Morgunblaðið - 27.04.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.04.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS 2012 Við fyrsta hanagal Komdu með í frískandi fjallgöngu í morgunsárið og vaknaðu með fuglunum í eina viku. Einstök náttúruupplifun, gleði og göngustemning. Ókeypis þátttaka. Brottför á eigin bílum úr Mörkinni 6 kl. 06.00 eða mæting á upphafsstað göngu. Nánari upplýsingar á www.fi.is Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Fjöll vorsins: Mánudagur 30.apríl. Helgafell við Hafnarfjörð. Þriðjudagur 01. maí. Mosfell í Mosfellsdal. Miðvikudagur 02. maí. Helgafell í Mosfellssveit. Fimmtudagur 03. maí. Vífilsfell. Föstudagur. 04. maí. Úlfarsfell – morgunmatur í boði FÍ. Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | Sími 568 2533 SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Truenorth ehf. mun koma að tökum á þremur stórum kvikmyndaverk- efnum hér á landi í sumar og nýlega var greint frá þeirri nýjustu, Noah, eða Nóa, með Hollywood-leikaranum Russel Crowe í aðalhlutverki. Myndin verður byggð á Biblíu- sögunni um Nóa sem bjargaði mann- kyninu og öllum dýrum jarðar frá út- rýmingu í syndaflóðinu. „Það eru náttúrlega marg- þættar ástæður fyrir því af hverju menn eru svona spenntir fyrir Íslandi akkúrat núna. Ein af þeim er sú að við erum búin að vinna langt og mikið undirbúningsstarf í mörg ár með kynningum á landinu og því sem Ís- land hefur upp á að bjóða,“ sagði Helga Margrét Reykdal, fram- kvæmdastjóri Truenorth ehf., þegar hún var spurð út í vinsældir Íslands til kvikmyndagerðar. „Svo er að hjálpa líka að hér er í gildi 20% endurgreiðslukerfi sem gerir okkur samkeppnishæf og það að slíkt kerfi sé í gangi og virki vel er höfuðmál í framleiðslu svona kvik- mynda og í þriðja lagi gerir krónan það að verkum að það er hagkvæm- ara fyrir þá að koma,“ sagði Helga. Okkar verðmætustu túristar „Það má segja að þetta séu okk- ar verðmætustu túristar sem eru að koma í svona verkefni. Bæði eru þeir að eyða hér á landi eins og aðrir túr- istar gera, en að auki kaupa þeir fullt af annarri þjónustu og það sem ennþá betra er að markaðsáhrif svona kvikmynda teygja sig yfir fjöl- mörg ár. Þetta eru þeir túristar sem við eigum að hafa svolítið í heiðri og hlúa að,“ segir Helga. Stefnt er á að hefja framleiðslu á Nóa í júlí, en Helga segir að það geri þeim þó erfitt fyrir að finna gistingu fyrir alla sem að þessu koma. „Sem betur fer eigum við virkilega gott samstarf við hótel úti um allt land í þessum málum. Þetta er flókið mál og við erum ekki alveg búin að klára allt saman ennþá en við vonumst til að það gangi upp með góðri hjálp heimaaðila,“ sagði Helga. „Það er ekki orðið fast í hendi nákvæmlega hvar við erum ennþá. Við erum bara að vinna þetta með réttum aðilum,“ sagði hún aðspurð hvar á landinu tökur færu fram. Vinsælt er orðið að taka auglýs- ingamyndbönd upp hér á landi fyrir ýmis stórfyrirtæki. Truenorth hefur komið að vinnu við fjölmörg þeirra og unnið með leikstjórum á borð við Fredrik Bind, Ivan Zacharias, Paul Arden, Kevin Thomas og Dominic Murphy. Slíkar kvikmyndatökur fara gjarnan fram við stórbrotnar að- stæður á jöklum, við strendur eða inni á hálendinu. Truenorth verður auk Nóa með fleiri kvikmyndaverkefni í ár. Fyr- irtækið kemur auk Nóa að tökum á myndunum Oblivion með Tom Cruise og The Secret Life of Walter Mitty með Ben Stiller. Truenorth ehf. virðist vinsæll samstarfsaðili Hollywood-manna hér á landi og er skemmst frá að minnast taka á myndinni Prometheus, sem meðal annars var tekin upp í ná- grenni Heklu síðasta sumar og verð- ur frumsýnd nú í júní. Vinna við gerð hennar hér á landi skapaði nokkur hundruð manns vinnu, bæði erlend- um sem og íslenskum. Þá kom True- north að myndinni Flags of Our Fat- hers sem Clint Eastwood leikstýrði og einnig má nefna Hollywood- myndirnar Journey 3-D, Hostel Part II og Stardust. Morgunblaðið/RAX Í eyðimörk Tökur á Hollywood-myndinni Prometheus fóru fram á svörtum sandi í nágrenni Heklu í fyrra og vann Truenorth að gerð hennar. Tökur á Nóa gætu farið fram á svipuðum slóðum, þó það hafi ekki fengist staðfest. Hluti Nóa framleiddur hér  Truenorth ehf. kemur að gerð þriggja Hollywood-mynda á Íslandi þetta árið  Framkvæmdastjóri segir þetta árangur mikillar kynningar og markaðsstarfs Vilja vera við Veiðivötn » Truenorth ehf. hefur lagt fram beiðni til Rangárþings ytra um að fá að kvikmynda í nágrenni Veiðivatna í sumar. » Ekki liggur fyrir um hvaða kvikmynd af þessum þremur er að ræða. » Vel mögulegt er þó um sé að ræða kvikmyndatökusvæði fyrir myndina Nóa með Russel Crowe, en fékkst ekki staðfest. » Hreppsráð Rangárþings ytra tók erindið fyrir í gær og samþykkti það með nokkrum skilyrðum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fimmtíu og ein kona hefur farið í aðgerð á Landspítalanum til að láta fjarlægja úr sér PIP-brjóstap- úða. Þar af reyndust vera lekir púðar hjá 23 konum en heilir púðar hjá 28 konum. Átta konur þurftu innlögn yfir nótt í kjölfar aðgerð- arinnar en aðrar útskrifuðust sam- dægurs. Er þetta samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisembættinu. Brottnáms- aðgerðirnar hófust 20. febrúar og eiga að standa yfir til sumarloka. Alls hafa 159 konur með PIP- brjóstapúða leitað á dag- og göngudeildir skurðlækningasviðs Landspítalans. Flestar þeirra hafa komið oftar en einu sinni auk þess sem ráðgjöf og þjónusta um síma hefur verið umtalsverð til þessa hóps og eins til kvenna sem ekki hafa enn komið inn á deildir spít- alans. 60% kvenna með leka púða Í gær rann út sá tími sem þær konur sem fengu boð um ómskoð- un hjá Leitarstöð Krabbameins- félagsins höfðu til að panta tíma. Í dag og í gær voru 47 konur bókað- ar í ómskoðun hjá Leitarstöðinni. Í síðustu viku voru 23 konur óm- skoðaðar og þar af greindust fjór- tán með leka púða. Í heildina er búið að ómskoða yfir þrjú hundruð konur. Hinn 20. mars síðastliðinn höfðu 253 konur verið ómskoðaðar hjá Leitarstöðinni. Af þeim höfðu 151 greinst með leka púða og 92 með heila púða, hlutfall kvenna með leka púða var þá 60%. Þá höfðu níu konur greinst með heila púða en með sílikon í eitlum, þær voru bún- ar að skipta um púða. Ein kona án púða var ómskoðuð en hún var bú- in að láta fjarlægja púða sem höfðu lekið en vildi láta kanna eitla. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu er ekki búið að bóka fleiri konur í ómskoðun en um 50 eru á biðlista eftir því að fá tíma. Búist er við því að Krabba- meinsfélagið ljúki sínu hlutverki á næstu vikum. Stöðugt unnið í málinu Aðspurður segir Geir Gunn- laugsson landlæknir að ekki sé hægt að segja nákvæmlega hver verði næstu skref í PIP-brjóstap- úðamálinu. „Við erum stöðugt að vinna í þessu máli. Ómskoðunum lýkur á næstunni og vinnan á Landspít- alanum gengur vel. Við höfum ver- ið að leita gagna sem hefur gengið treglegar en reiknað var með,“ segir Geir og vísar þar í álit Per- sónuverndar sem taldi lýtalækna ekki skylduga til að láta frá sér gögn um þær konur sem fengið hafa PIP-púða ígrædda. „Álit Persónuverndar hefur tafið upplýsingaöflunina en það sem snýr að konunum sjálfum hefur gengið vel,“ segir Geir ennfremur. Búið er að fjarlægja PIP- brjóstapúða úr 51 konu  Alls hafa 159 konur með PIP-púða leitað til Landspítalans Frönsku sílikonpúðarnir » PIP-brjóstapúðar hafa verið fjarlægðir úr 51 konu á Land- spítalanum. Af þeim hafa 23 verið með leka púða. » Áætlaður kostnaður ríkisins vegna brottnáms púðanna er á bilinu 90-150 milljónir króna. » Eftir er að ómskoða um fimmtíu konur með PIP-púða sem hafa leitað til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. 537 sjómenn á 29 skipum skora á alþingismenn að taka ábyrga af- stöðu með tilliti þeirra „hörmu- legu afleiðinga sem frumvörp um stjórn fiskveiða kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastétt- arinnar og þar með þjóðfélagsins í heild.“ Segir í yfirlýsingu sjó- mannanna að þeir fordæmi þá grímulausu aðför að kjörum þeirra sem blasi við í frumvörp- unum. Frumvörpin aðför að kjörum sjómanna Dögun hefur hrint af stað undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða. Verði Alþingi ekki við áskoruninni og samþykki ný lög um stjórn fiskveiða verða undir- skriftirnar sem safnast afhentar forseta Íslands með beiðni um að hann synji þeim staðfestingar. Í frétt frá Dögun segir að með nýjum lögum um stjórn fiskveiða væri núverandi handhöfum afla- heimilda tryggður forgangur, sem standist ekki jafnræð- isákvæði stjórnarskrárinnar, til að minnsta kosti 20 ára. Auk þess standist það engan veginn nýja stjórnarskrá sem stjórnlag- aráð hafi samið. Núverandi stjórnarmeirihluti hafi lofað fyrir síðustu kosn- ingar að breyta stjórnkerfi fisk- veiða þannig að jafnræði yrði tryggt. Það frumvarp sem liggi fyrir Alþingi gangi í þveröfuga átt. Vilja þjóðaratkvæði um stjórn fiskveiða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.