Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
Aðalfundur
Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags
Íslands
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags
Íslands verður haldinn föstudaginn 11. maí,
kl. 16 í sal Tannlæknafélags Íslands, Síðumúla 35.
Dagskrá fundarins eru almenn aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum sjóðsins.
Atkvæðaréttur sjóðfélaga telst eftir eign þeirra og
réttindum við síðastliðin áramót. Rétthafar eiga
rétt til fundarsetu með málfrelsi og atkvæðarétt.
Aðalfundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins,
www.li.is/ls/ltfi, og hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Landsbankans, Austurstræti 11.
Virðingarfyllst,
Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
Í Morgunblaðinu í gær var rifjaðupp að Jóhanna Sigurðardóttir
sagði frá því haustið 2010 að samd-
ar hefðu verið reglur um und-
irbúning lagafrumvarpa sem lögð
væru fram í ríkisstjórn til þess að
tryggja bætt vinnu-
brögð.
Þá sagði húneinnig að for-
sætisráðuneytið
hefði ákveðið að
auka forystu-
hlutverk sitt og
samráð við önnur
ráðuneyti fyrir
framlagningu þing-
málaskrár og myndi
hafa til hliðsjónar
tillögur þingmanna-
nefndar um að
stjórnarfrumvörp
yrðu lögð fram með góðum fyr-
irvara.
Þessi þingmannanefnd, sem AtliGíslason stýrði, hafði verið
stofnuð til að fara yfir skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis og
þar var lögð áhersla á að þing-
mönnum gæfist gott ráðrúm til að
taka stjórnarfrumvörp til fag-
legrar skoðunar, upplýstrar mál-
efnalegrar umræðu og afgreiðslu,
eins og það var orðað.
Nú bendir Atli á að þrátt fyrirhin fögru fyrirheit sé ástand-
ið verra en áður og allir sjá hvern-
ig stórum málum er hrúgað inn í
þingið á síðustu stundu. Og þó að
þau séu illa unnin er þrýst á um að
þau séu keyrð í gegn.
Og þegar þingmenn vilja fá tímatil að ræða þau hefjast ásak-
anir um málþóf um leið og sá fyrsti
opnar munninn.
Eru þetta bættu vinnubrögðinsem forsætisráðherra lofaði
þingi og þjóð?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Bætt vinnubrögð?
STAKSTEINAR
Atli Gíslason
Veður víða um heim 26.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 5 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Vestmannaeyjar 4 léttskýjað
Nuuk 0 upplýsingar bárust ek
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 7 skúrir
Helsinki 11 skýjað
Lúxemborg 8 skúrir
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 11 skýjað
London 13 léttskýjað
París 13 skýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 17 heiðskírt
Vín 22 skýjað
Moskva 15 alskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 21 heiðskírt
Róm 21 heiðskírt
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 0 léttskýjað
Montreal 8 skýjað
New York 13 alskýjað
Chicago 11 alskýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:12 21:40
ÍSAFJÖRÐUR 5:02 21:59
SIGLUFJÖRÐUR 4:45 21:43
DJÚPIVOGUR 4:38 21:13
Gengið hefur verið frá kaupum
félagsins BMV Holding á öllu
hlutafé í BM Vallá ehf. Seljandi
er Eignabjarg, dótturfélag Arion
banka. Að BMV Holding standa
annars vegar Norcem AS og hins
vegar hópur íslenskra fyrirtækja
þar sem stærstu eigendur eru
Björgun og Jarðefnaiðnaður.
BM Vallá fór í þrot fyrir tæp-
um tveimur árum en var end-
urreist af Arion banka. Félagið
var auglýst til sölu í lok mars í
fyrra og undirritaði BMV Hold-
ing kaupsamning í október sl.
Salan var háð samþykki Sam-
keppniseftirlitsins, sem nú liggur
fyrir.
Starfsemi BM Vallár á rætur
að rekja allt aftur til ársins 1946
er fyrirtækið hóf sölu á steypu-
efni frá Vallá á Kjalarnesi.
Kaupin á BM Vallá
hafa gengið í gegn
„Það eru ekki til nein lög um kurteisi.
Ekki heldur gegn siðleysi. Eina leiðin
til að berjast gegn siðleysi, mann-
vonsku og haturstali er að tala gegn
því,“ sagði Ögmundur Jónasson inn-
anríkisráðherra í ávarpi, sem hann
flutti í upphafi fundar á vegum ráðu-
neytisins um hatursáróður í gær-
morgun.
Ögmundur vísaði til þess að á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og Evr-
ópuráðsins hefði Ísland fengið tilmæli
„um að við þurfum að gera betur í að
sporna gegn hatursfullri umræðu“, og
væri þar „einkum nefnd fordómafull
orðræða gegn útlendingum“. Bætti
hann við að fundurinn væri liður í að
bregðast við þessum áskorunum.
Fundurinn snerist að miklu leyti
um mörk tjáningarfrelsis og varna
gegn hatursáróðri.
Björg Thorarensen, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, dró í er-
indi sínu á fundinum línuna við það að
ekki ætti að nota mannréttindi til að
traðka á mannréttindum annarra.
Hún benti á að ekki væri mikið um
mál vegna hatursáróðurs í íslensku
réttarkerfi. Íslendingar hefðu tekið
samning Sameinuðu þjóðanna um af-
nám kynþáttamisréttis inn í íslensk
lög 1973.
Ekki væri þó nóg að lög væru til
staðar, þeim þyrfti að fylgja eftir og
full ástæða væri til að ætla að stjórn-
völd þyrftu á tímum örra þjóðfélags-
breytinga að vera á varðbergi.
Margrét Steinarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mannréttindaskrif-
stofu Íslands, ræddi að víkka þyrfti
heimildir í fjölmiðlalögum þannig að
refsivert yrði að dreifa hatursáróðri
og vakti einnig máls á vandanum, sem
fylgdi hatursumræðu í samfélags-
miðlum. Margrét sagði einnig dæmi
um það að lögregla hefði vísað fólki
frá, sem til hennar leitaði, í einu tilviki
það verið gert þegar kvartað var und-
an skilti í glugga fyrirtækis með áletr-
uninni „Júðar óvelkomnir“ á þeirri
forsendu að sá sem kvartaði hefði
ekki lögvarða hagsmuni. Ef hatursá-
róður væri látinn óátalinn, sagði Mar-
grét, yrði allt leyfilegt og það gæti
leitt til þjóðfélagsrofs.
Logi Kjartansson, lögfræðingur
hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglu-
stjóra, ræddi þá óljósu jafnvægislínu,
sem verðir laganna þyrftu að feta.
Hann benti á vanda lögreglu varðandi
hatursáróður á netinu. Möguleikar til
að bregðast við brotum þar væru tak-
markaðir og heimildir yrðu að vera
skýrar. Á Íslandi væri bann við rit-
skoðun og lögregla yrði að gæta þess
að fara ekki óbeislað í þann farveg.
Íris Ellenberger sagnfræðingur
var síðust frummælenda og fjallaði
um þann búning, sem umræða, sem
elur á andúð, gæti tekið á sig.
Að tala gegn
haturstali
Málfrelsi og varnir gegn hatursáróðri
Athugasemdir að utan
» ECRI, nefnd Evrópuráðsins
gegn kynþáttafordómum, og
mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna segja að Ísland þurfi
að standa sig betur í að sporna
gegn hatursfullri umræðu.
» Í mannréttindaráði SÞ sagði
Kanada að innleiða þyrfti öll
meginákvæði samnings SÞ um
afnám kynþáttamisréttis í ís-
lensk lög og tryggja allsherj-
arvernd gegn því.
Reuters
Virðing Enginn staður fyrir kyn-
þáttamisrétti, segir á þýsku skilti.