Morgunblaðið - 27.04.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fræðsla Tónleikarnir fyrir grunnskólabörn eru liður í fræðslustarfi Sinfóníuhljómsevitar Íslands og vilji til að ná
til enn yngri barna. Í dag verður prufukeyrð barnastund Sinfóníunnar á ganginum á annarri hæð í Hörpu.
dvöldu á heimili fyrir munaðarlaus
börn á Ítalíu þar sem Vivaldi starfaði
frá 25 ára aldri. Hann var sjálfur frá-
bær fiðluleikari og varð þessi
strengjasveit fljótt þekkt og virt um
alla Evrópu.“
Liður í fræðslustarfi
Sinfóníunnar
Tónleikarnir fyrir grunnskóla-
börn eru liður í fræðslustarfi Sinfóní-
unnar að sögn Hjördísar Ástráðs-
dóttur fræðslustjóra Sinfóníunnar og
verkin valin í samræmi við það. „Við
kölluðum tónleikana Upp í sveit með
Sinfóníunni í bæklingnum okkar, en
þeir eru kynntir sem Úti í náttúrunni
fyrir grunnskólabörnunum, enda eru
þeir byggðir upp af tónverkum sem
lýsa náttúrunni á einn eða annan
hátt: vorkoman, stormasamari kaflar
og dýrin í náttúrunni eins og býflug-
an, svo dæmi séu tekin. Það má segja
að þetta sé allt hermitónlist, tónlist
sem lýsir náttúrunni eða tilteknum
dýrum.
Á tónleikunum á laugardag
verður sama dagskrá en líklega
lengri, því við pössum vel upp á það
að grunnskólatónleikar séu ekki
lengri en 40 mínútur.“
Barnastund Sinfóníunnar
Hjördís segir að það sé líka mik-
ill vilji til þess hjá Sinfóníu-
hljómsveitinni að ná til enn yngri
barna en grunnskólabarna. „Á laug-
ardaginn prufukeyrum við þannig
það sem við höfum kallað barna-
stund Sinfóníunnar, en það verður í
opnu rými, á ganginum á annarri
hæð í Hörpu og öllum opið. Við vilj-
um ekki vera að aldursmarka það of
þröngt, en það er aðallega ætlað
börnum á aldrinum tveggja til fjög-
urra ára, sem eru ekki nógu gömul til
að halda kyrru fyrir á heilum tón-
leikum.“
Hjördís segir að allir séu vel-
komnir í barnastundina og aðgangs-
eyrir að henni enginn. „Við erum að
reyna fyrir okkur hvernig best sé að
haga þessu og framhaldið ræðst svo
af því hvernig tekst til,“ segir hún, en
fyrirhugað er að halda slíkar stundir
reglulega næsta vetur. „Það er ein-
lægur vilji okkar að koma þessu á,
enda er þetta aldurshópur sem okk-
ur langar að sinna betur og eigum að
hafa alla þekkingu til þess.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
Fyrir nokkrum mánuðumkeypti ég mér Kyndil fráAmazon. Hann varð bráttuppáhaldsgræjan mín á
heimilinu (og utan þess) og ég þreyt-
ist seint á að mæra hans einföldu
snilld við hvern sem heyra og lesa vill.
Ég keypti mér einföldustu og ódýr-
ustu gerðina af Kyndli (hann kostaði
um 17 þúsund kr.) vegna þess að þótt
ég eigi mjög auðvelt með að gleyma
mér tímunum saman við lestur er ég
líka með athyglisbrest ef svarthol
netsins er innan seilingar. Ég ver nú
þegar allt of löngum tíma á netinu,
ýmist í tölvunni eða símanum og þess
vegna vil ég að bókin mín sé bara bók,
jafnvel þó að hún sé rafbók.
Í Kyndlinum er þráðlaus netteng-
ing svo ég get farið inn á Amazon,
keypt bók með einum smelli og fengið
hana senda á 10 sekúndum. Það er
mjög freistandi og úrvalið í þessari
stærstu bókabúð heims á gerir það að
verkum að ég verð eins og krakki í
nammibar Hagkaupa á laugardegi.
Lestrarupplifunin sjálf er ekki
síðri með rafrænu bleki en á prenti að
mínu mati. Kyndillinn er auðvitað
mun handhægari og meðfærilegri en
þykkustu doðrantarnir. Það var að-
allega lyktin sem ég hafði áhyggjur
af, ég er nefnilega ein af þeim
sem þefa af bókum. Lykt af
nýprentaðri bók er góð og
fyllir mann af eftirvænt-
ingu, en ég leysti þetta með
því að kaupa mér fallegt
leðurhulstur um Kyndilinn
minn. Lyktin af leðri er
nefnilega ekki síður góð.
Svo býður Kyndillinn
upp á öðru vísi lestur
en áður. Bæði er
hægt að ná í ýmsa
klassík frítt á net-
inu (í vikunni
sótti ég mér t.d.
ritgerðasafn Mark Twain ókeypis).
Langar greinar á vefsíðum má senda
í Kyndilinn ef maður nennir ekki að
lesa þær af tölvuskjá. Núna sæki ég
líka lesefni sem mér fannst ekki rétt-
lætanlegt að kaupa áður og fá sent til
landsins með tilheyrandi kostnaði.
Ég freistast til að kaupa bækur
fyrir forvitni sakir, vegna þess að þær
eru ódýrar á rafrænu formi. Kyndil-
inn er ekki hægt að dæma af kápunni,
sem gefur manni frelsi til að lesa
klámfengnar eða vandræðalega hall-
ærislegar bækur á mannmörgum
stöðum án þess að neinn viti af því.
(Og lesturinn verður auðvitað mun
skemmtilegri fyrir vikið). Vegna alls
þessa er mín reynsla sú að eftir til-
komu Kyndilsins kaupi ég fleiri bæk-
ur en nokkru sinni fyrr.
Ef það er nógu auðvelt og
ódýrt að nálgast efni löglega
á netinu sé ég nefnilega
enga ástæðu til að stela
því. Ég vil mjög gjarnan
styðja höfunda verkanna
sem ég nýt með því að
borga fyrir þau. Enn hef
ég þó enga íslenska
rafbók keypt. Ég
einfaldlega tími
því ekki.
»Það góða við Kyndil-inn er að maður getur
lesið klámfengnar eða
vandræðalega hallær-
islegar bækur á mann-
mörgum stöðum án þess að
neinn viti af því.
HeimurUnu
Una
Sighvatsdóttir
una@mbl.is
býður upp á
seiðandi sumar með
Lac Sensation
Reykjavík og nágrenni
• Snyrtistofan Helena Fagra
Laugarvegi 163, 105 Rvk.
• Snyrti og nuddstofan Paradís
Laugarnesvegi 82, 105 Rvk.
• Dekurhornið Snyrtistofa Faxafeni 14, 108 Rvk.
• Snyrtistofa Grafarvogs Hverafold 1-3, 112 Rvk.
• Snyrtistofan Ágústa Hafnarstræti 5, 101 Rvk.
• Snyrtihús Bergdísar Ólafsgeisla 65, 113 Rvk.
• Snyrtimiðstöðin Kringlunni 7, 103 Rvk.
• Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, 105 Rvk.
• Snyrtistofan Ársól Efstalandi 26, 108 Rvk.
• Dagný Snyrtistúdíó Miðhúsum 50, 112 Rvk.
• Victoria Salon & Spa Suðurlandsbraut 16, 108 Rvk.
• Verði Þinn Vilji Borgartún 3, 105 Rvk.
• Eygló Heilsulind Langholtsveg 17, 104 Rvk.
• Heilsustofan Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk.
• Snyrtistofan Xanadú Hamrabergi 4, 111 Rvk.
• Snyrtistofan Rós Engihjalla 8, 200 Kóp.
• Snyrtystofan Hrund Grænatún 1, 200 Kóp.
• Snyrtistofan Cara Bæjarlind 1-3, 200 Kóp.
• Snyrtistofan Garðatorgi Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
• Snyrtistofan Lipurtá Staðarbergi 2-4, 221 Hafnarfirði
• Snyrtistofan Þema Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði
• Snyrtistofan Líkami & sál Þverholt 11,
270 Mosfellsbæ
Landsbyggðin
• Abaco Heilsulind Hrísalund 1a, 600 Akureyri
• Snyrtistofan Alda Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir
• Riverside Spa Eyrarvegi 2, 800 Selfoss
• Snyrtistofa Ólafar Austurveg 9, 800 Selfoss
• Snyrtistofa Jennýjar Lind Borgarbraut 3,
310 Borgarnes
• Snyrtistofan Dekur Dalsbraut 1, 300 Akranes
• Snyrtistofan Fagra Hafnargötu 7b, 240 Grindavík
• Snyrtistofan Spes Suðurgötu 10, 250 Sandgerði
• Snyrtistofan Mánagull Aðalstræti 21-23,
415 Bolungarvík
• Snyrtistofan Ágústu Hilmisgötu 2a,
900 Vestmannaeyjum
UV naglalakk sem endist í allt að 3 vikur
Styrkir náttúrulegu nöglina, hentar bæði fyrir
náttúrulegar neglur og gerfineglur, frábært á tásur!
Lac Sensation – útsölustaðir