Morgunblaðið - 27.04.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
Kauptúni og Kringlunni – www.tekk.is
Opið laugardag kl. 10–17 og sunnudag kl. 13–17
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
HÚSGÖGNUM
Bjóðum
vaxtalausar
afborganir
til 12 mánaða
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sinfóníuhljómsveit Íslandsflytur vorleg verk nú í sum-arbyrjun á tónleikum fyrirgrunnskólabörn í vikunni
og síðan tónleika sem opnir eru öll-
um á laugardag kl. 14. Á efnis-
skránni eru verk eftir Antonio Vi-
valdi, Nikolaj Rimsky-Korsakov,
Johann Strauss, Ludwig van Beetho-
ven og Bedrich Smetana.
Verkin sem leikin verða fyrir
grunnskólabörnin eru Vorið úr Árs-
tíðum Vivaldis, Stormurinn úr
Sveitasinfóníu Beethovens, polki eft-
ir Johann Strauss, býfluga Rimskíj-
Korsakovs og tónaljóðið Moldá eftir
Bedrich Smetana. Á laugardag verð-
ur sama efnisskrá, en heldur lengri
þó, á tónleikum í röðinni Litli tón-
sprotinn. Sögumaður á þeim tón-
leikum er Halldóra Geirharðsdóttir
og stjórnandi Bernharður Wilkinson
en einleikari í köflum úr Árstíðum
Vivaldis er Sif Tulinius, aðstoðar-
konsertmeistari Sinfóníunnar.
Sif segist hafa spilað Árstíðirnar
ótal sinnum, en þetta verði í fyrsta
sinn sem hún leiki einleikskaflann í
Vorinu; „það er gaman að fá að vera í
einleikshlutverki í Vorinu í fyrsta
sinn, ekki síst nú þegar svo fallegir
vordagar eru runnir upp,“ segir hún
og bætir við að þótt Árstíðirnar séu
eitt af mest fluttu verkum bók-
menntanna verði góð vísa aldrei of
oft kveðin. Þar að auki verði vorið nú
flutt á tónsprotatónleikum þar sem
börn eru í meirihluta og því þó
nokkrar líkur á því einhverjir í þeim
hópi séu að heyra það í fyrsta sinn. „Í
því samhengi er gaman að segja frá
því að Vivaldi samdi einmitt flest af
sínum verkum, m.a. Árstíðirnar, fyr-
ir strengjasveit ungra stúlkna sem
Upp í sveit með
Sinfóníunni
Sinfóníuhljómsveitin flytur vorleg verk fyrir grunnskólabörn í vikunni og heldur
síðan tónleika fyrir alla. Þar á bæ er líka í bígerð barnastund fyrir yngstu hlust-
endurna.
Vortónar Sinfóníuhljómsveitin heldur reglulega tónleika fyrir grunn-
skólabörn og flutti að þessu sinni vorleg verk.
Sögumaður Halldóra Geirharðsdóttir var sögumaður á tónleikunum,
kynnti verkin og leiddi börnin inn í leyndarheim tónlistarinnar.
Nú þegar styttist í sumarið er ekki úr
vegi að huga að því að koma sér upp
flottum sólgleraugum, svo ekki þurfi
að píra augun framan í sólina gulu
sem ætlar að skína svo skært í sum-
ar. Í vaxandi umhverfisvitund og
-vernd er full ástæða til að fá sér
handgerð sólgleraugu úr viði frá fyr-
irtækinu Proof, því hráefnið í þau
kemur ekki úr regnskógunum sem
ekki má eyða. Á vefsíðu fyrirtækisins
iwantproof.com er hægt að skoða og
panta ótal flottar útfærslur á gler-
augum úr viði. Bræðurnir sem eiga
og reka fyrirtækið vinna út frá slag-
orðinu: LOOK GOOD. DO GOOD.
Og þeir standa við það, því tíu pró-
sent af hagnaði renna til góðra mál-
efna. Meðal annars styrkja þeir
stofnun á Indlandi sem gerir aðgerðir
á augum hinna fátæku sem ekki hafa
efni á því að fara á venjulega spítala.
Nú er lag að fá sér flott gleraugu.
Vefsíðan www.iwantproof.com
Sólgleraugu gerð úr viði
Sýning á verkum nemenda á mynd-
listarbraut Fjölbrautaskólans í
Garðabæ stendur nú yfir, en sýningin
er haldin á 1. hæð og 5. hæð í aðal-
safni Borgarbókasafns Reykjavíkur,
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
Sýningin er afrakstur 16 nemenda í
lokaáfanga í myndlist. Viðfangsefni
þeirra eru ólík og hefur hver og einn
þróað eigin aðferðir og efnistök.
Sýningin verður opin til 2. maí, í
dag klukkan 11-18 og laugardag og
sunnudag 13-17 en mánudag 10-19.
Nánari upplýsingar má nálgast á
fg.is en allir eru velkomnir og að-
gangur ókeypis.
Endilega …
… skoðið ólík
viðfangsefni
Hugur fatahönnuða virðist oft svífa
víða og eru hugmyndirnar að manni
sýnist endalausar. Það má með
sanni segja að þessi hönnun sem
sést hér að ofan svífi. Ja, í það
minnsta fljúga flugur um og má
segja að þær svífi. Hér getur að líta
fyrirsætur sem sýna hönnun taív-
anska fatahönnuðarins Chris Chang,
en nýjasta lína hans, Poesia, var
frumsýnd á tískusýningu á opnunar-
kvöldi tískuvikunnar í Shanghai á
dögunum.
Chang hefur sótt innblástur sinn í
skordýraríkið sem kemur dálítið
skemmtilega út og er ekki annað
hægt að segja en að hönnunin sé
einnig litrík. Um leið er líklegast
hægt að verja sig ágætlega í þessum
fatnaði sem er alsettur göddum og
minnir á broddflugu. Enginn vill nú
sérlega mikið stinga sig á slíkum.
Hönnun Chang byggist að miklu
leyti á þeirri sýn sem við höfum á líf-
ið og tilveruna sem börn. Sú mikla
og litríka töfraveröld sem við sjáum
fyrir okkur í huga okkar er það sem
Chang vill endurvekja í hönnun sinni.
Tíska
Stingandi og litrík hönnun
AFP
Skordýr Líklegast væri ekki gott að stinga sig á þessum tveim sem hér sjást.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.