ís-
lenskra svarenda töldu að þeim
myndi fjölga mikið og um 20% að
þeim myndi fjölga lítillega en svart-
sýnastir voru þátttakendur í Grikk-
landi, þar sem 83% töldu líklegt að
þeim fjölgaði mikið. Lægst var þetta
hlutfall meðal þátttakenda frá Nor-
egi, eða 16%.
Alls telja 80% einstaklinga á
vinnumarkaði í Evrópu að þeim sem
þjáist af vinnutengdri streitu í
heimalandi þeirra fjölgi næstu árin
og telja 49% að það verði mikið.
Íslendingar komu ágætlega út úr
könnuninni og reyndust t.d. sú þjóð
sem taldi vinnuvernd hvað mik-
ilvægasta til að hjálpa fólki til að
vinna lengur áður en það fer á eft-
irlaun en 77% íslenskra þátttakenda
í könnuninni töldu hana afar mik-
ilvæga í því sambandi. Íslendingar
voru einnig meðal þeirra þjóða sem
voru hvað sannfærðastar um að yf-
irmaður myndi leysa úr vanda-
málum varðandi öryggi og heilbrigði
á vinnustað ef til hans væri leitað.
holmfridur@mbl.is
Íslendingar koma
vel út úr samanburði
Evrópubúar búast við meiri streitu
Að eldast í Evrópu
» Aðeins 42% Evrópubúa telja
að þeir muni geta sinnt núver-
andi starfi til 65 ára aldurs.
» 17% búast ekki við því að
geta sinnt starfi sínu lengur en
til 59 ára aldurs, samkvæmt
könnun Eurobarometer um
virka öldrun.